Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 24
Annar þýzkur sérfrœðingur til rannsóknarlögreglunnar Á að endurskipuleggja og mennta íslenzka liðið Mjög háttsettur embættis- maður í vestur-þýzku rann- sóknarlögreglunni verður feng- inn hingað til lands til þess að halda námskeið fyrir íslenzka rannsóknarlögreglumenn. Dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur haft frum- kvæði að því að fá þennan mann hingað í stað þess að senda lögreglumenn utan til náms, eins og tillögur hafa komið fram um. Meginhliitverk þessa viður- kennda kunnáttumanns er tví- þætt. 1 fyrsta lagi mun hann kynna sér störf og aðstöðu saka- dóms og rannsóknarlögregl- unnar í afbrotamálum, og gera síðan tillögur um skipulags- breytingar. Þá stjórnar hann skóla fyrir rannsóknamenn í vinnubrögðum. Tekur hann til tæknideildar og vinnubragða lögreglunnar, einkum rann- sóknarlögreglu. Engum hefur verið það ljósara en rannsóknarlögregl- unni sjálfri, hversu ábótavant hefur venið allri starfsaðstöðu og tækifærum til þess að afla kunnáttu, sem ekki verður aflað hérlendis. Munu kynni Karl Sehutz. hins þýzka rann- sóknarmanns, sem hingað var fenginn til aðstoðar í rannsókn Geirfinnsmálsins, hafa staðfest þetta mat. Hefur nú dómsmálaráðherra haft frumkvæði að því að fá hingað viðurkenndan kunn- áttumann til ráðleggingar um skipulagningu rannsóknarlög- reglu og fræðslu í vinnu- brögðum. Er hinn þýzki sér- fræðingur væntanlegur hingað í októbermánuði. BS Lauk fyrst kvenna f lugprófi hérlendis: „SVO VAR ÉG LÁTIN LENDA VÉUNNIÞRISVAR" „Eg var kominn með flugprófu' löngu áður en ég tók bílpróf.' sagði Valgerður Þorsteinsdóttir. en hún var fyrsta konan, sem lauk flugprófi á tslandi. Það eru nú reyndar orðin 30 ár síðan og margt hefur breytzt og annað staðið 1 stað. Enn hefur ekki orðið sú breyting að kona stjóri vélum flugfélaganna hér á landi. „Þegai ég lauk prófinu var ég ákveðin að halda áfram námi, en prófdómarinn sagði foreldrum míhum að ég mundi aldrei fá neitt að gera. Svo þannig fór si draumur minn, þó ég hafi verii' búin að fá inngöngu í'flugskólanr Sparta í Oklahoma í Banda ríkjunum," sasði Valgerður. „Mér finnst skemmtilegt að rifja upp daginn sem ég gekkst undir prófið, 17. ágúst 1946. Þetta var auðvitað mjög merkilegt í mínum augum. Þann dag var hóað í okkur, vegna þess að það var hægt að fljúga, veðurskilyrði voru hagstæð. Ég hélt að ég fengi að ljúka þessu af fyrst. Hann Sigurður Jónsson var ekki á þeim buxunum og tók alla piltana á undan mér. Eg sat því og beið og kveið ósköp mikið fyrir. Svo kom stóra stundin og við fórum í (SgMumdjif naKjti Flugskírteinið hennar Valgerðar er númer 40. Valgerður Þorsteinsdóttir sýnir okkur myndir frá þeim árum, þegar hún var að læra flug. FieftiHKiua. og ir <55, 7 Skldeim þetta beimilar að stjórna Ilugvéi •'fA*??.. TfláfAÆ? c, i í skólaflugi einliðaðurþó adelnl andl í umsjá kennara. térnWWA: ....... loftið. Hann spurði mig út úr og Iét mig gera allar kúnstirnar. Skólabræður mínir þurftu að lenda einu sinni, en það þurfti ég að gera þrisvar til þess að fá prófið, hann treysti ekki kven- fólkinu, hann Sigurður." „Það er nú svo að þegar ég kem eitthvað nálægt flugvélum, eða bara flugstarfsemi einhvers konar, finnst mér þetta alltaf jafn spennandi.“ sagði Valgerður Þor- steinsdóttir. —KP. Ætlaði í tveggja tíma aðgerð: VAR Á SJÚKRAHÚSI Suðurlandsk jördœmi: BÍLSTJÓRI HÆSTI SKATTGREIÐANDINN Fimm hæstu skattgreiðendur barnabætur, en í síðasta I Suðurlandskjördæmi greiða dálkinum er heildartala, sem eftirtalin opinber gjöld. Við skattgreiðendur bera í opinber tökum fram tekjuskattinn. gjöld. að öllu meðtöldu. eignarskattinn, útsvar Tekjusk. Og Eignask. Útsv. Barnab. Samt. alls. Árni Sigursteinsson, bifreiðast). Selfossi 1.622.312 * 92.920 536.800 0 4.301.034 Sigfús Kr istinsson, húsasm.meistari, Selfossi 1.017.120 172.093 387.700 262.500 3.710.925 Magnús Sigurðsson, læknir, Eyrarbakka 1.649.461 44.238 518.800 37.500 2.567.977 Brynleifur Steingrímss. læknir, Selfossi 1.665.843 36.087 521.700 37.500 2.518.022 Bragi Einarsson, garð- yrkjumaður, Eden, Hverag. 608.151 6.199 258.600 93.750 2.462.416 Af fyrirtækjum groiíir Enorgo Projekt við Sigöldu longhæstu gjöldin oða samtalo 27.353.653 kr., Mjólkurbú Flóamanna greiöir 22.897.118, Kaupfólag Árnesinga, Selfossi kr. 22.224.228 og Meitillinn hf.. Þorlákshöfn kr. 15.311.352. í 3 ÁR OG GEKKST UNDIR 15UPPSKURÐI Jón Björgvinsson gerði grein fyrir fádæma mistökum varðandi meðfcrð sjúklings hér á landi, í útvarpsþætti í gær- kvöldi. Maður nokkur hafði leitað til læknis vegna bakverkjar. Var gerður uppskurður og þar var tæki stungið í æð við hryggjarsúluna og lenti þá saman slagæð og bláæð. Kom þetta fyrst í ljós við botnlanga- skurð á manninum. Var hann þá kominn með blóðtappa í nára og allt æðakerfið komið í vitleysu. Taka varð ú’- honum annað nýrað ogyröi •ii*-:comst um allan líkamann. Þá varð að binda fyrir slagæð sem þýddi það að lltið blóð komst ofan I fót mannsins og lá við að taka þyrfti hann af. Þá varð að taka hluta af görnum og þvagleiðara. Þetta mun vera eina tilfellið hérlendis en alls mun vera vitað um 25 tilfelli í heiminum. Maðurinn sem átti aðeins að fara í 2ja tíma aðgerð þurfti að liggja á sjúkrahúsi í 3 ár og ganga undir óteljandi aðgerðir. Hann fór að vinna i vor og mun það mest vera hans eigin dugnaður en ekki heils.a sem gerir honum það kleift. Maður þessi mun nú hafa leitað til lögfræðinga til að kanna skaðabótagrundvöll. frjálst,úhád dagblað MIÐVIKUDAGUR 18.ÁGUST 1976 Förum víð á olympíumótíð ískák? Pólitísk pressa Israels- T manna ísraelsmenn þrýsta á íslendinga um endurskoðun á þeirri ákvörðun að taka ekki þátt i ólympíumótinu í skák, sem halda á í ísrael i haust. Þetta er orðið pólitískt mál, og mun íslenzka ríkisstjórnin ætla að reyna að stuðla að því, að íslendingar taki þátt í mótinu. Það gæti hugsazt, að við tækjum þátt í mótinu, ef stuðningur fæst frá ríki og borg. Verið er að endur- skoða fyrri afstöðu en ákvörðun hefur ekki verið tekin enn, að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Skák-, sambands Islands í morgun. Einar sagði, að málið væri í endurskoðun að ósk ísraelsmanna, sem hefðu lagt áherzlu á þátttöku Islendinga með skírskotun til góðrar sámvinnu ríkjanna.- íslendingar höfðu áður ákveðið að taka ekki þátt í mótinu vegna uggvænlegs ástands I Mið- Austurlöndum, sem kynni að skapa hættu fyrir skák- mennina. —HH Kolmunni ó pönnuna: FÓLK VILL MEIRA — segir Björgvin íSœbjörgu Fólk virðist svo sannariega hafa kunnað að meta kola- munnann því það spyr talsvert hvort við fáum hann aftur og hvenær, sagði Björgvin Jónsson í Sæbjörgu í viðtali við blaðið í gær, en eins og blaðið sagði frá fyrir nokkru, dreifði Sæbjörg nokkrum hundruðum kílóa af kolmunna ókeypis, er togarinn Runólfur kom með kolmunnafarm til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Björgvin sagðist ekki geta gert sér grein fyrir að svo stöddu hvort kolmunninn yrði góð söluvara, en vafalaust mætti með tímanum vinna honum markað hér í fiskbúðunum miðað við umsagnir þess fólks, sem prófaði hann um daginn. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.