Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 8
8' DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Gashylki sprakk á þaki Sambandsgeymslunnar við Elliðavog: Drunumar bárust víða um bœinn, en nœrstnddir skippu ótrúlega vel V Mikil sprenging varð um ■kaffileytið i gær er gaskútur sprakk í loft upp á þaki birgða- geymslu Sambandsins er stendur nýreist sunnan við Kleppsspítalann. Var sprengingin svo öflug að hennar varð vart langt frá, m.a. uppi í Árbæjarsafni, og taldi varðstjóri í slökkviliðinu í gær að brotin hefðu lengst þotið 80 til 100 metra frá staðnum. Mikil Slökkviliðsmenn komnir á staðinn varðir reykgrímum. (DB-mynd Árni Páll) mildi var að enginn mannanna, sem voru að vinna á þakinu, varð fyrir broti úr kútnum. Mennirnir sem unnu við tjörgun þaksins notuðu tjörupott sem þeir hituðu upp með eldi er nærður var með gasi frá gaskút. Þeir höfðu ný- skipt um gaskút er þeir fóru í kaffi, en áfram logaði undir toppinum. Tóma hylkið stóð skammt frá. I kaffitímanum heyrðu þeir smásprengingu og hlupu til að athuga málið. Kom þá i ljós að slangan frá kútnum að eldstæðinu við pottinn hafði sprungið. Logaði úr slöngu- stútnum og hann þeyttist eld- spúandi um þakið undan þrýstingi gassins. Við það komst eldur í þakið. IIlupu mennirnir til með vatnskúta er voru til taks og reyndu að slökkva eldinn. Eldurinn í þakinu stóð á tóma gashylkið og í þann mund er þeir skvettu vatni á sprakk hylkið. Við sprenginguna valt tjöru- potturinn og tóma gashylkið splundraðist og fannst víðs fjarri í 5 bútum. Það var verkstjórinn er næstur var og hlaut hann brunasár, mest á höndum að því er virtist. Var hann fluttur í slysadeild og þaðan í Land- spítalann. Slökkviliðið réði niðurlöguhi eldsins fljótt. Skemmdir urðu aðeins á 20-30 fermetrum þaksins. G.S \ Biðreinar auð- velda umferðina til muna Fyrir helgina síðustu var byrjað á framkvæmdum á mótum Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar þar sem vefið er að gera biðrein á gatnamótunum. Hjá embætti gatnamálastjóra fengum við þær upplýsingar að rætt hefði verið um gerð þessarar biðreinar á sl. ári og gert er ráð 'fyrir að framkvæmdum verði lokið eftir hálfan mánuð. Mun þessi nýja biðrein létta mikið á ljósunum og auðvelda alla umferð um gatnamótin —A.Bj. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Maðurinn sem slasaðist i sprengingunni fluttur af staðnum. (DB-mynd Sv. Þormóðsson). ✓ Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Laxórvirkjunar: Eitt grundvallaratriði sóttasamningsins óvirkt — telur að ekki eigi að reisa laxastigann fyrr en bœndur virða aftur öll atriði samningsins fró 1973 Þar sem bændur gerðu gerðardóminn óvirkan með því að hefja í fyrra upp deildur um hlutverk hans og ganga þannig í berhögg við túlkun m.a. þeirra eigin lögfræðings, sem þátt tók i gerð sáttasamningsins 1973 með þeim, sé ég ekki ástæðu til að þjóðin reisi þennan laxastiga þar sem samkomulagið um gerðardóminn er eitt grund- vallaratriði sáttasamningsins, sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Laxár- virkiunar í viðtali við DB í gær. Hann sagði það túlkun þeirra Laxárvirkjunarmanna og lögfræðings landeigenda, að gerðardómurinn um skaðabótamál, sem báðir aðilar sættu sig við í sátta- samningnum, ætti að vera dómstólí, sem fjallaði um skaðabótaskyldu og hugsanleg- ar skaðabætur í kjölfar athugana sinna, en ekki aðeins um upphæðir skaðabóta án tillits til skaöabótaskyldu, eins og landeigendur vildu túlka hlutverk dómsins í fyrra, þegar þeir gerðu samninginn óvirkan. Valur benti á að loforð rikisins um að fyrrnefndur laxastigi yrði byggður hafi i rauninni verið framlag til þess að endanlegar sættir næðust og hlytu því forsendur fyrir byggingu hans að vera að sátta- samningurinn héldi í einu og öllu. Hánn sagðist þó vilja standa við þennan samning eins og aðra samninga, en það væri álit sitt, að ekki væri ástæða til að byggja þennan stiga án þess að fullur friður væri tryggður. Að þessu slepptu væri það svo ríkissjóðs að ákveða hvort hann vildi fyrir hönd lands- manna Ieggja út í þetta kostnaðarsama verk, þrátt fyrir umsagnir visindamanna eins og veiðimálastjóra, þess efnis að lax ofan virkjana myndi raska lífríki árinnar, og umsagir kanadískra vísindamanna þess efnis að til þess að stiginn virkaði, þyrfti að hækka stífluna um ca 9 metra én það stendur ekki til, í núgildandi áætlunum. Einnig gat hann þess að SUN'N Samtök um náttúru- vernd á Norðurlandi, hafi sam- þ.vkkt ál.vktun gegn því að lax yrði hleypt í efri Laxá, þar sem hann hofur aldrei verið Að lokum kom fram af hálfu Vals að hann hefði síður en svo áhuga á að vekja upp Laxár- deilu, en hins vegar telji hann sér skylt að skýra þessi sjónar- mið, þegar fjölmiðlar leiti álits síns, almenningur eigi heimtingu að fá sem ítarlegastar upplýsingar um þessi mál sem og orkumálin, enda sé það hann sem standi straum af kostnaðinum beint og óbeint. Séð uppeftir ánni frá stíflu 2 og í f jarska í gilinu má sjá stíflu 1, en stiginn á að ná upp fyrir hana. DB myndir Friðgeir Axfjörð. Fyrirhugaður laxastigi á að byrja i fossunum hér fremst á myndinni, bevgja til hægri ofan viö lágreist klakhúsið og fara hægramegin uppf> rir stíflu nr. 2 í átt að stíflu nr. 1.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.