Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 12
 Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. DKILD EFTIR SIGUR í A gegn KR 3-1. Valur 14 9 4 1 42-13 22 Fram 14 9 3 2 26-15 21 Ákranes 14 7 4 3 22-17 18 Víkingur 13 6 2 5 17-17 14 Breiðablik 13 6 2 5 16-17 14 Keflavík 14 5 2 7 19-21 12 KR 14 3 5 6 20-21 11 FH 13 1 4 8 8-26 6 Þróttur 13 1 2 10 9-32 4 í kvöld leika í Laugardal Þróttur og Breióablik kl. 19. Staðan í 2. deild Staöan í 2. deild eftir 3-1 sigur ÍBV gegn Árnianni ÍBV 13 11 2 0 49-10 24 Þór 13 8 4 1 32-12 20 Armann 14 6 3 5 24-19 15 KA 14 5 4 5 26-27 14 Völsungur 13 5 3 5 20-21 13 ísafjörður 12 3 4 5 15-19 10 Haukar 13 4 2 7 20-26 10 Selfoss 13 2 3 8 18-43 7 Reynir 13 2 I 10 12-39 5 Deildabikarinn á Englandi Deildabikarinn hófst um helgina á Englandi. Fyrri ieikir fyrstu um- feróar fóru þá fram og í gærkvöld fór fram fjöldi leikja. Neðstu lið 2. deildar ásamt öllum liðum 3. og 4. deildar taka þátt í keppninni. (Jrslit í gærkvöld urðu en í sviga er saman- lögð úrslit: Barnsley — York 0-0 (0-0) Brentford — Watford 0-2 (1-3) Bristol R — Cardiff 4-4 (5-6) Carlisle — Southport 0-1 (2-2) Cambridge — Oxford 2-0 (2-1) Colchester — Milivall 2-1 (3-3) Newport — Swansea 1-0 (2-4) Oldham — Bradford 1-3 (2-4) Portsmouth — C. Paiace 0-1 (2-3) Preston — Bury 1-1 (2-3) Rotherham — Chesterf. 3-0 (4-3) Scunthorpe — Mansfield 2-0 (2-2) Torquay — Bournemouth 1-0 (1-0) Brighton — Southend 2-1 (3-2) Árni þjálfar Gróttu Árni Indriðason, landsliðs- maðurinn kunni úr Gróttu í handknattleik mun í vetur þjálfa 1. deildarlið Gróttu. Fróðlegt verður að sjá hvernig Árna tekst verkefnið en undanfarin ár hefur Grótta ávaiit þurft að óttast faii en komizt hjá því á undraverðan hátt. Árni hefur verið styrkasta stoð Gróttu í leikjum liðsins og síðastl. vetur var hann fyririiði landsliðsins. Útsjónarsamur leik- maður, sem fróðlegt verður að sjá hvernig tekst tii við þjalfun. Hann mun einnig leika með liði Gróttu í vetur. Jóhann Torfason varð fyrri tii en Hörður markvörður ÍA, en knötturinn rétt sleikti stöngina. Jóhannes Guðjónsson fylgist spenntur með, varð greinilega ekki um sel. DB-mynd Bjarnleifur. Skagomenn þáðu gjafir KR og tóku stigin tvö! — ÍA sigraði KR 3-1 í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir gjafamörk KR íslandsmeistarar Akraness fóru suður til höfuðborgarinnar í gærkvöld og iéku við KR í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Skagamenn gerðu góða ferð — fóru með tvö stig á Skagann í 3-1 sigri. Sigri sem var nánast ótrú- lega auðveldur — enda vörn KR gjafmild í leiknum. Raunar mátti sakast við varnarmenn KR um öll mörkin, Magnús markvörð tvö og Ólaf Óiafsson hið þriðja. Knattspyrnan er furðuleg. ekki verður annað sagt, enda einmitt það sem gerir hana jafn heiliandi og raun ber vitni — enginn getur gefið sér neitt víst fyrirfram. KR átti skot i þverslá þegar á 2. mín- útu. Herði Helgasyni markverði ÍA urðu á slæm mistök — Jóhann Torfason var skyndilega í opnu færi en skot hans hafnaði í þver- slánni. Aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Skagamenn. Karl Þórðarson brauzt upp katninn — gaf góða sendingu fyrir og þar var Teitur, sem skaut lausu skoti, reyndar hitti hann knöttinn illa, en undir Magnús Guðmundsson fór knötturinn og í netmöskvana, 1-0. Já, knattspyrn- an getur tekið á sig furðulegustu myndir — Hvernig hefði leikurinn þróazt ef Jóhann hefði skorað — því verður hver einn að velta fyrir sér! I stað þess að vera marki undir voru Skagamenn marki yfir — og eftir það ógnaði KR aldrei íslandsmeisturunum, sem spiluðu af yfirvegun og öryggi. Þannig var staðan í hálfleik, 1-0 fyrir Akranes. Það breyttist fljót- lega í siðari hálfleik, raunar þegar á 6. nínútu — Magnús markvörður fór í sannkallaða ævintýraferð út í vítateig. Jón Gunnlaugsson náði að iyfta knett- inum að marki KR og þar var fyrir Pétur Pétursson, hinn efni- legi leikmaður, sem skallaði knöttinn í netið, 2-0. Aðeins liðu fimm mínútur og enn varð vörn KR á slæm mistök. Ólafur Ölafsson ætlaði að skalla knöttinn til Magnúsar mark- varðar en sendi hann i þess stað beint fyrir fætur Péturs, sem ekki urðu á nein mistök. Skoraði af örvggi, pilturinn sá, og staðan var 3-0. KR náði þegar á næstu mínútu að minnka muninn í 1-3. Magnús Jónsson nýtti vel mistök Jóns Gunnlaugssonar í vörn lA — skaut góðu skoti, sem Hörður hálfvarði en knötturinn féll fyrir fætur Jóhanns Torfasonar, sem skoraði af öryggi 1-3. En KR tókt ekki að minnka muninn þrátt fyrir að Jóhann Torfason kæmist tvívegis í góð færi en í bæði skiptin fóru skot hans rétt framhjá — óheppinn þar. Eftir því sem á leikinn leið tóku Skagamenn öli völd i sínar hendur enda einum fleiri eftir að Hauk Ottesen hafði verið vísað af velli. Nokkuð umdeildur dömur hjá Val Benediktssyni. Hvað um það — Skagamenn hefðu getað og raunar átt að skora fleiri mörk. KR-ingar virtust hreinlega géfast upp — beinlinis hætta. Þrátt fyrir góð marktækifæri tókst ekki að bæta við fleiri mörkum — munar þar mestu að Teitur Þórðarson virðist eitthvað ólíkur sjálfum sér um þessar mundir. Allt um það — öruggur sigur Skagamanna var í höfn. Liðið var gæðaflokk beira en KR. Leikmenn eins og Árni Sveinsson, Karl Þórðarson og Pétur Pétursson gátu gert nánast hvað sem þeir vildu. Hins vegar var vörnin nokkuð óörugg og Jón Alfreðsson aðeins skugginn af sjálfum sér. Þrátt fyrir það tel ég Akurnesinga líklegasta sigurveg- ara í Bikarkeppni KSÍ. Liðið er í stöðugri framför eftir misjafna leiki í sumar — ef til vill ekki nema von eftir hin miklu áföll, sem liðið hefur orðið fyrr undan- farið. KR átti einn af sínum lakari dögum í gærkvöld — liðið aðeins svipur hjá sjón. Hvað veldur? Jú, meiðsli hafa hrjáð leikmenn KR í sumar en eins og ekki síður vantar liðið sjálfstraust. Einhvern drífandi leikmann er rífur hina ungu leikmenn upp með sér. Leikinn dæmdi Valur Bene- diktsson. Ekki er hægt að gefa honum góða einkunn fyrir frammistöðu sína I gærkvöld. Öákveðinn og óöruggur í öllum sínum gjörðum. h halls. Lcikurinr, harðn;n' (>c nTÓiherjarnir rc\na aö skura lokaiíiaik sui

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.