Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 9 Skattar veitinga- manna og þjóna: Þar blasa núllin sums staðar við í ðllum dólkum Veitingarekstur í Reykjavik virðist ærið misjafn til lífsviður- væris. Tveir veitingamenn í Reykjavík bera hvorki tekjuskatt né útsvar. Annar þeirra rekur þó tvö veitingahús sem teljast hafa verið allvel sótt. Hinn rekur veit- ingasöiu. Báðir þessir menn teljast líka eignalausir af skatt- yfirvöldum. Greiða þeir ekki önnur gjöid en þau sem bundin eru veltu þeirra og skatta í sam- bandi við greidd Iaun til starfs- fólks sins. Meðal þjóna virðast tekjur afar misjafnar. Bera þeir alit frá lágum verkamannasköttum upp í bankastjóraskatta. Laxveiðin komin í röð gjaldeyris- skapandi atvinnugreina Rœktun og bygging veiðihúsa og veiðivega haf a gert herzlumuninn „Utlendingum sem hingað koma til sportveiða má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru þeir sem vilja komast í góða á og fá beztu fyrirgreiðslu í sinni veiðiferð. Skipta þá peningar oft litlu máli. Hins vegar eru þeir sem hingað koma í öðrum erindum og „fá að renna“ dag og dag“, sagði Þór E. Guðjóns- son veiðimálastjóri í stuttu spjalli við Dagblaðið. „Svolítið er um það að erlendir menn stundi silungs- veiðar. t þeim efnum höfum við tslendingar mikið upp á að bjóða en aðstaðan er oftast erfið, engin veiðihús, erfitt að komast á veiðistaði o.s.frv. Sú aðstaða er sköpuð við góðu árnar, glæsileg veiðihús og akvegir að helztu veiðistöðum," sagði Þór. Veiðimálastjóri tjáði okkur að tekjur bænda af seldum veiðileyfum væru skattskyldar og þær tekjur væru drjúgar hjá þeim sem mest hafa upp úr slíku. Um 130 veiðifélög éru nú á landinu. Félögin annast leigu veiðiréttinda eða nytjar bænda á veiðunum. Þau annast ýmsar framkvæmdir t.d. vegagerð, gerð laxastiga o.s.frv. þannig að brúttóleigan kemur ekki öll til skipta meðal bændanna. Félögin birta arðskrá sína í Stjórnartíðindum. Þar er ekki tilgreint, hvað hver bóndi fær í leigu af sínum veiðihlunnindum, heldur er þar skrá um eignarhlutdeild hverrar jarðar í veiðirétti viðkomandi félags. Félögin tilkynna um fjármál sín á aðalfundum sinum, en heildar- skýrsla um fjármálahlið veiðiréttarmála mun vand- fundinn eða alls ekki til. Það er aðeins lítill hluti þess fjár, sem erlendir aðilar greiða fyrir veiðiferð til íslands, sem til bændanna rennur. Margar aðrar greinar þjóðlífsins hafa hag af slíkum heimsóknum erlendra aðila. Má til nefna flugfélögin, hótelin, bíla- leigurnar og ýmsa aðila er veita hinum erlendu gestum fyrirgreiðslu. „Það eru ýmsir sem segja að fimmfalda megi þá upphæð sem hinn erlendi gestur greiðir fyrir veiðileyfi, til þess að finna út hvað hann eyðir alls 1 laxveiðiferð til íslands. Aðrir telja að sjöfalda megi veiðileyfisupphæðina,“ sagði veiðimálastjóri. Veiðimálastjóri sagði að í beztu ánum væri veiðitími útlendinga 4-6 vikur. Mætti ætla að rúmlega helmingur veiðitímans í beztu ánum væri ieigður útlendingum til veiða. Laxveiði á tslandi hefur aukizt gífurlega á undan- förnum árum. Á árunum 1910- 1950 er talið að ársaflinn hafi verið um 15 þúsund laxar. Á síðustu árum hefur heildarveiðin verið 60 þúsund laxar. t upphafi var aðallega um heimanytjar á laxveiði að ræða, síðan kom útflutningur eða sala á laxi en á síðustu árum leiga veiðiréttar. Laxveiði er mjög misjöfn í ám, enda er leiga fyrir þær dýrustu allt að 100 föld miðað við þær ódýrustu. Nokkrar ár skera sig úr. í mörgum þeirra jókst aflinn upp úr árunum í kringum 1940 en minnkaði í öðrum. Gefur það til kynna misjafna meðferð á árum áður. Á síðari árum hefur mikið verið gert í laxaræktunar- málum enda miklir fjármunir í húfi. Ræktun hefur víða farið fram í stórum stíl, laxastigar verið byggðir, akvegir lagðir meðfram ám og að veiðistöðum, stundum með ærnum tiikostnaði. Áhugi er mikill og fer vaxandi fyrir fiskirækt og á síðari árum fiskeldi. í sam- bandi við það gefast geysilegir möguleikar til stóraukinnar veiði. Laxveiðar í ám eru samspil manns og náttúru. Aukin veiði og fjölgun veiðidaga eða fjölgun stanga verður að haldast í hendur við eftirlit með laxastofninum svo eðlilegt jafnvægi haldist. Jafnvel veðurfar spilar hér inn i bæði hvað snertir laxagöngur og eins hve mikið menn stunda veiðarnar. íslendingar hafa sýnt laxveiði síaukinn áhuga og er- lendir menn telja að hér á landi sé framtíðarland laxveiðanna. -ASt. Nafn Ómar Örn Þorbjörnsson tekjusk. eignask. útsvar barnab. samtals framreiðslum. Halldór E Malmberg 225.098 0 150.800 37.500 335.398 framreiðslum. Símon Sigurjónsson 405.464 22.714 281.600 37.500 672.278 framreiðslum. 282.527 8.162 184.700 475.389 Viðar Ottesen framreiðslum. 363.125 12.392 218.900 93.750 500.667 Birgir S. Jónsson framreiðslum. (Halti haninn) 0 0 0 206.250 + 206.250 en hann greiðir 195.173 í launaskatt og 220.400 í aðstöðugjald Eggert Guönason framreiðslum. 0 6.962 103.400 110.302 Sigmar Pétursson veitingam. (Sigtún) 189.122 399.162 312.500 150.000 750.784 Bjarni Guðjónsson framreióslum 684.426 81.618 297.600 1.063.644 Bjarni Árnason veitingam. (Brauðbær) 812.373 45.732 326.400 150.000 1.034.505 Sigursæll Magnússon veitingam. (Tjarnarbúð, Sælacafé) 0 0 0 0 0 en 394.4000 í aðstöðugjald Stefán Olafsson veitingam. (Múlakaffi) 705.151 40.844 365.800 93.750 1.018.045 Gunnar H. Stefánsson framreiðslum. (Rvík) 3L3.029 4.545 255.000 93.750 478.824 Jón Þór Olafsson barþjónn 431.441 34.895 264.300 730.636 Hörður Haraldsson framreiðslum. 135.552 5.769 162.900 93.750 210.471 Brúnir leðurskór með slitsterkum hrógúmmísólum i Teg. 263 Loðfóðruð stígvél Nr. 23 kr. 3340,- Nr. 24—28 kr. 3660. Nr. 29—30 kr. 3950. Nr. 1 Áðeins í þessum númcrum 35—36 og 42—43 Kr. 1995,- ☆ Þeirfásthjá Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll Sími 14181 Sértiiboð}^ Póstsendum 1 ■■ / V. II /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.