Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 22
22 NYJA BIO "Hardy frTONTO" Ákaflega skemmtileg og hressileg ný bandarísk gamanmynd, er segir frá ævintýrum sem Harry og kötturinn hans Tonto lenda í á ferð sinni yfir þver Bandaríkin. Leikstjóri Paul Mazursky. Aðal- hlutverk: Art Carney. sem hlaut Oscarsverðlaunin í apríl 1975. fyrir hlutverk þetta sem bezti leikari ársins. Svnd kl. 5, 7 og 9. TONABIO Mr. Majestyk Spennandi, ný mynd, sem gerist i Suðurríkjum Bandaríkjanna. Myndin fjallar um melónubónda sem á í erfiðleikum með að ná inn uppskeru sinni vegna ágengni leigumorðingja. Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Charles Bronson, A1 Lettieri, Linda Cristal. „Fráhærar manngerðir, góður leikur, ofsaleg spenna.“ Dagblaðið 13/8/76. Bönnuð börnum innan 16 ára. Svnd kl. 5, 7 og 9. I AUSTURBÆJARBÍÓ I Æðisleg nótt með Jackie Sprenghlægileg og víðfræg, ný, frönsk gamanmynd í litum. Aðal hlutverk: Pierre Richard, Jane Birkin. J Gamanmynd í sérflokki, sem allir ættu að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. 8 1AUGARASBÍO ,Kóti“ lögreglumaðurinn THEIPVE LIFE DFflCDP Slý^JmeríslUögréghJmýncníjörf og spénnandi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur lexti. Biinnuð innanl6ára. Detroit 9000 DETROIT Signalet til en helvedes ballade Ný hörkuspennandi bandarísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Alex Rocco, Haris Rhodes og Vonetta Macgee. íslenzkur texti. Bönnuð hörnum innan 16 ára. Sýnd kl. 11. Allra síðasta sinn 8 HASKOIABIO l DAGBLAÐIÐ. — MIDVIKUDAGIIR 18. ÁGtJST 1976 Dagur plógunnar (The Day of the Locust). Paramount Pictures Presents nTHE DAY OF THE LOCUST” Raunsæ og mjög athyglisverð mynd um líf og baráttu smælingjanna í kvikmynda- borginni Hollywood. Myndin hefur hvarvetna fengið mikið lof fyrir efnismeðferð leik og leik- stjórn. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Donald Sutherland Burgess Meredith Karen Black. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. 8 GAMIA BIO I Mr. Ricco Spennandi og skemmtileg banda- rísk sakamálamynd. Aðalhlut- verk: Dean Martin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. | STJÖRNUBÍÓ Síðasta sendiferðin (The Last Detail) Ný úrvalskvikmyna með Jack Nicholson. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Vélbyssu-Kelly Ofsaspennandi ný bandarísk lit- mynd. Dale Robertson Harris Yulin. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. 8 BÆJARBÍÓ Carmen Baby Övenjulega djörf. og æsileg kvikmynd. Endursýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Islenzkur texti. 8 Útvarp Sjónvarp Útvorp kl. 19,35: Akurinn er frjór sem fyrr HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND EKKI NÆGILEGAR MIKLAR „Ég ætla nú aðallega að ræða okkur er mikil auðlind ennþá og að farið,“ sagði Einar Jónsson um það hvað hafið í kringum kemur til með að verða ef rétt er fiskifræðingur. Hann mun flytja erindi sitt í útvarpinu kl. 19.35 í kvöld. „Hafið er gullkista okkar ís- lendinga og framtíð okkar liggur þar. En þessi mál krefjast réttrar stjórnunar. Hafsvæði sem þessi krefjast mikilla rannsókna en það vantar mikið á að hafrann- sóknir séu nægilegar hér á landi. Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa stundað hafrannsóknir hér við land í sambandi við sínar veiðar en þeir minnkuðu rannsóknir við útfærslu landhelginnar. 200 míl- unum fylgja skyldur sem við megum ekki bregðast. Við verjum 0,4% þjóðartekna okkar i rannsóknir i þágu at- vinnuveganna og erum við þar hálfdrættingar á við Finna sem eru mestu skussarnir á Norður- löndunum á þessu sviði. Svíar verja t.d. 1.5% af sínum þjóðar- tekjum i þessum tilgangi. Ég vík einnig aðeins að þvi að við erum að mennta fjöldann all- an af mönnum. Samt er ekki enn farið að kenna fiskifræði hér i háskólanum. Og fiskifræðingar hér á landi eru fáir miðað við alla þá háskólamenntuðu menn sem eru hér á landi. Þetta er svolitið einkennileg þróun mála i landi sem á allt sitt undir hafinu og því sem veiðist þar.“ — KL Einar Jónsson fiskifræðingur flytur erindi í útvarpinu í kvöld um hafrannsóknir. En mikið vantar á að þessi mál séu í nægi- lega góðu lagi. DB-mynd Bjarnleifur. Til sölu: GMC meö 6 cyl.Benz- disilvél '73. Vökvastýri, 4 gira, sæ1i fyrir 10. Bíllinn er á stórum dekkjum. Bíll í sér- flokki. Verð 2.7 millj. ^BjUpVftLJfK j/ Ofurlítill Indíónahasar í stórbrotinni umgjörð Hafnarbíó. Vetrarhaukurinn (Winterhawk). Bandarísk litkvikmynd. Leikstjórn: Charles B. Pierce. Kynþáttamisrétti og bar- dagar, ofsóknir og rómantík. Allt þetta er að finna í kvik- myndinni Winterhawk sem þessa dagana er sýnd í Hafnar- bíói. Stórkostlegt landslag Kanada og norövesturhluta Bandaríkjanna gerir bakgrunn- inn ógleymanlegan og dregur jafnvel athyglina frá atburða- rásinni. Söguþráður: Mislingafarald- ur kemur upp meðal Svartfætl- ingaættbálksins árið 1840 og hrynur fólkiö niöur án þess að hægt sé að gera nokkuð til úr- bóta. Þegar sonur hins unga höfðingja Winterhawks (Michael Dante) deyr ákveður höfðinginn að leita til hvíta mannsins um aðstoð þótt ekk- ert sé honum meira á móti skapi. Hann leggur af stað með nokkra hrausta fylgdarmenn en þegar hann nær ákvörðunar- stað sem er hjá hvítu fjalla- búunum í Montana fær hann ekki mjög hughreystandi mót- tökur heldur er beittur hinum verstu vélabrögðum. Þeir tveir menn, sem hefja bardaga, drepa tvo Indíána og komast undan með hin verðmætu skinn þeirra. Winterhawk tekur þá tvo gísla frá hvítu mönnunum, unga stúlku, Kathie (Sachen Littlefeather), og bróður hennar (Chuck Pierce) og er þegar í stað sendur leiðangur X •:.•'■■' :•■:. ■: ■ • til að frelsa þau. Fyrirliðinn, Guthrie (Leif Erickson), er heldur tregur til að stofna til illinda við Indíánana, enda mikill vinur Winterhawks. Upphefst nú hinn mesti elt- ingaleikur og sótt og hörfað á víxl. Skúrkarnir tveir sem undan komust afkasta ýmsu á leið sinni og heimsækja jafnvel konu Guthries, sem er Indíána- stúlka, og myrða hana. Guthrie fréttir af þessu og kálar öðrum morðingjanum en tekur hinn til fanga. Þegar hóparnir tveir mætast uppi í miðri snævi þakinni fjallshlíð er allt útlit fyrir að til bardaga muni koma, en þegar hinn ungi bróðir Kathie slasast, leggja báðir upp laupana og reyna í sameiningu að bjarga lífi hans. Það tekst og sættir eru gerðar, en á síðustu stundu rennur upp fyrir Kathie að hún kýs frekar að eyða ævinni með Winterhawk enda er hann ákaf- lega heillandi og spennandi persóna. Þetta er frekar innihaldslaus lýsing á söguþræðinum, enda erfitt að gera grein fyrir öllum atburðum myndarinnar. Eflaust er leikurinn í henni ágætur en þó þykir manni galli í leik Dantes að honum gengur erfiðlega að dylja enskukunn- áttuna. M.vndin er ágætis afþreying og falleg, ef svo má að orði komast, og er enginn svikinn semáhanafer. JB. Kvik myndir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.