Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976 7 Erlendar , fréttir Frankfurt: Markið hœkkar og hækkar Gengi vestur-þýzka marksins hækkar stöðugt í verði á gjaldeyrismörkuðum og nú er staða dollarsins hin versta síðan fyrir einu ári. Seðlabanki V-Þýzkalands hefur reynt að koma í veg fyrir þessa þróun og vill, að allir gjaldmiðlar haldist jafnir, — ennþá eru gjaldmiðlar Benelux-landanna, Svíþjóðar Noregs, Danmerkur og Finnlands við það sama. Staða dollarans er hins vegar 2.5060 á gjaldeyrismörkuðum, sem er ein prósent lækkun frá því á mánudaginn var. Elizabet Ray blaðamaður á flokksþinginu Elizabeth Ray, gleðikonan sem varð bandaríska þingmanninum Wayne Hays að falli, er nú orðin blaðamaður og starfar á flokksþingi Repúblikana- flokksins í Kansas City. Við getum hugsað okkur að þetta hefði gerzt hér: þing- maður að vestan lét ríkið borga frillu sinni — og svo kom hún suður og varð þing- fréttaritari blaðs hans. Engum sögum fer af því hvernig Liz Ray spjarar sig i blaðamannsstarfinu í Kansas City, en í útvarpsviðtali við ABC-frettastofuna í gær- morgun viðurkenndi hún, að hún hefði enn ekki lært að vélrita — enda þyrfti hún Jarðskjálftarnir á Filippseyjum: M eira en 3100 manns hafa látið Iffið Opinber tala látinna í jaroskjálftanum og flóðunum miklu á Filippseyjum er nú talin veia 3100 manns en menn óttast að fleiri lík kunni að finnast á strjálbýlli svæðum, þaðan sem samgöngur eru verri. Flestir munu hafa látið lífið er gífurleg flóðbylgja gekk á land eftir jarðskjálftann sem varð er fólk var í fasta svefni. Eyjan Mindanao varð hvað harðast úti, en hún er mjög þéttbýl, svo og nærliggjandi eyjar, er flóðbylgjan færði þar allt í kaf. Fjöldi bygginga hrundi til grunna, en jarðskjálftinn mældist um 7.8 stig á Richterkvarða. Frá Kína berast þær fréttir, að jarðskjálftinn, sem varð þar í fyrrinótt, hafi orðið við borgina Chengtu, sem er í vesturhluta landsins, en íbúar hennar eru um þrjár miHjönir, Ekki var gefin upp taia látinna eða aðrar frekari upplýsingar. Eldgosið á Guadeloupe: ENN BÍÐA JI/IENN ÁTEKTA Meira en eitt þúsund smærri og stærri jarðskjálftar hafa orðið á eyjunni Guadeloupe í Karabíuhafi, síðan eldgos hófst i eldfjallinu Soufriere, en franskir jarðfræðingar segja að það kunni að springa þá og þegar með krafti sem svarar 30 megatonna kjarnorkusprengju. Segja vísindamennirnir að jarðskjálftar þessir séu aðeins byrjunin á sprengingunni miklu sem hætta er á að verði svo kraftmikil sem að framan segir. Um 70 þúsund íbúar í höfuðborginni Basse Terre hafa verið fluttir á brott og ekki er enn vitað til þess að nokkurt manntjón hafi orðið. Olofsson hafði lykilinn að vísu ekki sjálfur, það hafði einn kunningja hans. kallaður Janne skammbyssa. Hann hafði sjálfur fengið lykilinn frá æskuvini sínum, sem vann hjá sænska símanum, að því er segir í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Janne skammbyssa strauk í fyrra úr fangelsinu í Norrköping en situr nú í haldi Elisabet Ray, sem uppvis varð að ótuktariifnaði i Washington. nú blaðamaður á flokksþingi repúblikana. engin viðtöl að skrifa, öll viðtölin væru við hana sjálfa. - " Hillueiningar Olíuboranirnar við Grœnland: VAR ÞAÐ GAS? Danska Grænlandsmála- ráðuneytið og dansk- fransk-kanadíska fyrirtækið TGA-Grepco, sem nýlega hefur lokið fyrstu umferð olíuborana við Grænland, neita því harðlega að mikið hafi fundizt af gasi undir yfirborði sjávar, að sögn danska blaðsins Information. Ráðuneytið hefur þó viðurkennt að gerðar verði frekari athuganir og tilraunir á þeim borkjörnum, sem fyrir liggja, en gert var ráð fyrir í upphafi „Auðvitað getur maður sagt sér, að þetta þýðir að einhver jarðlög vekja meiri áhuga okkar en önnur, að minnsta kosti svo að við viljum athuga þau nánar,“ sagði deildarstjóri námu- og jarðborunardeildar Grænlands- málaráðuneytisins í samtali við danska blaðið í fyrri viku. Það var annað danskt blað, Berlingske Tidende, sem skýrði frá því í fyrri viku að mikið jarðgas hefði fundizt út af vesturströnd Grænlands. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ Heimilið? SOGAVEGI 188 - SÍMI 37210 Svíþjóð: Clark Olofsson hafði lykil að undirheimunum Síðasta sólarhringinn, sem eins og Clark og greiðvikni sænski bankaræninginn og símamaðurinn, stórbófinn Clark Olofsson hafði frelsi á síðasta flótta sínum fyrir skömmu, hafði hann aðgang að lykli til undirheima Stokkhólmsborgar, þ.e. skolp- ræsakerfi borgarinnar. Þaðan var hægt að hafa aðgang að öllu símakerfi borgarinnar — og jafnframt að komast inn í allar peningastofnanir neðan frá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.