Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACiL'R 1H. AGL'ST 197« 3 \ íslenzkar hljómplötur f.vrir íslendinga. Einfaldur hávaði fyrir fermingarbörn Lýðveldisbarn skrifar: Ég labbaði niður í hljómplötuverzlun á Lauga- veginum og hefði getað fengið fangið fullt af hljómplötum. í sumum þessum verzlunum virðist sá eða sú er velur hljómplötur fyrir verzlanirnar miða nær eingöngu við smekk fermingarbarna. Þá á ég við erlendar hljómplötur, sem sagt — hávaði með texta sem þessi aldurshópur kann ekki full skil á. Sem betur fer er þetta ekki alveg einhlítt. Ýmislegt í þessari erlendu músík — sem gamlingjarnir kalla „graðhesta- músík“ — er allþokkalegt en sumt lélegt. Ég er ekki einn um það að kaupa íslenzkar plötur, en þær eru misjafnar að gæðum. Svo ég víki að afgreiðslunni tel ég kurteisa og eðlilega fram- komu, án þess þó að vera uppáþrengjandi, ásamt virki- legum áhuga, vera góðan kost. Oft vantar í hljómplötuverzlanir afgreiðslu- fólk sem kann skil á íslenzkum hljómplötum og góðu gömlu rokkhetjunum. Sjálfsafgreiðsla er góð en viðkomandi af- greiðslumaður eða kona verður að kunna skil á því sem hann eða hún er að selja. Að lokum vil ég mótmæla skrifum um plötu Sigrúnar Harðárdóttur þótt hún væri hærra sett hjá mér ef hún syngi á íslenzku. Það er allmargt þokkalegt á breiðskífu Rúnars Júlíussonar en ég mótmæli smámunalegri og barnalegri krítik sem viðkomandi plata fékk í Þjóðviljanum ekki alls fyrir löngu. Eflum íslenzka tungu á íslenzkum hljómplötum. íslenzkar hljómplötur fyrir tslendinga. Hótel Saga: Aðeins gerðar kröfur til gesta — ekki til dyravarðanna GS skrifar: Endalaust geta dyraverðir Hótel Sögu komið aftan að manni og það allra nýjasta varð nú um daginn þegar ég og kunningi minn hugðumst líta þar við á föstudagskvöldi og vera þar um stund. Vorum við báðir klæddir snyrtilegum rúllukragapeysum, enda höfðum við áður frétt að slíkur fatnaður hlyti hú blessun siðapostulanna í dyrunum. Er við komum að dyrum Súlnasalar var mér hleypt inn, enda í jakkafötum sem og kunningi minn, en er hann kom á eftir mér var hann stöðvaður í dyrunum og á þann máta sem vart telst sæmandi miðað við þann ,,standard“ sem dyraverðir krefjast í klæðaburði og þá væntanlega hegðun gesta sýnir um leið. Ástæðan var nefnilega sú að dyraverðirnir viðurkenna ekki nema einn lit á peysum, hvítan, vinur minn var í svartri og þar með svarti sauðurinn. Dyra- vörðurinn var spurður hverju þetta sætti og svaraði hann þá með sömu orðum og Adolf Eiehmann á sínum tima: ,,Ég er aðeins að framfylgja fyrir- skipunum“. Ekki lét hann sitja við orðin tóm. Við komumst annars staðar inn í húsið og höfðum verið þar skamma stund er fyrrnefndur dyravörður — sem er Iágur vexti og hefur starfað þarna í fjölda ára — vatt sér skyndilega að vini mínum við annan manh, einmg borðalagðan og líklega dyravörð. Vinur minn sem var ódrukkinn og að auki dagfars- prúður sýndi að sjálfsögðu ekki neinn mótþróa en samt sáu dyraverðirnar sér enga aðra leið en að taka hann sinn undir hvorn handlegginn og leiða hann út sem hvern annan óróasegg og hinn óæskilegasta mann. Svona var hann leiddur í gegnum mannfjöldann og út. Eftir svona framkomu sé ég ekki ástæðu til að sýna þessum stað virðingu með því að fara eftir smásmugulegum og ósmekklegum kröfum um ákveðinn klæðaburð og sé ég mér þann kost vænstan að snúa mér að manneskjulegri skemmtistöðum, og skemmta mér án nagandi kvíða um að ég falli ekki í kramið hjá útkösturum Sögu. Raddir lesenda t Barnatíminn í sjónvarpinu ó sunnudögum: YNGSTU BORNIN HOFD UTUNDAN Angela Guðjónsdóttir hringdi: Mig langar til að beina þeirri áskorun til sjónvarpsins að það reyni að hafa meira efni við hæfi yngstu barnanna í barna- tímanum á sunnudögum. Núna siðastliðinn sunnudag var sýnd mynd um Hróa hött og tók hún um 50 mínútur í sýningu og síðan var 10 mínútum varið i teiknimynd. Ég tel að mynd þessi um Hróa hött sé ekki við hæfi barna undir 12-14 ára aldri. Eg gæti 4ra ára gamals barnabarns míns. Það bíður I spenningi alla vikuna eftir barnatímanum. Svo kemur á daginn að það efni sem sýnt er getur ekki talizt við hæfi svo ungra barna. Það má geta sér til vonbrigði barnsins þegar ég 'á mig tilneydda til að slökkva á tækinu. Jón Þórarinsson dag- skrárstjóri hjá sjónvarpinu sagði að úr þessum málum myndi rætast er vetrardag- skráin hæfist þann 1. október. Éyrsta sunnudag í október eða þann 3. byrjar „Stundin okkar,“ og ættu þá öll börn að fá eitthvað við sitt hæfi. Þá mun þetta efni, sem nú er sýnt á sunnudögum, flytjast yfir á miðvikudaga og laugardaga. „Nú er eftir 3 þættir af Hróa hetti," sagði Jón „og þegar þeim er lokið verða sýndir stakir þættir fram í október- byrjun, og þá má búast við meira efni verði við Hæfi þeirra yngstu. «C Ekki er það nú nogu gott að þurfa að slökkva á sjónvarpinu og reka yngstu börnin út þegar barnatíminn byrjar. DB-mynd Björgvin Pálsson Spurning dagsins Hefurðu trú á að þýzka glœpasérfrœð■ ingnum Karl Schutz takist að leysa Geirfinnsmálið? N.N., vildi ekki segja til nafns: Nei, ekkert frekar en okkar mönnum. Mér finnst þetta lítilsvirðing á íslenzku réttarfari, að kalla til erlenda sérfræðinga við úrlausnir innlendra sakamála. Kagnheiður Þorsteinsdóttir, vinnur í eldhúsi Landspitalans: Já, tvímælalaust. Hann hlýtur að vera miklu færari en okkar menn. Kristján Hauksson sjómaður: Mér finnst það líklegt, því hann hefur aðgang að það fullkominni tækni og aðstoð, að honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því. Helena Vigmsciotiir afgreiðslustulka: Ég veit það nú ekki, en maður vonar auðvitað bara hið bezta. Einar Sigurðsson verKamaour: Já, hann vinnur meðal margmilljóna þjóðar og reynslan og þekkingin hlýtur að vera mun meiri. Þorsteinn Björnsson múrari: Ja, það er ekki gott að segja um það. Hann hlýtur að hafa miklu meiri reynslu og þekkingu, en það er ekki hægt að full.vrða néitt um þetta samt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.