Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. f MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Völundarmálið til lykta leitt! Mál málanna i sumar hefur verið Völunarmálið dularfulla sem á rætur sínar að rekja austur á Firði og Hérað. Fullyrðingar hafa verið settar fram eins og sumarrigningar fyrir sunnan. Mönnum hefur þótt með ólíkindum að popp- síðan skyldi birta öll þau bréf sem hún hefur þó gert. — Af hverju geta þeir ekki rifizt þarna fyrir austan, segja menn, þetta er jú bara einskisnýtt karp um hver lánaði hverjum hvað og hvenær. Og við höfum svarað: — Vegna þess að þetta er gott mál. Fólk vill lesa þetta og um leið — sem er náttúrlega mikil- vægara — fer það kannski að velta fyrir sér þessum sveita- böllum yfirleitt. — Og til hvers það? — Jú, kannski æskumenn- ingin sé greinilegust þar, eða þá í danshúsum borgarinnar. Þar er svo auðséð að yfirgnæfandi meirihluti gesta á dansleikjum kærir sig ekkert um músík til að hlusta á. Meiri hlutinn vill músík til að hreyfa sig eftir, æsa sig upp, til að drekka með, til að syngja með og „fíla allt í botn“ — Brennivínsmúsík, meinarðu? — Já, einmitt. Strákarnir í Völundi sögðu, þegar við fórum til að hlusta á þá, að hljóm- sveitin hefði orðið til til að þjóna staðnuin, þ.e. fullnægja dansleikjaþörf á ákveðnusvæði. Þeir hafa ekki þörf fyrir konserta þarna fyrir. austan, eða það segja þeir sumir, og á böllum vill fólkið heyra það sem það þekkir. — Hvað segirðu maður, fórstu að heyra í þessum Völundi? Segðu mér hvernig þetta var maður, var þetta alveg glatað? — Nei, nei. Völundur er ágæt hljómsveit. Þeir spila það sem fólkið vill heyra, þeir eiga tryggan hóp þarna fyrir austan og sleppa skammlaust frá sínu. — Þá eru kröfurnar heldur ekki miklar... — Nei, alls ekki, en samt þó. Völundur hefur það sem nauðsynlegt er fyrir góðar danshljómsveitir, þeir koma fólki i heljar-mikið stuð. Þeir halda uppi fjöri á böllum og þess vegna eru þeir vinsælastir þarna á þessu svæði. — Eru þeir það? Eiga þeir kannski alveg staðinn? — Nei, ekki segi ég það. Þeir trekkja vel á böll og fólk viðurkennir það almennt. Aftur á móti virðist skoðun margra þarna að þótt Völundur sé kannski mesta ballhljóm- sveitin þá séu beztu hljóðfæra- leikararnir í hljómsveit á Nes- kaupstað, Amon Ra, undir stjórn Arnars Óskarssonar sem var i Íslandíu á sínum tíma. En Amon Ra spilar sjaldnar en Völundur enda bara starfandi yfir sumariðÞaðer nokkuð stór hljómsveit með þrjá eða fjóra blásara, allt þrælmenntaðir menn í músík. — Og eru bara tvær hljóm- sveitir? — Nei, sú þriðja er á Fáskrúðsfirði, hún heitir Heródes. Það mun vera nokkuð góð hljómsveit. Völundarstrák- arnir sögðu hana það. Heródes spilar víst dálitið rokk, hraðara en hinar. Arnon Ra er náttúrlega með Chicago- og Blood Sweat & Tears-lögin á fullu. Bréf frá reiðum lesanda: ÓV kirafínn skýrínga Það er nú anzi oft sem mig hefur langað til að taka mér penna í hönd út af alls kyns blaðaskrifum en aldrei orðið neitt úr þvi fyrr en nú þar sem ekki er hægt annað en að krefj- ast skýringar á poppgrein þeirri er þú, ÓV, setur stafi þína undir 11.8. 1976. En það eru dómar þínir — eða svo má ætla þar sem ÖV stendur undir — um hina frábæru hljómsveit Celcius. Ég hef hlusta aö þá í tvö skipti og hef verið yfir mig hrifin. Hér eru á ferðinni strákar með þyngri músík en tiðkazt hefur undanfarið hjá is- lenzkum hljómsveitum. Eg veit ekki hvort þú og þínir, ÖV, kunnið aðeins að meta hina svo- kölluðu brennivínsmúsík. Þú segir í umræddri grein að Guðmundur Ingólfsson hafi spilað þá Sigurð, Pálma og Birgi Hrafnsson undir borðið. Aðra eins þvælu hef ég varla lesið! Þeir komu nefnilega mjög vel út úr þessari ,,session“ og gáfu Guðmundi ekkert eftir. Stemmningin í Tjarnarbúð var mjög góð umrætt kvöld og er langt síðan ég hef verið á balli þar sem klappað er eftir hvert lag og hljómsveitin síðan klöppuð upp eftir aukalagið. ÖV. mættu á staðinn og dæmdu eftir eigin eyra, en sendu þessa ,,aula“, sem ekkert vit hafa á þessu, austur fyrir Fjall á ball þar. 7513-7893 Þessi klausa á poppsíðunni fyrir viku síðan virðist hafa farið illa í marga, ekki bara í þig, 7513-7893. En svona er það nú þegar krakkar taka ekki eftir. Ef þú lest greinina aftur : Kiddi Guðmundss. sagðist hafa lesið hana fimm sinnum og ekki trúað sínum eigin augum) þá sérðu eftirfarandi: -ofl- bæði iveitinni, |kur af Iðgum I söngur Á gððan \ hefur ius. -«n r þungt ■nar. Kð heyra I Jyni i ný . ■nfarin ár |ómsveilutn I stuttu keyrendur n spilaði ‘ tpp úr I íok „Take Klvc" • Waltz". ickur maður á staðnuro » sunnudagskvöldið scgir svo frá | þvl sem gerðist: „Guðmundur ! kom þarna oc kynnti hljóm- svcitina: Þctta cr Celcius, sagði hann — það þarf vlst ekki að | kynna hana. Eg er Farenheit. Við ætlum að gera smátilraun hérna með nokkur jasslög Svo I gerðu þeir þewa tilraun, sem mistókst en áheyrendur | fögnuðu glfurlega “ Hvað um það.Mcmmningin var góð I Tjarnnrbúð — gólflð mcira að scgja þéttsctlð - góð stemmning er það, sem I þeir bjóóa upp á á Loftleiðum I kvöld. —ÓV. „Okkar maður á staðnum" hefur kosið að halda nafni sínu leyndu enn um sinn enda tízku- fyrirbrigði að upplýsa ekkert. Én sá maður veit sitthva<l um músík, ágætlega menntaðuh og hæfur á því sviði. Ég tel mig geta treyst því þegar hann segir — eins og orðrétt er eftir honum haft I blaðinu sl. mið- vikudag: „Svo gerðu þeir þessa tilraun sem mistókst, en áheyr- endur fögnuðu gífurlega." Þetta voru hans orð, ekki mín. Ég var ekki á staðnum og leitaði mér því upplýsinga. Ég er þér sammála um það, 7513-7893, að Celcius er góð hljómsveit. Ég er þér líka sam- mála um að ef til vill eru liðs- menn hljómsveitarinnar að gera merkilegri hluti í músík núna en flestir aðrir. En það breytir því ekki — látum liggja á milli Iiluta hvort það er gott eða vont — að músík eins og sú sem Celcius flytur er ekki við allra hæfi. 6900-2218 VÖLUNDUR SJALFUR! Myndin er tekin á Egilsstaóaflugvelli þá er flokkurinn hélt í Færeyjaferð. Frá vinstri: Bjarni, Jón.Stefán, Friðrik, Helgi. Góð skemmtun hjá Galdraköríum og H&L&GR&BB íSulnasalnum — skemmtunin endurtekin á föstudagskvöldið með nýjum atríðum Loksins, loksins, loksins!! Skemmtun Galdrakarla, Halla, Ladda og Gísla Rúnars — að ógleymdum Baldri Brjánssyni töframanni-var að mínu viti með betri ,,showum“ sem hér hafa sézt lengi. Það var föstudagskvöldið fyrir hálfum mánuði sem þeir félagar lýstu því yfir að þeir vildu „hréssa svolítið upp á skemmtanalífið" hér í borginni og það tókst þeim svo sannarlega. Umhverfið var líka ágætt. Súlnasalur Hótel Sögu, og stemmning góð, enda þótt heldur fáir hefðu áttað sig og ekki mætt fyrr en seint. Galdrakarlar spiluðu jass fram undir klukkan hálfellefu og komust snyrtilega frá því. Þá hófst skemmtiatriði þeirra þremenninga og satt bezt að segja fann maður hvergi hnökra á því. Allt rann skemmtilega og hiklaust i gegn og ekki vart við neinn tauga- óstyrk. Það kom hins vegar nokkrum sinnum fyrir að raf- magnið fór af hljóðfærum enda er sérstakur rofi í salnum sem Mönnum gefst kostur á að skemmta sér vel nk. föstudag en þá endurtaka þeir félagar grínið sitt. DB-m.vnd: Arni Páll. sér fyrir þvi, fari hávaðinn yfir ákveðið mark. Galdrakarlar ætla að endurtaka skemmtunina næsta föstudag og er það vel. Undirritaður treystir sér til þess að mæla með henni. —HP — En þú hefur ekkert heyrt í þeim, bara í Völundi? — Já, Heyrði fyrst eitt lag með Völundi á balli í Valaskjálf og svo önnur Uu eða tólf á balli á Reyðarfirði helgina eftir. — Var mikið að gerast þarna í ballmálum og fjöri? — Ja, Raggi Bjarna kom með Sumargleði í Valaskjálf eina helgina. Troðfullt hús, 600-700 manns. — Váh! Hvernig var það? — Það var gaman. Bessi Bjarnason og Ómar Ragnarsson seldu bingóspjöld á fimm- hundruðkall í fatahenginu. —ÖV Bréfum Völ... Um ónefnda bassaleikara og pikkupp í viðgerð Hóraösbúi skrifar: „Það var mikiö aö einhverjar deilur fóru aö risa um hljómsveitir utan höfuöborgar- svœösins í fjölmiölum þjóöarinnar. Ég var satt aö segja farinn aö halda aö popp- skrifarar vildu bara ekki hoyra ó þnr minnzt. ÞaÖ er nefnilega staðreynd aö slíkar doilur um hljómsveitir í blööum hafa mikiö auglysingagildi fyrir þnr, fyrir nú utan þaö aö um leiö eru þnr orönar viöur- kcnndar sem efni fyrirgagnrýnendur.pafi er því engin goögó aö halda fram aö eftir skrif Bjöms Jóhannssonar í Dagblaöiö 16. júni sJ. um hljómsveitina VÖLUND hafi margir hug á aö kynna sór hvaÖ sá kandidat í hljómlistargagnrýni hafi fyrir sór. Ég er nú raunar ekki sammala kandidatinum unga né fullyröingum hans en viröi honum þó til vorkunnar aö þetta eru trúlega hans fyrstu spor i blaöa- mennskunni og fyrstu sporin vilja jú alltaf veröa roikul. Þaö er ekki svo aö skilja aö ég œtli aö fara aö hefja Völund upp á stjörnuhimininn því aö þaö veröa þeir aö gera sjólfir, en í svaðiö eru þeir of góöir aö mínum dómi. Völundur er aö vísu ekki nein toppgrúppa, en þetta eru hrossir og léttir strókar, sem halda oft uppi miklu fjöri á dansleikjum hór austanlands. Kandidatinn drap i grein sinni ó nokkur atriöi sem hann taldi aö betur mœttu fara hjá Völundi. Ég ætla nú aö leyfa mór aö rifja upp þessi atriöi í stuttu yfiriiti. Fyrst er þaö lagavalið sem hann getur ekki umboriö og nefnir hann meöal annars plötuna Mannakom í heild. Þar veröa kandidatinum á fyrstu mistökin því óg er smeykur um aö Pálmi Gunnarsson og co. vilji ekki meðganga aö platan sú hafi bara þrjú lög aö geyma, fyrir utan aö engin hljómsveit þarf aö skammast sin fyrir aÖ taka lög af þeirri plötu á prógramm sitt. I ööru lagi fara mjög í taugar hans „breik" þeirra Bjarna og Jóns á trommur og bassa. Þaö skal ég aÖ vísu viðurkenna að þaö eru viöbrigði frá tveggja tóna bassaleik ÓNEFNDS bassaleikara í skólahljómsveit hór oystra, sem óg heyröi sl. vetur í poppútgáfu af laginu „Anna í Hlíö". Mór finnst aftur á móti slíkt grunntónahjakk heldur tilþrífalitiö ekki sízt þegar vantar sjálfa grunntónana og met ég því breik þeirra fólaga mikils. Vera kann þó aö kandidatinn taki ekki jafn nærtækt dæmi til viömiðunar. Staöbundinn sóló Friöriks á gítar- hálsinum svo og Fenderinn hans eru næmta mál á dagskrá. Ég hólt nú aö aðalatriöið væri aö sólóin væri góÖ en ekki hvar hún væri tekin á hálsinum. Ég get líka huggaö kandídatinn meö þvi aö Friörik tjáöi mór aö hann ætti líka Gibeon gítar auk þess sem bilaöi pikkupinn væri aö koma úr viögerö. Þá er þaö píanóleikurinn í Lady Madonna. Heldur kandidatinn virkiloga aö þótt ein- hver einn maöur spiii eitthvert ákveðiö lag á vissan hátt aÖ allir veröi aö apa þaö nákvæmlega upp efftir honum?^ Þetta finnst mór nú bera vott um heldur einhæft og takmarkað hugmyndaflug hans, a.m.k. hvaö varðar tónlist. Helgi gítaristi fær raunar ekki slæma dóma hjá kandidatinum. Ástæöan skyldi þó ekki vera sú að hann var úti I Færoyjum einmitt þegar ball þaö var haldiö sem kandidatinn dæmir Völund eftir og spilaði hann því ekki meö í þaö skiptiö. Allavega finnst mór vera hálfgerö heimabruggslykt af þessum sleggjudómum og tel óg Völund standa meö pálmann í hondunum jafnt eftir sem áöur. í lokin lofast svo Bjöm til aö senda línur jm hljómsveitina Heródes á Faskruösfiröi. Ég er satt aö segja strax farinn aö hlakka til því óg hef ekki oröið þeirrar ánægju aönjótandi aö heyra í henni enda sjaldgaoft aÖ heyra auglýst ball meÖ þeim.Hvort þaö er galli í auglýsingakerfinu eöa eitthvaö annaö skal ég ósagt látið en sóu þeir eins góöir og Bjöm vill vera láta finnst mór þeir ættu ekki oingöngu aö gerast spámenn i sínu föðurlondi, heldur og oinnig aö loyfa hinum „tónlistariega vanþroska Aust- firðingum" aö njóta hæfileika þeirra. Aö lokum vil óg óska Völundum góðrar Færeyjaferöar og hlakka til aö komast á næsta ball meö þeim. Reyndar á víst Heródes aÖ spila hóma i Valaskjálf um helgina og hvort ég skal ekki skella mór og heyra i þessari „súper- grúppu" á meðan Volundur er i Færeyjum. — Héraðsbúi. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.