Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 11
DAdBKAÐIÐ. MIÐVIKUDAÍ.l'H 1«. A(U'S1 197ri 11 reyndi aö beita áhrifum sinum á frammámenn til þess aö koma í veg fyrir fyrirhuguð kaup á farþegaþotum frá Boeing en koma því til Ieiðar að Tristar 1011 frá Lockheed yrði keypt í staðinn. Eftir að Kodama hafði verið látinn laus úr fangelsi — en hann var sakaður um striðs- glæpi þótt aldrei væri birt opin- her kæra á hendur honum — skipulagði hann undirheima Japans . og hægrifylkingar stjórnmálasamtaka og segja margir að hann hafi í raun og veru yerið þess umkominn að setja þjóðinni stjórnir eða láta þær fara frá. Hann hafði auðgazt gífurlega á vopnasölu og gullsmygli í heimsstyrjöld- inni og beitti þeim auðæfum fyrir sig. Forsætisráðherrarnir Hatoyama, Kishi og Sato voru hans menn. Hins vegar þekkti hann ekki Tanaka að neinu marki. Þar á móti kom að hann þekkti vel margmilljónamær- inginn og viðskiptasnillinginn Osano sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Tanaka. Það er talið víst að það hafi verið í gegnum Osano sem Tanaka fékk að vita að það væri mikið fé hægt að hafa út úr viðskipt- um við Lockheed. Toppfundurinn Toppfundurinn milli Tanaka og Nixons fyrrum Bandaríkjaforseta sem haldinn var dagana 31. ágúst og 1. sept- ember árið 1972 á Hawaii- eyjum var á einu af mörgum hótelum sem þar eru I eigu Osano, og fyrir tilviljun var Osano einnig á Hawaii-eyjum er fundurinn fór fram. í sameiginlegri tilkynningu sem gefin var út eftir fundinn eru flugvélakaup ekki nefnd á nafn en talað var um að Japanir myndu kaupa vörur frá Banda- ríkjunum fyrir sem svarar rúmum 100 milljörðum ísl. króna. Tanaka heíur neitað, og neitar enn, að þekkja nokkuð til þessa máls. Þar með fylgir hann staðfastlega þeirri reglu sem allir viðriðnir málið hafa gert til þessa. Og svo virðist sem allir, er komið hafa nálægt málinu, hafi logið. Það hefur auðvitað gert rannsóknina erfiðari. Heimildir frá Banda- ríkjunum sýna aðeins að nokkuð af fjármagninu, sem greitt var til Japans, hafi farið til háttsettra embættismanna og stjórnmálamanna, en fram td þessa hafa engin nöfn verið nefnd á opinberum vettvangi. Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur varað við því að nöfnþessara manna verði birt og allir lagakrókar hafa verið notaðir til þess að koma í veg fyrir það. Það nýjasta á þeim vettvangi var að banda- rísk vitni kröfðust þess að fá að bera vitni leynilega ef af því yrði. Slikt hefur aldrei verið leyft fram til þessa, en nú fyrir skömmu ákvað hæstiréttur Japans að gengið yrði að kröfum Bandaríkjamanna. Þar með er möguleiki á því að nýjar vitnaleiðslur hefjist í málinu og talið er að þess vegna hafi Tanaka verið handtekinn. Kommúnistarnir Ein orsök þess, að Tanaka var handtekinn, getur verið sú að á flokksþingi kommúnista- flokksins í Japan komu fram þær upplýsingar að Tanaka hefði hitt Kotchian varafor- mann Lockheed-fyrirtækisins sjö sinnum, en ekki einu sinni eins og Tanaka hefur haldið fram. Slíkar uppljóstranir hefðu haft alltof slæmar af- leiðingar fyrir stjórnarflokk- ana, sérstaklega ef ekkert hefði verið að gert. Þá er talað um það, að málið hefði allt verið of gamalt, ef ekki hefði verið látið til skarar skríða nú. Innanlands hafa menn ákaft barizt fyrir því að málið kæmist ekki á það stig sem það er nú. Varaformaður demókrata- flokksins, sem situr að völdum, hefur barizt fyrir þvi að Takeo Miki, sem nú er forsætisráð- herra, fari frá. En Miki hefur margsinnis lýst því yfir að hann muni sitja við völd þar til málið verði að fullu upplýst. Lýð- ræðið í Japan er annars í hættu, segir hann. Nœst œttum víð að kjósa konu í forsetaembœttíð Ef litið er yfir þróun mála varðandi embætti forseta íslands er ýmislegt sem vekur athygli manns og undrun, og þá fyrst og fremst það, að allir forsetar íslands hafa verið karlkyns! Þetta er þeim mun furðulegra, sem konur eru í meirihluta meðal þjóöarinnar, og enginn hörgull á skyn- sömum og vel menntuðum konum i öllum stéttum, sem sóma mundu sér vel á Bessastöðum. Á þessu misræmi milli kynjanna þyrfti að verða breyting, og því vil ég skora á kvenþjóðina — og þá sér- staklega þann hluta hennar sem á kvennaárinu stóð fyrir stærsta og glæsilegasta fundi sem haldinn hefur verið í Reykjavík — að bindast sam- tökum um að bjóða fram konu til forseta næst og embættið losnar. Það yrði enginn skortur á karlmönnum sem mundu greiða henni atkvæði. Ég lét hjá líða að hvetja konur til- að geta þetta er embættið losnaði fyrir skemmstu, meðal annars vegna þess að dr. Kristján Eldjárn er ástsæll maður og enn á góðum aldri — og er ég því þó mjög mótfallinn að forsetar verði sjálfkjörnir aftur og aftur Eg mælist til þess að forsetinn yfirvegi hvort það væri ekki rétt að hann gæfi yfirlýsingu þess efnis að hann mundi ekki gegna embættinu fleiri tímabil. Væri það ekki í samræmi við skoðanir hans er hann tók við embættinu? Enda ekki ástæða til að rnaður verði lífstíðarforseti, þó hann nái kosningu. Ég veit ekki til að sú venja tíðkist hjá neinni lýðræðisþjóð að forseti verði sjáifkjörinn aftur og aftur, enda mun ég ekki verða því hlynntur að dr. Kristján verði það oftar. Annað er það varðandi forsetaembættið sem vert er að hyggja að. Allir er hafa gegnt því til þessa hafa verið mennta- menn og embættismenn og alls enginn úr hinum fjölmennari stéttum landsins! Þó við menntamenn séum eflaust dásamlegar mannverur er ekki nein ástæða til þess að við höfum einhvern einkarétt á embætti forseta, enda erfitt að koma auga á neitt það í menntun prests, lögfræðings eða fornleifafræðings, sem gerir hann færari til þess embættis en t.d. verzlunarmann , iðnaðarmann, bónda eða verkamann, sér í lagi þegar þess er gætt að umræddar stéttir á íslandi eru óvenju vel upplýstar. Neitunarvald forseta Forsetinn á ekki að móta stjórnarstefnuna eða standa að lagasetningu. Samt hefur hann mikilvægt eftirlitsvald með löggjafarsamkundunni og stjórnarherrum, sem felst í undirskrift hans eða synj- un á henni! I þessu felst- í rauninni neitunarvald, sem honum ber að nota til að stöðva framgang laga ef hann telur þau ganga í berhögg við þjóðarhag eða vilja, eða fela i sér valdníðslu! Þetta er mjög nauðsynlegt pólitískt eftirlits- vald sem forsetanum að sjálf- sögðu ber að nota af ýtrustu varkárni, en það er engu aó síður nauðsynlegt að hann hafi manndóm til að beita því hiklaust ef samvizka hans Kjallarinn Þórður Valdimarsson býður honum það! Ákvæóin um undirskrift hans á löggjöf eru ekki hugsuð sem punt eitt. Með henni tekur hann á sig vissa ábyrgð á lögum gagnvart þjóð sinni og sögu hennar, og meðal annars þess vegna er nauðsynlegt að þjóðin fái sem oftast að fella sinn úrskurð um það í kosningum, hvernig það og annað í starfrækslu hans hafi til tekizt. Synji forseti um undirskrift sína gæti málinu þar með verið vísað til þjóðarinnar og stundum getur vissulega verið brýn þörf á því. Vitað er að stjórnmálaflokkar óttast mjög beitingu þessa valds forsetans og vildu sumir ef til vill gera það að engu. Svo mikið er víst að forsetar íslands hafa aldrei beitt þessu valdi sínu og hefur þó fólki stundum fundizt ástæða til þess! Hugsum okkur t.d. í fræðilegum tilgangi að valda- menn.islands tækju upp á þeim fjanda að semja við Efnahags- bandalagið um áframhald'andi veiðar Breta og Þjóðverja upp á mörg hundruð þúsund tonn, eftir að 200 mílur hafa verið endanlega samþykktar og hætta á ofbeldi Breta er ekki lengur til staðar. Annað eins hefur nú skeð í sumum löndum, t.d. í Japan í sambandi við Lockheed, og vitað er að Efna- hagsbandalgið hefur dregið saman mikinn sjóð sem á að nota til að kaupa þegna þess inn í fiskveiðilögsögu annarra landa. Eins og nú háttar með fiskstofna vora, gæti engum blandazt hugur um að for- setanum bæri að neita slíkri löggjöf um undirskrift sína, og þar með beina málinu til uppsprettu valdsins, þjóðarinnar, sem hann þá embætti sitt af og ber að fram- kvæma vissa eftirlitsskyldu með lögum fyrir? Þó svo að alþingismenn hefðu, ef til vill nauðugir og knúnir af flokks- aga,greitt atkvæði með þessu, bæri forsetanum að syngja um undirritun sína. Eða hvað finnst honum og fólki almennt? Þórður Valdimarsson, (hefur lagt stund á stjórnmálafræði). Um þessar mundir er mikið rætt um raforkumál, einkum virkjunarmál og skipulagsmál. í þessum umræðum hefur einn þáttur raforkumála orðið út- undan, en það er sölufyrir- komula,;ið. Hve arðbært það fjármagn reynist, sem bundið er í raf- orkuiðnaðinum, er háð nýtingu orkuvera, flutningsvirkja og dreifivirkja. Til þess að nýting orkuvera og virkjana verði sem bezt.þarf álag rafveitnanna.þar sem þær kaupa af framleiðend- um, að vera sem jafnast. Til þess að svo geti orðið þarf með skynsamlegu sölufyrirkornu- lagi að fá sem jafnast álag í dreifiveitunum. Frumskilyrði fyrir hagkvæmri nýtingu alls raforkukerfisins eru þvi gjald- skrár, sem hvetja til notkunar- háttar, sem gefur sem jafnast álag. Til þess að dreifa raforkunni til notenda byggja rafveitur dreifikerfi. Kostnaður dreifj- kerfa er mjög háður því, fyrir hve mikinn aflflutning þau eru byggð og fer kostnaðurinn vaxandi með auknu afli. Eftir að dreifikerfi með ákveðna há- marksflutningsgetu hefur verið byggt verður dreifingarkostn- aðurinn á hverja kWh (kíló- wattstund) þeim mun lægri sem fleiri kWh eru fluttar um kerfið með óbreyttu hámarks- afli. Þetta gildir almennt um flutningskerfi. Til dæmis má nefna, að lág sætagjöld i leigu- flugi byggjast á góðri sætanýt- ingu, þ.e. góðri nýtingu flutningstækjanna. Auk þess sem dreifingar- kostnaðurinn fer þannig lækk- andi eftir því sem álagið er jafnara, fer innkaupsverð raf- veitunnar lækkandi vegna bættrar nýtingar orkuvera og flutningsvirkja. Það er því aug- ljóst, að mikilvægt er að hvetja- til hagkvæms álags hjá notanda, en það verður varla gert á annan hátt en þann að setja gjaldskrár, sem hvetja notendur til að hafa sem jafn- ast álag, og hvetja til aukinnar notkunar á þeim tímum sem álag á dreifiveitum, flutnings- kerfum og orkuverum er sem minnst. Hjá rafveitum landsins eru gjaldskrárform almennt mjög úrelt þrátt fyrir fjölmargar um- ræður um gjaldskármál á vett- vangi rafveitumanna. Fyrir nokkrum árum lét Rafmagns- veita Reykjavíkur gera heildar- úttekt á gjaldskrá sinni og hefur síðan veri unnið að því að koma i framkvæmd þeim tillög- um, sem fram komu. Rafmagns- veitur ríkisins hafa um árabil verð með gjaldskárlið, svokall- aðan marktaxta, sem hvetur til aukinnar nýtingar afls og er því að formi til skynsamlegur enda þótt deilt hafi verið um ein- ingarverð hans. í öllum gjaldskrám er enn það úrelta fyrirkomulag að selja skv. sérstökum gjaldskrár- lið til lýsingar, öðrum til véla og þriðja til hitunar og getur því þurft allt að þrjá mæla hjá einum notanda. Rafveituna varðar engu til hvers raf- magnið er notað, ef notandinn aðeins greiðir í samræmi við tilkostnað rafveitunnar. Gjald- skrárliðirnir eru þar að auki að hluta til byggðir á órafrænum einingum, svo sem gólfflatar- máli eða herbergjafjölda. Þetta fyrirkomulag útilokar notand- ann frá því að gera hagkvæm- ari innkaup með bættri nýtingu heildarálags síns eða aukinni notkun. Hverjum notanda fylgir ákveðinn fastur kostnaður, óháður notkun, sem á að greiðast með föstu notenda- gjaldi. Að öðru leyti á' salan að fara fram einungis skv. raf- Gísli Jónsson rænum einingum, þ.e. aflein- ingunni kW (kílówött) og orku- einingunni kWh (kílówatt- stundir). Gjaldskrárliður, sem byggir á afl- og orkumælingu, endurspeglar bezt kostnaðinn og er því ákjósanlegastur. Honum fylgir þó sá ókostur, að mælirinn er hlutfallslega dýr og torveldar það notkun hans hjá litlum notendum, en hjá þeim er salan yfirleitt byggð einungis á orkumælingu. Með aukinni sjálfvirkni á heimilum er orðið auðvelt fyrir hinn almenna notanda að flytja verulegan hluta álags síns á Úreltar gjaldskrár rafveítna þann tíma, þegar athafnalífið er komið út með sitt álag, svo sem á kvöldin og um helgar. Samkvæmt núverandi sölu- fyrirkomulagi mundi notand- inn ekki hafa neinn hagnað af slíkri tilhliðrun og hirðir því ekki um hana. Tvígjaldstaxti mundi hins vegar hvetja notandann til að flytja sem mest af álagi sínu yfir á tíma lægra gjalds, en tvígjaldstaxti er hreinn orkutaxti með tveim mismunandi einingarverðum og gildir þá lægra verðið utan mesta álagstíma. Er þetta svipað fyrirkomulag og Lands- simi íslands hefur nú varðandi símagjöld. Auk afl- og orkutaxta og tví- gjaldstaxta þarf í gjaldskrám að vera hreinn kWh-taxti fyrir þá sem lítið nota og þá e.t.v. þrepaður þannig að gjaldið fari lækkandi með aukinni notkun. Auk þeirra taxta, sem nú hafa verið nefndir, þyrfti síðan örfáa sértaxta, svo sem fyrir rofna raforkusölu, stórnotkun o.þ.h. Fjöldi gjaldskrárliða ætti því að geta verið innan við 10 en er nú t.d. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 24. Nauðsynlegt er að ekki verði dregið lengur að koma gjald- skrám rafveitna í viðunandi horf. Eðlilegt er að um það verði samvinna rafveitna þar sem allar rafveitur ættu að geta verið með sem meginstofn sömu gjaldskrárliði, þótt hver rafveita ákveði sfn einingar- verð. Mjög kemur til álita. hvort iðnaðarráðuneytið ætti ekki að beita áhrifum sinum og stuðla að því að framkvæmd verði samræmd endurskoðun á gjaldskrám allra rafveitna. Gisli Jónsson prófessor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.