Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MMBIAÐIÐ frfálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir. Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Berglind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Liósmyndir Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Páisson, Ragnar Th. Sigurðson Gjaldkeri: Piainn Poneu'sson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 91) kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir ^g afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Á Sprengisandi fullvel... Nýlega sagði vegamálastjóri, að vetrarveður gætu orðið svo mikil á Sprengisandi, að menn gætu lenti í beinni lífshættu, ef vetrarvegur yrði lagður þar yfir. Þessi röksemd er sennilega sú veigamesta, sem hægt er að setja fram gegn lagningu slíks vegar. En hún sannfærir samt ekki. Ef lagður yrði snjólaus vetrarvegur yfir Sprengisand, mundi daglega vera mikil umferð á honum. Hver bílstjóri gæti þá haft öryggi og stuðning af öðrum bílstjórum á sandinum. Auk þess mætti suma verstu dagana loka veginum fyrir öðrum en talstöðvarbílum. Og allir þunga- fíutningamenn á Norðausturlandsleiðum mundu sjá sér hag í að hafa slíkar talstöðvar. Nú er vetrarseta í Sandbúðum. Er nokkuð því til fyrirstöðu, að með vetrarveginum yrði þar og við Nýjadalsskálann komið upp greiða- sölu til frekara öryggis? Föst umferð árið um kring mundi gera þessum áningarstöðum kleift að standa undir sér. Einnig kæmi til groina að leggja símakapal eftir veginum milli landshluta og nota aðstöðuna til að koma upp neyðarsímum með ákveðnu millibili á leiðinni. Slíkir símar ættu raunar yfirleitt að vera á fjallvegum hér á landi. En þetta mundi auðvitað auka verulega kostnaðinn við lagningu Sprengisandsvegar. Vetrarvegur yfir Sprengisand mundi koma Norður- og Norðausturlandi í mun betra veea- samband við Suðvesturland en nú er. Allir þungaflutningar milli þessara landshluta mundu færast yfir á þessa tiltölulega stuttu og beinu leið. Skaflar á Holtavörðu- og Öxnadalsheiðum mundu ekki stöðva umferð, né heldur þíðan á vorin. Á Sprengisandsvegi væri hlemmiskeið einmitt á þeim tíma, er heiða- og byggða- vegirnir eru sem viðkvæmastir á vorin. Þá væri fremur en nú hægt að hlífa þeim. Kjarni málsins er svo sá, að hvergi á landinu er til betra og þægilegra vegarstæði en einmitt á Sprengisandi. Hann er skraufaþurr nánast alla leiðina. Að vísu yrði í vérksmiðju að fjölda- framleiða smábrýr til að setja á þurru árfarvegina, sem verða eins og stórfljót, þegar vorar á sandinum. Að öðru leyti yrði vegurinn skjótunnið verk stórvirkum vinnuvélum. Þar við bætist, að miklum mun ódýrara yrði að búa til yfir Sprengisand vetrarveg með varanlegu slitlagi en á nokkrum öðrum vegi milli landshluta. Þar eru ekki botnlausu mýrarnar né skaflaskorningarnir, sem annars staðar gera vegagerðarmenn gráhærða. Hér er því ekki haldið fram, að vetrarvegur yfir Sprengisand, jafnvel með varanlegu slit- lagi, eigi að vera næsta verkefni íslenzkrar vegagerðar. Fjárhag þjóðarinnar er þannig háttað, að menn verða að fara sér hægt í öllum stórverkefnum. Hins vegar hefur greinilega skort, að hug- myndin um veg yfir sandinn skipaði eðlilegt rúm í áætlunum sérfræðinga um æskilega framtíðarþróun vegagerðar á íslandi. Sér- fræðingar eru stundum íhaldssamastir og blindastir allra manna á snjallar hugmyndir. — MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976 LOCKHEED-MÚTUR í JAPAN: LÝÐRÆÐID ERÍHÆTTU Flestir bjuggust við því að Kakuei Tanaka fyrrum for- sætisráðherra Japans væri einn af aðalmönnunum í Lockheed- hneykslinu en samt kom það flestum á óvart að hann skyldi verða handtekinn. Sennilega vegna þess að hann var fyrsti stjórnmálamaðurinn þar í Iandi sem tekinn var fastur. Menn bjuggust við því að hann yrði sá síðasti. Handtaka Tanaka er byrjun- in á málaferlum sem munu hafa afgerandi þýðingu meðal þjóðarinnar vegna þess að hér er um að ræða skilning hennar á lýðræði og þjóðstjórn. Málið mun hafa í för með sér algjört uppgjör við mörg þúsund ára hefðir í landi þar sem mútur gegna miklu hlutverki í kerf- inu. Þá fimm — sex mánuði sem liðnir eru síðan uppvíst varð um Lockheed-hneykslið hefur lögreglan og sérstök þingnefnd rannsakað þátt Japans. Rann- sóknin hefur tekið sinn tima en það hefur lika verið vel að verki staðið. Meira en mánuður er liðinn síðan fyrstu handtök- urnar fóru fram og þegar Tanaka var handtekinn sátu 14 frammámenn fyrir í fangelsi vegna málsins. Sex þeirra eru starfsmenn fyrirtækisins Maru- bene sem var aðalumboðsaðili Lockheed í Japan; sex starfs- menn Ana Japansa flugfélags- ins og hinir tveir eru nánustu samstarfsmenn glæpaforingj- ans Yoshio Kodama. Kodama hafði samið við fyrirtækið um að vera leynilegur umboðs- maður fyrir það vegna áhrifa hans á helztu stjórnmálamenn þjóðarinnar. Allt mútuféð hefur farið í gegnum þessa þrjá aðila, Ana, Marubene og Kodama. Þar er um að ræða sem svarar 1.6 milljörðum ísl. króna sem greiddar voru með .það eitt fyrir augum að auka söluna á framleiðslu Lockheed- flugvélaverksmiðjanna. Líf eða dauði Og árið 1972 voru mútur spurning um líf eða dauða fyrir Lockheed. Verksmiðjurnar urðu mörgum mánuðum á eftir aðalkeppinautunum, Boeing og Douglas, að koma farþegaþot- um af stærri gerð á markað. Fyrir utan það sátu þeir uppi með mikinn skuldabagga vegna gífurlegra fjárfestinga er þeir höfðu orðið að gera til þess að framleiða nýja gerð herþyrlu sem nota átti í Vietnamstrlðinu. Er ríkisstjórninni var hins vegar ljóst að til loka dró á þeim vettvangi var hætt við allt saman. Lockheed hafði náið sam- band við Kodama mörgum árum áður og nú sneru menn sér til hans með þá ósk að hann Kakuei Tanaka. fyrrum forsætisráðherra Japans, Toppfundur Nixons og Tanaka á Hawaii-eyjum — nú sitdr hann í fangelsi með glæpamannafor- árið 1972 mun hafa verið góður fundur fyrir Lock- ingjanum Kodama sem var levnilegur umboðs- heed-verksmiðjurnar. Þar voru flugvélakaup ekki maður Lockheed í Japan. nefnd á nafn en Japanir lofuðu þá að stórauka viðskipti sín við Bandaríkin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.