Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 23
MIÐVIKl'DAC.UR 18. AGL'ST 19TH 23 I) y.iBI.APjP Ci Utvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 21,55 íkvöld: Nútímatœkni hefur breytt skoð- unum fólks á listaverkum Klettafrúin, mynd Leonardos da Vinci úr Nationai Gailery í London. Nýr fræðslumyndaflokkur frá BBC hefst í sjónvarpinu í kvöld og nefnist: List í nýju ljósi. Eru þetta fjórir þættir. Þýóandi og þulur er Óskar Ingi- marsson. Þetta eru sérkennilegir þættir, umsjónarmaöur er John Berger og er hann einnig þulur. I fyrsta þættinum sýnir hann ýmis listaverk, aðallega gömul, og útskýrir hvaða áhrif það hafi haft á menn að horfa á f myndirnar frá ýmsum hliðum. Ræðir hann þá fyrst og fremst hvernig tækni nútímans, eins og eftirprentanir, hefur breytt viðhorfum manna til listaverka. Einnig hefur myndavélin, bæði ljósmynda- og kvikmyndavélin, breytt viðhorfum manna. Áður var aðeins til ein mynd á safni, en nú eru myndirnar á „hverju heimili." Það má kannski segja að um efnið sé fjallað á nokkuð heim- spekilegan hátt á stundum. Berger sýnir heilar myndir og hluta af myndum máli sínu til stuðnings. Myndirnar eru frá renaissance tímanum og frá hollenzka tímabilinu. Hann sýnir listaverk frá National Gallery í London og frá Louvre. Má nefna mynd Leonardos da Vinci , Klettafrúna, og lista- verk eftir Caravaggio. Berger heldur þvi fram að sumir sem skrifi um listaverk hylji þau einhverjum dular- hjúpi og séu einum of háfleygir til þess að almenningur skilji þá til fulls. Hver þáttur er í hálftíma. —A.Bj Sjónvarp íkvöld kl. 21,30: HÆTTULEG VITNESKJA Brezki njósnamyndaflokkur- inn, Hættuleg vitneskja, er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.30. Það er þriðji þátturinn sem við sjáum í kvöld. Þýðandi er Jón O. Edwald. Við ræddum við Jón og ætl- uðum að fá hjá honum upp- lýsingar um efni þáttarins í kvöld en hann sagði að þáttur- inn væri svo stuttur að ef hann færi að segja frá efninu eyði- legði það alveg skemmtunina fyrir þeim sem vildu horfa á þáttinn. Sýningartími er ekki nema 25 mínútur. í síðasta þætti sagði frá því að í ljós kemur að Laura er í vitorði með njósnurunum sem bíða í bátnum. Annar njósnar- anna hefur gætur á húsi Kirbys og getur Kirby lúskrað á honum þar sem hann kemur að honum óvörum fyrir utan heimili sitt. Það gengur ekki sem bezt f.vrir Kirby að selja upp- lýsingarnar sem hann hefur komizt yfir en loksins nær hann sambandi við franskan njósnara. Þegar Kirby kemur til stefnumótsins kemur hann að þeim franska látnum. Þættirnir eru sex talsins. — A.Bj. Prunella Ransome og John Gregson í hlutvcrkum Lauru og Kirbys i njósnamyndinni í kvöld. ———— Kvöldverðurinn í Emmaus eftir Caravaggio London. Sjónvarp kl. 21,05 í kvöld: í National Gallery í - Sagt frá þjóðarsiðum og sérkennum Spánverja „Það er gerð tilraun til þess að bregða upp myndum af þjóðarsiðum á Spáni og sérkennum Spánverja,“ sagði Ingi Karl Jóhannesson, en hann er þýðandi og þulur myndar er nefnist: Spánn, og er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.05. „Einnig er dálítið sýnishorn af list og listiðnaði Spánverja í ntyndinni. Ekki er farið út í pólitlkina en aðeins gefið í skyn að von Spánverja sé bundin við hina nýju og uppvaxandi kynslóð. Það er kannski svolltið skemmtilegt, að þetta virðist vera að rætast í dag. Myndin er tekin á dögum Francos, líklega 2-3 ára gömul. Hún er bandarísk, frá CBS, úr ákveðnum myndaflokki og er með betri myndum í flokknum,“ sagði Ingi Karl. Islendingar virðast hafa ódrepandi áhuga á Spáni og ekki er að efa að margir verða til að horfa á þessa mynd um sólarlandið. A.Bj Utvarp i Miðvikudagur 18. ógúst 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blómið blóðrauða" eftir Johannes Linnankoski. Axel Thor- steinson les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Búdapestkvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 5 í A-dúr op. 18 eftir Beethoven. Christoph Eschenbach og Fílharmoníusveitin í Vín leika Píanó- konsert i F-dúr (K382) eftir Mozart; Wilhelm Brúckner-Huggeberg stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Minningar Austur-Skaftfollings, Guðjóns R. Sigurðssonar. Baldlll' Pálmason les þriðja og síðasta hluta. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Akurinn er frjór sem fyrr. Kinar Jónsson fiskifræðingur flytur erindi. 20.00 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson syngur lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Þórarin Jónsson og Markús Khstjánsson. Ólafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka. a. Úr dagbók presta- skólamanns. Séra (IIsli Brynjólfsson segir frá námsárum Þorsteins prests Þórarinssonar i Berufirði, — þriðji hluti b. Keykjavík í Ijóði. Jóhanna Norðfjörð leikkona les kvæði eftir ýmis skáid. c. Suðurganga. Hjörtur Pálsson les síðari hluta frásögu eftir Frímann Jónasson fyrrum skóla- stjóra. sem segir frá gönguferð úr Skagafirði til Reykjavíkur fyrir meira en hálfri öld. d. Kórsöngur: Tónlistar- fólagskórinn o. fl. syngja lög eftir Ólaf Þorgrímsson. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guðmund Frímann. (iisli Halldórsson leikari lcs (13). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: ..Maríumyndin" eftir Guðmund Steins- son. Kristbjörg Kjeld leikkona les (5). 22.45 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. I Sjónvarp i Miðvikudagur 18. ógúst 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Pappírstungl. Bandariskur myndaflokkur. Afmœli. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Spánn. Svipmyndir af byggingum. þjóðar- siðum og þjóðlífi á Spáni. Þýðandi og þulur Ingi Kcrl Jóhannesson. 21.30 Hœttuleg vitneskja. Breskur njósnamyndaflokkur i sex þátum. 3. þáttur. Efni annars þáttar: í ljós kemur. að Laura er í vitorði með njósnurunum, sem bíða í bátnum. Annar þeirra hefur gætur á húsi Kirbys, sem kemur óvænt að honum. Kirby gengur illa að selja upplýsing- arnar, en nær loks sambandi við franskan njósnara. Kirby heldur til fundar við hann og kemur að honum látnum. Þýðandi Jón (). Edwald. 21.55 List í nýju Ijósi. Fræðslumyndaflokkur frá BBC í fjór- um þáttum. 1 fyrsta þætti eru skoðuð málverk frá ýmsum timum. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.25 Dagskrárlok. Plexi-Plast hf. Laufásvegi 58 — Reykjavik — Sími 23430 AIHIiða plast-glers hönnun Auglýsingaskilti með og án Ijósa staðlaðar stœrðir — ákveðið verð — smíðum eftir máli Hlífðarplötur undir skrifborðsstóla Fullkomin viðgerðar- og viðhaldsþjónusta. Hagstœtt verð - Góð þjónusta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.