Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 2
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. OPINBER FYRIRTÆKIOG STÓRFYRIRTÆKIUÚGA AÐ VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM — með því að gefa upp of lógt verð ó vöru sinni og þjónustu Hér á dögunum þurfti ég að kaupa ákveðinn hlut og hringdi til að vita hvort ég hefói með nokkru móti efni á honum. Hann reyndist kosta 51.918 krónur. Jú, ég gat með harðfylgi marið það, hélt á staðinn og bað borginmann- legur um hlutinn. Hann kom og ég dró upp veskið til að borga. Með það í höndununt horfði ég á afgreiðslumanninn skrifa eitthvað sem ég hélt að væri annaðhvort ljóð eða sinásaga á reikningseyðublað, að minnsta kosti var þetta orðið æðilangt mál — og uppsetningin minnti á órímað ljóð. Auðvitað var ég orðinn æði spenntur að fá þetta ljóðabréf i hendurnar, en spenningurinn breyttist í kuldahroli er læstist upp eftir hrygglengjunni upp i hálsinn og alla leið upp í haus. Þessu fylgdi stjarfatilfinning og síðan munnvatns'-ennsli, því hluturinn kostaði ekki 51.918 krónur heldur 62.31’. Það hafði sem sagt verið logið að mér um 10.393 krónur — svonefndan söluskatt, sem láðst hafði að leggja við verðið. Þetta rifjaði það upp fyrir mér, að Póstur og sími hefur löngum logið til um verðskrá sína á sama hátt. Við hverja hækkun hefur manni verið sagt að hvert skref í sjálfvirku sím- tali hækkaði úr þessari upphæð í aðra upphæð, en þegar til kastanna kemur, er upphæðin alltaf snöggtum hærri — nánar tiltekið 20% hærri. Þar er aftur söluskatturinn á ferðinni og aftur er verið að ljúga. Núna í vikunni hringdi ég í Póst og síma og spurði hvort það væri ennþá rétt það sem stendur á bls. 8 í símaskránni, en þar segir svo — orðrétt tilvitnað með leyfi hæstvirts: „GJALDSKRÁ FYRIR SJALFVIRK SÍMTÖL (Verð fyrir hvert skref kr. 7,50 samkvæmt gjaldskrá frá 1. apríl 1976).“ Jú, mér var svarað greitt og vel, að þetta væri rétt og óbreytt. Er þetta með söluskatti? spurði ég. Nei, söluskatturinn leggst ofan á. Háaloftið Þar með er það ljóst, að það er ekki rétt og satt er stendur á bls. 8 í téðri símaskrá, skrefið kostar 9 krónur en ekki 7,50. Þá minntist ég rafmagns- reikninganna, sem ævinlega bera þennan sama keim af ljóðabréfi, svo ég hringdi í Raf- magnsveitu Reykjavíkur til þess að fá þetta staðfest. En þar kom eiginlega soldið babb í bát hinnar lævíslegu áætlunar minnar, því viðkunnanleg karl- mannsrödd svaraði spurningu minni um það hvað rafmagn til heimilisnota kostaði á þann - +Zö% veg, að það kostar 11 krónur og 97 aura kilóvattið. Það kom víst dálítið hik á mig því ég hafði haldið að verðið væri tilgreint lægra, en maðurinn lét það ekki á sig fá heldur hélt áfram og sagði, að þetta væri að vísu tilgreint öðru vísi á reikningunum, þar sem þá væri orkuverðið tilgreint sér, 9 krónur, þá 20% söluskattur sem væri 1,80 og svo verðjöfnunargjald, sem rynni til Rafmagnsveitna ríkisins. Það er 13% og leggst á orkuverðið án söluskatts og verður þar með ein króna og sautján aurar. Sem sagt: Reikningarnir ljúga, en starfs- maður rafveitunnar sagði satt, er hann sagði strax og hiklaust að kílóvattið kostaði 11.97 krónur. Því það eitt kostar ákveðinn hlutur eða þjónusta, sem kaupandinn verður að greiða fyrir hann. Allt annað er lygi. Það er fölsun að segja manni að sá hlutur kosti kr. 51.918, sem kostar mann 62.311 að eignast. Það er hið eina rétta verð. Sjálfsagt eiga svona svindl- forsvarendur ýmiskonar varnir í máli sínu, en þær eru bara harla haldlitlar. Með sama rétti og manni er gefið upp eitt verð en annars krafist mætti gefa manni upp það verð sem seljandinn verður að borga fyr- ir vöruna í upphafi en mjalta síðan á hana á reikningnum allskonar tilkostnaði og álagningu og fá þannig út margfalt hærra verð um það er lýkur. Þannig gæti innflytjandi til dæmis gefið upp fob-verð vörunnar við kúnnann, en bætt síðan á reikninginn flutningskostnaði, tryggingu, uppskipun, tolli, geymslugjaldi, vörugjaldi og álagningu, og þá sér hver maður hve mikið stendur eftir af því verði sem upprunalega var gefið upp. Öll verð, sem manni eru gefin upp annað en hið endanlega, sem maður verður að borga, eru íygi- Lygi hefur aldrei þótt góður verslunarmáti, en verst er þó þegar opinberar stofnanir, vandar að virðingu sinni, ganga á undan með því fordæmi að ljúga skammlaust að viðskipta- vinum sínum. DULITIL SAGA UR W DJUPI - SEINNI HLUTI KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR Þótt bjartsýni böndans hefði orðið sér til skammar það sem af var deginum, þá eygði hann enn einn vonarneista. Hann man allt i einu eftir því, að naut er í Vigur, eyju ekki fjarri mynni fjarðarins, sem hann nú sigldi út. í Vigur bjó þá sá góði, gildi bóndi, Bjarni Sigurðsson, vinur Tryggva og höfðingi í hvi- vetna. Og nú er haldiö þangað, fyrir Folafót og Tjaldtanga. Innan við Seyðisfjörð er Ilost fjörður og þá Skötufjörðui. í Skötufirði er nokkur byggð. Þar er býli, sem heitir á Litla- bæ, en Pétur hét bóndinn þar, þegar saga þessi gerðist. Hann kemur ekki sögunni við, að öðru leyti en því, að hann átti góðan mótorbát og var stundum i förum með hann milli fjarða og til höfuðstaðarins, ísa- fjarðarkaupstaðar. Þvi var það, að Bjarni í Vigur hafði fyrir nokkrum dögum hitt Pétur og beðið hann þá. ef hann ætti leið til ísafjarðar, að taka fyrir sig nautsskrokk úteftir. Nú sem Bjarni sér það af hlaöinu heima hjá sér. að bátur fer að eyjunni, heldur liann að hAr sé kominn Pétur í Litlahæ að efna loforðið og taka nautsskrokkinn. Iikki bregður Pétur i Litlabæ vana sínum með áreiðanlegheitin. Vigurbóndinn kallar nú sem skjóte.st á húskarla sína, biður þá blessaða að hafa nú hraðan á. sækja fyrir sig naulkálfinn og slátra honum i hasli. því ferð falli nú til kaupstaöarins með l’étri i Litlabæ. Þeirgeli s.jálfir séð bátinn, sem stefni hingað í vörina. Nautið var á beit með kún- um á hinum eyjarendanum. Þratt fyrir það hafði húskörlurn tekizt að nálgast bola og leggja hann að velli þegar bátur Tryggva á Kirkjubóli lenti í vörinni fyrir neðan hlaðvarp- ann. Þegar hér var komið, þóttist Tryggvi fullviss um góð málalok ferðar sinnar. Vigur- boli mundi þó alla götu vera heima og binda skjótan endi á vandkvæði þeirrar skjöldóttu. Hann losar nú um kúna, teymir hana á land og heim í hlað. En ekki hafði hann lengra farið, þegar hann sá I hvert óefni var komið; hausinn var af tarfinum og húskarlar sveittust við að flá skrokkinn. Nú virtist sem óhamingju Tryggva yrði flest að vopni þennan dag og mundi margur þegar hafa verið búinn að leggja árar í bát. Bjarni I Vigur þóttist lika illa sjónsvikinn, þegar hann bar kennsl á komu- menn. Ilann barst þó vel af og hughreysti Tryggva, bað hann halda gleði sinni enn um sinn, ganga í bæinn og þiggja góð- gerðir. Svo koma dagar og svo koma ráð, sagði hann. Þágu svo gestirnir góðar veitingar hjá þeim Vigurhjónum, Bjarna og Bjiirgu, sem bæði voru orðlögð fyrir rausn og höfðingsskap. Eins og nærri má geta, var degi mjög tekið að halla þegar hér var komið, og taldi Tryggvi þvi varla um annað að gera en að snúa heim til Isafjarðar og missa fram af kúnni í þetta sinn. En þegar hann er að bræða þetta með sér, segir Bjarni, að úr þessu sé hægt að bæta ennþá, og skulu þeir nú „stíma“ yfir á Snæfjallaströnd, að bæ þeim, sem nefnist Tirðil- mýri. Þar liggi kýr jafnan úti um nætur og sé naut með þeim. Og þetta verður að ráði. Kusa er enn leidd um borð í pramm- ann og svo er haldið inn og austur yfir Djúp, rétt inr.an við Æðey. og tekin stefna undir Snæfjallaströnd, að Tirðilmýri. Þessi sjóleið er nál. 8 sjómíl- ur. Þegar upp að ströndinni kemur, sjá þeir að allt er eins og Bjarni hafði sagt: kýr úti og naut með þeim. Vænkaðist nú hagur Strympu. En þar sem þá var langt liðið á nótt, þeir félagar orðnir slæptir og kýrin þó ekki hvað sízt. brugðu þeir á það ráð, að sleppa henni í land til kúnna og nautsins, en sjálfir lögðu þeir sig i bátnum og sváfu þar um stund. Þeir voru þó mjög árla uppi og vitjuðu Skjöldu áður en fólk kom á fætur á bænum. Það mun ekki hafa orðið vart við ferðir þeirra. Leggja þeir félagar svo á Djúpið að nýju og stefna nú til ísafjarðar, næstum því vissir um góðan árangur af langri og erfiðri ferð. Sögunni er líka þar með lokið. Hana sagði mér skilorður maður, sem átti heima við Djúp þegar þetta gerðist og varð allfrægt, sem von var. Þess verður þó að geta, að sú viðbót fylgir í frásögn sumra, að þegar kýr voru sóttar og reknar heim á Tirðilmýri umræddan morgun, hafi þar verið komin rauðskjöldótt kýr, sem enginn á bænum bar minnstu kennsl á, en í hennar stað vantaði aðra svartskjöldótta og fannst hún hvergi, hversu sem hennar var leitað, langt og lengi. Hitt þótti trúlegast að sú rauðskjöldótta væri huldukýr, enda slík fyrir- bæri næsta algeng til sveita fram að þeim tíma. Þá er sagt að kæmi bátur blaðskellandi utan af Djúpi með pramma í eftirdragi og þá svartskjöldóttu þar innan borðs. Eigi þessi viðbót við rök að styðjast, kemur það vafalaust til af því, að þeir Kirkjubóls- menn hafa tekið kúna um borð í myrkri um morguninn og ógjörla greint mun á rauðu og svörtu. Bið eg svo góðfúsa lesendur vel að njóta sögu þessarar, sem hvergi er ýkt að minum vilja eða vitund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.