Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUCí AHDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. 13 tónlist Bay City Rollers fyrsta kastið,“ svaraði Ian Michell spurningunni um það hvort hann vildi gera einhverjar breytingar á hljómsveitinni. Þeir Eric og Woody semja ágætis tónlist og ég held að ég gæti ekki gert betur." Fyrsta hljómplata Bay City Rollers eftir að þeir fengu Ian til liðs við sig náði engum vin- sældum. Póppskrifarar, sem fylgzt hafa með ferli hljóm- sveitarinnar, velta því nú fyrir sér hvort hljómsveitin sé ekki lengur eins stórkostleg í augum unglinganna og áður fyrr. Það má alltaf fá auglýsingar til aó virka neikvættt með of miklum endurtekningum og Bay City Rollers hafa svo sannarlega verið mikið auglýstir. Aðaleinkenni hljómsveitar- innar eru köflóttar „stripur", sem saumaðar eru á einkennis- föt hljómsveitarmannanna fimm. Skyldu aðdáendur þeirra vera orðnir þreyttir á að hafa þessa köflóttu stráka sífellt fyrir augunum? Árið 1976 er þýðingarmikið fyrir Bay City Rollers. Elzti meðlimur hljómsveitarinnar, Alan Longmuir hefur hætt í henni fyrir aldurs sakir og hinir eldast nú óðum. Ian Michell er langyngsti maðurinn — aðeins átján ára — og hann er líka sá eini sem þorir að segja frá sínum rétta aldri. (Endursagt úr Vi Unge) — AT Litlar breytingar ó listunum — Elton John tekur sér 18 mónaða fri Vinsældalistar Bretlands og Bandarikjanna eru i dag lítið breyttir frá því sem þeir hafa verið síðustu vikur. Þó má nefna lag á brezka listanum, sem flýgur upp á við. Það er með hljómsveitinni Real Thing og nefnist Can’t Get By Without You. Hljórrisveitin góðkunna, Chicago, siglir hægt en örugglega upp á við á þandariska vinsældalistanum með nýtt lag, sem nefnist If You Leave Me Now. Það er nú í 9. sæti, var í fyrri viku í 14. og fyrir hálfum mánuði í því tuttugasta. Elton John og Kiki Dee eru nú sem óðast að hverfa af topp tíu meó Don't go Breaking My Heart. Það lag er nýlega farið að hevrast í útvarpsþáttum á íslandi. Lagið virkar hrút- leiðinlegt í fyrstu en vinnur á við frekari áheyrn. Elton John hefur annars ákveðið að taka sér 18 mánaða frí frá söng og hljómleikaferðum. Ástæðuna segir liann vera þá að frægð hans sé orðin allt of mikil. — AT — Elton John er nú einn frægasti skemmtikraftur 8. áratugarins. Hann er hins vegar þreyttur á frægðinni og hvggur nú á langt frí. ENGLAND — Melody Maker 1. (1) Dancing Queen .........................................................Abba 2. (2) Let'em In.............................................................Wings 3. (4) The Killing Of Georgie ..........................................Rod Stewart 4 (10) You Don’t Have To Go................................................Chi-Lites 5. (27) Can't Get By Without You .........................................Real Thing 6. (12) You Should Be Dancing..............................................Bee Gees 7. (9) Sexteen Bars.....................................................Stylistics 8. (13) (Light Of Experience) Doina De Jale.........................Gheorghe Zamfir 9. (3) Don't Go Breaking My Heart .............................Elton John & Kiki Dee 10. (14) Blinded By The Light................................Manfred Mann Earthband BANDARIKIN — Cash Box 1. (1) Play That Funky Music ..............................................Wild Cherry 2. (3) Shake Your Booty.........................................KC & The Sunshine Band 3. (5) Lowdown .............................................................Boz Scaggs 4. (4) l'd Really Love To See You Tonight ...............England Dan & John Ford Coley 5. (6) The Fifth Of Beethoven...........................................Walter Murphy 6. (2) You Should Be Dancing............................... .................Bee Geos 7. (9) Devil Woman .......................................................Cliff Richard 8. (18) Disco Duck (part 1)...............................Rick Dees & His Cast Of Idiots 9. (14) If You Leave Me IMow ..................................................Chicago 10. (11) A Little Bit More....................................................Dr. Hook l pann mund sem ferjan kemur Y verð að fvlgjast með ón að A leið til Hong * Hvar fœr motorhjólastrókur eins og Ames hólfa milljón til að veðja við eins og Keable? stað, Orn, hjó einhverjum fjdrmóla mönnum. f Ég œtla til Nevnda með þer. Þú ert svei mér k fréttamatur. f Vegna þess að það eru sumir sem iða i skinninu að sja' mig tapa fyrir þessum pottormi og aðrir œtla að ^ ganga úr skugga um það, nema ég stoppi þó. 5'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.