Dagblaðið - 18.09.1976, Side 15

Dagblaðið - 18.09.1976, Side 15
I)A<;m.At>m I.ATCAKDACUR 18. SUPTEMBER 1976. á 15 N Ostur er sonn- kalkiður veizlukoslur ! Nú stendur yfir ár iðn- kynningar á íslandi og allir eru hvattir til aó kaupa frekar það sem íslenzkt er ef eitthvað annað er á boðstólum. Sjálfsagt er að gera það ef íslenzkur varningur er sambærilegur við þann erlenda. Hann er það sem betur fer oftar en ekki nú orðið. Ein er sú tegund innlendrar framleiðslu sem stenzt fyllilega samanburð við erlenda og það eru hinir gómsætu íslenzku ostar. Þeir eru bæði prýðilega góðir og þar að auki er alveg ótrúleg fjölbreytni í framleiðsl- unni. I smábæklingi sem Osta- og smjörsalan gaf út fyrir nokkru er getið um helztu osta- tegundirnar sem framleiddar eru og er tala þeirra, að meðtöldum smurostunum, tuttugu og tvær. Ég er viss um að fjöldinn allur af fólki hefur aldrei svo mikið sem smakkað margar af þeim tegundum, sem á boðstólum eru. Ég vil eindregið hvetja fólk til að gera sér ferð í Osta- og smjörsöluna þar sem allt þetta úrval fæst. Öll afgreiðsla er þar til fyrirmyndar og snyrti- mennskan alveg með ein- dæmum. Afgreiðslustúlkurnar eru mjög þolinmóðar að leyfa viðskiptavinunum að smakka því maður vill helzt ekki kaupa hálfan eða heilan ost nema fá fyrst vitneskju uin bragðið. Margir eru alltof fastheldnir á gamla siði og engu er líkara en þcir standi í þeirri trú að hér sé aðeins hægt að fá venjuleg- an brauðost og svo auðvitað mysing. Ost er hægt að borða með öllum mat svo að segja. Um daginn heyrði ég um mann sem var á kolvetnakúr og fann upp alveg bráðsniðuga aðferð til þess að metta sig. Hann hrærði skyrið sitt upp með rjóma og hafði síðan rifinn, sterkan ost út á. Hann sagði að þetta hefði bragðazt alveg með eindæmum vel. Og er ekki að efa það. Osta- og smjörsalan hefur gefið út fjölmarga smekklega bæklinga með margvíslegum ostauppskriftum. Er þar að finn’a m.a. þessar uppskriftir: Gráðaost-ídýfa: 50 g af smurosti eru hrærð upp með 1 dl af rjóma. 100 g af gráðaosti eru rifin og bætt út í. Öllu blandað vel saman. Loks eru saxaðir valhnetukjarnar látnir út í. Með þessu er borið saltkex, hráar gulrætur, gúrkur, epli, mandarínur og perur. Ostaídýfa. 100 g olíusósa (mayones), chilisósa eða tómatsósa, 1 msk. rauð fersk paprika, 100 g Til- sitter, 50 g gráðaostur, 1 msk. ákavíti (því má auðvitað sleppa) og 2 msk. sýrður rjómi. Olíusósan er bragðbætt með chilisósunni, setjið smátt rifinn Tilsitterinn og saxaða paprik- una saman við og hrærið vel. Gráðaosturinn er hrærður út með ákavítinu og sýrðum rjóm- anum og olíusósunni síðan bætt út í smátt og smátt. hrært vel í. Borió fram með frönskum kart- öflum, saltstöngum, gúrkum, hráum gulrótum og eplum. Camembertsalat. 'A ds. ananas, V* lítið hvítkálshöfuð, 'A Camembert, sósa úr 'A dl rjóma og 3 msk. ananassafa. Morgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð dagsins og þá er áríðandi að fá hin ýmsu f jörefni. Þarna getur að líta sýnishorn af hollum morgunverði og þarna er einnig nestiskassi með girnilegu sköianesti. LITIÐ VIÐ Á 0STAKYNNINGU „Við förum með þessa osta- kynningu víðs vegar um landið, fyrir hálfum mánuði var ég með hana í Keflavík og fyrr í sumar austur á Egilsstöðum," sagði Hanna Guttormsdóttir, húsmæðrakennari, en hún sér um ostakynningu á vegum Osta og smjörsölunnar. Það var kynning hjá þeim á Snorra- brautinni á fimmtudag og við litum inn. Að þessu sinni var lögð aðal- áherzlan á hollustu morgun- verðarins og nesti skólabarna. „Morgunverðurinn er ein mikilvægasta máltíð dagsins. Hann er u^dirstaða undir starf dagsins. Afköst við leik eða önnur störf og almenn vel- líðan byggist á því að frumur líkamans hafi öll þau efni að vinna úr sem þeim eru nauð- synleg. Morgunverðurinn þarf að gefa nægilega orku fyrir hvern einstakan, fullgild eggja- hvítuefni. steinefni og vítamín. Talið er gott að morgunverður- inn innihaldi þriðja hluta þess efnis sem við þurfum af öllum nauðsynlegustu næringarefn- unum.“ Þetta er byrjunin á bæklingi Osta og smjörsölunnar nr. 3 sem afhentur var á ostakynn- ingunni í gær. „Ég er búin að vera í þessu starfi í eitt ár,“ sagði Hanna. „Milli þess sem kynningarnar eru haldnar leita ég að og bý til uppskriftir. Ég þýði einhver ósköp og vinza svo úr það sem mér lízt bezt á. Ég bý síðan til réttina og smakka þá, áður en þeir-eru boðnir viðskiptavinun- um.“ Á kynningu gafst tækifæri til að smakka á gómsætu ostasalati og ostasufflé. Til gamans birtum við uppskriftirnar: Ostasalat: 100 g oliusósa, 1 dl sýrður rjómi eóa þeyttur. 'A tsk. rifinn laukur. franskt sinnep, karry, 125 g Gouda 45%. 50 g skinka. 2 tómatar, V* agúrka. Blandið saman olíusósu og rjóma og kryddið með sinnepi, karrýi og lauknum. Skerið ostinn, skinkuna, agúrkuna og tómatana í teninga (látið gjarnan renna af tómötunum á sigti). Blandið öllu saman við olíusósuna og setjið salatið í skál. Borið fram með saltkexi. Ostasufflé 1 dl smjör eða smjörlíki, l'A dl hveiti, 4 dl mjólk, 2 dl rifinn ostur, salt, pipar á hnífsoddi (hvítur). Bræðið feitina i potti og hrærið hveitinu saman við. Þynnið smátt og smátt út með mjólk- inni. Kælið og hrærið eggja- rauðunum og osti saman við. K.yddið, Þeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega sam- an við. Látið í smurt eldfast mót. Bakast við 175° C i 10—20 mín. eða þar til það hefur lyft sér og losnað frá börmunum. Berið réttinn fram með hrærðu smjöri. Skerið ost og ananas í litla bita. Rífið hvítkálið mjög smátt. Blandið öllu saman og hellið síðan sósunni yfir. Berið fram með snittubrauði og smjöri. Kartöflusalat með osti 300 g soðnar kartöflur, 200 g Gouda eða Maribo ostur, 'A meðalstór laukur, 2 msk. klippt steinselja, 6 hreðkur (radísur), má sleppa, 100 g olíusósa, 1 tsk. sinnep, tómatsósa, 2 msk. rjómi og 2—3 harðsoðin egg. Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í litla teninga. Osturinn skorinn á sama hátt og blandað saman við kartöfl- urnar. Saxaður laukurinn, klippt steinseijan og hreðk- urnar í þunnum sneiðum sett saman við. Sinnepinu hrært út i olíusósuna, kryddað með tómat- sósunni og rjómanum bætt í. Sósunni hellt yfir salatið og kælt vel. Skreytt með harð- soðnum eggjum. Borið fram með grófu rúgbrauði. Einnig mjög gott með heitum pylsum og köldum síldarréttum. EIGIÐ JAFNAN KRYDDSMJÖR í FRYSTIKISTUNNI Kryddsmjör er mjög gott með grilluðum réttum og kemur þá i staðinn fyrir sósu. Einnig er hentugt að smyrja brauðtertur með kryddsmjöri og þá eitt bragð fyrir hvert lag í tertunni. Hvítlaukssmjör: 1 hvítlauksgeiri, örlítið salt og 100 g smjör. Hvítlaukurinn er marinn vel og síðan hrærður saman við smjörið og saltið. Steinseljusmjör: Út í 100 g af smjöri er hrært 3—4 msk. af saxaðri st'einselju og 2—3 dropum af sítrónusafa. Einnig má nota dill, graslauk og karsa í staðinn fyrir stein- seljuna. Paprikusmjör: Út í 100 g af smjöri er hrært 1—2 matsk. af saxaðri papriku og 'A tsk. af sítrónusafa. Sinnepssmjör: Út í 100 g af smjöri er hrært 1 msk. af sinnepi (helzt frönsku) og pínul. pipar. Kryddsmjörið má eiga í frystikistunni og þá er hentug- ast að sprauta því á pappa- spjald og vefja um það glæru plasti. Einnig er hentugt að frysta það í aflöngum pylsum og skera síðan niður í hæfilega þykkar sneiðar fyrir notkun. Þetta getur auðvitað hver haft eftir sínu höfði en ekki er ráðlegt að smyrja nestispakka skólabarnsins með sterku kryddsmjöri. A.Bj. Viðskiptavinirnir voru giaðir þegar Hanna Guttormsdóttir bauð þeim að smakka á gómsætum ostaréttum, sem hún hafði búið tii. Úrvalið í Osta og smjörsölunni er mikið og framleiðslan stendur crlendri f.vllilega á sporði. Við ættum að gera okkur að reglu að borða ost i einhverri mvnd á hverjum degi. DB-myndir Arni Páll.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.