Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 23
23 DACBLAtHÐ. I.AL’CAKDACUH 18. SKI’TEMBEK 1976. Útvarp Sjónvarp Sjónvarpið annað kvöld kl. 21.25: Það eru komnir gestir Tízkuheimurinn er veröld út of fyrir sig „Þetta fólk á aðallega eitt sameiginlegt og það er að hafa á einhvern' hátt komið nálægt fegurðarsamkeppni," sagði Edda Andrésdóttir blaðamaður sem hefur*umsjón með þætt- inum Það eru komnir gestir. Gestir hennar eru Guðrún Bjarnadóttir, Henný Her- mannsdóttir og Heiðar Jónsson. Þær Guðrún og Henný sigruðu báðar i alþjóða- fegurðarsamkeppni og Heiðar hefur mikið séð um að velja íslenzkar stúlkur í fegurðar- samkeppni hér. Guðrún er toppmódel og vinnur aðallega í Þýzkalandi. Þau Henný og Heiðar eru vel þekkt í tízkuheiminum hér á Fróni. Ekki er' því ólíklegt að við verðum margs vísari úr tízkuheiminum. „Andrés Indriðason, sem stjórnar upptöku, hafði sam- band við mig þegar Guðrún var hér í heimsókn fyrir stuttu, en hún kemur hingað í leyfum sínum oft á ári. Hann bað mig að sjá um þennan þátt og ég sló til. Auðvitað kveið ég dálitið fyrir en ég var ánægð. Mér fannst þetta ganga vonum framar,“ sagði Edda. Verðurðu eitthvað áfram í þessu? „Ég hef ekkert á móti þvi að reyna aftur.“ EVI Henný Hermannsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Heiðar Jónsson og stjórnandinn, Edda Andrésdóttir. 1 1 é \ Sjónvarp annað kvöld kl. 20.35: Dovid Copperfield hefur göngu síno Pat Keen fer með hlutverk vinnustúlkunnar Peggotty og Jonathan Kahn með hlutverk Davids meðan hann var enn barn að aldri. I kvöld kl. 20.35 hefur göngu sína nýr brezkur myndaflokkur í sex þáttum. Er hann gerður eftir einni af vinsælustu sögum Charles Dickens, David Copper- field. f þættinum í kvöld segir frá David ungum þar sem hann býr með móður sinni, sem er ekkja, og þjónustustúlkunni Peggotty. David unir hag sínum vel þar til móðir hans tekur upp á því að giftast aftur. Þýðandi er Öskar Ingimars- son. Árið 1935 var gerð kvik- mynd eftir þessu meistaraverki Dickens sem kom fyrst út árið 1849—50. Var það kvikmynda- framleiðandinn David O. Selz- nick sem gerði myndina. Eitt af þekktustu hlutverkunum i myndinni, Mr. Micawber, var leikið af W.C. Fields. Hann hefur sjálfur sagt að aðeins i því hlutverki hafi hann farið nákvæmlega eftir texta hand- ritsins. Micawber kemur ekki við sögu fyrr en David Copper- field er orðinn fullorðinn og hefur lent í mörgum ævintýr- um. Það er ekki að efa að þessi myndaflokkur verður skemmti- legur og trúlega miklu betur við barna hæfi heldur en myndaflokkurinn um Hróa hött. — A.Bj. (PHIbS) Laugardagur 18. september 7.00 Morgunútvarp. Veóurfregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. daííbl). 9.00 og ltT.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigurður Gunnars- son heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá“ (16). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Út og suflur. Ásta K. Jóhannes- dóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um siðdegisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir). 17.00 Söngvar í lóttum dúr. 17.30 Feröaþættir eftir Bjarna Sæmunds- son fiskifræöing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög" (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Noregsspjall. Ingólfur Margeirs- son fjallar um vísnasöngvarann Lille- björn Nilsen. 20.10 Óperutónlist: Þættir úr ,,La Traviata" eftir Verdi. Victoria de los Angeles. Santa Chissare. Carlo de Monte o. fl. syngja með kór og hljómsveit Rómaró- perunnar; Tullio Serafin stj. 20.45 Vetur í vændum. Bessi Jóhanns- dóttir stjórnar þætti með viðtölum við menn um félagsstörf í tómstundum. 21.25 Lótt tonlist fra Nýja-Sjálandi. Frank Gib.M>n-sev*cttinn leikur dj«.>slög. 21.45 „Gestir", smásaga eftir Valdisi Óskarsdóttur. Gísli Halldórsson leikari les. 22.00 I . v :’:r. 22.15 Vedurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 19. september 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vfgslubiskup flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein-^ um dagblaoanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Ariur eftir Hándel. Janet Baker syngur við undirleik Ensku kammersveitarmnar. Raymond Leppard leikurá sembal og stjórnar. b. Tríó í g-moll op 63 fyrir flautu. selló og píanó eftir Weber. Bernard Gold- berg. Theo Salzman og Harrv Franklin leika. c. Pianósónata nr. 31 í As-dúr op. 110 eftir Beethoven. Vladimír Ashkenazy leikur. d. Ljóðræn svíta op. 53 og þættir eftir Grieg úr „Pétri Gaut". Hallé- hljómsveitin leikur: Sir John Barbi- rolli stjórnar. 11.00 Messa í Bústaöakirkju. Prestur: Séra Ólafur Skúlason. Organleikari: Birgir Ás Guðmundsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Mínir dagar og annarra. Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli spjallar við hlustendur. 13.40 MiÖdegistónleikar. Flytjendur: Miklos Perényi sellóleikari. Henryk Szeryng fiðluleikari. píanóleikararnir Deszö Ranki, Michael Isadora og André Watts. svo og Ríkishljómsveit- in í Amsterdam. Stjórnandi: Ervin Lukács. a. Sónata í C-dúr fvrir selló og pianó eftir Ludwig van Beethoven. b. Sónata i A-dúr fyrir fiðlu og pianó og Sinfónísk tilbrigði eftir César Franck. c. „Dauðadansinn" eftir Franz Liszt. 15.00 Hvemig var vikan? Umsjón: Páll Heiðar Jonsson. 16.00 íslenzk einsöngslög. Margrét Bóas- dóttir svngur lög eftir Elísabetu Jóns- dóttur frá Grenjaðarstað. Askel Snorrason og Magnús A. Arnason; Hrefna Eggcrtsdóttir leikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf ó sunnudögum. Svavar Gests kvnnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatími: Ólafur H. Jóhannsson stjórnar. Sitt af hverju um haustið: Smáasaga eftir Jónas Árnason. frá- saga skráð af Páltna Hanncssyni og kafli úr þjóðhátlalýsingu Jónasar frá Hrafnagili; enníremur Ijoð og lög. Lesarar með stjórnanda: Ilrefna Ingólfsdóttir, Dagný Indriðadóttir. Sólveig Halldórsdóttir og Jón Hjartar- son. 18.00 Stundarkorn meö óperusöngvaran- um Placido Domingo. Tilk.vnningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Þistlar. Umsjónarmenn: Einar Már Guðmundsson. Halldór Guðmundsson og örnólfur Thorsson. 20.00 íslenzk tónlist. a. Tríó fyrir óbó. klarinettu og horn eftir Jón Nordal. Andrés Kolbeinsson. Egill Jónsson og • Wilhelm Lanzky-Otto leika. b. „And- vaka“ fyrir píanó eftir fón Nordal. Höfundur leikur. c. Divertimento fyrir sembal og strengjatríó eftir Haf- liða Hallgrlmsson. Helga Ingólfs- dóttir. Guðný Guðmundsdóttir. Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika. 20.30 Dagur dýranna.. Jórunn Sörensen tekur saman þáttinn. sem fjallar um meðferð heimilisdýra og hesta. Auk Jórunnar koma fram: Jón Guðmunds- son oddviti á Reykjum og Sigrlður Pétursdóttir húsfreyja á ÓlafsvöIIum. Lesarar: Þóra Stefánsdóttir. Hjalti Rögnvaldsson og Arni Helgason. 21.30 Kórsöngur. Þýzkir karlakórar syngja vinsæl Icíg. 21.50 ,,Óró", smásaga eftir Lúflvíg T. Helgason. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson danskennari velur lögin og kvnnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Mónudagur 20. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustgr. landsmálabl ). 9.00 og ÍO.OO. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Tómas Guðmundsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna W. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir' frá" (17) Tilkynningar kl. 9.30. I.étt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morgun- tonleikar kl. 11.00: NBC- sinföníuhljómsveitin leikur forleik að óperunni „Meistarasöngvurunum i Niirnberg" og „Siegfriedidyll" eftir Wagner; Arturo Toscanini stjórnar / Zino Francescatti og Fílharmoníu- sveitin i New York leika Fiðlukonsert ’ eftir Sibelius; Leonard Bernstein stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. ( i) ^ Sjónvarp Laugardagur 18. september 18.00 íþróttir. Hló. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Maöur til taks. Breskur gaman- myndaflokkur. Geymt, en ekki gleymt. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skemmtiþáttur Paul Simons. Söngvarinn og lagasmiðurinn Paul Simon syngur inörg vinsælustu lög sín. bæði gömul og ný. og enn fremur tekur hann lagið með félaga sinum, Art Garfunkel. Þýðandi Jón Skapta- son. 21.50 Eins konar ást. (A Kind of Loving) Bresk bíómynd frá árinu 1962. Leik- stjöri John Schlesinger. Aðalhlutverk Alan Bates og June Ritchie. Vic Brown er teiknari hjá störu fyrirtæki. Hann verður ástfanginn af Ingrid. sem starfar á sama stað. Vic langar að ferðast og breyta til. en þegar Ingrid verður þunguð. giftast þau og hefja búskap heima hjá móður hennar. Þýð- andi Jón (). Eclwald. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. september 18.00 Sagan af kínversku prinsessunni. Itölsk teikniinynd byggð á gömlu ævintýri. Þýðandi P'lisabet Hangartner. 18.25 Gluggar. Breskur Iræöslumynda- flokkur Þýðandi Jön (). Kdwald Hló Útvarp kl. 15.00 á morgun: Hvernlg var vikan? Páll Heiðar verður með vikulegan þátt sinn Hvernig var vikan? kl. 15 á morgun. Að þessu sinni munu Álfheiður Ingadóttir, háskólanemi, sóra Jón Auðuns, fyrrum dóm- prófastur og Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi ræða um helztu viðburði vik- unnar. Það fellur í hlut Jóns Arnar Marinóssonar að fjalla um frétt vikunnar. Jón er fréttamaður á frétta- stofu útvarpsins. Þátturinn verður í beinni útsendingu. Ætla má að flugránið beri hæst að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem sá vafasami heiður hlotnast Islendingum að fá að afgreiða flugvél sem rænt hefur verið. — KL Útvarp ó morgun kl. 19.25: Þistlar Hermólin ó íslandi „Þátturinn snýst að þessu sinni aðallega um hermálin hér á íslandi,“ sagði Halldór Guð- mundsson, einn af umsjónar- mönnum þáttarins Þistlar. Þistlar verða á dagskrá út- varpsins kl. 19.25 á morgun. Einar Már Guðmundsson og örnólfur Thorsson sjá um þátt- inn ásamt Halldóri. „Birtar verða ýmsar skoðanir á hermálunum," sagði Halldór „og lesið verður upp úr gögnum og skýrslum sem margir hafa eflaust lítt heyrt af. Meðal annars verður lesið bréf frá hermanni á Keflavíkurvelli og koma þar vel fram skoðanir hans. Það verður farið vítt og breitt, lesin upp Ijóð og sögu- kaflar. Einnig verður spilað af plötum og þar á meðal óútkom- inni plötu með Þokkabót. Fengið var leyfi hjá söng- flokknum til að nota plötuna í þættinum.“ — KL 20.00 Fróttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dagvifl Copperfield. Nýr, breskur myndaflokkur I sex þáttum. fíerður eftir hinni síf>ildu sögu Charles Dickens. 1. þáttur. Davíð Copperfield býr með móður sinni. sem er ekkja. oj> þjónustustúlkunni PeKgotty. Davíð undir sér vel. þar til að því kemur. að móðir hans ííiftist aftur. Þýðandi Óskar Injtimarsson. 21.25 Þaö eru komnir gestir. Edda Andrés- dóttir ræðir við Guðrúnu Bjarna- döttur. Henný Hermannsdóttur o£ Heiðar Jónsson. Stjórn. upptöku Andrés Indriðason. 22.10 Pílagrímsför til Jerúsalem. Bresk heimildamynd um borjtina helj>u. Rifjaðir eru upp atburðir úr biblíunni oj> sýndir trúarsöj»ule«ir staðir teniidir Kristindöminum. Einniji er lýst heljiistöðum Gyðin«a oj> Múham- eðstrúarmanna. Þýðandi oj> þulur Injji Karl Jóhannesson. 22.35 Afl kvöldi dags. Ilákon Guönuinds- son. fyrrum yfirbor«ardómari. flytur hueleiðin^u. 22.45 Dagskrarlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.