Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 22
DAf!RT,AÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. 22 (Bióauglýsingar eru á bls. 20 ) (| Útvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 21.50: Eins konar ást Aldrei of varlega farið í rúminu I kvöld sýnir sjónvarpið brezka bíómynd frá árinu 1962. Nefnist hún Eins konar ást (A Kind of Loving). Leikstjóri myndarinnar er John Schles- inger sem er nú orðinn mjög frægur á sínu sviði. Hann leik- stýrði m.a. myndinni Midnight Cowboy með Dustin Hoffman og John Voight. Eins konar ást var fyrsta mynd Sehlesingers og var hún ein af nokkrum brezkum kvikmyndum sem veittu nýja innsýn í líf hinna vinnandi stétta í Englandi. Þessar myndir virtust lýsa á hreinskilnari hátt þjóðfélags- legum og kynferðislegum vandamálum en mögulegt var að gera i myndum sem fram- leiddar voru i Hollywood. Myndin fjallar um þessi sífelldu vandamál sem koma upp þegar óvarlega er að farið í rúminu og barn verður úr. Hinir tilvonandi foreldrar eru ekki alltaf tilbúnir að takast þá ábyrgð á hendur sem slíku fylg- ir. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd þrjár stjörnur og hrósar leik Alan Bates og June Ritchie sem fara með aðalhlut- verkin í myndinni. Alan Bates er að mörgu góðu kunnur bæði vegna frammi- stöðu sinnar á leiksviði og fyrir leik sinn í kvikmyndum. Hann hefur leikið á leiksviði í mörg- um kunnum verkum, svo sem Look Back in Anger (1956). Hann vekur fyrst athygli fyrir leik sinn í þessari mynd. Fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Fixer fékk hann útnefningu til Óskarsverðlauna. Af seinni myndum sem hann hefur leikið í er Women in Love. —KL Alan Bates og June Ritchie í hlutverkum sínum í myndinni í kvöld. Sjónvarp kl. 18.00: íþróttir Fjölbreyttur íþróttaþóttur — hnefaleikar, fimleikar, hestamennska o.fl. í íþróttaþættinum i sjón- varpinu í dag kl. 18.00 verða sýndir hnefaleikar frá ólympíu- leikunum. Sýnd verða úrslit i léttþungavigt og þungavigt. Þennan þátt átti að sýna síðast- liðinn laugardag en þá varð að fresta honum, þvi allt fór úr skorðum vegna þess að mestur tíminn þá fór í fótbolta. Sýnd verður mynd frá þriðju alþýðuleikunum í Kína sem haldnir voru nú í vetur sem leið. Mikill fjöldi Iþróttamanna tekur þátt í leikunum. Sýnt verður frá keppni í hesta- mennsku, hjólreiðum og vélí- þróttum. Ensku knattspyrnunni verða gerð skil eins og venjulega, nú eigast við Nottingham Forest og Hereford United. Sagt verður frá helztu iþróttaviðburðum vikunnar hér á íslandi eftir því sem tími vinnst til. Umsjónarmaður íþrótta- þáttarins er Bjarni Felixson. -KL Sjónvarp kl. 21.00: Skemmtiþáttur Paul Simons Skemmtilegur söngvari Skemmtiþáttur með banda- ríska söngvaranum og lagasmiðnum Paul Simon verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.00. Þar mun Paul Simon syngja mörg vinsælustu lög sín, bæði gömul og ný. Vinsælustu lög hans eru án efa ,,The Sound of Silence" og „Bridge Over Troubled Water". Paul Simon fæddist árið 1941 í Newark í New Jersey. Foreldrar hans voru af Gyðinga/ungverskum ættum. Hann ólst upp við miðstéttarlíf í New York. Lög Paul Simons eru mjög Ijóðræn og hugljúf og hann notaði oft einstaklinginn í þjóð- félaginu sem uppistöðu í lögum sínum. En oft reikuðu til- finningar hans og lögin urðu of væmin og smeðjuleg. Næstum öllum sínum tónlistarferli hingað til hefur hann eytt með Art Garfunkel, en þeir ólust upp saman. Þeir náðu miklum vinsældum saman á árunum frá 1960-70, en slitu samstarfi fyrir nokkrum árum og fóru að reyna fyrir sér hvor í sinu lagi. -KL Paul Simon, söngvarinn og lagasmiðurinn vinsæli, skemmtir sjónvarpsáhorfend- um í kvöld kl. 21. Útvarpið í kvöld kl. 20.45: Vetúr i vœndum Fékigsstörf manna í tómstundum Bessi Jóhannsdóttir stjórnar þætti þar sem hún ræðir við menn um félagsstörf í tóm- stundum. ,,Eg mun ræða við Gunnar Asgeirsson stórkaupmann um félagsstörf hans í tómstundum en hann hefur komið ákaflega víða við. Til dæmis hefur hann starfað innan Lions- hreyfingarinnar sem við munum kynnast," sagði Bessí. Jóhannsdóttir sem stjórnar fyrsta þætti sínum með viðtölum við menn um félags- störf í tómstundum. Nefnir hún þáttinn Vetur í vændum. Gunnar starfaði í Verzlunar- ráði íslands og um það fræðumst við frekar. Auk þess heyrum við skoðanir hans á æskulýðs- og tómstundamálum ungs fólks í dag.Þarf víst ekkiað leiða getum að þvi að viðhorfið nú er ólíkt því sem var á æskuárum Gunnars. -EVI Gunnar gerir fleira í tómstund- um sínum en að helga sig félagsmálum. Hann spilar á gítar og tekur líka iagið. Útvarpið i dog kl. 13.30-17.00: Út og suður Ferðaleikhúsið, rammíslenzkur söngur og Megas „Við munum meðal annars kynna starfsemi Ferðaleikhúss- ins,“ sagði Ásta R. Jóhannes- dóttir sem stjórnar þættinum Út og suður ásamt Hjalti Jóni Sveinssyni. Við fáum að heyra rammís- lenzkan söng og kveðskap. Bréf Þórbergs Þórðarsonar til Kristínar Guðmundsdóttur verður lesið upp. „Og af því að byrjaðar eru réttir verður lesin sagan Réttardagur eftir ungan og efnilegan mann, Sigurð Jakobsson," sagði Asta. Síðan kynnir Megas (Magnús Þór Jónsson) plötu sína sem er í þann mund að koma út. Að venju verða svo lög við allra hæfi og eitthvert fleira fólk kemur okkur svo á óvart i þætt- inum. EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.