Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. frfálst, úháð dagblað l.'tííffandi Da'.'bluóid hf. FramkvH'indusl jóri: Svnnn K. F.\.júlf<son .•.i'ixni: Jónas Kristjánsson. ’-'ii Ma>'" i i Jón Hir.'ir IV-iursson. Kit.sijornarfulltrúi: Haukur Helyason. Aðstortarfrétta- •'lM»ri \tli sicinar»ori. l|)ióttir: Hallur Siinonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit .\si*rimur Pál>>on Hlaðanienn \nna Hjarnasón. Asueir Tömasson. Herjzlind Ásj'eirsdöttir. Brayi Siíiurðsson. F.rn:< \’ lii-’ollxlottir. (íissur Siyurðsson. Hallur Hallsson. Helyi Fétursson. .Jóhanna Biríiis- dotin . Kainii Fálsdóttir. Kristín L>ð.sdóttir. Ólafur Jónsson. Ómur V'aldimarsson. Ljósmvndir: Árm l’al! .lohamisson. Hjarnlejfur B.jarnleifsson. Hjöruvin Pálsson. Rannar Th. Siyurðsson. «ijaldkori Fráimi Forleifssoii. Dreifm^arstjöri: MárK.M. Halldórsson. Ásknftarujald 1000 kr a mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Kitstjórn Siðumúla 12. sími K.W22. au«lýsinnar. áskriftir ou afureiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setninv. '»v umhrot: Davhlaðið hf. ov Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-ov plotuuerð: llilmirhl.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf.. Skeifunni 19. Blaðahjálp og flokkahjálp Einkennilegt er aó Norðurlönd- in, sem annars fylgjast svo vel að í mörgum stefnumálum, skuli hafa fetað ólíkar brautir í opinberum styrkjum til útgáfu dagblaða. Aðeins Danmörk hefur borið gæfu til að forðast beina og óbeina styrki aðra en undanþágu frá virðisaukaskatti, afslátt frá fullum póstgjöldum og annað slíkt, sem víðast hvar tíðkast. ísland og Finnland eiga samleið í því að nota orðið ,,blaðastyrkir“ sem dulargervi á stuðningi við stjórnmálaflokka. Gengur ísland þó mun lengra á þessu sviði, enda er hér samtrygging stjórnmálaflokkanna sterkari en víðast annars staðar. í Finnlandi er veitt 700 milljónum króna á ári til svonefndrar ,,dreifingarhjálpar“. Pólitísk nefnd úthlutar þessu fé, verulegum fjárhæðum til flokksblaða, en litlu til annarra. Þar hafa óháö blöð 55% dreifingarinnar en aðeins0,2% aðstoðarinnar. Á íslandi hefur ríkið lánað prentsmiðjum flokksblaöanna tolla og söluskatt og gengið í ábyrgð fyrir erlendum prentsmiðjuskuldum. Ekki er kunnugt um, að þessi lán hafi verið endurgreidd, né vextir af þeim. Á íslandi veitir ríkið 29 milljón krónum af fjárlögum, aðallega til kr pa á 200 eintökum af öðrum dagblöðum en Dagblaðinu, en einnig til stuðnings útgáfu flokksblaða á lands- byggðinni og til frjálsrar ráðstöfunar þing- flokka. Pólitísk nefnd úthlutar þessu fé eins og í Finnlandi. I þriðja flokki þessara landa eru svo Svíþjóð og Noregur, þa^ sem menn hafa forðazt hinar flokkspólitísku orautir. Meginstuðningur ríkisins við dagblöð í þessum löndum felst í niðurgreiðslum á pappírsnotkun allra dagblaða annarra en þeirra, sem hafa mesta útbreiðslu á hverju markaðssvæði, svo framarlega sem upplag fyrrnefndu blaðanna nær ekki ákveðnu hlut- falli. Engin flokkapólitík kemst að í þessari aðstoð. í Noregi er til viðbótar sú regla, að opinberum auglýsingum er dreift jafnt milli allra dagblaða, og í Svíþjóð er til viðbótar sú regla, að dagblöðin greiða 6% auglýsingaskatt til að jafna auglýsingatekjum milli dagblaða. Þessi norska og sænska aðstoð leiðir til 3% meðaltalsaukningar á tekjum norskra blaða og 5% meðaltalsaukningar á tekjum sænskra blaða. í þessum löndum byggist stuðningurinn á ýtarlegum rannsóknum sérstakra nefnda, sem hafa átt að finna ráð til að stemma stigu viö blaðadauða og til að viðhalda víðtæku upplýsingafrelsi. Þar hefur stuðningurinn lánazt nógu vel til þess að hann vekur litlar deilur. Ef íslenzkir stjórnmálaflokkar vilja láta ríkið styrkja rekstur sinn, eiga þeir ekki að gera það á fölskum forsendum. Ef menn vilja styrkja dagblöðin, á að gera það eftir norskri eða sænskri fyrirmynd. En bezt er danska styrkjalausa leiðin, enda er ekki fyrirsjáanlegur neinn dagblaðadauði á íslandi. í Peking í dagiHH VERÐUR Utför Mao Tsetungs veröur gerð í Peking í dag. Eftir lát formannsins er skarð fyrir skildi í röðum kínverskra leið- toga og eru nú í æðsta ráði kínverska kommúnistaflokks- ins aðeins sextán menn og fjórir varamenn. Fimm félagar í æðsta ráðinu hafa horfið á fund feðra sinna á undanförnum átján mánuðum. Forsetinn, Tung Pi-wu, einn stofnenda flokksins, lézt 2. apríl í fyrra. Sextánda desem- ber 1975 lézt Kang Sheng, fyrr- um yfirmaður kínversku leyni- þjónustunnar og síðasta ár ævi sinnar ábyrgur fyrir tengslum viö útlenzka kommúnista- flokka. 8. janúar í ár dó forsætisráð- herrann, Chou En-lai, eftir langvarandi veikindi og 6. júlí lézt Chu Teh, náinn samstarfs- maður Maos um margra ára- tuga skeið. Síðast var hann í embætti forseta þjóðþingsins. Sjötti félaginn í æðsta ráðinu Teng Hsiao-ping, sem flestir höfðu talið að yrði eftirmaður Chou En-lais, var sviptur öllum völdum og embættum 7. apríl í vor. Baráttan gegn honum og meintum pólitískum mistökum hans er enn í fullum gangi og var að aukast enn þeg.ar fréttin um andlát Maos barst út um heimsbyggðina. Æðsta ráðinu er stjórnað af svokallaðri fastanefnd. Eftir lát Maos, Chous og Chus og brott- vikningu Tengs eru i nefndinni aðeins fjórir eftirtaldir menn: Hua Kuo-feng, 54 ára, for- sætisráðherra og fyrsti varafor- maður miðstjórnar flokksins (Mao var formaður). Wang Hung-wen, 39 ára, varaformaður miðstjórnar- innar, ritari flokksins og vara- formaður byltingarnefndar Shanghai. Hann er einnig póli- tískur kommisar hersins í Shanghai. Yeh Chien-ying, 77 ára, vara- formaður miðstjórnarinnar, varnarmálaráðherra og vara- formaður í herstjórnarnefnd miðstjórnarinnar. Chang Chun-chiao, 73 ára, varaforsætisráðherra, yfir- maður stjórnmáladeildar hers- ins og að auki fyrsti ritari og formaður byltingarnefndar- innar í Shanghai. Sé gengið út frá þeim sjónar- Chiang Ching — ekkja Maos. miðum sem yfirleitt ráða þegar eftirmenn leiðtoga eru valdir í öðrum löndum er hægt að slá því föstu að eftirmaður Maos verði einn þessara fjögurra manna. En eftir atburðina, sem fylgdu í kjölfar láts Chou En- lais, er það ekki hægt þegar spáð er um framtiðarþróunina í Kína. Sterkasti félaginn af þeim Wang Hung-wen — hinn ungi frá Shanghai. tólf, sem eftir sitja í æðsta ráðinu, er ekkja Maos for- manns, Chiang Ching, sem talin er vera 63 ára og nánasti sam- starfsmaður hennar, Wao Wen- yuan, 48 ára. Hann er blaða- maður og rithöfundur frá Shanghai sem í náinni sam- vinnu við konu Maos skrifaði greinina er telja má raunveru- legt upphaf menningarbylt- ingarinnar miklu. Otaldir eru þessir tíu æðsta- ráðsmenn: Chi Teng-kuei, 46 ára, varaforsætisráðherra (þeir eru margir) og fyrsti pólitíski varaformaður herráðsins í Pekingumdæmi. Chen Hsi-lien, 63 ára, vara- forsætisráðherra og hernaðar- legur yfirmaður hersins í Peking. Wang Tung-hsing, 64 ára, fyrrum lifvörður Maos, nú skrifstofustjóri miðstjórnar flokksins. Chang Chun-chiao — pólitiskur yfirmaður hersins. Hua Kuo-feng — máiamiðlunarforsætis- ráðherra. f Oftrú og ofnotkun Þvi hefur löngum verið haldið fram, að íslendingar væru þrákelknir, en umburðar- lyndir, seinþreyttir til vandræða og fastir á meining- unni, en ef þeir á annað borð tækju sinnaskiptum, þá héldu þeir fast við málstaðinn og færu ógjarnan milliveginn. Þetta má til sanns vegar færa á margan hátt gegnum aldirnar, og enn er þessi kenn- ing í fullu gildi. Það eru t.d. ekki margir hér á landi, sem fást til þess að trúa öðru en nýmjólk og smjör, þessar vöru- tegundir, sem árvisst eru í brennidepli umræðna vegná sífellds skæklatogs um það, hverjir eigi raunverulega að bera kostnaðinn af framleiðslu þeirra, — sóu þær hollustu. sem völ sé á til nevzlu, og því hollari sem þeirra sé meira og oftar neytt. „Það sést bezt, hve holl mjólkin er, að ungabörn geta lifað á henni eingöngu i langan tíma,” segir fólk, og telur að hér sé komin algild sönnun þess, að mjólk skuli drukkin af hverjum meðlim fjölskyldunn- ar eins og um ungabörn sé að ræða, og mjólk er keypt i lítra- tali á hvert mannsbarn í land- inu daglega, og er í mörguni tilfellum notuð sem aðaluppi- staða i daglegri fæðu á mörgum heimilum, mjólk með brauði, mjólk með kökum, mjólk er hellt út á mjólkurgraut, og mjólk skal það vera, þvi „mjólkin kemur úr henni blessaðri Búkollu”, og ekki á hún að líða fyrir það, að mjólkur sé ekki neytt! Staðreynd er það hins vegar, og margsannað vísindalega, að mjólk, smjör og aðrar mjólkur- afurðir eru síður en svo hollar annars heilbrigðum og full- vöxnum manneskjum, og mjólkurfita eykur tiltölulega „kolesterol“magn í blóði, auk þess sem hún sannanlega er meðverkandi þáttur i æða- þrengslum kransæðakerfisins. Það er því sannarlega oftrú á mjólk og mjólkurafurðum, sem ræður mestu um þá ofnotkun, sem Islendingar eru berir að. frekar en raunveruleg þekking á þvi. hvort hér sé um að ræða þá hollustu og heilsubót, sem er samfara því að neyta þessara vörutegunda í þeirn mæli. sem gert er hérlendis. Aðrar þjóðir hafa fvrir löngu komizt að þeirri«niðurstöðu. að i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.