Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 11
iiAlim.AHlf). LAriiAKDAdl'K 1K. SKI’TK.MBKK 19.7« 11 Wu Teh, 62 ára, tyrsu man og formaður byltingarnefndar I’eking og að auki varaforseti þjóðþingsins. Chen Yung-kuei, 61 árs, vara- forsætisráðherra, þekktur sem „hetjan frá Tachai“, samyrkju- búinu sem alltaf er talið vera fyrirmynd annarra eininga i landbúnaði. Wei Kuo jhing, 69 ára, fyrsti ritari jg formaður hvlt- ingarnefndarinnar í Kwang- tung, fyrstipólitískikommisar í herráði Kwangtung og varafor- scti þjóðþingsins. Liu Po-cheng, 84 ára, varafor- seti þjóðþingsins, sem vegna veikinda kemur örsjaldan fram opinberlega. Hsu Shih-yu, 70 ára, vfir- maður herráðsins í Kwang- chow. Li Hsien-nien, 71 árs, vara- forsætisráðherra, einn helzti efnahags- og áætlanagerðarsér- fræðingur landsins. Li Teh-sheng, 64 ára, yfir- maður herráðsins í Shenyang. Hann var áður varaformaður miðstjórnarinnar en lét af því starfi þegar hann var fluttur til Shenyang í hinni fornu Mansjúrlu. Varamennirnir eru fjórir. eins og áður segir. Það eru frú Wu Kuei-hsien. 43 ára. varafor- sætisráðherra frá Shensihéraði sem hóf feril sinn sem afgreiðslustúlka i verzlun, Su Chen-hua, næst æðsti rnaður flotans; Ni Chih-fu, fertugur flokksritari og verkalýðsforingi frá Peking og Saipidin Azizi, sextugur f.vrrum herstjóri og flokksdeildarformaður í sjálf- stjórnarhéraðinu Sinkiang- Uighur og jafnframt varafor- seti þjóðþingsins. Upplýsingar um þá einstakl- inga er takast á um völdin á bak við tjöldin í Peking, eru af svo skornum skammti og ósam- hljóða að út i hött væri að reyna að spá hvernig baráttunni um eftirmann Maos lyktar. Mao Tsetung var óhemju stjórnsamur maður og var I svo óvenjulegu sambandi vió sina nánustu, bæði í einkalífi og stjórnmálalífi, að hann mun ekki hafa- getað útnefnt eftir- mann sinn sjálfur né heldur annazt nauðsynlegan undir- búning þess að hann léti af völdum. Einmitt þess vegna er talið að nú taki við spenna og óöryggi t landinu. Chou En-lai hafði að vísu sjálfur fyrir dauða sinn — sem Mao og Lin Piao á tímum menningarbyltingarinnar mikiu. Þá var Lin Piao útnefndur eftirmaður Maos, en síðan slettist upp á vinskapinn og nokkrum árum síðar lét Lin lífið á flótta, að því er saet er. hann átti von á — búið þannig um hnútana að Teng Hsiao- ping tæki við af honum, en Chou var varla kominn í gröf sína þegar Mao snerist gegn Teng og nánustu samstarfs- mönnum hans. Það kom mjög á óvart en á sér vafalaust dýpri skýringar. H Yfirmaður hersins í stríðinu við Japani, Chu Teh, ræðir að- gerðir við Mao. Hua Kuo-feng, sem varð eftirmaður Chous, var mála- miðlun. Skipun hans í embætti forsætisráðherra varð hvorki sigur fyrir vinstri vænginn eða hægri vænginn í flokknum, sé hægt að tala um slík hugtök í kínverskum stjórnmálum. Nú er hins vegar allsendis óvíst hvort hann verður næsti þjóðarleiðtogi, með óskorað vald. Ef til vill skiptir meira máli en hver maðurinn er hvaða kynslóð það verður sem fær völdin í sínar hendur og hvaða hagsmunir verða eignaðir sigurvegaranum i þeirri baráttu sem talið er að sé að hefjast í Peking. Kjallarinn Geir R. Andersen ne.vzla mjólkur og hollustt hennar er ekki eins einhlít og stundum var talið áður, og hafa dregið úr mjólkur- og smjörneyzlu í samræmi við þá þekkingu, sem smám saman hefur rutt sér braut meðal al- mennings á næringargildi og hollustu. hinna ýmsu tegunda matvæla. Hér er á engan hátt verið að rýra gildi mjólkur sem slíkrar, og fráleitt er að telja að mjólk og afurðir unnar úr henni eigi ekki rétt á sér og verði aflagðar einn góðan veðurdag. Þvert á móti. Hins vegar hlýtur að koma að því. að íslendingum, sem halda fast við málstaðinn að öðru jöfnu, opinberist sú vitneskja. að mjólkin er ekki sú eina og algilda næring, sem þjóðin megi ekki minnka við sig, án þess að bíða heilsutjón. Sann leikurinn er sá, að ekki er örgrannt um, að oftrú og of- notkun á mjólk og smjöri hafi i sumum tilfellum verið með- verkandi þáttur í snöggu brott- hvarfi sumra landsmanna af þessu tilverustigi, ásamt með öðrurn þáttum, þegar oftrú. en einkum ofnotkun leggur að velli heilbrigða skynsemi. eins og oft vill verða í samfélagi, sem ekki sést fyrir í alisnægta- kapphlaupi. Framl-iðsla og vir.nsla mjóikur og mjólkurafurða er dýr í þessu landi staðbundinna rigninga og umhleypinga, þannig ao ekki þarf að telja landsmenn sérstaklega skuld- bundna til að nýta þá frábæru kosti, eða hitt þó heldur, sem náttúran leggur þeim upp í hendur til landbúnaðar. Það er sönnu nær, að vart muni önnur lönd jafnilla fallin til land- búnaðar og ísland er. Ef ekki væri um að ræða þá „eðliskosti", sem íslendingar eru gæddir i svo ríkum mæli, oftrúna, þrákelknina og um- burðarlyndið, þá væri land- búnaðarframleiðslaslunduðhér eingöngu í þeim mæli sem- skynsamlegt gæti talizt, og flutt inn það viðbótarmagn, sem vantaði til þess að fullnægja eftirspurn. En þar sem við höfum erft þessa eðliskosti. þrákelknina og umburðarlyndiö kynslóð eftir kynslóð. ásamt oftrúnni á land- búnað, þá höldum við auðvitað áfram að yrkja jörðina og sá til uppskeru, og aldrei af meiri eldmóði en að liðnum mörgum óþurrka- og rigningasumrum I röð, þvi hér gild.r þaó eitl aó halda fast við málstaðinn, því landbúnaður skal það heita. þótt jarðvarmi og vatnsorka liggi óbeiziuð og ónýtt í öllum landsfjórðungum og bíði að- eins eftir því aö taka við fram- færslu og vinnuaíli, ef lands- mönnum þóknaðist að taka sinnaskiptum og hagnýta sér þá orku. sem þeir eiga, í slað þess að berjast vonlausri baráttu til að gera landið að því sem það getur aldrei orðið, — land- búnaðarland. En þaö er með landbúnað eins og svo margt annað, sem Islendingar hafa tekið ástfóstri við, að það er erfitt að taka sinnaskiptum, jafnvel þótt sannað sé, að kúabúskapur sá, sem stundaður er hér, vítt og breitt um landið, án tillitis til náttúruskilyrða, er fram- kvæmdur af meira striti en viti. Það er fyrst nú, eftir að hvert óþurrkasumarið eftir annað hefur gengið yfir fjölmennustu byggðarlög landsins, að bændur taka sinnaskiptum og hafa sjálfir frumkvæói um að brcvta búskaparháttumí það form.sem frekar hentar. Itið opinbcra eða yfirstjórn landhúnaðarmála hefur ekki átt frumkvæðið. frekar en endranær. Sú tilhneiging bænda að hverfa frá kúabúskap til sauðfjárbúskapar t.d. eða annarrar tegundar búskapar svo sem svínaræktar og hænsnabúa, er því spor í áttina að hagkvæmari þjöðarbúskap. Sá gifurlegi innflutningur á erlendum fóðurbæti, vélum og tækjum, hvers konar, og sem hefur vaxið ár frá ári, hefur Nafn Maos á kínversku. eingöngu verið til reksturs kúabúa, og útgjöldum, sem eru í formi erlends gjaldeyris væri betur varið til kaupa á tilbúnum erlendum land- búnaðarafurðum, ef til þess kæmi, að flytja þyrfti inn við- bótarmagn þessara vara, sam- hliða fækkun kúabúanna. Það stoðar lítt að reka upp stór augu gagnvart þeirri staðreynd, að margir bændur hafa áttað sig á óhagkvæmni kúabúanna, eða að vera að furða sig á þvi, að þetta skuli gerast í landshlutum. sem „liggja vel við mjólkur- flutningum á örugg markaðs- svæði“! — Óhagstætt tíðarfar og lélegir landkostir eru þeir þættir, sem hafa hér úrslita- áhrif. Því fyrr sem þessar staðreyndir verða ljósar al- menningi, en þð einkanlega þeim, sem þykjast bera hag- sæld barnda og búaliðs fyrir brjósti, þeim mun auðveldar ætti okkur Islendingum að tak- ast að sigrast á þeim erfiðleikum. sem þjöðfélagið á við að glima ár hvert vegna oftrúar á landbúnað og ofnotkunar landbúnaðarvara. Ceir K. Andersen

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.