Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. Merkjasala Á morgun, sunnudag, er dagur dýranna. SÖLUBÖRN, KOMIÐ OG SELJIÐ MERKI. Góð sölulaun Söluhœstu börnin fó verðlaun. Opið frá kl. 10—4 á eftirtöldum stöðum: Í Reykjavík: Meíaskóli Austurbæjarskóli Laugarnesskóli Langholtsskóli Árbæjarskóli Breiðholtsskóli Í Kópavogi: Kópavogsskóli í Hafnarfirði Lækjarskóli Víðistaðaskóli. Samband dýraverndunarfélaga íslands. Glœsilegur Bronco Ranger ’74 til sölu, V8, sjálf- skiptur, vökvastýri. Til sýnis og sölu í Glæsibæ 8 laugardag milli kl. 1 og 4. Iðnaðarhúsnœði helzt á jarðhæð, 70—100 fermetrar, óskast sem fyrst. Upplýsingar í síma 20397 eftir hádegi. URVALIÐ MEST AÐSTAÐAN BEZT Strið í Laugardalnum: TEL MIG EIGA ÞANN RÉn SEM STJÓRNAR- SKRÁIN TILGREINIR — segir bóndi í Laugardal sem telur sig engar bœtur fó fyrir lifsstarf sitt kaupanda að Chevrolet Blazer '73—'74, sem mætti greiðast að fullu á 10—12 mánuðum. Þó friðsælt sé og rólegt á yfirborðinu í Laugardalnum ríkir þó órói, óvissa og bitrar deilur undir niðri. Deilurnar rísa m.a. vegna fæðingarhríða er borgarbyggðin er að breytast frá fyrri tíma sveitabúskap í nútíma borgarbyggð. Þarna er komið að viðkvæmum málum er fólk sem áratugum saman hefur setið borgarjarðir verður að víkja. Þær breytingar virðast ekki ganga árekstra- laust i Laugardalnum. Hér fer á eftir saga manns, Gunnars G. Júlíussonar, sem hefur lengi búið að Laugabóli við Engjaveg. Hans frásögn er að sjálfsögðu ekki tæmandi vitneskja málið varðandi. En frásögn hans gefur okkur inn- sýn i einkennileg og á stundum harðneskjuleg samskipti ein- staklinga við yfirvöld.mál sem hlýtur að vera hægt að leysa með lempni. Gunnar segist hafa þurft að horfa upp á að eignir hans og lífsstarf sé að engu metið. Réttur sinn virðist honum vera fótum troðinn. Án bóta segist hann hafa horft upp á tún sín rist sundur, girðingar rifnar upp og fé tekið til slátrunar með valdi. Gunnar vitnar í stjórnar- skrána um að slík eignaupptaka sé ólögleg. Hér fáum við að heyra raunasögu Gunnars um aðdraganda að búskap hans og viðskiptunum við yfirvöldin. Oskari Halldórssyni, þeim fræga útgerðarmanni, sem var garðyrkjumaður að mennt, var úthlutað erfðafestulandinu við Þvottalaugaveginn 1915. 30. desember 1916 afsalar hann sér landinu til Ara B. Antonssonar en hann var uppeldisfaðir nú- verandi ábúanda landsins. Fyrsti hluti hússins sem nú er á landinu var reistur 1917, en siðan hefur verið margbyggt við, endurbyggt og breytt. — Við vorum þarna á sumrin og heyjuðum og ræktuðum garðávexti, segir Gunnar Júliusson, núverandi ábúandi. Við bjuggum annars á Lindar- götu, þar sem nú er nr. 27 og 29, og þar höfðum við kýr í fjósi. Við komum hingað inneftir venjulega í maí og vorum hér þar til í október/nóvember. Ari og kona hans, Guðríður Magnea Bergmann, slitu sam- vistum um 1930. Landið kom þá í hennar hlut og var skráð á hennar nafn. Hún seldi hluta af landinu, með samþykki bæjarins. — Er fósturmóðir mín lézt rétt eftir styrjaldarlokin var ég erfingi hennar ásamt hennar börnum. Ég óskaði þá eftir að fá í minn hlut.húsið viðLindar- götu. Það vildu aðrir erfingjar ekki samþykkja og húsið þar var selt. Eg kærði mig þá ekk- ert um að flytjast í Laugardal- inn því mikið var farið að ræða um íþróttamannvirki er þar skyldu rísa og ég bjóst ekki við neinum friði þar. Úr varð að Ari fósturfað- ir minn keypti landið í Laugardal af okkur erf- ingjum fósturmóður minnar. Gerðist það eftir að bær- inn hafói . hafnað forkaups- rétti sínum að landinu. Það varð úr að ég var með Ara fósturföður mínum hér og 8. maí 1951 keypti ég af honum erfðafestulandið og tók við áhvílandi bankalánum. Enn hafnaði bærinn forkaupsrétti og samþykkti afsalið til mín en því fylgdu ýmsir úrslitakostir sem telja má upphafið að því að flæma mig í burtu héðan. — 1956 var tekin spilda úr túninu undir þrjú hús við Laugarásveginn. Fyrir hana buðu þeir mér 800 krónur. Það var ræktað tún sem tekið var. 1957 ritaði ég þeim bréf og öskaði eftir tveim lóðum úr landinu fyrir íbúðarhúsabygg- ingar í staðinn fyrir erfðafestu- landið. Var algengt þá að erfða- festuhafar fengju slíkt í bætur fyrir land sitt. Mínu bréfi var aldrei svarað. 1964 tilkynnti Geir Hall- grímsson borgarstjóri að landið yrði tekið úr erfðafestu. Þar var tilkynnt að ábúandi yrði að þola án viðvörunar öll not landsins sem borginni væru nauðsynleg. t öðru lagi að sauð- fjár- og nautgripahaldi yrði að hætta, svo og hrossahaldi og alifuglahaldi. Sagt var að íbúðarhús mættu standa um sinn, svo og gripahús byggð í leyfi.Tekiö var fram að borgin þyrfti á landinu að halda að nokkru mjög fljótlega. 1967 var enn tekið af túninu. Byggð voru 6 hús til viðbótar við Laugaveg og Sunnuveg. Engar bætur voru boðnar fyrir túnið. Um svipað leyti var gengið i túnið og það rist í torfur sem munu hafa verið seldar. Moldarflögin stóðu opin en síðar var tekið að planta trjám. Enn er þó sumt aðeins moldar- flag og aðförin virðist því aðeins gerð til þess að túnið yrði mér ónýtt. Eg kærði til sakadómara og málið var sent saksóknara. Hann tilkynnti síð- ar að ekkert yrði að gert. Vinnuflokkur kom og tætti upp allar girðingar. Síðan var ég girtur af og mér bönnuð afnot af túninu. 1967 var ég við slátt er ég var stöðvaður af lögreglu. Mér var þá hótað fangelsi en var síðan sleppt við hús mitt. Þeir kláruðu síóan sláttinn, tóku heyið og ég held því hafi verið hent eða það gefið öðrum fjár- eigendum. Sama ár vor heimatúnið rist í þökur að hluta til. 1968 kom hópur lögreglu- manna og tók hér 9 kindur, m.a. tveggja mánaða lamb. Allt var flutt i sláturhús. Peningarnir fyrir innleggið voru lagðir í banka og þar eru þeir enn. Ég fór þá fram á bætur, 20 þús. kr. á ári í 25 ár. Þeirri beiðni vísaði borgin á bug og töldu ráðamenn að lögreglu- stjóri ætti að bæta. Það fannst mér undarlegt því bærinn hafði beðið lögregluna að fram- kvæma verkið. Og nú er búið að tilkynna mér að fé mitt verði tekið, komi það á landið í haust. Það er réttað að Lögbergi á sunnudag og í Hafravatnsrétt á mánudag. Þá verð ég að koma með slátur- féð heim áður en það fer til slátrunar. Ærnar verð ég kannski að reka á fjöll aftur. Kýrnar 5 fá e.t.v. að lifa í friði. Alla tíð hafa skattyfirvöld talið þetta land mina eign og nú er það metið sem mín eign á 7.4 millj. króna. Byggingarnar eru títils virði en þær eru þó mitt heimili og mittt einbýlishús. í landinu og byggingunum liggur allt mitt ævistarf. Hingað komu núverandi borgarstjóri og Albert Guðmundsson einu sinni og ræddu málin við mig. Borgar- stjór»nn bað mig þá að senda sér bótakröfur mínar.Ég hef óskað eftir tveim byggingarlóð- um í landinu en ekki fengið svar. Og þó stjórnarskráin kveði á um að ekki megi taka eignir einstaklings nema bætur komi fyrir hef ég orðið að horfa upp á að tún væru rist, girðingar rifnar upp, bústofn tekinn með valdi og allt gert án nokkurra bóta, segir Gunnar Júlíusson. Ég hef ekki haft skepnur mínar lausar eins og ýmsir aðrir hér í dalnum, og tel mig ekki hafa sett fram nema sanngjarnar óskir og kröfur. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.