Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 14
DACiBLAÐIÐ. LAUCARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. 1-t í byrjun skólaársins: Reynið að hafa fjöl- breytni í nestis- pakka skólabarnsins Nú eru allir skólarnir byrj- aðir á nýjan leik, börnin flest komin heim úr sveitinni, þau sem voru svo lánsöm að komast þangað í vor. Allt heimilislíf er sem sagt að falla i eðlilegar skorður á nýjan leik. Þá er um að gera að koma sér vel og haganlega fyrir, ekki byrja á neinni vitleysu sem erfitt getur verið að venja sig af aftur. Margir krakkar þurfa að sjá um sig meira eða minna á meðan foreldrar þeirra eru við vinnu utan heimilisins fram á kvöld. Krakkar eru mismun- andi lagnir að fá „sér eitthvað sjálfir“ þegar heiin úr skólan- um kemur og mörgum foreldr- um er frekar illa við að ungir krakkar séu að fást við elda- mennsku upp á eigin spýtur. En eitthvað verða krakka- greyin að fá í svanginn og þvi verður heppilegast að smyrja handa þeim brauð. Til allrar hamingju vilja flestir krakkar hafa með sér nesti og er þá undir þeim, sem útbýr nestið, kornið hvort barnið fær hollan og lystugan mat. Það er ýmislegt sem taka verður tillit til þegar verið er að útbúa nesti, hvort sem er handa börnum eða fullorðnum. Það verður að vera fjölbreytt, lystugt og umfram allt ekki með ,,klístruðu“áleggi (eins og t.d. salötum úr mayones, enda eru börn ekki yfir sig hrifin af slíku áleggi). Það verður lika að gæta þess að hafa jafnan eitthvað „spenn- andi" í matarpakkanum og dag- lega einhvern ávöxt. Miklu skiptir að falla ekki í þá leiðu gryfju að barnið geti alveg reiknað út hvað verður ofan á þann daginn. Það er miklu skemmtilegra að hafa áleggið sitt á hvað. Á sumum heimilum er sami matseðillinn á ákveðn- um dögum árum saman, þannig vita t.d. allir á heimilinu að á þriðjudögum er steiktur fiskur, kjötbollur á miðvikudögum, steik á sunnudögum og saltfisk- ur á laugardörum. Eg er ekki alin upp við íkan fastan mat- seðil og hef þvi ekki innleitt þennan sið á minu heimili. Hjá mér gæti fólk alveg eins búizt við að fá steik á mánudegi og saltfisk á sunnudegi. Þetta fer allt eftir þvi sem andinn blæs mér inn hverju sinni. Stundum er kannski fiskur alla daga vik- unnar i ýmsum myndum eða þá að það líða nokkrar vikur og aldrei kemur fiskur á borð. Þetta var nú útúrdúr og snú- um okkar aftur að skólanest- inu. Nú er það svo með mörg börn að þau eru ekki mjög hrif- in af góðu og gildu áleggi eins og kæfu og rúllupylsu en þá er ekki úr vegi að reyna að plata slíkt ofan í þau. Þetta er oft mathræðsla frekar en mat- vendni. Þau halda að þetta sé ekki gott en ef þau fást til að smakka er björninn unninn. Kæfa, rúlluþylsa, ostur. tómatur og agúrkú eru, ef svo má segja, farsælt á'legg. Að vísu er ekki gott að skéra tómatana niður því þá renna kjarnarnir út um allt eins og allir vita. Því er langbezt að hafa tómatana i heilu lagi ef þeir eiga að vera með i nestinu. Eg hef aldrei Haraldsdóttur og Valgerði Hannesdóttur, segir um nestis- brauð: „Gætið þess að ganga þannig frá brauðinu að það skemmist ekki. Eigi að geyma nestisbrauð í margar klukkustundir er ekki nóg að vefja einungis smjör- pappír utan um það, heldur Hvaða foreldri vill ekki horfa á barnið sitt borða hollan og góðan morgunmat? Barnið á einnig að vera snyrtilega klætt og endurnært eftir góðan nætursvefn. En hætt er við að ástandið sé ekki svona fagurt á öllum heimilum landsins á morgnana þegar allir eru að flýta sér. En þá er gott að vakna bara hálftíma fyrr, — það getur munað öllu. Þegar börnin koma heim úr skólanum þurfa þau að fá eitt- hvað matarkyns. Flestir notast Búið vel um brauðið og gætið þess að skrautið smiti ekki út' frá sér. Nestiskassarnir þurfa ekki að vera stórir og ef þeir eru notaðir gætið þess þá jafnan vandlega að halda þeim vel hreinum. rekizt á áleggssúkkulaði hér á landi en það er mikið notað í Danmörku, öllum börnum til óblandinnar ánægju. Það eru örþunnar súkkulaðisneiðar sem passa við brauðstærð. tslenzkir súkkulaðiframleiðendur ættu að taka það til athugunar. Ýmsir matarafgangar eru hentugir sem álegg, eins og t.d. soðin eða steikt hrogn, niöur- sneiddar kjöt- og fiskibollur, kjötbúðingur. Ef útbúa þarf nestispakka áður en foreldrar halda til vinnu á morgnana finnst mér nquðsynlegt að gera það um morguninn en ekki kvöldið áður, jafnvel þótt nestið sé geymt inni í ísskáp. Mér finnst það lágmarkskrafa þeirra sem borða eiga nestið að það sé ný- smurt. Þá verður að fara hálf- tímanum fyrr á fætur. Ef skreyta á brauðið í nestis- pakkanum með sýrðum agúrk- um eða rauðrófum verður að gæta þess að „skrautið" sé sem þurrast. Hægt er að nota eld- húsrúllu til að þurrka það með. Brauð sem ætlað er fullorðnu fólki má gjarnan vera ofurlítið íburðarmeira en það sem börnin fá, því börn vilja yfirleitt minni íburð í brauðmat en fullorðnir. Þeim tíma sem fer til áleggsgerðar á heimilinu er vel varið, því tilbúið álcgg er rándýrt, þó er ódýrara að kaupa heilar óniðursneiddar pylsur en niðursneitt kjötmeti. Ef nota á sitrónusneið til skre.vtinga á fyrst að skera sneiðina í sundur og síðan upp i heimingana eins og myndin sýnir. Vissiiöu að þegar þú ætlar að skrevta bi.uiðsneið með tómalsneið a að skera upp í snciöina eins og myndin sýnir þá ris luin fallega? Kæfa sem er eldrauð af safan- um af rauðrófunni er ekki sér- lega lystug. Þegar útbúa á nestispakkann er langbezt að safna saman því sem nota á, hafa það saman í hillu 1 ísskápnum, jafnvel á bakka. Þá er það ekki nema eitt handtak að ná í allt sem þarf. Aðaluppistaðan ætti að vera gróft brauð, það hefur hæði meira næringargildi en hveiti- brauð og er hollara fyrir melt- inguna. Nú eru til á markaðinum smekklegir nestiskassar en ef þeir eru ekki fyrir hendi má alveg eins nota vaxborna poka eða plastpoka. í mörgum skólurn er hægt að fá keypta mjólk sem er mjög tii hagsbóta. Margir krakkar vilja gjarnan að mjólkin sé vel köld. Mjólkurhyrna getur iíka sprungið í skólatöskunni og tappi getur dottið úr flösku eða hún brotnað. 1 Hússtjórnarbókinni, sem þýdd er og staðfærð af Sigríði þarf einnig að setja það í plast- poka eða vefja álþynnum utan um pappírinn.“ Einnig segir: „Leggið smjörpappír milli brauðsneiðanna, á sumrin má nota salatblöð. Brauðsneiðar með bragðsterku áleggi eða skrauti á að vefja inn hverja fyrir sig, ella er hætt við að lykt og bragð frá þeim komist i hinarsneiðarnar." t þessari ágætu bók, sem ætluð er fyrst og fremst sem kennslubók i efri bekkjum gagnfræðastigsins, er langur listi yfir ýmiss konar álegg, og það skraut sem hentar á hverja tegund fyrir sig. í kaflanum um álegg segir að þeim tíma sem varið sé til áleggsgerðar sé vel varið. Það er dýrt að kaupa niðurskorið álegg en nieð því að sjá til þess að nokkur afgangur verði af miðdegisverðinum, sem síðan megi nota sem álegg sparast bæði tími og fé. Má þar nefna bæði steikt og soðið kjöt. fisk og grænmeti. að sjálfsögðu við súrmjólk og skyr og meira nestisbrauð, ef börnunum er ekki treyst til þess að ,,elda“ sjálf. Það er því ekkert smáræði af nestisbrauði sem útivinnandi foreldrar þurfa ai smyrja fyrir börn sín allan veturinn út í gegn og gefur auga leið að sparnaður- inn af því að búa áleggið til sjálfur er gifurlegur. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.