Dagblaðið - 20.09.1976, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. SEPTEMBE* 1976.
w
I aðalstöðvum þýzku rannsóknarlögreglunnar:
Smósjór sem stœkka
500 jxísund sinnum
og vékir sem mynda
Til að sjá virðast aðalstöðvar sambandsrannsóknarlögreglunnar
miklu frekar heiisuhæli eða rannsóknarstofa.
AmihiIamm leln#S f Tölvustýrð upplýsingamiðstöð og talva sem
w5 j f1IIC0Q lilllll [ greinir 17 milljén fingrqför á 2 mínútum
Það er sennilega af einskærri
tilviljun að aðalstöðvar Sam-
bandsrannsóknarlögreglu V-
Þýzkalands, sem i daglegu tali
er kölluð BKA, Bundeskriminal-
amt, eru á Gálgafjalli í Wies-
baden. Héraðið þar í kring er
tengt glæpastarfsemi fyrri ára.
Um fimm hundruð metrum frá
húsinu var felustaður illræmds
glæpamanns, Leichtweis, en
hann var algjör plága á kaup-
mönnum og póstlestum á 18.
öldinni.
Hann endaði daga sína í gálg-
anum og þá sennilega á
nákvæmlega sama stað og bygg-
ing rannsóknarlögreglunnar
stendur. Þaðan er nú rekin öfl-
ug áróðursstarfsemi gegn hvers
kyns glæpum.
Hjá þessari stofnun ctarfaði
Karl Schútz, sem fenginn var
hingað til lands til að aðstoða
við uppljóstrun glæpamála,
sem voru vaxin yfir höfuð ís-
lenzku rannsóknarlögreglunn-
ar.
Schútz sagði í sjónvarpsvið-
tali á þriðjudagskvöldið að
hann vildi ekki gagnrýna ís-
lenzku lögregluna'eða aðferðir
hennar, en hann gat ekki neitað
því að hún ætti enn eftir margt
ólært. Er ekki nokkur vafi á að
það yrði hverjum lögreglu-
manni til mikils frama ef hann
fengi tækifæri til að læra af
hinum hæfu vísindamönnum
sem starfa í höfuðstöðvum
BKA á Gálgafjalli.
Safna gögnum.
Það er aðeins sárasjaldan aö
einhver af lögregluforingjum
BKA sér um að upplýsa einstök
mál. Stofnunin starfar á miklu
breiðari grundvelli og sér um
gagnasöfnun og rekur einnig
áróður fyrir útrýmingu glæpa.
Framkvæmd á lögreglurann-
sóknum í V-Þýzkalandi fer
fram á þann hátt að öll gagna-
söfnun fer fram heima í lög-
regluumdæmi hvers héraðs
fyrir sig, en gengur einnig til
stöðva BKA i Wiesbaden. Er
mjög náin samvinna þarna á
milli. BKA skapar einnig
héraðslögreglunni starfsgrund-
völl á breiðari grunni, ef ein-
hver þau mál koma upp, sem
heimamenn ráða ekki sjálfir
við.
Til að sjá virðast stöðvar
BKA í Wiesbaden líkari heilsu-
hæli eóa afskekktri tilrauna-
stofu, en miðstöð upplýsinga og
glæpauppljóstrana. Þetta er svo
sem ekki fjarri lagi. Hjá stofn-
uninni starfa um 2500 manns
og eru flestir glæpasér-
fræðingar og vísindamenn.
Starfsfólkið er vandlega valið
og það er ekki látið vera í sviðs-
ljósinu.
Til viðbótar við tölvustýrðu
upplýsingamiðstöðina INPOL
rekur BKA margar og full-
komnar rannsóknarstofur, sem
aðstoða lögreglumenn víðs
vegar að úr ríkinu við að upp-
lýsa glæpamál. Notaðar eru
mjög nýtízkulegar aðferðir við
alla gagnasöfnun og lögreglu-
menn hljóta einnig ómetanlega
þjálfun hjá BKA á ýmsum sér-
sviðum.
Stofnunin sjálf fæst ekki
aðeins við gagnasöfnunina
heldur einnig við rannsókn
ákveðinna málaflokka. Eru það
aðallega baráttan við hryðju-
verkamenn, ólögleg vopnasala
og eiturlyfjasala. Einnig er sér-
stök öryggisdeild innan stof-
unarinnar og hefur hún aðsetur
i Bonn. FæsL sú deild við
ORnSSHðll
Innritun daglega frá kl. 10—12 og 1—7.
Reykjavík
Brautarholti 4, simar 20345 og 24959
Drafnarfelli 4 (Breiðholti), sími 74444
Kópavogur
Félagsheimilið, síini 38126.
Hafnarfjörður
Góðtemplarahúsið, sími 38126.
Seltjarnarnes
Innritun auglýst siðar.
Keflavík
Innritun auglýst síðar.
Unglingar
Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Bus
Stop. Disco Stretch, Footstomper, Cleveland
Continental, Rubi Reddress, Crazv Fever,
Taca-tu, Sing Sing. Boogie og inargir fleiri.
Kinnig 11> kk og t jútt.
öryggismál ríkisins bæði heima
og erlendis.
Hr. Reikningsheili
BKA í Wiesbaden hefur
fengið sérstakt orð á sig fyrir
hve faglega þar er unnið að
öllum málum. Deildin þykir
einhver sú nýtízkulegasta
sinnar tegundar sem starfandi
er í heiminum nú.
Er þetta ekki sízt
að þakka yfirmanni deild-
arinnar, dr. Horst Herold,
sem tók við stjórninni árið
1971. Hann hlaut fljótlega
viðurnefnið hr. Reikningsheili.
Honum tókst á ótrúlega
skömmum tíma að nýta tölvu-
þjónustu í þágu stofnunar-
innar. Er það upplýsingamið-
stöð lögreglunnar, INPOL.
Miðstöð þessa griðarlega
Þarna er verið að leita að
glæpamanni og stuðzt við blóð-'
rannsóknir.
Verið er að kenna rannsóknarlögreglumönnum ýmsar aðferðir til
að varðveita sönnunargögn í glæpamálum.
mikla heila geymir upplýsingar
frá öllum lögreglustöðvum rík-
isins, fyrir utan allar þær upp-
lýsingar sem BKA hefur aflað.
Þegar þessi heili verður full-
búinn mun hann geta gefið
hverjum þeim lögreglumanni,
sem aðgang hefur að honum,
umbeðnar upplýsingar,
hvaðanæva frá Þýzkalandi.
Sem stendur hefur verið
komið fyrir 800 sendi- og mót-
tökutækjum, sem hægt er að
hafa beint samband við frá
mörgum stöðum í Þýzkalandi
og þá í gegnum stjórnstöðina
INPOL. Til stendur að bæta
átta þúsund tækjum við þau
sem þegar eru komin í notkun.
Þetta auðveldar m.a. gifur-
lega alla leit að fólki, farar-
tækjum eða hverju öðru sem
þarf að hafa upp á. Hefur þetta
gefið mjög góða raun í sam-
bandi við landamæravörzlu.
Lögreglan getur á svipstundu
fengið upplýsingar um hvort
persóna sú, sem verið er að
athuga, sé eftirlýst af lögregl-
unni.
Fjöldi þeirra sem handteknir
hafa verið við landamæri ríkis-
ins síðan þessi tækni komst í
gagnið hefur aukizt um 60%.
Ekki gefur þetta þó fyllilega til
kynna það hagræði, sem hlýzt
af INPOL. Fólk er í rauninni
A rannsóknarstofunni tekur
ekki nema andartak að ganga
úr skugga um hvort skjöl séu
fölsuð eða ekki.
miklu frjálsara í ferðum, því nú
tekur sá tími sem fer í að rann-
saka hvort viðkomandi sé sekur
eða saklaus ekki nema brot af
■1