Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976. Nýir umboðsmenn Akranes Stefanía Hávarðsdóttir, Presthúsabraut 35, sími 2261 Stokkseyri Erna Baldursdóttir, Tjörn, sími 3258. Bakkafjörður Járnbrá Einarsdóttir Símstöðinni. Vopnafjörður Linda Eymundsdóttir Hafnabyggð 51, sími 3188. Kópasker Anna Helgadóttir, Sandhólum, sími 52108. Hótel Laugar Óskar Ágústsson Seyðisf jörður Gunnhildur Eldjárnsdóttir, Túngötu 4. MMBLAÐIB Lausnr stöður Laus er lil umsóknar staöa iæknis vió heilsugæsluslöð á Þingevri og staöa læknis viö heilsugæslustöö á Þórshöfn. Umsóknir sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu eigi síðar en 27. október 1976. Heilbrigðis- og tryggingamólaróðuneytið 29. september 1976. Tilkynning Frá 1. okt. nk. veröur söluskrifstofa okkar að Lækjargötu 2 opin kl. 9—5, laugardaga kl 9—12. Flugleiðir hf. Rafmagnsveitur Reykjavíkur óska að ráða nokkra raflínumenn til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi116 Reykjavík Iðja, félag verksmiðjufólks Hér meö auglýsist eftir uppástungum til kjörs fulltrúa á 33. þing Alþýöusambands íslands. Stungiö skal upp á 16 aðalfulltrúum og 16 til vara. Hverri uppástungu skulu f.Vlgja meómæli minnst 100 félagsmanna. Uppástungum skal skilaö á skrifstofu löju, Skólavöróustíg 16, í síðasta lagi kl. 11 f.h. mánudaginn 4. okt. 1976. Stjórn Iðju STÓRSÓKN SÝRLENDINGA Palestínumenn á undanhaldi á öllum vígstöðvum Einangraðar sveitir Palestínuskæruliða berjast nú fyrir iífi sínu í fjalla- héruðunum austur af Beirút, en þeir eru umkringdir af her- mönnum Sýrlendinga, sem nánast lögðu svæðið undir sig í skyndiáhlaupi í gær. Með skyndisókn þessari voru Palestínuskæruliðarnir og vinstri sinnaðir bandamenn þeirra frá Líbanon hraktir út úr borginni Quarnayel og nokkrum öðrum borgum í fjallahéraði Líbanon, sem er á miðju yfirráðasvæði kristinna manna þar í landi. Gátu Palestínumenn aðeins veitt mótspyrnu gegn hermönn- um og skríðdrekum Sýr- lendinga í borginni Ras E1 Metn, en Sýrlendingar reyna að ná endum saman við hersveitir hægri manna, sem sækja fram úr norðvestri. * Þannig lýsir teiknari erlends blaðs ástandinu á hæðunum fyrir utan Beirút. ASTRALIA: VILL VERÐA GÆLUDYR Sagan um Ástralíubúann Josef Ilolman, lýsir nokkuð ástandinu í atvinnumálum þar í landi. Hann hefur nú auglýst eftir stöðu sem gæludýr hiá einhverri fjölskyldu. „Það er betur farið með dýr en menn‘, segir Hólman og bætir við: „Ég er meira að segjatilbúinn að gera kúnstir fyrir húsbændur mína.“ Jösef Holman segir að hann hafi sótt um meira en tvö þúsund stöður undanfarin tvö ár, en alls staðar fengið afsvar. ALLIR ERU AD GRÆDA Á LÍFINU Á TOPPNUM Ameríkanar eru um þessar mundir aldeilis bergnumdir af alls kyns „sögum innan frá“ um lífið í stjórnarsölunum, sérstak- lega um liferni fyrrum forseta Bandaríkjanna. Eftirleikur Watergate-hneykslisins veldur án efa mestu um þennan mikla áhuga, sem almenningur þar í landi hefur á fyrrum íbúum Hvíta hússins. Og vegna þessa fá Banda- ríkjamenn nú í fyrsta sinn að sjá brugðið upp myndum af fyrrum forsetunum sinum með allt upp úr buxunum að aftan. Sumir verða afskaplega hneykslaðir en flestir eru þeirrar skoðunar að þetta sýni að forsetar og varaforsetar eru aðeins mannlegir. „I gleymskunni, — ástir mínar og Dwight D. Eisen- hower“, heitir nýútkomin bók eftir Kay Summersby Morgan, fyrrum ljósmyndafyrirsætu sem var einkabílstjóri hers- höfðingjans í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. En í samanburði við allar þær sögur, sem gengið hafa um ástalíf John F. Kennedys, virðast tilraunir Eisenhowers heldur fumkenndar. Þær fölna algjörlega við hliðina á bókar- titlum eins og „Ástir mínar með JFK í Hvíta húsinu" og „Hið dularfulla morð á hjákonu JFK“. Greinilegt er, að menn geta grætt stórar fúlgur á þvi að draga fram eins mikið af óhreinindum og hægt er. Milljónir græðast á því að birta svonefndar „játningar" ætlaðra ástmeyja eöa annarra, sem hagsmuna áttu að gæta. Og Kennedy er ekki eina skot- markið. Enginn sleppur, — Eisenhower, Nixon, Lyndon Johnson, meira að segja Frank- lin Roosevelt. Þar að auki bíða svo margar bækur sem menn foretans eru að skrifa. Mest er beðið eftir bók John Deans en henni hefur verið gefinn titillinn: „Blindur metnaður“, og ku vera „heitari en heitasta byssuhlaup", eins og auglýst er. En þeir, sem mest græða þó á öllu saman, eru frumherjarnir í afhjúpun allra þessara myrkra- verka, Bernstein og Woodward. Bækur þeirra „Menn forset- ans“ og „Síðustu dagarnir", eru enn taldar hvað bezta lýsingin á því sem gerðist í raun og veru bak við gluggatjöld Hvíta húss- ins. Og auðvitað eiga endurminn- ingar Nixons sjálfs eftir að koma út. Hann, eins og allir aðrir, vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Menn borga honum fúslega eina milljón dollara eingöngu fyrir réttinn á gerð sjonvarpsþátta. mNíí Kd*\

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.