Dagblaðið - 04.10.1976, Síða 3

Dagblaðið - 04.10.1976, Síða 3
3 DACULAÐH). MANUDACUR 4. OKTOBER 1976. .... ....... ' \ Steingrímur lánaði bífinn sinn Ilalldór Kristjánsson skrifar: Um leið og ég þakka Dag- blaðinu f.vrir að birta grein mína á mánudaginn bið ég það fyrir þessa athugasemd, rit- stjórn sinni og lesendum til upplýsingar. Ekki skal ég gera lítið úr reikningslist stjörnu- fræðingsins en engin sönnun er það þó að einhverntíma sé keypt pieira bensín í einu fyrir einhvern bíl en geymir hans tekur. Það er nefnilega hægt að fá bensín á brúsa hvort sem stjörnufræðin gerir ráð fyrir Raddir lesenda þeim möguleika eða ekki. En þetta skiptir ekki máli um þau bensínkaup, sem hér er um að ræða, enda minnir mig að Þorsteinn Sæmundsson benti á aðrhensínnótahefði verið skrif- uð á bíl Rarmséknaráðs þegar hann var bilaður inni á verk- stæði. Ogþá hélt hann að Stein- grímur hefði verið að stela bensininu. Málavextir eru þessir. Bíll Rannsóknaráðs bilaði og fór á’ verkstæði. En það þurfti að nota bíl í sambandi við ein- hverja smáflutninga vegna undirbúnings hugsanlegrar sjó- efnavinnslu á Suðurnesjum. Steingrimur lánaði bíl sinn. k'.vrir það vildi hann hafa greiðslu og það með að Rannsóknaráð borgaði það bensín sem bíllinn eyddi í þjónustu þess. Því var bensín- nótan stíluð á bíl ráðsins, enda þótt hann væri lokaður inni á verkstæði. Það var vorkunnarmál þó að stjörnufræðingurinn áttaði sig ekki á svona flóknum viðskiptum. En þegar dómstólar og ríkisendurskoðun hafa fjallað um þetta er rauna- legt að vita greindan mann eins og Hannes Gissurarson skrifa í virðulegt tímarit eins og Eimreiðina, svo sem hann gerði, hvað sem segja má um ykkur í Dagblaðinu. Það er reynt að gera úr þessu þjóðsögu' og saklausir unglingar eins og Hannes Gissurarson halda líklega að Steingrímur hafi stolið bensíni á bílinn sinn. Svo á það að komast inn í íslendingasöguna að Framsóknarflokkurinn hafi verið svo gjörspilltur að hann hafi haft bensínþjófinn fyrir ritara og auðvitað er því treyst að þessi ráðvanda þjóð verði fljót að fordæma og yfirgefa slíka siðspillingu. Samt held ég að rétt sé aö menn fái að vita full skil á sök okkar, sem höfum verið svo spilltir að kjósa Steingrím Her- mannsson. Mér finnst þessar bensín- nótur ekki duga til að hafa af okkur æruna. Svo bíð ég eftir skýrslu ykkar um næsta glæp eða andmæli gegn þessari skýringu minni. Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrífið BANKASTRÆTI ©-14275 ©-21599 Spurning dagsins Til hvers eru blaðamenn eiginlega? Bjarni Tómasson málarameist- ari: Ég skal nú segja þér til hvers þeir eru, þeir eiga áð vera tengiliður við almenning og birta það sem okkur liggur á hjarta. Almenningur hefur engan vett- vang til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Þórarinn Einarsson sjómaður: Þeir eiga að gramsa í þessum opinberu stofnunum og koma sannleikanum á framfæri við al- menning. Magnús Snæbjörnsson plötu- smiður: Maður á að geta treyst þeim til að koma sönnum og rétt- um upplýsingum á framfæri við almenning. Eg held að það sé hægt. svona gegnum sneitt. Jónas Jónsson nemi: Ja, ég hef nú eiginlega ekki hugm.vnd um það. Fólk vill alltaf heyra kjaftasögur og þeir eiga að segja frá þeim. Jón Erlendsson vélskólanemi: Þeir eiga að upplýsa fólk. Að vísu Ijúga þeir misjafnlega mikið. en eru ómissandi þrátt fyrir það. Það v:eri daufleg vistin ef þeir væru ekki til. Anna Dóra Theödórsdóttir, vinnur hjá tannhekni: Biddu við. hvað á ég mi að segja? Jú. þeir eiga að halda l'ólki við efnið og umfrani alll vakandi fyrir umbverfi sinu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.