Dagblaðið - 04.10.1976, Page 6
6
DACBLAÐIÐ. MANUDACUR 4. OKTÓBER 1976.
„Ég hélt að þið vœruð gamaldags"
sagði norski hárgreiðslumeistarinn, sem greiðir leikkonunni Liv
,,Ég hef tekið eftir því að hárið
á íslenzkum stúlkum er frekar
líflaust og það er auðsjáanlegt, að
þær hugsa ekki nógu vel um það,“
sagði Perry Wangsmo margfaldur
Noregsmeistari i hárgreiðslu.
Hann er hér á íslandi á vegum
Hárgreiðslumeistarafélags
islands og hélt glæsilega sýningu
í Sigtúni í gær. Perry er hér á
landi í annað sinn, en hann
sagðist hafa dreymt um að komast
til íslands þegar hann var lítill
strákur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti að
hann aðstoðar hárgreiðslufólk
hérlendis. Hann þjálfaði
keppendur okkar fyrir Norður-
landamótið i hárgreiðslu og
heldur nú námskeið fyrir félags-
menn, sem væntanlega læra
margt nýtt og skemmtilegt.
Það er vegna veðráttunnar hér,
sem við verðum að hugsa sérstak-
Gestir i Sigtúni fengu að sjá nýjustu barnafata- Perry hefur lokið við að greiða þessum dömum
tízkuna og auðvitað höfðu hárgreiðslumeistarar og þær eru tilbúnar í hvaða veizlu sem er.
greitt hár barnanna. DB-myndir. Bjarnleifur.
LÆGSTU LAUN BSRB-FÉLAGA
TÆP 60 ÞÚSUND - ÞAU
HÆSTU LIÐLEGA 167 ÞÚSUND
„Það munu um 90% af þeim
sem BSRB semur fyrir hafa
undir 90 þúsund krónum á
mánuði í fastakaup," sagði
Bjarni Arthúrsson hagfræðing-
ur hjá Starfsmannafélagi
ríkisstofnana.
Bjarni benti ennfremur á
það að aðeins 24 af þeim 2500
einstaklingum, sem væru innan
BSRB væru með laun yfir 110
þúsund miðað við skrá frá því í
fyrrahaust yfir einstaklinga í
B-flokkum.
Breyting var gerð í sumar á
launastiga BSRB-félaga
Flokkarnir eru nú 30, en áður
voru launaflokkar 10-28 og B-1
til B-8.
í hæstu flokkunum B-25 til
B-30 eru forstöðumenn ríkis-
stofnana. Laun þeirra eru frá
135 þúsundum upp í 167 þús-
und í B-30. Enginn BSRB
maður nær B-30 en forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins er
í B-29.
Bandalag háskólamanna býr
við sama launastiga, sem þeir
nefna A1-A30. Þrepin hjá þeim
eru 5 þannig að háskóla-
menntaður maður getur
fengið launahækkun fjórum
sinnum.
BSRB er hins vegar aðeins
með þrjú þrep. Félagsmenn
þess fá hækkun eftir eins árs
starf. Næst fá þeir hækkun og i
síðasta sinn eftir 6 ár. Sú
breyting var gerð í sumar að
starfskraftur sem hefur störf
32ja ára eða eldri fer strax upp
í efsta þrepið.
I A-30 hæsta launastiga
Bandalags háskólamanna eru
rektor Háskólans, póst- og síma-
málastjóri og vegamálastjóri
svo nokkuð sé nefnt.
I
Vísitöiuuppbót
1. október.
Öll laun BSRB-manna og
annarra hækkuðu um 6% 1.
október. Eru þá lægstu
byrjunarlaun rétt 63.000
krónur en hæstu laun sam-
kvæmt efsta þrepi í B-30 tæpar
190 þúsund krónur. -BÁ.
YFIRLÝSING
Sl. föstudag birtist á baksiðu
Alþýðublaðsins klausa þar sem
sagt var að ég hefði selt Birgi
Isleifi Gunnarssyni sumar-
bústað við Þingvallavatn. Þessi
klausa verður svo tilefni þess
að blm. Tímans hringir heim til
mín um kl. 22 sama kvöld og
segist þurfa að fá þessa „stór-
frétt“ staðfesta. Ég benti
manninum á, að það gæti
tæpast veiið tilefni til frétta,
hvort ég hefði selt eða ekki selt
sumarbústað við Þingvallavatn,
en ef slíkar bústaðasölur teld-
ust til frétta fyrir Timann væri
handhægast fyrir blaða-
manninn að skrifa um kaup og
sölu framkvæmdastjóra
Tímans á sumarbústöðum á
þessum slóðum, þ.á m. sumar-
bústaðakaup hans af Knúti
Bruun hrl. og fjölskyldu hans,
um það bil er Grjótjötunn, hið
fræga skip kom til landsins.
Sjálfur teldi ég þetta lítið
fréttaefni, en það stæði þeim
Tímamönnum sannarlega nær
en mín viðskipti.
Þessir útúrsnúningar mínir
urðu svo til þess að maðurinn
hafði eftir mér á forsíðu
Tímans daginn eftir að ég hefði
engan sumarbústað selt Birgi
tsleifi Gunnarssyni. Ekki skal
ég lasta blaðamanninn þótt úr
þessu samtali yrði klúður og
tæpast getur Tíminn vænzt
þjónustulipurðar af mér eftir
þá umfjöllum, sem ég hef sætt
í því blaði á undanförnum
mánuðum og reyndar ekki talið
svaraverða hingað til. Þar sem
hér er hins vegar eftir sjálfum
mér haft, þykir mér rétt að
leiðrétta ummælin, þótt þau
séu efnislega rétt, þar sem eign
sú er um ræðir var á nafni konu
minnar er hún var seld.
Snemma á sl. sumri seldum
við hjónin sumarbústað er við
áttum í Svínahlið í Grafningi.
Ýmsir höfðu áhuga á að kaupa
bústaðinn og meðal þeirra voru
Birgir ísleifur Gunnarsson og
kona hans. Sízl þótti okkur
verra að selja þeim en ein-
hverjum öðrum. Ekki fékk
Birgir isleifur Gunnarsson
neitt lánað i sumarbústaðnúm
umfram venjuleg útborgunar-
kjör, enda greiddu þau hjón
það sem upp var sett og við
máttum vel við una.
2. október 1976.
Sveinn R. Eyjólfsson.
Ulmann og Sonju Noregsprinsessu
Það er engin furða þó dömunni lfði vel þegar meistarinn fer höndum
um hár hennar. Það er ekki á hverjum degi sem fólk lætur konung-
legan hárgreiðslumann greiða sér.
lega vel um hárið. Hitastig breytis
svo oft og það hefur sín áhrif.
Einnig verður hárið að fá mikla
næringu, og er mjög gott að fá sér
næringarkúr. Auðvitað verður að
klippa burt slit í endunum og
varast það vel aö hárið klofni
Perr.v sagði að hann hefði orðið
dálítið hissa, þegar hann kom
hingað fyrst, vegna þess að hann
hélt að við værum gamaldags hér
á norðurslóðum. Það var annað
uppi á tengingnum og hann
sagðist hafa komið hingað í fyrsta
skipti til að kenna okkur, en farið
héðan reynslunni ríkari.
En Perry vill endilega að við
hugsum betur um hárið og vonast
til þess að sjá létt og líflegt hár,
næst þegar hann kemur hingað.
Þessi norski meistari rekur
hárgreiðslustofur í fjórum
borgum i Noregi og til hans koma
m.a. Liv Ulmann leikkona og
norska prinsessan Sonja.
-KP.
Það var auðséð að Perry kann að fara með hárburstann enda marg-
faldur Noregsmeistari.
Stúlkurnar eru ha'stánægðar með handaverk meistarans. Það tók hann
um það bil hálftínia að greiða þeim öllum.