Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.10.1976, Qupperneq 14

Dagblaðið - 04.10.1976, Qupperneq 14
DACKLAUIt). MANUDACUK 4. OKTOKKK 1976. TAKIÐ EFTIR AKRANKS Innritun og afhending skírteina i REIN þriðjudaginn 5. okt. kl. 3. Kennsla hefst kl. 4 sama dag með kennslu hjó þeim yngstu (yngst 2ja óra). ATH. Getum bœtt við nokkrum herrum í sam- kvœmisdönsum, jittebug og rokk. Sími 84750. Nokkrir Citroen GS 1220 Club árg. 1974 til sölu. Væntanlegir kaupendur geta leigt bílana í nokkra daga og gengur leigan upp í kaupverðið ef af kaupunum verður. Ferðabílar hf. bílaleiga sími 81260. GUFUKETILL, BRENNARI O.FL. Tilboó óskasl i stníöi ok uppsetninKU á 1670 MKeal/kist. Kufukatli ásamt brennara, fæöivatnskerfi, stjórntækjum og re.vkháf úr stáli. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAHTÚNT7 SÍMI 26844 Nýir umboðsmenn Akranes Stefanía Hávarðsdóttir, Presthúsabraut 35, sími 2261 Stokkseyri Erna Baldursdóttir, Tjörn, sími 3258. Bakkafjörður Járnbrá Einarsdóttir Símstöðinni. Vopnafjörður Linda Eymundsdóttir Hafnabyggð 51, sími 3188. Kópasker Anna Helgadóttir, Sandhólum, sími 52108. Hótel Laugar Óskar Ágústsson Seyðisf jörður Gunnhildur Eldjárnsdóttir, Túngötu 4. Ver þögull, douði Kristjan Karlsson: KVÆÐI Helgafell 1976. 62 bls. Fvrir æðimörgum árum. þegar límaritiö Nýtt llelgaf'.'ll enn var á dögum og Kristján Karlsson stóö ,aö því. birti hann þar (og e.t.v. víðar) fácinar smásöenr, Siigur frá Manhattan minnir mig aö |)a-r nefndust einu nafni. Maöur hélt í þann tíö aö Krist.ján væri aö efna í smásaf>na- safn sem hrátt ntuncíi sja dagsins ljós. Ekkert varö úr því, en Nýtt Helgafcll lagöist hrátt niöur á ný. Síóan hefur Kristján Karlsson birt greinar og ritgeröir um bökmenntaleg efni á víð og dreif, en ekki skáldskap, aó ég hygg, fyrr en fáein smáljóð í blöóum og tímaritum á síóustu árum. Þau eru nú upptekin í þessa bók ásamt nýjum ljóðum og ljóðasyrpu á ensku, sem er um það bil þriðjungur bókarinnar. En því er þetta rifjað upp að mér er enn í minni hversu nýstárlega sögurnar frá Manhatt- an komu manni fyrir þegar þær voru að birtast, og beið spenntur eftir að fá að sjá meira. Síðan hefur mér alltaf hálf-gramist við Kristján að hann skyldi ekki gefa sig meir að skaídskap. En nú er sem sé bætt úr því. Og einhvern veginn finnt' mér að á ljóðum Kristjáns Karlssonar megi greina svipuð eða skyld stílfarseinkenni og sögum hans fyrrum, sem vel má vera að rekja megi til aðferða og viðhorfa sem mikið gætti i engilsaxneskum bókmenntum fyrir 20-30 árum. í öllu falli er ljóðagerð hans séráparti ekki síður en sögurnar áður, og ekki bara fyrir það hve mikill hluti ljóðanna er á útiendu máli. En á meðal þessara auðkenna sem vera má að gæti bæði á sögum og ljóðum, er þá hversu tilluktur, hermetískur, textinn einatt virðist, og vill standa einn og stakur, aðgreindur heimur handa lesandanum að gangast upp í eða víkja frá sér. Annað duldar eða dulbúnar tilvisanir og tilvitnanir í textanum. Þriðja nostursemi mikið um rnál og stíl og brag og þá ekki sist rím. Allt þetta hygg ég að komi skýrt fram á ensku ljóðum Kristjáns, sem flest hver eru einkar læsileg, skrýtin og skemmtileg, þótt að minnsta kosti mér finnist þau líka ansi mikið óvið- komandi og eins og langt í burtu. Kvæði sem nefnist Svartur prestur í grænu grasi er sjálfsagt ekki lakara dæmi en hvað annað um yrkingarlag Kristjáns Karlssonar á íslensku: Svartur prestur i grænu grasi, vist gæti ég talið upp rök, svo orsök brevttist i afleiðingu og afleiðing breyttist i sök. Svartur prestur í grænu grasi. V Vor rcttlæting, ein.er árangursleysi, sú eigingirnd vor að tíminn leysi oss burt hvorn úr annars athöfn i björtu. (íulur prestur í grasi svörtu. Vor önnur réttlæting ímyndarleysi, sú óskynja von að tíminn leysi oss burt hvorn úr annars ásýnd i björtu. (iulur prestur í grasi svörtu. Ætli fari ekki fleiri lesendum svo en mér að verða hugstæðust úr þessu kvæði hin litförótta mynd prestsins í grasinu, en finnast það að öðru leyti ansi hreint myrkt. Ætli sé samt ekki verið að yrkja um dauðann — dauða í lifandi lífi, eða dauðann að lokum lífs. Er það kannski líkið í gröfinni sem mælist á við prestinn á grafarbakkanum í þessum hendingum? Ansi er mikil bölsýni bundin í þær, sem aðeins hið einfalda, en meitlaða form heldur í skcfjum. Annars yrkir Kristján Karlsson margt fleira um dauðann, um þá heillandi vin sem eigin skuggi verði manni að lokum, um gröf sem tóm sé til að láta taka sér áður en gaddur komi í jörð, um samlíking hlébarðans í sögu Hemingways frá Kilimanjaro við hvítan hest af Húsavík, eða dauðann sem „allsherjarform," klassískar tákn- myndir hans öndvert við ..hinn ávala voða sem umleikur oss að sögn, ó, atómstyrjaldar kynslóð, i einum vindling og illa lokaðri dós. Gamansamlegar er á þessu efni tekið í kvæði sem nefnist Skáld, trúlega tilkomið við vinnu höfundarins að hinu stóra úrvalsefni íslenskrar ljóðagerðar sem hann tekur saman og út er að koma. Þar er ort um hið ;góða lífsglaða skáld sem lokaðist og gleymdist inni í bókinni sinni og aldrei leitaði neinn á fundi við. En ekki einu sinni þar átti hann heima: Þér gamla jólagjöf. Þér yðar eigin gröf, ég raska yðar ró, en rétt sem snöggvast þó, ég segi sjáifum mér: nei, hann var aldrei hér; ver þögull dauði, nóg er nóg. Það kemur heim við þennan áhuga sem aó dauðanum beinist i bókinni að Kristján-Karlsson yrkir nokkur mannaminni — um Magnús Ásgeirsson, Sigurð Nordal, Halldór Hermanns- son, öll með íburðarlegu, dálítið langsóttu mynd- máli. Af því kann ég betur við haustlaufið í kvæði um Halldór Hermannsson en hallirnar í kvæðinu eftir Sigurð Nordal. Af þessu öllu finnst mér samt bera kvæði Kristjáns Karlssonar um Einar Benediktsson, Nóvemberkvöld í Herdísarvík, sem gaman væri að tilfæra hér að lokum í heilu liki til marks um kveðskap Kristjáns eins og hann verður bestur, hinn nostraða smekk á mál og myndvísina sem auðkennir ljóðagerð hans. En bókin er lítil og l.jóðin fá og ekki vert að hafa af lesendum þá ánægju að finna og lesa það eða önnur ljóð sjálfir í bókinni. — þá er bezt að skrifa ,,Það eru tvímælalaust Græn- lendingar og Samar, sem verst eru settir með bökaútgáfu vegna einangrunar sinnar og fólksfæðar," sagði Armann Kr. Einarsson rithöfundur, sem nýkominn er heim frá þingi norrænna barna- og unglinga- bókahöfunda í Noregi. 120 full- trúar voru á þinginu, þar af 14 íslenzkir. Slík þing eru haldin á tveggja ára fresti. Viðtai við Ármann um þingió birtist í hinu víðlesna blaði Aften- posten þar sem þetta kemur fram og að vissulega gætti þess- arar einangrunar meðal Færeyinga og íslendinga líka. Ármann sagði DB að hann byndi miklar vonir við norrænu þýöingarmiðstöðina. Eftir hann hafa komið út 12 bækur i Noregi. Þá hafa verið fluttir eftir hann í sænska útvarpinu 5 fyrstu þættirnir úr ,,Árna í Hraunkoti '. „Niður um stromp- inn" er nýkomin út í Danmiirku og „Afastrákur" í Noregi. Sú hók f.jallar um dótturson og nafna Ármanns. „Eg skrifaði h.já mér minnismiða allt frá þvi að hann var pínulitill. en hann. cr nú 5 ára gamall." sagði Armann. „Það cr ótrúlega skemmtilegt hvað börn á þess- um aldri spyrja um og hafa að si'g.ja. — Gelur þú lifað á skrifum þinum? Ármann Kr. Einarsson. Nei. það geta fæstir rit- höfundar í jafneinangruðu landi og hér. Allra sízt barna- og unglingabókahöfundar. Eg er barnakennari og skrifa bækur minar aðallega á kvöld- in. Eitt sinn dreymdi mig um að eignast mína eigin skrifstofu. þar sem ég gæti veriö i ró og næði (Ármann á 3 börn og 2 barnabörn). Nú er ég búinn að fá það, en það re.vndist hinn mesti óþarfi þegar til kom, þvi að mér fellur bezt aö skrifa. þegar sjónvarpið og jafnvel úl- varpið er í gangi og allir eru á fullri ferð í kringum mig. — Ertu með eitthvað í bígerð? „Því get ég ekki sagt frá nú. nema það er alltaf eitthvað, Hins vegar er að koma út 9. bindi. endurútgáfá af „Fræki- legt sjúkraflug". — Svo við vík.jum aftur að þinginu. Hvað telurðu gagnleg- ast við slik þing? „Tvímælalaust að það vekur mann til umhugsunar um vand- ann við bökaútgáfu. að ekki sé talað um þau persónulegu kynni. som skapast nuili höfunda á Norðurlöndum." —EVl Engin ró og ekkert nœði

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.