Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÓVEMBER 1976. Hvernig er þetta hægt? — hvernig getur 5 manna fjölskylda komizt af með 50 þúsund krónur í matarkaup á mánuði? Ingvar Einarsson hringdi: ,.Ég var að lesa spurningu dagsins í DB 5. nóv. Þar var spurt um hve miklu fólk e.vddi i mat á mánuði. Eitt svar sló mig alveg hræðilega, en það var svar J.vtte Hjartarson. Á fimm manna heimili segir hún að ekki sé hægt að komast af með minna en 50 þúsund krónur á mánuði, Eg sp.vr: hvernig er þetta hægt? Hún nefnir langt um lægri upphæð en nokkur önnur kona. Eg álít að þetta sé algjörlega óvinnandi vegur. Talan sem Guðrún Magnúsdóttir nefnir. 120 þúsund. er eitthvað nærri lagi fyrir svona stóra fjölsk.vldu. Það væri gaman að fá fólk sem kemst af með svona lítið að upplýsa okkur hin hvernig þetta sé hægt. Það verður greinilega að kenna okkur hag- kvæm innkaup. Það væri vel ef það væri hægt.“ Búnir að fá nóg af svínaríinu Ein gömul hringdi: „Ég get ekki stillt mig um að láta heyra frá mér vegna þess sem „ein ung og sæt“ skrifaði um lögreglusveitina, sem mynd birtist af um daginn, þegar hún spurði hvort þeir kynnu ekki að brosa. Mér finnst það ekki undar- legt þótt blessaðir lögreglu- mennirnir brosi ekki. Þeir eru líklega búnir að fá nóg af öllu svínaríinu sem þeir hafa séð í gegnum árin. Þeir eru úttaugaðir og dauðþreyttir á þessu. Sumir þeirra eru búnir að vera í þessu starfi yfir þrjátíu ár. Mér finnst það ekki vera hægt, að þessir menn skuli þurfa að vera í þessu erfiða starfi allt að 67 ára aldri því þeir standa svo sannarlega í átökum við þjóðfélagið." Hér oru tvær ungar lögregiukonur ásamt samstarfsmanni, þaú eiga bros í fórum sínum. einlitar skyrtur, köflóttar skyrtur. Guðrún Mignúsdótlir. husmóðlr. Við erum yfirleitt 5-6 I heimili og ( verjum oftast um 120 þúsund krónum á mánuði til matarkaupa. Vlvl llasslng. húsmöðlr. Ætli Ugmarkið fyrir okkur þrjú sé ekki 50-60 þús kr. Ennfremur: Peysur, kjólar, Hvaö veröu miklum peningum tíi matarkaupa á mánuöi? purning ■ 11 Ferðu oft í bíó? Arndis Egilsdóttir, 7 ára: Nei. ég horl'i bara oftast á barnatímann i sjónvarpinu. Mér finnst það miklu skemmtilegra. Guðni Sigurb.jörnsson, 7 ára: Nei. mér finnst það leiðinlegt. það er svo mikill hávaöi. Sveinbjörn Úlfarsson, 7 ára: Já. stundum. Þá fer ég oftast í Stjörnubíó. Svo fæ ég stundum að kaupa gott í bíóinu. Helgi Aðalsteinsson, 7 ára: Já, ég fer í Austurbæjarbió. Það eru ekki alltaf skemmtilegar myndir og stundum láta krakkarnir illa. Gerður Óttarsdóttir, 6 ára. Nei, ég hef farið í brúðuleikhús og mér finnst það miklu skemmtilegra. Það er ailtaf popp út um allt í bíó. krakkarnir henda þvi i gólfið. Hörður Sigurðsson, 6 ára: Já. en ekki mjög oft. Mér finnast Tarzan-mvndirnar skemmtileg- astar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.