Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 1
2. AR<;. — MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBKR lí»7fi. — 251. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12, SIMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Matthías Bjarnason á fundi útvegs- manna á Suðurnesjum Læt ekki þrýsti- hópana hræða mig ,tEg læt ekki hina ýmsu þrýsti- hópa hræóa mig til þess að segja ávallt já, þegar þeir óska þess,“ sagði Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra á fundi um sjávarútveg Suðurnesjamanna sem haldinn var í Félagsheimil- inu Stapa i gær. „Það er kominn tími til að velja og hafna þeim kröfum, sem gerðar eru til ríkisstjórnarinnar," sagði ráðherra. Hann kom víða við í ræðu sinni. Ræddi hann m.a. verndun fiskistofna, útfærslu ------. ' ----------\ Sr. Olafur Skúlason dómprófastur Séra Ölafur Skúlason hefur verið kjörinn dóm- prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Sr. Olafur er sóknarprestur í Bústaða- sókn. Með kosningu hans verður að telja, að prófastur- inn hafi verið kosinn úr röðum hinna frjálslyndari afla innan kirkjunnar. Kosningin stóð um tvo presta, sr. Olaf Skúlason og sr. Arngrím Jónsson, sóknarprest í Háteigssókn. BS. landhelginnar og hin ýmsu vanda- mál sjávarútvegsins yfirleitt. Vék hann að þeirri gagnrýni sem að sér hefði verið beint fyrir að hafa ekki stöðvað flotann, þegar til- tekið magn fiskjar hafði verið veitt. í því sambandi bað hann menn að íhuga þá staðreynd, að fiskirannsóknir væru ung grein hér á landi, og að stundum kynni að þurfa að athuga málin í sam- hengi við fleiri þætti en þá, sem kæmu fram þar. Fyrirsjáanlegt atvinnuleysi blasti við, ef flotinn hefði verið stöðvaður. Þá hefði vaknað sú spurning hvernig hefði átt að standa undir skuldbindingum um greiðslur, meðal annars vegna endurnýjunar flotans. Matthías Bjarnason var þung- orður í garð þeirra sem stóðu að sjómannasamningunum. Kvað hann suma þá sem undir þá hefðu skrifað beinlínis hafa svikið þau fyrirheit, sem þeir hefðu gefið með undirskrift sinni. Þeir hefðu valdið sér sárum vonbrigðum. Einn fundarmanna spurði ráð- herra hvenær hann ætlaði að fara frá embætti. Matthías Bjarnason ráðherra kvaðst ekki láta hræða sig sem fyrr segir. „Þingið er kosið til fjögurra ára. Þegar þeim lýkur lætur þjóðin til sín heyra. Þá læt ég af embætti, ef það er vilji þjóðarinnar,“ sagði ráðherra. Af hálfu Suðurnesjamanna kom fram. að þeir telja sig alger- lega sniðgengna í sambandi við lánamál sjávarútvegsins. Telja þeir að við blasi algert hrun 1 sjávarútvegi á Suðurnesjum vegna minnkandi afla og þess hversu erfiðlega hefur gengið að endurnýja flotann. Þetta stafaði af tíllitsleysi við útvegsmenn á Suðurnesjum þrátt fyrir það að 22% af heildarsjávarafurðum landsmanna koma þaðan. Sá hlutur hefði þó verið meiri en hlyti að fara minnkandi við sömu aðstæður áfram. Fundurinn var fjölmennur og stóð í 5 klukkustundir. — emm „í Sportvali voru rammgerðustu byssuge.vmslur sem um getur í verzlunum hér,“ sagði kaupmaðurinn við DB. En allt var sundur snúið og brotið eins og sjá má til vinstri. Siðan var reynt að skjóta sundur lása, sumir létu sig, aðrir stóðust átökin. Peningakassar voru gegnumskotnir, svo og kvikmyndasýningavélar, símtól og ótal fleira. Tjónið metur kaupmaðurinn á 4 milljónir króna. — DB-m.vnd Arni Páll. Fríídag — kennarar halda fundi i skólunum um hagsmunamál Það hafa euau»i margir krakkar notið þess að sofa út í morgun. Nú áttu kennar- arnir að mæta einir í skól- ann. A föstudag fengu nem- endur bréf heim með sér, þess efnis, að kennarar ætluðu að fjalla um hags- munamál sín á fundum í skólunum í dag. Kjaramálin verða rædd og eflaust kemur til umræðu sá launa- múnur sem er um að ræða, eftir því hvaða ár kennara- prófið er tekið. Aðgerðir barnakennara eru samræmdar um mest- allt landið svo það eru ekki bara börnin á Reykjavíkur- svæðinu sem fá að sofa út. Ekki vitum við hvort kenn- ararnir fara út í frímínútur í dag en eflaust taka þeir sér einhverja hvíld frá fundar- haldinu einhvern tima dags- ins. — KP. Brotlegir glæpamenn ógna lífi og öryggi borgaranna: „LITIÐ A HLUTVERK LÖGREGLUNNAR EINS 0G HÚN EIGIAÐ MOKA í BOTNLAUSA TUNNU” „Tjónið, sem hjá mér varð, er naumast umtalsvert hjá þeirri óskiljanlegu mildi að ekki skyldi hljótast mannsbani af framferði þessara manna", sagði Jón Aðalsteinn Jónasson. eigandi Sportvals, í viðtali við Dagblaðið. „Það er svo alvarleg- asta hlið þessa máls hver eða hverjir bera ábyrgð á því að menn, sem bíða döms fyrir brot, sem ógnar lífi og öryggi borgaranna skuli leika lausum hala til að endurtaka siikan háska," sagði Jön Aðalsteinn. Hann bætti því við, að hann íhugaði í fullri alvöru að höfða mál gegn ríkisvaldinu fyrir svo alvarlegt skeytingarleysi. Annar innbrotsmannanna var staðinn að verki við innbrot i Sportvali i apríl sl. „I.ögreglan er vel vakandi yfir öryggi hins almenna borgara," sagði Jón Aðalsteinn, „cn það virðist litið á þeirra starf eins og þeir eigi að moka í botnlausa tunnu." Tjönið í Sportvali, þar sem tveir menn brutust inn og stálu byssum og skotfærum snemma á laugardagsmorgni, er naumast undir 4 milljónum króna. „Eftir þvi, sem betur er unt búið, er meira skemmt og tjónið verður tilfinnanlegra," sagði Jón Aðalsteinn Jónasson. „Hvergi á landinu er betur frá skotvopnum gengið í verzlun," sagði Jón Aðalsteinn. Hver b.vssa er læst í stálfestingum. Auk þess eru allir störir rifllar láslausir, og lásarnir geymdjr á allt öðrum stað. Innbrotsmennirnir stálu 3 haglabyssum og einum riffli. Höfðu þeir skolió a.m.k. 47 skotum, bæði riffil- og haglaskotum, þegar þeir náðust. Varð lögreglan að aka á annan manninn, þar sem hann stóð og ógnaði umhverfinu. lífi manna og iimum, með skothríð. Hinn maðurinn gafst upp fyrir lögreglunni. — Sá sem ekið var á. handleggsbrotnaði en meiddist annars litið. „Magnús Einarsson varðstjóri gerði það eina sem hægt var aö gera," sagði Jón Aðalsteinn í viðtali við DB. Áður en lögreglan handsamaði mennina hiifðu þeir skotið sundur allt lauslegt inni í verzluninni Sportvali á Lauga- vegi 116. þar með talið peninga- kassa, kvikm.vndasýningarvélar og fleiri dýra hluti. Þá höfðu þeir skotið í sundur bílglugga þar sem maður sat undir sýri. og auk þess skotið á lögreglúbíl sem kominn var á vettvang. Annað skotmark byssu- þjófanna var gluggi í Afeng- isútsölunni á Snorr'abraut. Þar skutu þeir gat á stóra rúðu föru inn í verzlunina og náðu sér i vodkaflösku. Þaðan fóru þeir síðan i áttina að Egils- götu. þar sem Hermann Bridde bakarameistari var að fara til vinnu sinnar og heyrði viðvörunarhróp lögreglu- manna. Tókst Hermanni að þrífa með sér konu, sem þarna var við blaðaútburð og bjarga henni með sér inn urn kjallara- glúgga. Sýndi Hermann þarna óttalaust snarræði. Tjónið, sem vatdið var í Sportvaji, mun ekki vera undir 4 milljónum króna. Er verzlunin ekki vátr.vggð fyrir því. og ekki horfur á að innbrotsmennirnir séu borgunarmenn fyrir því. „Ef þessi vaxandi ógnar- öld á einhvern tína að linna. verða alþingismenn aö fara að athuga sinn gang. Þangað til þeir taka af skarið komast þeir ekki undan þeirri áb.vrgð. sem almenningur á kröfu til að þeir risi undir." sagði Jón Aðalsteinn að lokum. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.