Dagblaðið - 08.11.1976, Page 32

Dagblaðið - 08.11.1976, Page 32
^ * Slys á æfingu björgunarsveitarmanna: Runnu niður jökulinn og fram af 6-8 m ísvegg Einn liggur höfuðkúpubrotinn og meðvitundarlaus í lífshættu. Hinir sluppu Tuttugu og eins árs gamall Vestmannaeyingur, Kjartan Eggertsson, liggur með- vitundarlaus og í lífshættu í gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir slys er varð á æfingum þriggja björgunarsveita á Eyja- fjallajökli álaugardag. Kristján er höfuðkúpubrotinn, fót- brotinn og hlaut auk þess marga aðra áverka. Sveitir úr hjálparsveitum skáta í Reykjavík, Kópavogi og Vestmannaeyjum, alls 24 menn, fóru til æfinga í Gígjökli fyrir ofan jökullónið á leiðinni í Þórsmörk. Vestmannaeying- arnir' voru komnir ofarlega í jökulinn og voru þeir fjórir bundnir saman í líflínu. Um kl. 13 gerðist það svo samtímis að ........... tveimur þeirra skrikaði fótur a glærasvelli og skipti það engum togum að allir fjórir sem saman voru bundnir runnu af stað. Þeim tókst ekki að stöðva sig á rennslinu þó þeir væru búnir mannbroddum og isöxum. Jókst hraði þeirra í rennslinu niður aflíðandi brekkuna unz þeir féllu fram af 6—8 metra háum ísvegg. Hjálp barst strax frá öðrum hjálparsveitarmönnum sem nærri voru og var hlynnt að hinum slösuðu eftir mætti. Bíll sveitarmanna fór í skyndingu að Stóru-Mörk til að leita hjálpar og var þyrla varnarliðsins fengin til að sækja hina slösuðu. Sýndu björgunarmenn varnarliðsins nú sem fyrr mikið áræði og kunnáttu. Komust þeir svo nærri slysstað að skrúfublöð þyrlunnar voru ekki nema í um 10 m fjarlægð frá jökulborðinu og hinir slösuðu þannig hífðir upp í þyrluna á spili hennar. Aðstæður voru þannig að ógerningur var að lenda. Hinir slösuðu voru komnir í sjúkra- hús 61$ stundu eftir að slysið varð. Þótti björgunarsveitar- mönnum sá timi lengi að líða en við endurskoðun allra þátta björgunarinnar kom í ljós að allt gekk eins vel fyrir sig og hægt er að ætla. Þrír félaga Kjartans meiddusi litið en mörðust allir og snerusl og hlutu minni áverka. Einn er þó handleggs- brotinn. Allir eru þeir fjórir með beztu og reyndustu fjall- göngumönnum landsins og þaulreyndir. Þeir hafa klifið m.a. Mont Blanc, Matterhorn og Kilimanjaro og eru þeir einu, semklifiáTiafa tindinn Þumal á. Vatnajökli. Búnaður þeirra var eins og bezt var á kosið og allir höfðu sérsmíðaða fjallgöngu- öryggishjálma á höfði og mun það hafa bjargað miklu. Hafa þeir ásamt félögum sínum úr öðrum björgunarsveitum æft reglulega til þess að vera til taks að bjarga öðrum. Æfingin þeirra á laugardaginn var liður í þeirri viðleitni. — ASt. Heita vatnið orðið áþreifanlegt í Grindavík — Tengingar húsa að hefjast — lýkur um áramót Fyrsti áfangi Hitaveitu Suður- nesja var tekinn í notkun á laugardaginn þegar Gunnar Thor- oddsen orkumálaráðherra skrúfaði frá lokanum á æðinni sem tengir heitavatnsleiðsluna við Grindavík. Jóhann Einvarðs- son, bæjarstjóri I Keflavík og for- maður hitaveitunefndar, flutti ávarp v;ð þetta tækifæri ^n boðið var til kaffidrykkju í Festi eftir að mannvirki höfðu verið skoðuð. Þar var fullt hús gesta, allir þeir er staðið höfðu að verkinu á einn eða annan hátt, verktakar, þing- menn, forráðamenn bæjar- og sveitafélaganna, svo og landeig- endur. Þar fluttu ávörpogárnaðaróskir Gunnar Thoroddsen ráðherra. Matthías Á. Mathiesen fjármála- ráðh., Ingólfur Aðalsteinsson og bæjarstjórinn í Grindavík. Kom fram í máli þeirra að gjaldskráin verður miðuð við um 60 prósent af olíukostnaði og þegar hitaveit- an hefur verið lögð til allra byggðarlaga á Suðurnesjum, að Keflavíkurflugvelli meðtöldum, mun hún spara um einn milljarð í gjaldeyri miðað við núverandi verðlag. Kaffið sem gestum var boðið upp á var búið til úr hitaveitu- vatninu en auk þess gátu gestir fengið ferskt heitt vatn, ef þeir óskuðu. Einnig var lítið gosker við Festi þar sem heita vatnið sprautaðist upp mönnum til augnayndis. — emn Sigurpáll Einarsson skipstjóri við goskerið við Festi, þar sem Grind- víkingar gátu fengið að sjá heita vatnið og finna fyrir því. DB-mynd Ólafur Rúnar. Ekkert flogið hjá Vængjum: Beðið eftir flugvirkja frá Banda- ríkjunum Vængir fljúga ekkert í dag, en sem kunnugt er hefur flug félags- ins legið niðri í nokkra daga. DB fékk þær upplýsingar í morgun að erlendur mótorsérfræðingur væri langt kominn með sitt verk, en ókominn væri flugvirkinn frá Bandarikjunum, sem á að skrifa vélarnar út. Hann átti að vera kominn en það hefur tekið hann talsverðan tíma að fá vegabréf. Það mun hins vegar að komast i liðinn og er hann jafnvel væntan- legur á morgun. Að sögn eins starfsmanna Vængja í morgun, eru menn orðnir leiðir á aðgerðaleysinu. Um það hvort kvartanir hafi ekki borizt frá stöðum úti á landi, sagði hann að fólk hafi verið ótrúlega rólegt, enda væri tíðin góð, allir fjallvegir enn færir og færi fólk þá landveginn. Landshöfnin í Þorlákshöfn tekin í notkun: „ Tíminn í allsleysinu ogöskustónni er J/ðffifT Landshötnin I ÞortaKsnotn var formlega tekin í notkun i gær þegar Herjólfur sigldi inn I hana með samgönguráðherra og aðra gesti og sleit fagurrauðan silkiborða, sem strengdur hafði verið á milli hafnargarðanna. „Tíminn I allsleysinu og öskustónni er liðinn,“ sagði Gunnar Markússon, formaður Landshafnarnefndarinnar í Þorlákshöfn í hófi, sem haldið var í tilefni dagsins. ,,Sú tíð er liðin, að menn hími hér undir húsgöflum og horfi á báta sína slitna upp af legunni og reka á land. Sú tíð er liðin, að sjómenn þurfi að strita hálfa og heila sólarhringa við að halda bátunum sínum bundnum við bryggjurnar. Sú tlð er liðin, að þyngd þeirra bryggjubanda, sem slitnað hafa hér I einu óveðri.verði talin í tonnum," sagði Gunnar einnig í ræðu sinni. Heildarkostnaður við hafnar mannvirkjagerðina, sem hófst 1 september 1974 og kostuð hefur verið að verulegu leyti af lánsfé frá Alþjóðabankanum, nemur nú 1407 milljónum króna, en verksamningurinn við verktakann — Istak h.f.— hljóðaði upp á 710 milljónir á verðlagi í júlf 1974. I ræou, sem Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra flutti í hófinu í Þorlákshöfn I gær, kom m.a. fram, að þegar Ijóst hafi verið hvaða afleiðingar eldgosið í Vest- mannaeyjum gæti haft f för með sér, hafi menn eðlilega beint sjónum sínum að Þorlákshöfn. „Niðurstaðan varð sú,“ sagði ráðherra, „að á miðju ári 1973 ákvað þáverandi ríkisstjórn að gera stórátak I stækkun Þorlákshafnar til lausnar (þeim vanda) er við blasti, enda lá þá fyrir að fáanlegt myndi hagstætt lán til verksins frá Alþjóðabankanum. Verkið var hannað af dönskum sér- fræðingum í samráði við Islendinga og komu þar einnig viQ sögu þekktir skipstjórar og anamenn í Þorláksnöfn, einkum hvað varðar lík- anatilraunir fyrirhugaðra mannvirkja, sem gerðar voru i Kaupmannahöfn. Verkið var síðan boðið út og framkvæmd falin lægstbjóðanda, Istak h.f. ...Yfir þvi gleðjustum við í dag,“ sagði Halldór E. Sigurðsson. -ÓV. fxjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 8. NÓV 1976 Beint af stöðinni íbyssu- búðina Mennirnir tveir. sem brut- ust inn í Sportval á laugar- dagsmorguninn, stálu þar byssum og ógnuðu vegfar- endum, komu beint af lög- reglustöðinni á innbrotsstað- inn. Leigubílstjóri af Hreyfli kom með innbrotsmennina á lögreglustöðina við Hverfis- götu um kl. 5 á laugardags- morguninn. Var tekin skýrsla af þeim vegna öku- gjaldssvika en bílstjórinn hafði meðal annars ekið þeim til Hafnarfjarðar. Þegar að því kom að hann krafði þá um ökugjaldið, kr. 2.700, kváðust þeir enga pen- inga hafa og neituðu að greiða. Ók hann þá með mennina á lögreglustöðina, sem fyrr segir. Virtust þeir -ekki mikið drukknir og gaf framkoma þeirra ekki til- efni til frekari vistunar að mati þeirra sem um fjölluðu. Um það bil einni og hálfri klukkustund eftir að bíl- stjórinn færði mennina tvo á lögreglustöðina vegna öku- gjaldssvika, brutust þeir inn í Sportval. Þar komu þeir með gapandi byssur á móti ræstingakonu, Guðrúnu Tómasdóttur, sem kom til vinnu sinnar í Sportvali um kl. 7 á laugardagsmorgun- inn. BS Ellefu árekstrar laugardag og sunnudag Um helgina urðu ellefu árekstr- ara í höfuðborginni, en ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort slys höfðu orðið á ökumönnum. í laugardagsblaðinu var þess getið að sex árekstrar hefðu orðið á föstudag, en þeir voru tólf, en aftur á móti minniháttar slys á fólki í sex tilfellum. Meðvitundarlaus eftir umferðarslys Á föstudagskvöldið varð alvar- legur árekstur í Austurstræti, þar sem þrettán ára gömul stúlka varð undir bifreið. Ekki liggur ljóst fyrir með hverjum hætti það slysvarð. Stúlkan var flutt á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Samkvæmt upplýsing- um frá lækni deildarinnar var hún illa höfuðkúpubrotin og þurfti að gangast undir heilaað- gerð. Hún var ekki komin til með- vitundar í morgun á tíunda tíman- um. A.Bj. Landanir á Eskifirði Þrjú skip lönduðu afla slnum hjá hraðfrystihúsi Eskifjarðar í vikunni sem leið. Hólmanes með 54 tonn, Hólmatindur með 45 tonn og Hafaldan með 10 V4 tonn. Megnið af aflanum var þorskur og eitthvað af grálúðu. Afli þessi var fenginn á Vest- fjarðamiðum. Þótt veður hafi verið gott i landi hefur það verið slæmt til sjósóknar i haust. Því hafa bátarnir sótt á Vestfjarða- mið. — G.S. Regína/abj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.