Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 15
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÓVEMBER 1976. orðlengja um hana Huppu frá Kluftum, en það eru til margar Huppur, Búkollur Rósur og Húfur á landinu og þó nokkrar þeirra njóta góðs af graskogglunum frá bræðrunum Jóni og Páli Ólafssonum í Brautarholti á Kjalarnesi sem er eina einkaframtakið hér á landi við slíka framleiðslu. Metframleiðsla í ór, 900 tonn Við skruppum upp eftir til þeirra svona til þess að vita hvernig gengi hjá þeim. í ljós kom að í ár var um algjöra metframleiðslu hjá þeim að ræða, eða 900 tonn, þrátt fyrir vætusamt sumar (það vita vfst allir að það rignrii sunnanlands). Þetta var 200 tonnum meira en í f.vrrasumar. Þetta tókst þrátt fyrir að miklu meiri raki væri i grasinu, en stórar vélar eiga það til að festast, þegar jarðvegur er blautur. Það er enginn smásláttuvél sem notuð er i Brautarholti; gerðin heitir Fox og á henni er 10 feta ljár. Það var líka unnið nótt og dag frá því um miðjan júni þangað til í lok september. „Við vorum 6 karlmennirnir við vinnuna í sumar.“ sagði Páll í Brautarholti, „og við bræðurnir, Jón og ég, sáum um að standa næturvaktir. Maður er aldrei í eins góðu formi og á sumrin. Mér líður líka alltaf bezt þegar allt er vitlaust að gera.“ — Er framleiðslan sela: „Það er metsala hjá okkur, en við eigum enn nokkuð fyrirliggjandi og mikið hefur verið pantað. Nei, við erum svo að segja ekki með neitl búfé aðeins með um 300 svin, sem við auðvitað fóðrum að einhverju leyti á gi askögglum. Graskögglar eru afar hollir fyrir alla.sem við getum meðal annars merkt á þvi að þeir eru á borðum á Heilsuhæli Náttúrulækníngafélagsins i Hveragerði • og fást í Náttúrulækningafélags- búð- unum." Þessu til árétti'.igar stakk Bjarni, 4 ára gamall sonur Páls, einum upp í sig og okkur var boðið að smakka. Grasmjöl framleiða þeir bræður í fóðurblöndur og aðeins eftir pöntun. Það fer til dæmis i hænsnafóður og gerir það að verkum að rauðan verður rauð (eða eigum við að segja rauðari). Samt er tímaspursmál hvað við getum staðið lengi í samkeppni við kerfið — En hvernig líkar ykkur að vera í þessari framleiðslu? „Þetta er erfið spurning. Það er bara tímaspursmál hvað við stöndum lengi í keppni við kerfið. Ríkið er orðið stærsti aðilinn í þessari fram- leiðslugrein og leggur tugi og jafnvel hundruð milljóna til uppbygginear nýrra verk- smiðja. Reynslan hefur sýnt að verksmiðjurnar þurfá ekki að endurgreiða þetta fé og þar af leiðandi er hinn raunverulegi fjármagns- kostnaður ekki reiknaður inn i verðlagið Þurfum að keppa við ókeypis fjórmagn Við þurfum þvi að keppa við ókeypis fjármagn. sem aðrar verksmiðjur ta, ásamt innflutningi af tilbúnum er- lendum fóðurblöndum.sem stundum eru jafnvel greiddar niður af Efnahagsbandalaginu. Það gefur því auga leið að smám saman verðum við ekki samkeppnisfærir og verðum að vinna kauplaust eða leggja margfalt harðara að okkur en aðrir. A siðasta þingi var samþykkl á Alþingi að byggja tvær ríkis- verksmiðjur norður í landi. Svo virðist sem við eigum að vera einu bændurnir sem fram- leiðum þetta sjálfir, því að engum þingmanni, sama í hvaða flokki hann er, virðist detta annað í hug en að ríkið eigi að framleiða grasköggla handa bændum.“ — Hverjir kaupa þetta aðallega? „Það eru jaínt sauðfjár- bændur sem mjólkurfram- leiðendur. Graskögglarnir koma að vissu marki i stað fóðurblöndu og eru um 10% af heildarnotkun kjarnfóðurs á Islandi. Nú höfum við einnig hafið tilraunir með að bæta lýsi út í hluta framleiðslunnar." Þeir Jón og Páll hafa haft nóg fyrir stafni þótt heyönnum sé lokið. Nú hafa þeir með sér einn aðstoðarmann til jóla, en eftir það verða þeir einir með búið til vors. Það er verið að plægja, grafa skurði, leggja vegi og brýr á 20 hektara lands sem þeir eru að taka til ræktunar og bætist það þá við þá 300 hektara ræktaðs lands, sem fyrir er. „Ætli vinnutíminn verði ekki núna frá kl. 8-8 sjö daga vikunnar. þótt að visu sé nú eitthvað hægt að skreppa frá. Svo verður það jólavinnan og kvöldvinnan i janúar að annast skrifstofuhaldió," skýtur •Sigriður Jónsdóttir kona Páls inn í Síminn nringir ogeinhvervill fá að vita allt um grasköggla. Páll spyr hvort hann hafi gefið skepnunum sínum þá áður. Svarið hlýtur að hafa verið nei. því maðurinn fær alls konar ráðleggingar gegnum símannhvernig bezt sé að haga þessu. 1 því að Pál! leggur simann á, koma Jón bróðir hans og Ólafur vinnumaður í hlað með stórt bilhlass af spónum handa svínunum og við sjáum þann kost vænstan að brenna í bæinn til þess að tefja þessa önnuni köfnu nienn ekki meira að sinni. -EVI. Hún IIuppli frá Kluftum er gagnmerk k>r. lifði i 17 ár og gal uí sér 16 afk\æmi, þrátl lyrir að hún fengi ekki k.iarnfóður á \ið kvnsyslur sinar nú IiI ilags. Og hér siaiim \ið einn afkomanria hiiuiui irægu Iliippu. 13 Sendum í póstkröfu um land allt LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS&0RKA Suðurkmdsbraut 12 — Sími 84488 Ný sending af Yfír 20 tegundir í 6 Htum DÖNSKUM PLASTUÓSUM T0Y0TA SAUMAVELIN er óskadraumur konunnar. Toyota-saumavélin er mest selda saumavélin ó Islandi í dag TOYOTAvarahlutaumboðið h.f Ármúla 23, Reykjavik, sími 81733. Einkaumboð ó íslandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.