Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 19
OACBLAÐIÐ. MANUDAOUR 8. NOVKMBKR 1976. (t Iþróttir Iþróttir e Þróttur fékk slæman skell í Firðinum! — Haukar sigruðu Þótt 22-11 í handknattleiknum Hörður Sigmarsson og Gunnar Einarsson — ásamt félögum sinum í Haukum gjörsigruðu Reykjavíkurmeistara Þróttar í íþróttahúsinu í Ilafnarfirði í gær — já, stórsigur Hauka 22-11. Mennirnir á bak við sigur Hauka, voru tvímælalaust þeir Hörður Sigmarsson og Gunnar Einarsson. Gunnar varði mark Hauka af stakri. prýði allan timann. Ilann varði fjölda skota — sum ef til vill ekki föst eða hnitmiðuð og auk þess þrjú vítaköst. Hörður Sigmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn — en skoraði þrátt fyrir það 10 mörk. Þar af skoraði Hörður 8 mörk úr vítaköstum — nýtti öll vítaköst Hauka. Nokkuð sem er allt of sjaldgæft í íslenzkum hand- knattleik. Hörður sýndi mikið öryggi í vítaköstum sínum. Annars kom hin slaka frammistaða Reykjavíkur- meistara Þróttar á óvart. Vart var heil brú í leik liðsins — knett- inum glatað á klaufalegan hátt og auðveldustu tækifæri misnotuð. Þeim var þó nokkur vorkunn — þar sem Gunnar Einarsson stóð í marki Hauka. Leikurinn var framan af jafn — þegar 15. mínútur voru liðnar af leik var staðan 5-4 Haukum í vil. Þá kom góður kafli hjá Haukum og að sama skapi lélegur hjá Þrótti. Mörkin hlóðustu upp — þegar blásið var til leikhlés höfðu Haukar náð 8 marka forustu — 13-5, já þeir höfðu gert 8 mörk gegn 1 marki þróttar. Hins vegar tókst Haukum ekki að skora nema eitt mark fyrstu 15. mínútur síðari hálfleiks. Þrótti tókst að svara með 4 mörkum — en liðið Iék illa rétt eins og í fyrri hálfleik og nýtti tækifæri sín illa. Haukar rönkuðu síðan við sér — svöruðu með 7 mörkum gegn 2 Þróttar og stórsigur Hauka var staðreynd — 22-11 Hörður Sigmarsson skoraði 10 mörk fyrir Hauka — þar af 8 úr vítum. Jón Hauksson skoraði 4 mörk. Ingimar Haraldsson, Ólafur Ólafsson 2 mörk hvor. Þeir Sturla Haraldsson, Frosti Sæmundsson, Þorgeir Haraldsson og Svavar Geirsson skorðu 1 mark hver. Leikmenn Þróttar áttu ákaf- lega slakan leik en sýnu verstir voru leikreyndustu leikmenn liðsins — þeir Halldór Bragason og Bjarni Jónsson, auk þess sem Konráð Jónssson var sjálfum sér ólíkur. Konráð Jónsson skoraði 3 mörk, Halldór Bragason, Bjarni Jónsson og Sveinlaugur Kristins- son 2 mörk hver. Trausti Þor- grímsson. og Gunnar Arnason skoruðu 1 mark hver. Leikinn dæmdu Hannes Þ. Sigurðsson og Björn Kristjánsson. h. halls. Armenningar hófu vöm titilsins með sigri! íslandsmeistarar Ármanns i körfuknattleik hófu vörn titils síns í Íþróttahúsi Kennarahá- skóla Íslands á laugardag. Valur mætti þá meisturunum og mót- staða Valsmanna kom Ármenn- ingum greinilega á óvart, þó Ís- landsmeistararnir færu með sigur af hólmi — 81-71. Sigur þeirra var nokkuð öruggur — en Valsmenn gáfu aldrei þumlung eftfr og máttu Armenningar hafa sig alla við að innbyrða bæði stig- in. Af leiknum mátti þó marka að Ármenningar eru ekki eins sterkir og á síðasta keppnistíma- bili. Liðið hefur misst sterka leik- menneinsog Guðstein Ingibergs- son, Birgi Örn Birgis og Björn Christiansen. Hins vegar leikur Jimmy Rogers með Ármenning- um og hann ásamt Jóni Sigurðs- syni voru mennirnir á bak við sigur Armanns. Fyrri hálfleikur var jafn allan tímann og það var ekki fyrr en í lok hálfleiksins að Ármenningar náðu forustu — munur í leikhléi var 38-33 — fimm stig. Ármenn- ingar virtust taugaspenntir og náðu áldrei að sýna sínar beztu hliðar.Þeim gekk illa að ráða við Þóri Magnússon, sem var liði sínu drjúgur og skoraði 26 stig — mörg hver glæsilega. En þó fór aldrei á milli mála að Ármenningar voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigur. Hitt er eínnig Ijóst, að Valur er með heilsteypt lið, lið, er áreiðanlega á eftir að velgja mörgum liðum undir uggum í vetur og taka mörg stig. Kristján ÁgústSson hefur bætzt Valsmönn- um frá Snæfelli — sterkur leik- maður sem á eftir að njóta sín vel í vetur með Val. Valsmenn náðu að minnka muninn í slðari hálfleik í 1 stig — 39-40, en Ármenningar sigu aftur framúr og sigruðu 81-71. Jimmy Rogers og Jón Sigurðs- son voru stigahæstir Ármenninga með 21 stig hvor. Þórir Magnús- son skoraði 26 stig fyrir Val og Torfi Magnússon 21. Áður en leikur Ármanns og Vals hófst léku ÍR og Fram. Fram byrjaði leikinn vel — komst í 14-6, síðan 22-15 en ÍR komst yfir um miðjan fyrri hálfleik 29-28 og Norðurlandamótið í hlaki var háð í Bergen í Noregi um helgina. Þátttökuþjóðir voru fimm. Finnar urðu Norðurlanda- meistarar, en íslenzka liðið hafnaði í neðsta sætinu á mótinu Tapaöi fyrir Dönum, Finnum og Svíum með 3-0 — en unnu eina hrinu á móti Norðmönnum. Töpuðu þeim leik 3-1 og er það í síðan 42-34 en fyrir leikhlé náði Fram að minnka muninn í tvö stig — 42-40. Það fór þó aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara í síðari hálfleik — ÍR hafði þó öll völd á vellinum og sigraði verðskuldað 85-65. Jón Jörundsson var stiga- hæstur ÍR-inga með 16 stig en þeir Kristinn Jörundsson og Kol- beinn Kristinsson skoruðu 14 stig hvor. Jónas Ketilsson var stiga- hæstur leikmanna Fram með 15 stig en þeir Þorvaldur Geirsson og Helgi Valdimarsson skoruðu 12 stig hvor. h halls. fyrsta sinn, sem íslenzka lands- liðið í blaki vinnur hrinu á erlendri grund. Finnar unnu alla sina mótherja á mótinu og hlutu því átta sig. Svíar urðu í öðru sæti með 6 stig. Danir þriðju með 4 stig. Norömenn fjórðu með 2 stig, og íslendingar í neðsta sætinu með ekkert stig. ísland tapaði öllum leikjum — á Norðurlandamótinu í blaki Flokkar við allra ha-l'i. Morgúntimar — dagtimar — kvöldlimar Gufa — Ijós — kaffi — nudd. Innrilun og upplýsingar i síma 83295 alla i irka daga kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. VALE’ Fyrir þá sem þurfa á lyftara að halda er valið auðvelt YALE Fáanlegur í öllum stærðum frá Bretlandi, Þýzkalandi. Bandaríkjunum T.D. rafmagns, gas eða dísil YALE hefur forystuna enn sem fyrr traustur og öruggur Það borgar sig að velja þann bezta, veljið YALE Getum einnig útvegað notaða gas- rafmagns- eða dísillyftara með stuttum fyrirvara Leitið upplýsinga G. Þorsteinsson og Johnson h/f Ármúla 1 - Sími 85533 Skrásett I vörumerki I sending TRAMPS TRAMPS-kuldastígvél úr sérstaklega góðu leðri með loðfóðri og þykkum hrágúmmísólum Stærðir 35-42 Litur: Brúnt leður KR. 6860 TEG. 6637 Litur: Rauðbrúnn Stærðir 35-46 Verð kr. 5090 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.