Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÓVEMBER 1976.
Ríkisskattanefnd
tekur til starfa
á nýjan leik
Gengið hefur verið frá
skipun ríkisskattanefndar og er
hún um það bil að taka til
starfa á ný. Eins og DB skýroi
frá fyrir skömmu rann
skipunartími nefndarinnar út
1. október og hafði ekki verið
skipað í hana á ný.
Að sögn Höskuldar Jóns-
sonar, skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneytinu, skipa
nefndina nú sömu menn og
áður. „Skipunarbréfin bíða
undirritunar á borði ráðherra."
sagði Höskuldur i samtali við
frétamann blaðsins, ,,en það er
búið að ganga frá þessu við
viðkomandi menn.“
Höskuldur sagði ennfremur
aó formaður nefndarinnar, sem
er Guðmundur Skaftason, hrl.,
hefði fallizt á áð vera skipaður
til eins árs, aðrir hefðu tekið
skipun samkvæmt lögum um
rikisskattanefnd.
Auk Guðmundar Skaftasonar
eíga sæti í nefndinni þeir Atli
Hauksson löggiltur endur-
skoðandi og Jóhannes L.L.
Helgason, hrl. Varamenn eru
Ólafur A. Pálsson, fyrrum
borgardómari, Hallvarður Ein-
varðsson, vararikissaksóknari,
og Guðlaugur Þorvaldsson,
háskólarektor. Rikisskatta-
nefnd er æðsta úrskurðarvald í
skattamálum innan stjórn-
kerfisins.
-ÓV.
Það er hægt að
reka útgerð vel
Sæljónið, 142 tonna stálbátur,
eign Friðþjófs h/f á Eskifirði,
landaði 35 tonna afla í þessari
viku.
Hlutafélagið Friðþjófur er
rekið af fjórum ungum mönnum,
sem stofnuðu það fyrir sjö árum
og keyptu þá Sæljónið. Starfs-
mennirnir verka allan afla
bátsins í salt. Það litla sem þeir fá
af trosi, sem er lúða og steinbítur,
er lagt upp hjá frystihúsinu.
Friðþjófur h/f byggði á sl. ári
500 fermetra fiskverkunrhús og
er það mikil bæjarprýði, bæði
reisulegt og vel málað. Tíu manns
vinna hjá Friðþjófi, og auk þess
er kallað út aukalið 4-6kvenna
eftir hádegið þegar mest er að
gera.
Stofnendur Friðþjófs h/f eru
allir á sjó nema Unnar Björgúlfs-
son, sem er verkstjóri þeirra i
landi. Einnig vinna eiginkonur
þeirra í fiskverkuninni.
Friðþjófur h/f er traust
fyrirtæki og vel rekið og sýnir að
með gát er hægt að reka
hallalausa útgerð.
-Regína /abj.
, til
\f Hótel og
siVJP /I ,búöir ‘
k' UhiNU/\ sérflokkl
Kanaríeyjaferðir
' SUNNV
Þúsundir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár.
FEROASKRIFSTOFAN SUNNA LffKJARGOTU 2 SÍMAR 16400 12070
GÓð
matarkaup
Bjóðum ennþá kjötvörur
á gamla verðinu
Heilir lambaskrokkar 1. verðflokkur
kr. 549 kg.
Úrvals nautahakk kr. 670 kg.
Úrvals lambalifur kr. 450 kg.
Ódýru lambasviðin kr. 290 kg.
Nýreykt hangikjötslœri, heil, kr. 889 kg.
Úrbeinað hangikjötslœri kr. 1.480 kg.
Heilir hangikjötsframpartar kr. 657 kg.
Úrbeinaðir hangikjötsframpartar
kr. 1.325 kg.
Úrvals unghœnur kr. 500 kg, 10 stk. í kassa.
Nýr lundi kr. 100 stk.
Úrvals kólfalœri kr. 430 kg.
Kólfahryggir kr. 350 kg.
Kólfakótelettur kr. 430 kg.
Laugalœk 2 ■ Reykjavík - Sími 35020
Froedslufundir
um kjarasomninga
V.R.
150 ferm hæð til leigu
í miðbœnum, tilvalin fyrir skrifstofur eða
teiknistofur. Á sama stað 70 ferm til leigu.
Uppl. að Grettisgötu 16 og í símo 25252.