Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NOVKMBER 1976. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Léttur sigur Njarðvíkinga UMFN—Breiöablik,94—44 (50—23). Fyrsla og eina minútan, sem Stefán Bjarkason, var með í leik UMFN gegn Breiðabliki, í Njarðvík á laugardaginn, nægði honum til að skora fyrstu körfuna i I. deildinni leiktimabilið 1976- 77 og reyndar aðra líka, en þá tognaði hann illilega um ökklann og verður sennilega frá keppni um sinn. Skömmu fyrir leikslok fór eins fyrir Jónasi Jóhannes- syni, hinum hávaxna Njarðvíkingi, svo að allar horfur eru á, að UMFN verði án sinna tveggja sterkustu leikmanna, að minnsta kosti í næsta ieik. „Komið ekki með fleiri, við eig- um ekki fleiri hækjur,“ var sagt á sjúkrahúsinu í Keflavík þegar Jónasi var ekið þangað. Að framansögðu mætti ætla að um mikinn hitaleik hefði verið að ræða en því fer fjarri, til þess voru yfirburðir Njarðvíkinga gegn nýliðunum úr Kópavogi'allt of miklir. Heimamenn náðu strax öruggu forskoti þótt svo að Marco- vitch, tefldi í byrjun fram þeim leikmönnum sem einna lengst hafa vermt bekkinn i undanförn- um leikjum, en hvíldi skærari stjörnurnar. _ En þrátt fyrir það höfðu Njarðvíkingar náð rúmlega helmings forskoti í leikhléi, 50 stigum, gegn 23 og mismunurinn varð nákvæmlega fimmtíu stig, þegar leiknum lauk, 94—44. Ötulastur var Gunnar Þorvarðs- son, skoraði 22 stig, en næstur honum kom Þorsteinn Bjarnason með 20 stig. Athyglisverður árangur hjá honum þar sem hann var fremur skamman tíma inn á. Geir Þorsteinsson náði sér vel á strik í þessum leik, skoraði 13 stig og gómaði mörg fráköst, en Jónas Jóhannesson skoraði 12 stig. Njarðvlkingarnir náðu oft skemmtilegum leikköflum, en mishittnir að vanda. Breiðablikspiltarnir höfðu lítið að gera í klærnar á UMFN og róðurinn verið þungur hjá þeim í deildinni, enda er körfuknatt- leikurinn ung íþrótt í þeirra félagi. Einn piltur bar nokkuð af, Ágúst Haraldsson, keflvískur námsmaður í Reykjavík, sem skoraði yfir helming stiga UBK. Geysilega hittin langskytta með góða knattmeðferð. Af öðrum leikmönnum má nefna Guttorm Olafsson, gamalreyndan jaxl, sem oft sýndi góð tilþrif. -emm. Borussia heldur strikinu Urslit í þýzku knattspyrnunni á laugardag urðu þessi: Hamborg—Saarbrucken 0-0 Kaiserslautern—Ba.vern 1-1 Essen—Bremen 0-0 Brunswich—Hertha 2-2 Frankfurt—Dortmund 1-4 Schalke—Karlsruhe, 2-2 Dusseidorf—Bochum 1-0 Tennis, Berlin,—Duisburg 1-5 Köln—Borussia, Mön. 0-3 Urslit í hollenzku 1. deildinni í knattspyrnu í gær urðu þessi: Twente—Eindhoven 4-0 Venlo—Utrecht 1-5 Nac Breda—Teístar 3-1 Ajax—Go Ahead 4-0 Sparta—Fejenoord 1-3 Ilaag—Amsterdam 3-0 PSV Eindhoven—Roda 2-1 Haaricm—Nec 1-1 AZ ’67—Graafsehap 4-1 Eftir 13. umferðir er Fejenoord efst með 23 stig. Ajax hefur 21 stig, Roda 18, AZ, Haarlem og Utrecht 16slig. ARMANNIEFSTA SÆTI í 2. DEILD sigraði KA 24-22 og KR tapaii óvænt 21-27 fyrir Þór Ármann hefur nú náð tveggja stiga forustu í 2 deild íslands- mótsins í handknatlleik. A laugardag lék Ármann við KA — það Iið, sem ásamt KR mun væntanlega veita Ármanni mesta keppni um sætið í 1. deild næsta keppnistímabil. Hið unga lið Ármanns sigraði KA — og á undan tapaði KR fyrir Þór — mjög óvænt í Laugardals- höllinni. Ármann hafði ávallt undirtökin í leik sínum gegn KA — staðan í leikhléi var 21-8 Ármanni í vil. KA tókst að minnka muninn í síðari hálfleik — minnst í 1 mark. Þannig var staðan 17-16 og síðan 21-20 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. En Ármann reyndist sterkari á endasprettinum og sigraði 24-22. KR og Þór höfðu leikið á undan og mjög á óvart tapaði KR fyrir Þór — sem aðeins hafði hlotið eitt stig f.vrir leik sinn gegn KR. Engu líkara virtist en leikmenn KR héldu leikinn unninn fyrirfram, leikmenn voru kærulausir og vörn liðsins var nánast eins og gatasigti. Þór komst snemma í 6-2 — síðan var 15-10 í leikhléi. KR tókst engan veginn að minnka muninn í síðari hálfleik og Þór sigraði örugglega 27-21, óvæntur sigur en að sama skapi ánægjulegur fyrir Þór. Liðið virðist nú að vera að ná sér á strik. Þeir Þorbjörn Jensson og Sigtryggur Guðlaugsson voru mjög sterkir — og eins komst Elías Jónsson vel frá leiknum. KR lék hins vegar illa — leikmenn voru ósamstilltir og því upp- ;keran i samræmi við það. Loks léku á laugardag Fylkir og Keflavík. Fylkir átti ekki í vand- ræðum með slakt lið ÍBK og sigraði örugglega 28-15. Staðan í 2. deild er nú: Ármann 4 3 1 0 92-73 7 KA 4 2 1 1 99-80 5 KR 4 2 1 1 96-81 5 Stjarnan 4 2 1 1 77-65 5 Fylkir 4 2 0 2 75-78 4 Þór 3 1 1 1 66-64 3 Leiknir 5 1 1 3 101-119 3 Keflavík 4 0 0 4 70-105 0 UNI0N SIGRAÐI, STEFÁN SKORAÐI — Þetta var auðveldur sigur gegn La Louviere og ég er ánægð- ur með hlut okkar Stefáns Hail- dórssonar í leiknum. Lékum báðir allan leikinn og Royale Union sigraði með 4-0, sagði Mar- tcinn Geirsson, þegar blaðið hafði samband við hann í gær. Union er nú í efsta sæti í 2. deildinni í Belgíú. Hefur 13 stig úr níu leikjum. Ekki var leikið í 1. deild- inni vegna HM-leiks Beigíu og Norður-írlands næstkomandi miðvikudag. — Við erum búnir að kaupa okkur miða á landsleik- inn og allir ísienzku leikmenn- irnir í Belgíu munu sjá ieikinn. Líta á þessi mótherjalið okkar í heimsmeistarakcppninni, sagði Marteinn ennfremur. — Eg er ákaflega ánægður með leik Union gegn La Louviere, sem lék í 1. deild sl. keppnistímabil, en var dæmt niöur í 2. deild vegna mútumálsins, sem kom upp í lok keppnistímabilsins sl. vor, sagði Marteinn ennfremur. Stefán Halldórsson ,,lagði upp“ fyrsta markið fyrir Stanley, sem skoraði. Sjálfur skoraði Stefán annað mark Union í leiknum. Stanley það þriðja og fjórða og síðasta markið skoraði Denuel. Sá háttur er á keppninni í 2. deild, sagði Marteinn ennfremur, að það lið, sem er efst eftir 10 leiki, fær rétt til að leika til úrslita um sæti í 1. deild næsta keppnistímabil þö það verði ekki efst i lok keppninnar. Liðið, sem er efst eftir allar 30 umferðirnar, fer beint upp í 1. deild — en liðin, sem eru efst eftir 10 umferðir og 20 umferðirleika til úrslita um lausa sætið í 1. deild ef annað hvorl þeirra er ekki í efsta sætinu í lok keppninnar. Ef svo reynist fá liðin, sem eru í öðru sæti eftir 10 eða 20 umferðir, rétt á úrslita- leiknum. Union er nú í efsta sæti í 2. deild með 13 stig. Malines hefur einnig 13 stig. en lakari niarka- tölu og hefur auk þess sigrað í færri leikjum. Um næstu helgi leikur Union við neðsta liðið í 2. deild, Eupen, á útivelli og með sigri í þeim leik tryggir Union sér að minnsta kosti rétt í úrslita- keppni um 1. deildarsæti næsta keppnistímabil. Celtic sótti — Celtic-liðið skapaði sér svo mörg tækifæri að það hcfði átt að nægja til að sigra í tólf úrslita- leikjum — en þó vannst ekki sigur hjá Celtic í 13. úislita- leiknum hjá félaginu í röð í deildabikarnum, skrifaði eitt skozku blaðanna í gær uni ieik Aberdeen og Celtic á Hampden Prk á laugardag. Það ótrúlega skeði eftir gangi leiksins, að Aberdeen sigraði með 2-1 eftir framlengingu — og enn einu sinni sannaðist, að allt gctur skeð í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var ekki ójafn — en í þeim síðari var aðeins eitt liö á vellinum, Ceitic. Sóknarbylgjurnar gengu látlaust á mark Aberdeen og furðulegt, að einherjum leikmanni Celtic sk.vldi ekki takasl að skora. í leiknum fékk Celtic 28 hornspyrnur á möti fjórum hjá Aberdeen og segir það meira en flest annað um gang leiksins. Síðari hálfleiknum og fram- lengingunni var lýst beint hiá BBC — og kom þar greinilega fram, að Jóhannes Eðvaldsson var ákaflega virkur í leik Celtic. Nafn hans var mjög oft nefnt í lýsingunni — mun oftar en annarra varnarmanna Celtic, og aldrei var minnst á mistök hjá honum hvað ekki hægt er að segja um flesta aðra leikmenn Celtic- liðsins. Það er óheppni Celtic, að Paul Wilson hefur fengið flest tækifæri Celtic. Honuin er alveg fyrirmunað að skora, sagði þulur BBC. Eitt sinn skallaði Jóhannes —eftir hornspyrnu—knöttinn til hans, þar sem Wilson stóð frír á marklínu. Samt tókst honum ekki að skora. Spyrnti knettinum i stöng og út. En Paul Wilson var ekki eini syndaselurinn í fram- línu Celtic John Doyle fékk Sæmundur Stefánsson er stöðugt vaxandi leikmaður i FH-Iiðin hefur hann heldur betur sloppið í gegnum vörn Gróttu og skorar ei Víkingur sigurgoi\ — Sigraði með 23-22 í bezta Björgvin Björgvinsson, lands- lið^kappinn kunni og fyrirliði Víkings, sýndi alla sína snilldar- takta á fjölum Laugardals- hallarinnar í gær — vel studdur af Ólafi Einarssyni og öðrum ieik- mönnum Víkings. Það var meir en Valur réð við og í lokin stóð Víkingur uppi sem sigurvegari í leik liðanna í 1. d. 23-22. Fyrsti tapleikur Vals í mótinu var staðreynd. Sigur Víkings var verðskuldaður — liðið var betra en Vals í ieiknum og mikil er sú breyting, sem orðið hefur á Víkingsliðinu síðan Kari Bene- diktsson tók þar við stjórnar- taumunum á ný og Rósmundur Jónsson fór aftur í markið. Víkingur er orðið lið — lið með ákaflega sterkum einstaklingum. Leikur Vals og Víkings er hinn bezti, sem sézt hefur á íslands- mótinu í handknattleiknum—éld- fjörugur og tvísýnn, leikur.sem hlýtur að laða fleiri áhorfendur á leiki mótsins en verið hefur hingað til. Að Valur tToaði með aðeins 1 marks mun á sér eina skýringu. Dómgæzla Kristjáns Arnars og að vissu marki Kjartans Steinbach einnig var Valsmönnum svo hag- stæð, að ólíklegt er, að þeir verði annars eins aðnjótandi oftar í mótinu. Þar var allt á einn veg. Fjórum leikmönnum Víkings var vikið af leikvelli í 16 mínútur. Einum Valsmanni. Tvær mínútur. Valur fékk sex vítaköst — Víkingur tvö. Broslegast var, þegar Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, stökk upp úr sæti sínu og að hliðarlínunni. Hrópaði til Kristjáns Arnar. ,,Hvað á þetta að ganga lengi?“Það va r eins og við manninn mælt. Nokkrum sekúndum síðar rak Kristján Örn Þorberg Aðalsteinsson, Víking, af leikvelli — og hann var vart kominn inn á aftur, þegar Kristján Örn rak Magnús Guðmundsson, Víking, af velli. Brot þeirra voru þó aðeins barna- leikur miðað við ýmislegt síðar í leiknum t.d. þegar Valsmaður braut mjög illa á Björgvini Björg- vinssyni — beinlínis kastaði honum niður í vitateiginn með þeim afleiðingum, að Björgvin Aberdeen upplögð tækifæri. Var til dæmis eitt sinn frir fyrir opnu marki Aberdeen — markvörðurinn ekki einu sinni í markinu, en tókst að spyrna framhjá. Slíkt var sorgar- saga Celtic i leiknum. Celtic var á undan til að skora í leiknum. Á 12. mín. var dæmd vítaspyrna á Aberdeen og Kenny Dalglish skoraði örugglega úr henni. Á 25 mín. tókst Jarvie að jafna fyrir Aberdeen. Staðan í hálfleik 1-1 og einnig eftir venjulegan leiklima, þrátt fyrir allapre’ssuCeltic í síðari hálfleikn- ium. Þá var framlengt í 2x15 mínútur. Strax á 2. mín. tókst Robb, sem komið hafði inn sem varamaður fyrir Jarvie í síðari hálfl.eik, að skora fyrir Aberdeen. Það reyndist sigurmark leiksins —en Peter Latchford fell á biaut- um vellinum, þegar hann reyndi að verja frá Robb. Miklar deilur urðu í sambandi við markið — og töldu margir að Robb hefði verið rangstæður. Hann var það um tíma áður, þegar McGrain átti í höggi við Sullivan úti á kanti. Féll og Sullivan gaf fyrir, Knötturinn fór til Robb af Celtic-leikmanni. Eftir markið var sókn Celtic nær látlaus, en liðinu tókst ekki að skora. Aberdeen stóð því uppi sem sigurvegari. „Þetta var ekki sanngjarn sigur — Hamingjudísin var vissulga með Abérdeen í leiknum“, sagði þulur BBC. Áhorfendur voru 69.676 á Hampden Park í ausandi rigningu. Joe Harper, hættulegasti sóknarmaður Aberdeen, sást varla í leiknum, og sama var að segja um hinn miðherja Aberdeen, Scott. Þeir Jóhannes og Roddy MacDonald kváðu þessa leikmenn alveg í kútinn — en þulur BBC sagði, að Harper hefði notið lítils stuðnings

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.