Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NOVEMBER 1976. íþróttir íþróttir Sþróttir iþróitir Afmælisgjöf eða hitt þó heldur. Sjö mörk Ipswich Hann er farinn að leika sama leikinn á ný, pilturinn ungi, rauðhærði, hrokkinhærði — leikinn, sem hann lék i vor, þegar Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn. David Fairclough skoraði þá sjö mörk —oft eftir að hafa komið inn sem varamaður — og í flestum lcikjanna hlaut Liverpool bæði stigln vegna marka Davids. Vegna þeirra sigraði Liverpool á lokasprettinum i keppninni við QPR. A laugardag kom hann inn sem varamaður hjá Liverpool i Sunderland i síðari hálfleik og á 75. min. skoraði David Fairclough eina mark leiksins. Það var kannski ekki sanngjarn sigur, þar sem Sund- erland var mun meira með knöttinn — sótti meira og fékk sin tækifæri. En vörn Liver- pool, með fyrirliðann Emlyn Hughes sem bezta mann, var frábær og David nýtti svo sitt tækifæri, þegar hann fékk knöttinn frá Kevin Keegan. Liverpool hefur því áfram þriggja stiga forustu í 1. deildinni, en Sunderland settist aftur á botninn. Liðið lék vel gegn Liverpool, en það nægði ekki. Alan Foggon átti skot í þverslá Liverpool-marksins í fyrri hálfleik, Billy Hughes náði knettinum og spyrnti yfir. Vörn Liverpool hafði þó yfir- leitt tögl og hagldir í leiknum. Jimmy Case lék i stað McDer- mott, sem er meiddur. En þó Liverpool sé efst beinist athyglin þó miklu meira að öðru liði, Ipswich Town. í síðasta þætti hér í blaðinu um ensku knattspyrnuna var sagt, að það væri meistarakjarni i Ipswich-liðinu. Það sannaði liðið vel á laugardag, þegar það vann sinn sjötta sigur í röð — og hvílíkur sigur. 7-0 gegn ekki lakara liði en West Bromwich Albion. Það var afmælisgjöf — eða hitt þó heldur — sem framkvæmdastjóri WBA og leikmaður, írinn kunni Johnny Giles, fékk þar. Hann varð 36 ára á laugardag!! WBA átti varla skot á mark í leiknum, svo miklir voru yfirburðir Ipswich. Trevor Whymark skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mín. og John Wark bætti öðru við á 44. mín. í síðari hálfleiknum hélt ekkert Ipswich-strákunum. Whymark skoraði þrennu til viðbótar — fjögur mörk alls. — Nýi leikmaðurinn Poul Mariner eitt eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn, og varnar- maðurinn, sterki, Kevin Beattie eitt. Allt frábær mörk, sem hver um sig hefði getað fengið útnefningu sem mark ársins, mánaðarins eða vikunnar. Bobby Robson hefur unnið frábært verk í Ipswich. Ekki aðeins aðalliðið er gott —vara- lið Ipswich sigraði sl. vor í keppni varaliðanna á Suður- Englandi og tvívegis siðustu fjögur árin hefur Ipswich unn- ið strákabikarinn enska. Þar hefur verið vel sáð og uppskeran er líka mikil. Minnir á, þegar Manch. Utd. vann strákabikarinn í fimm ár, þegar liðið fræga, sem síðan splundraðist í Munchen-slysinu 1958, var byggt upp. En nóg um það. Lítum á úrslitin á,laugardag. 1. deild. Arsenal—Birmingham 4-0 Aston Villa—Man. Utd. 3-2 Bristol C.—Coventry 0-0 Everton—Leeds 0-2 Ipswich—WBA 7-0 Leicester—Norwich 1-1 Man. City—Newcastle 0-0 QPR — Derby County 1-1 Stoke—Middlesbro 3-1 Sunderland—Liverpool 0-1 West Ham—Tottenham 5-3 2. deild Brunely—Oldham 1-0 Carlisle — Bolton 0-1 Charlton—Plymouth 3-1 Fulham—Cardiff 1-2 Hereford—Chelsea 2-2 Hull—Blackpool 2-2 Luton—Bristol Rov. 4-2 Nottm. For. — Blackburn 3-0 $heff. Utd.—Notts. Co. 1-0 Southampton — Orient 2-2 Wolves—Millvall 3-1 3. deild Brighton—Swindon 4-0 Bury—Sheff. Wed. 1-3 Chester—Wallsall 1-0 C. Palace—Reading 1-1 Grimsby—Chesterfield 1-2 vítateig á Villa fyrir brot á Mcllroy. Gordon Hill tók spyrnuna — gaf á Stuart Pearson, sem skallaði frír í mark. Eftir mikinn sóknar- þunga tókst Villa að jafna á 41. mín. Brian Little átti skot á mark. —ivnettinum var spyrnt út fyrir vítateiginn og þar kom Dennis Mortimer á fullri ferð og þrumufleyg hans af 25 m færi réð Stepney ekki við. Síðari hálfleikur hófst með krafti. Villa byrjaði. Lék beint upp og Andy Gray skoraði eftir aðeins 18 sek. Þremur mín. síðar jafnaði United. Hill spyrnti á mark og knötturinn small í báðar stangir áður en hann lenti í markinu. A 55. mín. skoraði Gray sigurmark Villa — 15. mark hans í haust. Jimmy Nicholl, bakvörður United, var með knöttinn einn, en spyrnti útaf. Eftir innkastið barst knötturinn fyrir mark og Gray skoraði. Síðar í leiknum varði Stepney víti frá Ray Tony Waddington valdi son sinn í lið Stoke, Steven að nafni og það er fyrsti leikur piltsins unga með liðinu. Alan Hudson gat ekki leikið. Dave Armstrong skoraði fyrir Middlesbro á 5. mín. — annað útimark liðsins, en Steven Waddington jafnaði fyrir Stoke á 20. mín. Jimmy Greenhoff, eldri bróðir enska landsliðs- mannsins hjá Manch. Utd. Brian Greenhoff, átti stórkostlegan leik í liði Stoke. Var maðurinn bakvið nær allt hjá liðinu og skoraði tvívegis i byrjun s.h. Arsenal náði snemma forustu gegn Birmingham með marki Frank Stapleton. í lok f.h. var Gary Jones rekinn af velli og 10 leikmenn Birmingham voru létt bráð fyrir Arsneal í s.h. Malcolm MacDonald komst aft- ur á markalistann, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að hafa sjálfur verið felldur innan vltateigs — en hin mörk Arse- Töfrar þeirra Marsh og Best eru hættir að hrífa, þó svo Best skori. Aðeins 12 þúsund sáu leikinn á Craven Cottage á laugardag og Fulham tapaði. Mansfield—Lincoln 3-1 Oxford—Portsmouth 2-1 Peterbro—Gillingham 0-1 Preston—Northampton 3-0 Rotherham—Shrewsbury 1-0 York—Port Vale 1-0 4. deild Aldershot—Southend 0-0 Barnsley—Scunthorpe 5-1 Bradford C.—Cambridge 0-0 Brentford—Bournemouth 3-2 Darlington — Halifax 0-0 Huddersf.—Workington 2-1 Southport—Rochdale 1-1 Swansea—Exeter 0-0 Torquay — Watford 3-1 Manch. Utd. hefur ekki borið sitt barr síðan fyrirliðinn Martin Buchan meiddist í landsleik Tékka og Skota. Aðeins eitt stig úr fjórum deildaleikjum. Leikur Aston Villa og Manch. var frábær — stórskemmtilegur fyrir áhorfendur, sem fylltu Villa Park. Yfir 50 þúsund. Villa var með sama lið og áður, en Lou Macari var settur úr liði United. Chris McGrath, írski landsliðsmaðurinn, sem nýlega var keyptur frá Tottenham fyrir smápening tók stöðu hans. Fyrsti heili leikur hans með liðinu. Villa sótti meira í byrjun, en United varð á undan til að skora. Það var á 25. mín., að dæmd var aukaspyrna við Graydon, hinum snjalla útherja Villa. Bezti maður Villa í leikn- um var Alex Cropley, nýi leik- maðurinn frá Arsenal. Loks vann West Ham — 3ji sigur liðsins frá því á jólum í fyrra — og liðið sýndi snilldar- sóknarleik gegn Tottenham, enda hefur vörn Tottenham oft verið sem flóðgátt i haust. West Ham komst í 2-0 fljótlega með mörkum Pop Robson, fyrsta markið, sem hann skorar frá því hann var keyptur á ný frá Sunderland, og Billy Bonds. Síðar skoruðu Trevor Brooking, Alan Curbishley og Billy Jennings — en John Duncan, Glen Hoddle og Keith Osgood, víti, fyrir Tottenham. Leeds hefur sótt mjög á síðustu vikurnar. Er nú komið í 10. sæti eftir ákaflega slæma byrjun. Liðið vann öruggan sigur í Liverpool á Everton með mörkum Gordon McQueen og Joe Jordan í síðari hálfleik. Ray Hankin lék í stað Peter Lo- rimer, sem er meiddur, en þeir George Telfer og Ronald - Goodlass gátu ekki leikið með Everton vegna meiðsla. Roger Ken.von og David Smallman tóku stöður þeirra — en Everton-liðið náði sér aldrei á strik. nal skoruðu bakvörðurinn Sammy Nelson og hinn 18 ára Trevor Ross. Um aðra leiki í 1. deild er það að segja, að QPR náði forustu á 12. mín. þegar Don Givens skoraði úr vítaspyrnu. Colin Boulton, sem kom 1 mark Derby á ný í stað Graham Moseley, missti knöttinn, en greip síðan um fætur Givens til að koma í veg fyrir að hann skoraði. Við vítaspyrnu Givens réð hann svo ekki. QPR lék vel framan af, en síðan dofnaði leikurinn í rigningunni í Lundúnum. Stan Bowles komst þó frír í gegn, en spyrnti beint á Boulton. Hins vegar var QPR heppið, þegar Bruce Rioch tókst á einhvern hátt að skalla knöttinn upp í þverslá þegar hann stóð frír í marki QPR, og miklu auðveldara var að skora. I s.h. var Derby mun betra liðíð drifið áfram af stórleik Archie Gemmill. En liðinu tóks aðeins að jafna — Leighton James, tvívegis, og Kevin Hector fóru illa með opin tækifæri, auk þess, sem Phil Parkes sýndi snilldartakta í marki QPR. Leicester tókst ekki að sigra Norwich á heimavelli. Frank Worthington skoraöi fyrir Leicester. Phil Bo.ver jafnaði. Manch. City átti slakan leik gegn Newcastle — það svo, að Mahoney, markvörður Newcastle, þurti aðeins ao verja tvisvar í leiknum. Craig, Cassidy og Nulty sýndu mjög sterkan framvarðaleik hjá Newcastle. Yfir 40 þúsund áhorfendur urðu fyri'r miklum vonbrigðum með leikinn. í 2. deild tókst Hereford, eftir atta tapleiki í röð, að ná stigi af efsta liðinu Chelsea. Terry Paine er byrjaður að leika á ný — lék sinn 807. deildaleik. Steve Finnieston skoraði bæði mörk Chelsea í leiknum, annað víti, en Ritchie og Layton fyrir Hereford. Wolves komst i annað sæti með sigrinum á Millvall. Kitchener, sjálfsmark, Sunderland og Daley skoruðu mörk Úlfanna. Fulham tapaði á heimavelli og hefur ekki unnið i sjö síðustu leikjunum. Áhorfendafjöldinn féll lika niður í 12 þúsund á heimavelli i gær. Það langminnsta síðan Best og Marsh byrjuðu að leika með Fulham. Best skoraði mark Fulham i leiknum. I 3ju deild heldur Brighton sinu striki og vann stórsigur á Swindon. Er efst með 23 stig. Wrexham hefur 20, Shrewsbury 19. í 4. deild er Bradord City efst með 21 stig, Cambridge hefur 20, Rochdale 19. Leikmaðurinn kunni, George Graham, áður Arsenal og Manch. Utd. er kominn til C. Palace. Fór frá Portsmouth í skiptum fyrir David Kemp. Staðan er nú þannig: 1. deild Liverpool 13 9 2 2 20-8 20 Ipswich 12 7 3 2 25-13 17 Aston Villa 13 8 0 5 27-16 16 Man City 13 5 6 2 17-11 16 Newcastle 13 5 6 2 18-13 16 1 Leicester 13 4 8 2 14-11 16 Middlesbro 13 6 3 4 9-10 15 Everton 13 5 4 4 22-19 14 Arsenal 13 6 2 5 23-21 14 Leeds 13 5 4 4 18-16 14 Birmingham 14 6 2 6 29-19 14 WBA 13 5 3 5 19-19 13 Stoke 13 5 3 5 10-13 13 Man. Utd 12 4 4 4 19-18 12 Coventry 12 4 4 4 14-14 12 QPR 13 4 4 5 17-19 12 Derby 12 2 6 4 18-18 10 Norwich 14 3 4 7 13-21 10 Tottenham 13 3 3 7 17-31 a Bristol C. 13 2 4 7 10-16 8 West Ham 13 2 3 8 14-28 7 Sunderland 12 1 4 7 7-17 6 2. deild Í Chelsea 13 9 2 2 24-17 20 Wolves 13 6 4 3 31-17 16 Blackpool 14 6 4 4 23-17 16 Bolton 13 7 2 4 22-17 16 Charlton 13 6 4 3 30-26 16 Nott. For. 13 5 4 4 29-18 14 Oldham 13 5 4 4 17-18 14 Sheff. Utd. 13 4 6 3 17-18 14 Hull 12 4 5 3 16-14 13 Notts. Co. 13 6 1 6 18-22 13 Millvall 12 5 2 5 19-16 12 Bristol R. 13 4 4 5 15-17 12 South’ton 13 4 4 5 23-25 12 Luton 13 5 2 6 19-21 12 Burnley 13 4 4 5 18-21 12 Blackburn 13 5 2 6 14-17 12 Plymouth 13 3 5 5 19-20 11 Fulham 12 2 5 4 15-16 11 Cardiff 13 4 3 6 19-23 11 Carlisle 13 3 4 6 16-26 10 (l Orient 11 2 4 5 11-15 8 Hereford 13 2 3 8 18-32 -L J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.