Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NOVEMBER 1976. binn 41 árs gamli, skeggjaði leiðtogi andstæðinganna í hreyfingunni UNITA, hefur aldrei viðurkennt ósigur sinn. ,,Hann sagði mér að hann myndi fara inn í skógana og halda áfram að berjast," sagði einn þeirra síðustu blaðamanna, sem áttu viðtal við Savimbi. „Ég trúði honum ekki, en ég hafði rangt fyrir mér.“ Klassískur skœruhernaður Það hefur komið í ljós'á undanförnum mánuðum Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA: engin uppgjöf. hversu ntjög þessi blaðamaður hafði rangt fyrir sér. Savimbi hefur haldið uppi klassískum skæruhernaði í suðurhluta og miðhluta Angola með 5-10 þúsund manna liði sínu. Síðan í marz segjast UNITA-menn hafa fellt fimmtán hundruð kúbanska hermenn og rúmlega tvö þúsund MPLA- hermenn í fyrirsátum og skyndiárásum. I viðtali við Savimbi, sem birtist nýlega í franska dagblaðinu Figaro, segir hann: „Við höfum nú þegar náð héruðunum Moxico, Bié, Huambo og Cuando Cubango undir okkar stjórn. I borgunum vinna hópar okkar að skemmdarverkum. Aðrir hópar eru um það bil að hefja starfsemi sína í hafnar- borgunum Mocamedes og Benguela. Allir íbúar í mið- og austurhluta Angola styðja UNITA." „Tveggja mánaða upp- lausn og ringulreið" Framtíðin blasti ekki beinlínis við UNITA eftir sigra Netos í febrúar. Hre.vfingin hafði að visu gnægð vopna og skotfæra og naut almenns stuðnings alþýðunnar i landinu. En mat, lyf og stjórnskipulag skorti verulega á. „Við áttum ekki von á framgangi kúbönsku her- mannanrra," segir einn embættismanna UNITA. „í tvo mánuði ríkti algjör upplausn og ringulreið hjá okkur.“ Savimbi gerði sér grein fyrir því, að baráttuvilji hermanna hans var í lágmarki. Hann lét því MPLA taka þær borgir, sem enn höfðu ekki fallið í hendur þeim, og hélt inn í frumskógana með menn sína til að hefjast handa við endurskipulagninguna. í maí hélt hann flokksþing á felustað við Cuanza-fljót. Þar var áður. Húsið við höfnina verður sennilega tekið í notkun á þessu ári. Þar eiga að verða pláss fyrir þetta blessaða fólk, sem hvergi fær inni — en hvernig verður sú fram- kvæmd? Best að bíða og sjá hvað verður. Eftir ár verða kosningar til borgarstjórnar, bæjar og sveitarstjórna. Er nú þess vegna m.a. mikill áhugi hjá þeim, aó gera allt fyrir alla— og nú verður blessuðu gámla fólkinu ekki lengur gleymt, gamla fólkið hefur ennþá kosningarétt. Tvö elli- heimili verða reist í Reykjavík — margar leiguíbúðir fyrir aldraða einnig, fyrir utan nokkur elliheimili og fjölda íbúða úti um allt land. Ber vissulega að fagna þessum sinnaskiptum, en því miður er er aðeins nokkrir mánuðir — reynsla mín í þessum málum langleguvandamálið óleyst sem sú, að eftir kosningar fari þetta Kjallarinn Gísli Sigurbjörnsson hernum skipt niður eftir svæðum og gerð grein fyrir helztu skotmörkunum. Síðan þá, segja UNITA-menn, hefur verulega 'dregið úr vanda þeirra. Almennur stuðningur var nú nýttur til hins ýtrasta og þá jukust matvæla- og lyfja- birgðirnar. Nú er svo komið, segja talsmenn hreyfingarinn- ar, að sumum svæðum á lands- byggðinni stjórna þeir svo al- gjörlega, að þar'hafa verið sett ugp samyrkjubú og alþýðuþing undir þeirra stjórn Þéír segja eninig — með tilfinningu blandinni stolti og eftirsjá —að þeir njóti nú ekki aðstoðar nokkurs erlends ríkis. Járnbrautinni haldið ónothœfri Til þessa hefur aðgerðum UNITA aðallega verið beint að því að lama efnahagslíf Angola. Mestan árangur hefur borið viðleitni þeirra til að koma í veg fyrr viðgerðir á Benguela- járnbrautarlínunni, sem er 1244 mílur þvert yfir landið frá hafnarborginni Lobito til Zaire og Zambiu. Talsmenn stjórnar Netos sögðu í upphafi að járn- brautin yrði fyrst opnuð ekki síðar en í júní síðan var tikynnt að opnunarathöfnin yrði 9. ágúst. En sú athöfn hefur enn ekki farið fram og ekkert hefur verið tilkynnt um nýja dagsetningu. Þetta þykir benda rækilega til þess, að skemmdarverkastarfsemi UNITA hafi borið árangur. „Járnbrautin er eitt af auðveld- ari skotmörkunum,“ segir einn herforingja UNITA. „Hún liggur um það landsvæði sem við stjórnum alveg. Margir stuðningsmanna okkar unnu við lagningu hennar og tóku með sér tæki, þegar þeir flúðu, sem hægt er að nota til að rífa upp teinana." Þorp lögð í eyði í hefndarskyni hefur Neto nýlega sent sínar eígin her- sveitir og kúbanska hermenn í árásarferðir um svæði, þar sem stuðningsmenn UNITA búa. Að því er virðist hefur þessi her- ferð borið árangur meðfram landamærunum að Suðvestur- Afríku, þar sem sagt er að heilu þorpin hafi verið lögð í eyði. UNITA-menn halda því aftur á móti fram, að herferó NETOS hafi engan árangur borið í vígjunum í miðhluta landsins. í júlí, að sögn UNITA-manna, sendi Neto fjögur þúsund kúbanska hermenn og sex þúsund MPLA-hermenn undir stjórn portúgalskra herforingja inn á svæði þeirra með skriðdreka, brynvarðar bif- reiðar og þyrlur. En UNITA- menn höfðu frétt af fyrirhugaðri árás og forðuðu sér inn í skógana, þaðan sem þeir gerðu skæruárásir á stjórnarhermennina. allt í sama horfið — og þó... Vonarneisti er nokkur vegna þess, að nýir menn eru að taka við, og við verðum að vona, að þeir verði betri en hinir, sem svo mörgu lofuðu, en efndu svo lítið. Fyrir mörgum árum sam- þykkti Velferðarnefnd aldr- aðra, skipuð af borgarstjóra eða borgarstjórn, ályktun um það, að brýn nauðsyn væri á að reisa hæli fyrir senilt og geðveikt gamalt fólk, sem ekki á samleið með öðrum á elliheimili. Ötal sinnum hefur verið um þetta rætt, en ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Er hér um mjög mikilvægt mál að ræða, sem mun, þegar úr verður — breyta miklu fyrir marga. Er það aug- ljóst mál, að nauðsynlegt er að hafa sérstakan samastað fyrir þetta fólk, sem ekki á samleið með hinum, en gerir mikið ónæði, verður til mikilla vand- ræða oft og tíðum. Við höfum á seinni árum ís- landssögu breytt mörgu. Hag- stofur eru hjá flestum bönkum, Hagstofa Islands, Hagstofa Reykjavíkur og ótal hag- fræðingar. Svo koma tölvurnar og þær eru ekkert smáræði. Computer-tölvur eru lausnar- orðið, en þrátt fyrir alla hag- fræðinga, sérfræðinga og þá ekki síst sálfræðinga — þá virðist öngþveitið í flestum málum aldrei hafa verið skelfi- legra. Skipulag er lausnin er sagt, og er náttúrlega satt — ef •rétt er að farið. En á því er mikill misbrestur. Nýtt lán um áramótin — tuttugu þúsund milljónir króna, er dæmi um stjórn og aðhald á sökkvandi þjóðarskútu. Nýlega sagði ég við einn þeirra — á sviði heilbrigðis- Kúbanir koma í veg fyrir að draumar Savimbis rœtist Kúbönsku hermennirnir eru helzta ástæðan fyrir hernaðar- legum yfirburðum stjórnar- innar í Luanda. UNITA-menn segjast smám saman vera að draga úr baráttuvilja þeirra með því að neyða þá til að hörfa frá smærri vígjum með því að eyðileggja rafmagnsleiðslur, vatnsleiðslur og samgöngu- leiðir. Vestrænir sérfræðingar eru hins vegar þeirrar skoðunar, að sögn bandarfska fréttatímaritsins Newsweek, að Savimbi geti ekki unnið hern- aðarlegan sigur yfir kúbönsku hermönnunum,' og því séu vonir hans um að fá sæti í sam- steypustjórn í Luanda daprar —að minnsta kosti svo lengi sem Kúbanirnir séu í Angola. Þessir sömu sérfræðingar segja hins vegar að UNITA geti að líkindum haldið endalaust áfram að berjast á meðan ástandið er óbreytt. „Jafnvel þótt kúbönsku hermennirnir séu þarna, er hreinn barna- leikur að berjast við MPLA miðað við hvernig það var að eiga við Portúgalina í átta ár,“ hefur Newsweek eftir einum þessara sérfræðinga. Útrýming Það er því líklegt, að borgara- styrjöldin í Angola eigi eftir að standa lengi. Jafnvel þótt Savimbi og menn hans vildu leggja niður vopn, segir einn sérfræðinganna, þá gætu þeir það ekki. Afstaða Netos og manna hans gagnvart þeim er slík, að uppgjöf þeirra myndi nær örugglega leiða til algjörrar útrýmingar þeirra. mála — hvers vegna gleymið þið ekki — um stund — pólitík og deilum. Væri ekki reynandi að ná í nokkra til skrafs og ráðagerða og reyna að sam- ræma sjónarmiðin og — lengra komst ég ekki. — Gísli, þér gleýmið einu — reyndar fleiru — á Islandi fer allt eftir flokk- um og pólitík, stjórnsemi, hyggni og annað slíkt er ekki talið með. Og svo er hitt, sem þér megið aldrei gleyma, hér vilja allir skipa fyrir — að hlýða, það gerum við helst ekki, enda eru á íslandi allir kóngar. Greinin hófst um mál ell- innar —hún endar á þessu ei- lífa vandamáli, sem hefur verið okkar þjóð fjötur um fót í alda- raðir — sundruð þjóð, sem veit ekki hvert stefnir. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Fyrri stjórnin og síðan núverandi ríkisstjórn riftu fljótiega gerðum kjara- samningum og afnámu með bráðabirgðalögum umsamda vísitöluhækkun, á laun. Afleiðingin er sú að frá 1. mars 1974 til 1. ágúst 1976 hefur framfærsluvísitalan hækkað um 150% og kaupgjalds- visitalan, sem um var samið í samningum, hefði átt að hækka um 130%. En launastigi opinberra starfsmanna hefur á sama tíma einungis hækkað um 40-70%. Að vísu hafa yfirboð og yfirborganir nokkuð færst í vöxt að undanförnu á al- mennum vinnumarkaði en samt mun enginn láta sér detta í hug að saka launafólk um óðaverðbólguna á Islandi. Það er staðreynd að launa- kjör íslenskrar alþýðu eru nú orðin ein hin allra lægstu í Vestur-Evrópu. Að vísu er margs að gæta i samanburði launa milli landa, en ég greip nýlega niður í upplýsingar úr félagsblöðum opinberra starfs- manna í Danmörku og virtust t.d. laun skrifstofufólks, sér- skólakennara og símritara vera Kjallarinn Haraldur Steinþórsson nálægt þvi tvöfalt hærrýþar en hér. Launþegahópurinn er þannig sýkn sáka sem verðbölguvaldur. Hvar er þá að leita orsakanna? Þannig spyr nú margur maður- inn og sjáll' ríkissljórniri klórar sér í kollinum og telur sig nú allt í einu vilja leita að ástæðunni með því að skipa fjölmenna verðhólgunefnd. Stjórnlaus fjárfesting Ekki ætla ég mér þá dul að le.vsa gátuna miklu um verðbólguna í einu greinar- korni — en ég vil beina kast- Ijósi að einum þætti þ.e. fjár- festingu á íslandi, sem virðist hafa orðið talsvert útundan í umræðum um þessi vandamál. Og skýringin á því er víst líka býsna nærtæk, en hún er sú, að stjórnmálamenn í ölluni flokkum og fulltrúar þeirra í banka- og lánastofnunum eiga þarna sameiginlega hlut að, og talar því hver þeirra um sig varlega um ávirðingar annarra. Athugum nærtækt dæmi um þetta. Öll þjóðin er vissulega sammála um, að stórátak var nauðs.vnlegt í orkumálum bæði á sviði vatnsaflsvirkjana og hitaafls. En mikið veítur á að fyllstu hugkvæmni sé ætíð gætt í slíkum framkvæmdum, og mér vitanlega hefur þjóðinni aldrei verið gerð hlutlæg grein fyrir verðbólguhvetjandi áhrifum þessara stórfram- kvæmda hér á landi. Koma þar til álita m.a. þjóðfélagslegu áhrifin á kaupgjald og almennt atvinnulíf í landinu o. fl. meðan á framkvæmdum stendur, lána- og vaxtakjör erlendra lána og áhrif gengislækkana á þau svo og reynsla af ’ langtíma samningum, sem gerðir hafa verið til stóriðjufyrirtækja á sania tíma og almenningur hefur orðið að taka á sig endur- teknar gifurlegar hækkanir orkuverðs. Það skyldi nú ekki vera, að ýmsum embættis- og stjórnmálamönnum sé verðbólgan gagnleg til að h.vlja mistök í framkvæmd ýmissar opinberrar fjárfestingar undanfarna áratugi, og þar séu t.d. þörungavinnsla og Kröfluframkvæmdir aðeins síðustu dæntin. Þáttur „einkaframtaksins" á sviði st jórnlausrar og val’a- samrar fjárfestingar er áreiðanlega einnij* stórfelldur. Segja má að vísu, að þarna sé að verulegu leyti um sama vanda- málið að ræða, því að svokallaðir „eigendur atvinnu- fyrirtækja“ eru einnig að valsa með fjármuni almennings, þar sem langstærstur hluti fjár- festingar er kostaður með lánum hjá ríkisreknum bönkum og opinberum fjár- festingasjóðum. Margföld fjárfesting á sama sviði og mörg sams konar smáfyrirtæki með rándýrum húsa- og vélakosti, sem aldrei geta haft rekstrarnýtingu nema hluta úr ári eru því miður ekki undantekningar heldur alltof algeng f.vrirbæri í einkarekstri hér á landi. Hér er þess enginn kostur að telja upp ótal dærni þessunt fullyrðingum til stvrktar og ntig skortir talnalegar upp- lýsingar. Kannski koma þær í leitirnar hjá verðbólgu- nefndinni — en i henni eiga sæti bæði stjórnmálamenn og ráðamenn banka- og lánasjóða- kerfisins á íslandi. Haraldur Steinþórsson kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.