Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 3

Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977. 3 2V SKÍÐAMÓT ALLS EKKIGRÓDAVÆNLEG — misskilningur ígrein um skíðamót íBláfjöllum 31-3’77 Vegna greinar „Keppanda" í Dagblaðinu mánudaginn 28. marz sl. óska undirritaðir að eftirgreint komi fram. 1 fyrsta lagi er þess að geta að Reykjavíkurmót í svigi eldri en 12 ára hefur ekki ennþá farið fram. En við þykjumst sjá að „Keppandi" eigi við svigmót ÍR sem fór fram um helgina 12. og 13. marz. Því miður eru flestar staðreyndir og allar tölur rang- færðar svo stórlega í grein „Keppanda“ að erfitt er um vik að svara henni beint, en helztu staðreyndir eru þessar. I grein „Keppanda“ er sagt að keppendur í mótinu hafi verið liðlega 200, en hið rétta er að þeir voru 130, þ.e. 50 12 ára og yngri, sem greiddu kr. 300,- í keppnisgjald hver, en þeir eldri sem voru 80, greiddu kr. 500.- hver, en gjald þetta er ákvarðað af Skíðaráði Reykjavíkur. Það mun samdóma álit þeirra sem þekkja til kostnaðar við að halda skíðamót að tekjur af þeim hrökkva tæpast fyrir beinum kostnaði og reyndist svo einnig um þetta mót. Mótið hófst báða dagana stundvislega kl. 13 eins og auglýst hafði verið og gekk i alla staði samkvæmt áætlun. Á laugardaginn voru keppendur 50 og fóru þeir báðar ferðir í sömu braut, enda voru skilyrði mjög góð og brautin í góðu lagi alla keppnina, sem sest bezt á því að aðeins 4 luku ekki keppni. Á sunnudaginn voru keppendur 80 og keppt í tveimur brautum. I fyrri brautinni kepptu 36 og í hinni seinni 44. Aðstæður allar voru verri en hinn fyrri daginn, brotafæri sem grófst nokkuð. Mat brautarstjóra var þó það að brautirnar skánuðu heldur þegar á leið keppnina, og var þvf ákveðið að leggja ekki nýjar brautir milli ferða. Varðandi brautarverðina upplýsist að sá yngsti var 13 ára og teljum við að hann hafi verið fullfær í starfið og hafi meira vit á brautum og brautar- lagnginu en „Keppandinn" sem greinina reit, megi dæma hann af skrifum sínum. Mótstjórar svigmóts I.R. Sigurður Einarsson, Þorbergur Eysteinsson. Sjónvarpsdagskráin léleg undanfarið ““ Bergljót Aðalsteinsdóttir, Eyjabakka 7 skrifar: Mig langar til að koma því á framfæri hvað mér finnst sjónvarpið hafa verið lélegt, undanfarna mánuði. Það mætti halda að einungis væru framleiddar sjónvarps- myndir í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Eru ekki þrír eða fjórir brezkir myndaflokkar í gangi um þessar mundir, enginn þeirra þess virði að horfa á. Það er skrýtið að fá ekki að sjá myndir frá öðrum löndum. Ég minnist þess að hafa séð myndir frá öðrum löndum hér áður fyrr, m.a. austantjalds- löndum og voru þær mjög fróðlegar margar hverjar og frábrugðnar. Þá vil ég einnig gagnrýna fréttii' sjónvarpsins en þar þykir mér gæta hlutdrægni. Pað er sem einstaka lönd séu lekin fyrir og á þeim staglazt æ ofan í æ, en látið sem önnur séu ekki til. Lönd eins og Brazilía og Argentína eru alveg skilin út- undan likt og þar sé ekkert að gerast. Manni finnst stundum sem annarleg öfl liggi þarna að baki, en vonandi er svo ekki. Að endingu: Margir hafa saknað íslenzkra leikrita í sjón- varpinu. Hvers vegna eru ekki Atriði úr leikriti Haildórs Laxness, Veiðitúr í óbyggðum. fleiri slík frumsýnd lengur. Það a.m.k. eiti nýtt leikrit væri sýnt var til skamms tima venja að á hverjum vetri. Fór kannski of mikiö fé í Lénharð eða hver er ástæðan? Morð og skothríð með f jölskyldumyndinni! BEG hringdi: Ég var að koma frá því að horfa á Bensa í Hafnarbíói, og er myndin sannarlega fyrir alla fjölskylduna. En mér finnst ófært hjá kvikmyndahúsinu að sýna sýnishorn úr næstu mynd með myndinni um hundinn Benda, því þar er alltof mikið um morð og skothríð sem ekki eru við hæfi barna sem koma að sjá Bensa. Hríngið ísíma 83322 kl. 13-15 eða skrifið Spurning dagsins Hverju spáirðu um úrsiitin í áskor- endaeinvíginu? Sigtryggur Sigtryggsson blaða- maður á Morgunblaðinu: Það verður að telja að Hort hafi meiri möguleika þegar tillit er tekið til vt-ikinda Spasskys. Gunnar Steinn Pálsson blaða- maður á Þjóðviljanum: Eg vil engu spá um úrslitin. Annars finnst mér Hort vera maður á uppleið. Haukur Már Haraldsson blaða- maður á Alþýðubiaðinu: Eg hefi gamla tröllatrú á Spassky og spái honum því sigri. Þetta er alls ekki fræðileg skoðun eða rökstudd en ég • hefi ekki misst trúna á Spasský. Gunnar Salvarsson biaðamaður á rimanum: Eg spái því að Hort vinni. Þeir eru auðvitað mjög jafnir, eins og dæmin sanna. Ég hefi samt trú á því að Hort hafi það, — sérstaklega ef einvígið dregst eitthvað á langinn. Gunnar Andrésson ljósmyndari á Timanum: Eg held með Spassky og óska þess að hann vinni. Hann hefur átt við bæði Hort að striða og svo veikindin. Hann á samúð mína. Björn Bjarman ril- og skákdálka- höfundiir: Vinningi hjá Hort

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.