Dagblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977.
Af skurðarborðinu
að skákborðinu aftur
Hort drd hvftt -
næsta skák f
Hamrahlíðarskdl-
anumá
laugardaginn
kemur
„Spassky dró síöast frá Hort.
Ég ætla því að biðja Hort að
draga frá Spassky,“ sagði Guð-
mundur Arnlaugsson, yfirdóm-
ari í áskorendaeinvíginu, þegar
dregið var um lit i næstu skák-
inni. Hann fékk Spassky síðan
svart peð og hvítt. Spassky bað
Hort að halda fyrir augun á
meðan hann kom peðunum fyr-
ir í krepptum hnefum. Hort sló
létt á hægri hnefann. Spassky
henti peðinu eins og bolta upp í
loftið og greip það síðan. Peðið
var hvítt.
Hort hefur því hvítt í fyrri
skákinni sem tefld verður í
Hamrahlíðarskólanum næst-
komandi laugardag. Hefst hún
kl. 16.30. Verði hún biðskák,
verður hún tefld áfram á sama
tíma á páskadag. Síðari skákin
verður tefld kl. 16.30 á annan í
páskum í Hamrahlíðarskólan-
um.
Fyrirhugað var að framhald
keppninnar hæfist á skírdag,
þ.e. fimmtud. Að læknisráði
bað Hort um að fyrri skákinni
yrði frestað til laugardags. Eng-
inn efast um að Hort sýnir
þarna andstæðingi sínum
drengskaparbragð, enda þótt
biðin vegna veikinda Spasskys
kunni að hafa valdið honum
nokkrum óþægindum.
Nú hefur Spassky beðið um
og fengið frestun þrisvar sinn-
um í þessu einvígi og Hort tví-
vegis. Samkvæmt reglum P'IDE
á hvor keppandi rétt á þrem
frestum á skákum í einvíginu.
„F’ræðilega séð getur einvíg-
ið staðið lengi enn,“ sögðu þeir
Einar S. Einarsson, forseti
Skáksambands Islands, og
Högni Torfason, varaforseti.
„Með tilliti *til þess sem og
fjölda annarra atriða, er
augljóst að brýn þörf er á því að
endurskoða reglurnar um ein-
vígi sem þetta,“ sögðu þeir.
„Það hefur aldrei komið
fyrir áður að einvígi hafi ekki
lokið í 12 skákum,“ sagði Guð-
mundur Arnlaugsson, yfirdóm-
ari. „Það hefur heldur aldrei
komið fyrir, að keppandi hafi
farið frá skákborðinu á skurð-
Spassky og Hort brosa hlýlega um leið og sá síðarnefndi dregur um lit á Hótel Loftleiðum í gær.
arborðið,“ sagði Guðmundur.
Það er því að vonum að ekki
skyldi gert ráð fyrir því fram-
haldi, sem raunar er alls ekki
séð fyrir endann á. Meðal ann-
ars þess vegna verður nú að
flytja keppnina í Hamrahlíðar-
skólann. Þar er nú unnið að því
að koma fyrir sjónvarpsbúnaði
til sýningar á skákinni innan-
húss. Aðstaða er þar mjög góð.
Meðal annars eru þar sæti í
keppendasal fyrir 400 manns.
Auk þess eru önnur salarkynni
til skákskýringa. Það eru
páskafríin i skóianum sem
leystu húsnæðisvandamálið í
næstu tveimur skákunum að
minnsta kosti.
Heilmiðar á einvigið gilda
áfram. Vegna aukins og ófyrir-
sjáanlegs kostnaðar af því,
hversu einvígið dregst á langinn
hækka aðgöngumiðar í 1 þús-
und krónur að hverri skák.
„Það verður þá sama verð eins
og á Morðsögu,“ sagði Einar S.
Einarsson.
Næsta skák í áskorendaein-
víginu hefst því kl. 16.30 næst-
komandi laugardag, sem fyrr
segir.
Þeir Hort og dr. Alster kváð-
ust ævinlega mundu minnast
dvalar sinnar á Hótel Loftleið-
um með þakklæti í huga. Róma
DB-mynd Hörður Viihjálmsson.
þeir mjög allan viðurgjörning
og þjónustu, húsakynni, mat og
alla framkomu stjórnar og
starfsfólks hótelsins. Kváðust
þeir í ræðu og riti koma því á
framfæri að Hótel Loftleiðir
væri frábær og kjörinn staður
til skákmóta og ráðstefnuhalds.
Þar kæmust fáir staðir i sam-
jöfnuð og naumast tæki því
nokkur staður fram.
BS.
Flestar akleiðir um Suðurland vel f ærar
Greiðf ært er norður fland en á NA-landi eru vegir viða óf ærir
Búast má við mikilli umferð
bíla um Suðurland á frídögum
páskahelgarinnar. Vegir hér
syðra eru flestir vel færir og
greiðfærir. Þó eru leiðir sem
ástæða er til að vara fólk við að
aka, að sögn Arnkels Einarssonar
hjá vegaeftirliti Vegagerðarinn-
Það verður mikið um að vera
hjá F’erðafélagi íslands um pásk-
ana og fólki stendur til boða tvær
fimm daga ferðir, auk dagsferða
alla frídaga um páska. F’imm daga
ferð verður í Þórsmörk, þaðan
sem gengið verður á fjöll og
merkir staðir skoðaðir. í gær voru
skráðir i þá ferð 80-100 manns.
Hin fimm daga ferðin er í Öræfa-
sveit og allt til Hornafjarðar.
Verður gist á Klaustri og að Hroll-
augsstöðum. Nóg rými er enn í
pessa för.
Á skírdag efnir F'erðafélagið til
gönguferðar á Vífilfell. Þann dag
verður og farið í ökuferð að Þjórs-
á sem er stórkostleg um þessar
mundir á svæðinu við Urrióafoss
vegna klakabanda.
Á fiistudaginn langa verður
gengið um Svinaskarð. Hefst
gönguferöin við Tröllafoss og
veröur gengið um Móskarðs-
hnjúka og í Kjósina. Sama dag er
ar. Er það fyrst og fremst vegur-
ínn um Gjábakkahraun til Laug-
arvatns sem er ófær og einsleiðin
um Uxahryggi. Fólksbílum er
einnig varla fært um Grafnings-
veg frá Heiðarbæ að Ulfljóts-
Vatni. Sú leið er að minnsta kosti
mjög torfarin.
efnt til ferðar í Kjós, gengið verð-
ur á Meðalfell og einnig farin
fjöruganga um Hvalfjarðareyri.
Á laugardag verður gönguferð
á Grimmansfell ofan við Gljúfra-
stein.
Á sunnudaginn verður farið
um Vatnsleysuströnd, gengnar
þar fjörur og farið á Keilisnes og
upp í Staðarborg sem er serkenni-
legur staður og merkur.
Á mánudaginn efnir F'erðafé-
lagið til göngu á Þríhnjúka og
hefst gangan frá bilum sem aka i
skíðalandið í Bláfjöllum.
Klukkan eitt á mánudaginn
verður farið i Dauðadalahella,
gengið um Kaldársel og á Vala-
hnjúk.
Allar ferðir F’í hefjast við Um-
ferðarmiðstöðina og er ýmist um
morgunferðir að ræða, sem hefj-
ast kl. 10.30, eða slðdegisíerðir,
sem hefjst kl. eilt.
-ASt.
Gamla leiðin að Gullfossi vest-
an brúarinnar við Brúarhlöð er
lokuð en greiðfært vel er er um
nýju leiðina hjá Gýgjarhóli og
skotfæri má kallast frá Gullfossi
niður um Grímsnes.
I gær var verið að hreinsa snjó
úr Bröttubrekku og einnig veginn
um Svínadal. Þarna hafði verið
ófært og sömuleiðis fyrir Gils-
fjörð. Þessar leiðir átti að opna í
gær og er þá akfært í Reykhóla-
sveit og sennilega i Kollafjörð.
Frá Patreksfirði var vel fært
um Barðaströndina og eins til
Tálknafjarðar en aðeins stórir bíl-
ar komust um Hálfdán til Bíldu-
dals.
Dynjandisheiði og Hrafnseyrar-
heiði voru ófærar en fært var frá
Þingeyri til tsafjarðar. Þungfært
Áttatíu til hundrað manns taka
þátt í fimm daga ferð Utivistar
um Snæfellsnes um páskahelgina.
Verður lagt af stað á skírdags-
morgun en komið til baka á mánu-
dag. Allar næturnar verður gist
að Lýsuhóli en síðan gengið á
jökla og ýmis fjöll og vítt og breitt
um allt Snæfellsnes.
Utivist efnir einnig til göngu-
ferða alla hátíðardagana. Verða
það stuttar ferðir sem hefjast
var á Botnsheiði til Súganda-
fjarðar.
Frá ísafirði var vel fært inn um
Djúp og í gær var veriö að ryðja
veginn allt til Bjarnarfjarðar á
Ströndum.
Greiðfært er norður í land og
fært til Siglufjarðar og verið var
að hreinsa snjó af vegi á Öxna-
dalsheiði. Fyrir Ölafsfjarðarmúla
var hins vegar ófært. Var þar
skafrenningur þó brotizt hafi ver-
ið þar um á jeppa í gær.
F’rá Akureyri er greiðfært um
Dalsmynni til Húsavíkur og vel
var fært um Mývatnsveg í Mý-
vatnssveit.
Austan Húsavikur fór veður
versnandi. Mokað var á mánudag
í Kelduhverfi og um Melrakka-
sléttu en það reyndist að mestu
klukkan eitt alla dagana og er
komið aftur í bæinn og ferðunum
lokið.milli klukkan 5 og 6. I allar
þessar ferðir er lagt upp frá Um-
ferðarmiðstöðinni og er bækistöð
Utivistar vestan við húsið, hjá
bensínsölunni.
A skírdag er farið í góngulerð'
um fjörur í Skerjafirði og á föstu-
daginn langa er farið út í Gróttu
og um fjörur á Seltjarnarnesi.
Á laugardaginn verða gengnar
unnið fyrir gýg og var þar orðið
mjög þungfært í gær. Sama er að
segja um vegi í Þistilfirði og I
Vopnafirði.
Ófært er um Möðrudalsöræfi
en fært er frá Egilsstöðum allt að
Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Leið-
in um Vatnsskarð og Fjarðar-
heiði eru ófærar. Akfært var í
Fljótsdal en þungfært á Skriðdal.
Stórir bílar komust í gær um
Oddsskarð en þar fyrir sunnan
eru allar leiðir greiðfærar um allt
Suðurland.
Aurbleytu gætir hvergi á veg-
um ennþá, að sögn vegaeftirlits-
manna. Var hennar aðeins tekið
að gæta á stöku stað fyrir kulda-
kastið en allir vegir eru nú aftur
samfrosta.
-ASt.
kræklingafjörur i Hvalfirði og
einnig farið í steinaleit. Friðrik
Sigurbjörnsson verður leiðsögu-
maður í þeirri ferð. Þeir sem ekki
vilja ganga fjörur eiga kost á
gönguferð á Esju.
Á páskadag verður gengið með
Viðeyjarsundi. Á annan páskadag
verður gengið á Búrfell og um
Búrfellsgjá. Verður Jón Jónsson
jaröfræðingur leiðsögumaður í
þeirri ferð. -ASt.
Ótal ferðir á boðstólum hjá
Ferðafélagi íslands
Um 100 manns með Útivist um Snæfellsnes
Gönguferðir verða alla hátíðisdagana um nágrenni Reykjavíkur