Dagblaðið


Dagblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1977. 11 SADAT/CARTER: HERNAÐARAÐSTOÐ ER TIL ATHUGUNAR Sadat Egyptalandsforseti, sem nú á viðræður við Carter, forseta Bandaríkjanna, hefur K Sadat, forseti Egyptalands, þykir hafa komið ár sinni vel fyrir borð i viðræðunum við Carter. farið fram á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjamönnum og segja ráðamenn í Washington að beiðni hans verði tekin til athugunar. Egypzki forsetinn flýgur heimleiðis í dag eftir að hafa unnið málstað Araba greiflileg- an skilning og náð persónulegu sambandi við Carter. Á blaðamannafundi í gær, sagði Sadat fréttamönnum að hann hefði átt vinsamlegar viðræður við Bandaríkjaforseta og lagt fram lista yfir það sem hann vildi kaupa af vopnum en þar á meðal eru herþotur. Viðræður forsetanna eru al- mennt taldar marka tímamót í umræðum um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs, enda er það skoðun beggja á málinu að forsendan fyrir því að einhver lausn fáist, að sé sú að sérstakt ríki Palestínumanna verði sett á laggirnar. LIBANON: VINSTRIMENN SÆKJAÁKAFTÁ Vinstri sinnar og Palestínu- menn hafa sagt að þeir hafi hrundið árás hægri manna í einhverjum mestu bardögum sem orðið hafa í Líbanon síðan friður komst á eftir að her- sveitir Sýrlendinga tóku að sér friðargæzlu i nóvember sl. I bardaganum í gær, sem meðal annars var háður með stórskotaliði, var skotið yfir landamærin til tsraels í suður- hluta Líbanons og segja Palestínumenn að ísraelsmenn hafi svarað með því að styðja skothríð hægri manna. Markmið árásar hægri manna var að vinna á ný stöðv- ar sínar á fjallinu Taybeh, sem þeir unnu sl. föstudag, en voru síðan hraktir þaðan í návígis- bardögum við hermenn Palestínumanna ög vinstri sinna. H Um tíma þótti friðvænlega horfa í Líbanon, eins og sjá má á þessari mynd, er sýnir friðar- gæzlumenn við störf sín við landamæri Líbanons og ísrael. Nú er hins vegar allt komið I bál og brand og búast menn við hinu versta. F-16 þotan er gölluð Verulegir gallar, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar, hafa komið í ljós í F-16 herþot- unum bandarísku, samkvæmt heimildum frá Washington. Sérstök þingnefnd sem fylgzt. hefur með smíði þotunnar hefur hvatt varnarmálaráð- herrann, Harold Brown, til þess að láta endurskoða hluta af þot- unni og bendir honum á aó láta ekki bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu ýta á eftir sér með smíði þotunnar. Hefur prófunum með hana verði flýtt að undanförnu en síðan átti hún að fara í fjölda- framleiðslu. Danmörk, Holland, Belgía og( Noregur ætla að kaupa fjölda af þessum flugvélum og hefur vopnasala sú verið nefnd vopnasala aldarinnar. Italía: Synisósíal- istaleiðtoga ræntínótt Lögreglan i Napolí kom fyrir vegartálmunum um aila borgina í gær og heldur uppi víðtækri leit að syni fyrrum leiðtoga sósíalista á Italíu, Francesco de Martino, sem rænt var í gær. Guido de Martino, sem er 34 ára kennari, var rænt skammt frá heimili föður síns rétt fyrir miðnætti í nótt og er mann- ránið talið vera af stjórnmála- legum orsökum. DANMÖRK: Prentara- verkfallið breiðist út Deila prernara við blaðaútgef- endur hjá Berlinske Tidende hefur enn harðnað. Nú hafa flestir prentarar í Danmörku farið í samúðarverkfall og er svo komið að flest dagblöð og viku- blöð koma ekki lengur út í land- inu. Deilurnar hjá Berlingi hafa staðið í tæpa tvo mánuði en þær hófust erútgefendurþartilkynntu breytingar á prentunartækni sem hafa myndu í för með sér upp- sagnir fjölda prentara við blaðið. Töldu prentarar að þeir fengju ekki nægan aðlögunartíma að þessum breytingum og fór deilan í hart. Eins og kunnugt er, er mikiö atvinnuleysi í Danmörku og segja prentarar að þeir verði einfald-' lega settir á guð og gaddinn of þeim verður sagt upp h . nurvrvui 9 000.000 — 4 500 000 — 1 800 000 — 13.500 000 — 25 200 000 — 83 160 000 — 1 000.000 500 000 200 000 100 000 50 000 10 000 135 504 8 316 137 160 000 900 000 8 982 18 — 50 000 9 000 An endurnýjunar áttu ekki möguleika á vinningi. Við drögum næst þann 13. apríl. Gleymdu ekki að endurnýja! 138 060 000 — HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS Tvö þúsund milljónir í boói

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.