Dagblaðið


Dagblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 14

Dagblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977. Nóg að gera hjá Lúdó, vinsælustu hljómsveit landsins ERU 4 LEIÐ ÚT 4 LANDSBYGGÐINA OG LANGT KOMNIR MEÐ NÝJA PLÖTU Þaó er áreióanlega ekki fjarri sannleikanum að full- yrða, að hljómsveitin Lúdó sé ein sú alvinsælasta hér á landi þessa dagana. Því til staðfest- ingar má nefna að hún leikur fyrir fullu húsi á Hótel Sögu tvisvar til fjórum sinnum i viku og til enn frekari sönnunar má geta þess að hljómplatan sem kom út i fyrrasumar hafði um áramótin selzt í um 7.000 ein- tökum og hefur áreiðanlega gengið vel út eftir áramótin. Nú hyggst Lúdó taka sér frí á Sögu og halda út á landsbyggð- ina. Fyrsti dansleikurinn verður á annan í páskum í Hótel Hveragerði og síðan verður leikið á fullu um allt land í maí og júní. Meðlimir Lúdó hafa allir spilamennsk- una að aukastarfi og ætla því að hvíla lúin bein í júlímánuði en halda síðan áfram að ferðast um landið í ágúst og fram í september er þeir taka upp þraðinn að nýju i Átthagasal Hótel Sögu. — A annan i páskum kemur einnig nýr maður fram með Lúdó. Sá heitir Þorleifur Gíslason saxó- fónleikari, og lék með hljóm- sveitinni fyrir allmörgum ár- um. Dagblaðið ræddi við einn hljómSveitarmeðlimanna á mánudaginn, — Elfar Berg píanóleikara. Hann kvað Lúdó hafa leikið á Sögu í fjögur ár. ,,Við kunnum vel við okkur þar," sagði hann. „Átthaga- salurinn hefur einn bezta hljómburð sem ég hef kynnzt hér á landi og fólkið sem við leikurn fyrir er á öllum aldri og með afbrigðum hresst. Aðal- ástæðan fyrir því að við kjósum að halda kyrru fyrir á sama stað er samt sú að við erum nú allir farnir að eldast og orðnir þreyttir á löngum ferðalögum á milíi samkomuhúsa." Ný plata á leiðinni Þá var Elfar inntur eftir því hvað væri hæft í þeim orðrómi að Lúdó hygðist taka upp nýja plötu. Elfar kvað það meira en orðróm. „Við höfum verið að taka upp að undanförnu og er- um nokkuö langt komnir,“ sagði hann. Hann bætti þvi við, að nýja platan yrði í svipuðum anda og sú fyrri, það er með lögum frá gullaldartímabili rokksins og rólsins. Sem dæmi um lög á nýju plötunni nefndi hann Rock Around The Clock og The Birds And The Bees. — Það er Svavar Gests sem nýju Lúdóplötuna út, eins og þí fyrri. Sem sagt, — það er nóg að gerast hjá vinsælustu hljóm- sveit landsins scm átti dæmis vinsælasta lag vikunnar í Óskalögum siúklinga á síðasta laugardag. Það geta víst flesti: farið nærri um hvaða iag var. LÚDÓ: Frá vinstri eru Ham Kragh Ólsen, Elfar Berg Óisen Berti Möller Ólsen og Stefái Ólsen Jónsson. Nýr meðlimur Þorieifur Gislason, bætist við : annan í páskum. Fyrsta hljómplata ársins: RANDVER FER A KOSTUM í DREIFBÝUSTÓNLISTINNI villur í Bjössa á mjólkurkarinu. Textar Ellerts B. Þorvalds- sonar eru léttir og skemmtileg- ir og falla vel að lögunum. Hann beitir stuðlum og höfuð- stöfum við yrkinguna en verður á nokkrum stöðum fótaskortur í bragiþróttinni. Aftur á móti hafa textar hans það sér til ágætis að þeir eru lausir við allt það endemis bull og neyðarrím sem allt of oft einkennir ís- lenzka dægurlagatexta. Sumsé, — Randver er í örri framför og hefur sent frá sér skrambi góða plötu sem krefst ekki annars af áheyrendum en að þeir hafi gaman af dreif- býlistónlist. -ÁT- Það er hljómplötuútgáfan Steinar sem er fyrst til að senda frá sér plötu á því herrans ári 1977. Platan sú heitir Aftur og nýbúnir og er með söngsveit- inni Randver frá Hafnarfirði. Á Aftur og nýbúnir eru tólf lög, — öll í country & western stíl, — erlend en með ís- lenzkum textum. Níu þeirra hefur Ellert B. Þorvaldsson, einn Randverjanna samið, stéttarbróðir hans, Ragnar Gíslason, einn og einn er sagður vera eftir alla meðlimi Randvers. Þar er hins vegar um að ræða orðrétta þýð- ingu yfir á ensku á laginu um Bjössa á mjólkurbílnum og heitir hann nú Bjössi on the milkear. Áður hefur komið út ein plata með Randver. Óhætt er að fullyrða að þeim hefur farið mjög fram síðan sú plata kom út. Reyndar njóta þeir að þessu sinni aðstoðar nokkurra ís- lonzkra landsliðsmanna í hljóð- færaleik, en sjá urn allan söng sjálfir. Utkomuna mega allir vera mjög ánægðir með. Það er Tórnas Tómasson bassaleikari sem á veg og vanda af upptökustjórninni. Tómas þekkir greinilega hinn sanna dreifbýlisanda í tónlistinni og sténdur sig með prýði. Þó hefði hann átt að lagfæra tvær takt- Nikulás Róbertsson: ,W ekkert hvað x „Ég veit ekkert um, hvað ég tek mér fyrir hendur í framtíð- inni. Þegar Paradís hætti, ákvað ég að taka mér hálfs mánaðar frí og sjá svo til,“ sagði Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari Paradísar í samtali við DB í vikunni. Niku- lás dvelur nú á Vopnafirði þar seni hann bjó áður og hóf tón- listarferil sinn. Nikulás sagði að nokkrir aðilar hefðu haft samband við sig og boðið sér í hljóm- sveit. Ilann sagðist hins vegar ekkerl svar hafa gefið og ætlaöi að bíða meó það þar til eftir páska, er hann kemur til Reykjavíkur aftur. „Eg íhugaði jafnvel þann möguleika að hætta spila- mennsku," sagði Nikulás. „En eins og ég sagði áðan, þá veit ég ckkert hvað ég geri. -ÁT- Johnnie Taylor/ Rated Extraordinaire Átti soullag síðasta árs i Bandaríkjunum Johnnie Harrison Taylor heitir hann fullu nafni og er ættaður frá Arkansas í JJanda- ríkjunum. Upphaflega helgaði hann sig „Godspell" tónlist og fyrsta hljómsveit hans á þeirri braut var The Five Echos. Síðar gekk hann til liðs við aðra „godspell"grúppu, Highway Qc’s. og áður en langt um leið tók hann við söngvarastarfinu af Sam Cooke i hljómsveitinni The Soul Stirrers. Það var árið 1967 að Johnnie gerði samning við hljómplötu- fyrirtækið Stax og þá fyrst fór hann að ná einhverjum teljandi vinsældum. Sarna ár sendi hann frá sér sína fyrstu LP plötu — sem nefndist Wanted One Soul Singer. Ári siðar kom næsta plata, Who’s Making Love. Titillagi þeirrar plötu kóm hann upp i efsta sæti bandaríska vinsældalistans og fyrstu fimm vikurnar, sem hún var á markaðinum, seldist hún i yfir einni milljón eintaka. Frá árinu 1967—77 hefur Johnnie Taylor sent frá sér tólf LP plötur sem satt að segja hafa náð misjöfnum vinsæld- um. Það var reyndar ekki fyrr en á síðasta ári að hann sló verulega í gegn. Þá kom hann með lagið Disco Lady sem mánuðum saman skreytti toppa vinsældalista víðs vegar um heiminn. t árslok ’76 klykkti bandaríska blaðið Billboard síðan út með því að kjósa Disco Lady vinsælasta soullagið í Bandaríkjunum það árið. Nýjasta LP plata Johnnie Taylor er nú nýkomin út og ber nafnið Rated Extraordinare. Þessi plata er nokkuð þokkaleg, og þá aðallega til hlustunar í góðu tómi því að hún er frekar róleg. Söngur Johnnies er bæði ákveðinn og sterkur en eins og svo margir aðrir söngvarar finnst mér hann eyða óþarflega miklum tíma í að syngja fram og aftur um hina útþvældu og ódauðlegu ást. Rated Extraordinaire er hljóðrituð í United Sound Systems í Detrcit og einnig i ÁBC Recording Studio í Los Angeles. Utsetningar á lögun- urn annaðist Don Davis og samdi reyndar flest laganna. — Umslag plötunnar er mjög vel gert. Beztu lög eru: Love Is Better In The A.M. It Ain’t What Vou Do. Your Love Is Rated X. Vilhjálmur Ástrádsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.