Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 30
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977. 34 8 Utvarp Sjónvarp Sjónvarp íkvöld kl. 21,30: Wimsey lávarður GRUNUR BEINIST AÐ AKVEÐINNIPERSONU Peter Wimsey lávarður er á (íagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.30. Myndin er byggð á sögu eftir Dorothy L. Sayers. I kvöld er það lokaþátturinn sem er á dagskránni. Nú er liðinn hálfur mánuður síðan óðalseigandinn og frí- stundamálarinn Gowan hvarf sporlaust. En hann var sterk- lega grunaður um að hafa myrt listmálarann Campbell. Nú kemur hann skyndilega fram á sjónarsviðið á nýjan leik öllum að óvörum. Peter lávarður hefur upp á málaran- um F'arrell, sem fór í grunsam- lega langan hjólreiðatúr. Mjög fljótlega fara böndin að berast að ákveðinni persónu og nú er allt undir Peter Wimsey komið að hann geti sett glæpinn á svið og útvegað nægjandi sönnunargögn. Peter Wimsey nýtur ómetan- legrar aðstoðar þjónsins Bunters, og er ekki annað hægt að segja en að þeir séu alveg sérstaklega skemmtilegir báðir tveir. Þættirnir um Wimsey lávarð eru sendir út i lit. Þýðandi þeirra er Óskar Ingimarsson. A.Bj. Þarna eru þeir að ráða ráðum sínum, þjónninn Bunter og Peter lávarður. Ekki þarf að draga í efa að Wimsey lávarði tekst að ljúka máiinu á farsælan hátt. Utvarp kl. 15,45 ídag: Gróðurhtís eða vetrar- á htísasvölum garður „Það er orðið talsvert mikið um það að fólk komi sér upp garðgróðurhúsum,^ enda er margt hægt að gera fyrir ekki ýkja háa fjárhæð úr léttum ál- listum og gleri. Að þessum mál- um mun ég víkja í þætti mínum í dag,“ sagði Jón H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt, sem kl. 15.45 flytur þriðja þátt sinn í erindaflokknum Vorverk í skrúðgörðum. „Það er trú mín að víða hátti ■ svo til hjá fólki að klæða mætti af með þessum hætti hluta af stórum svölum. Þannig mætti fá hlýtt, skjólgott og bjart rúm til undirbúnings fyrir vor- og sumarblómin sem ekki þola slík kuldaköst sem hér komu t.d. í síðustu viku. Skoðun mín er einnig sú að e.t.v bæri að stefna að þvi að byggingaþróunin stefndi í þá átt að svona rými yrði við hús eða á svölum, þ.e. að arkitektar hugsuðu fyrir vetrargarði sem þá mætti líka verma með rafhjta,“ sagði Jón. „Innigarðsstofur á hæðum eru ekki síður skemmtilegar en gróðurhús lítil í garði sem ná æ meiri vinsældum." Jón H. Björnsson kvaðst og munu ræða um vorlaukaná og sáningu til sumarblómanna. Frækaupatiminn stendur nú sem háest og innan skamms koma rósalaukarnir sem hafa þarf í skjóli og hita í byrjun. Nú verða það dalíur, begóníur, gladíólur, anímónur og bónda- rósir sem hann mun fjalla um. Þá verður og vikið að undirbún- ingi gulrótaræktar sem nú þarf að hefja um leið og aftur hlýn- ar. ASt. Útvarp á páskadag kl. 17,00: Barnatíminn GRIMMSÆVINTÝRI EIGA ERINDITIL OKKAR ALLRA Broddgöiturinn fékk kerlu sína í lið með sér til þess að ieika á hinn heimska héra. gölturinn lék á hérann sem hann kvað vera heimskan hug- leysingja og lét hann fá að gjalda heimsku sinnar. Þetta er líka yfirleitt alltaf boðskapur ævintýranna; sá sem er snjallur vinnur hinn heimska og eins og í öllum góð- um ævintýrum er það alltaf réttlætið sem sigrar að lokum. Grimmsævintýri hafa oftar en einu sinni verið gefin út á íslenzku. A.Bj. Barnatíminn er á dagskrá út- varpsins kl. 17.00 á páskadag. Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar þættinum. Verður samfelld dagskrá úr Grimms- ævintýrum og m.a. les Arni Blandon ævintýriö Skraddar- inn hugprúði og Kári Þórsson les ævintýrið um Hérann og broddgöltinn. Þá verða einnig leikin þýzk lög. (irintmsbræður, þeir Jacob Ludwig Carl (1785-1863) og Wilhelm Carl (1786-1859), voru þýzkir. Fyrsta bók þeirra bræðra kom út árið 1811. ()g fyrstu ævintýrin komu út árið 1815. Bræðurnir uröu báðir háskólaprófessorar í Berlín og voru kosnir í vísindaaka- demiuna. Grimmsævintýri hafa veriö eftirlæti barna um víða veröld síðan þau komu fyrst út og eru enn lesin af börnum. Uppeldis- fræðingar telja að börnum sé hollt, ef ekki nauðsynlegt, að fá aö heyra og lesa ævintýri i hefð- bundnum stíl. Þegar skraddarinn hugprúði haföi drepið sjö flugur í einu höggi saumaði hann i mittis- beltið sitt Sjö í einu höggi. Þá héldu allir að þetta væru sjö kappar sem hann hefði unnið á og hræddust allir skraddar- ann óskaplega eftir það. Lenti hann í því að berjast við risa og vann auðvitaö á honum. Ekki var það þó fyrir afls sakir sem skraddarinn vann á risanum, heldur vegna þess að skraddar- inn var miklu kænni en risinn. í ævintýrinu um hérarin og broddgöltinn er það einnig kænskan sem vinnur, en brodd- Skraddarinn hugprúði vann á risanum af þvi að hann var svo miklu kænni heldur en risinn. Það er Pat Boone sem leynlst þarna innan um risastóran sveppa- gróður í iðrum jökulsins. Það er gripið til ýmissa smellinna bragða með kvikmyndavéiina i þessari bíómynd. Sjdnvarp á annan páskadag kl. 21,00: LEYNDARDÓMAR SNÆFELLSJÖKULS - bandarísk bíómynd með íslenzkum leikara Að kvöldi annars páskadags kl. 21.00 er á dagskrá sjónvarps- ins bandarísk bíómynd frá árinu 1960 er nefnist Leyndar- dómar Snæfellsjökuls. Myndin er byggð á sögu eftir Jules Verne og gerist að hluta á ís- landi, lýsir niður um Snæfells- jökul. Bókin kom út í íslenzkri þýðingu Bjarna Guðmunds- sonar árið 1944. Með aðalhlutverkin fara James Mason, Pat Boone, Arlene Dahl og Islendingurinn, Pétur Rögnvaldsson, sem kallar sig Peter Ronson eftir að hann ætlaði að skapa sér nafn í kvik- myndaheiminum. Myndin hefst í Edinborg árið 1880. Prófessor fær sendan hraunmola með skilaboðum frá tslendingnum Arne Saknussen sem hvarf fyrir löngu siðan. Bendir hann á leið inn í iður jarðarinnar í gegnum Snæfells- jökul. Prófessorinn fer til Islands með aðstoðarmanni sínum. Þar kemur brátt í Ijós að einhver annar hefur komið í sömu erindagjörðum og prófessorinn lendir í miklum erfiðleikum. Leggja þeir af stað til jöktrtsins i „íslenzkum" hestvagni, en ekillinn situr á svikráðum við þá og þeir eru hnepþtir i eins konar stofufangelsi. Þá hitta þeir Islendinginn, Pétur Rögnvaldsson Ronson, sem ræðst til þeirra sem túlkur og aðstoðarmaður ásamt gæs- inni Geirþrúði sem hann hefur jafnan með sér. Síðan birtist eiginkona sænsks vísindamanns, sem einnig ætlaði að takast á hendur ferð niður um Snæfells- jökul. Hann fannst myrtur í herbergi sínu í hóteli staðarins. Vinskapur tekst milli ekkj- unnar og skozka prófessorsins og hún slæst t förina niður í jökulinn. Þar lenda þau að vonum í miklum ævintýrum og hinni mestu svaðilför. Það vill svo til að undirritað- ur sá þessa mynd nýlega í sjón- varpi í Bandaríkjunum og verður það að segjast eins og er að séð með íslenzkum augum eru aðstæðurnar í Reykjavík og við Snæfellsjökul um 1880 ekki eins og maður hefði getað hugsað sér. En það var óneitan- lega dálítið spaugilegt að heyra Pétur tala islenzku við ekkjuna, og gæsina sina, Gertrude. I kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd þrjár stjörnur og þar segir að þetta sé ágætis skemmtun og leikurinn sé ágætur. Þýðandi myndarinnar er Óskar Ingimarsson. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.