Dagblaðið


Dagblaðið - 12.04.1977, Qupperneq 12

Dagblaðið - 12.04.1977, Qupperneq 12
12 DACiBLAÐlÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1977. Laus staða Staöa frœöslustjóra í Austurlandsumdæmi samkvæmt lögum nr. 63/1974, um grunnskóla, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferíl sendist menntamála- ráöuneytinu fyrir 1. maí 1977. Menntamálaráðuneytið, 6. apríl 1977. Styrkir til háskólanóms í Búlgaríu Búlgörsk stjórnvöld bjóöa fram i nokkrum londum er aöild eiga aö UNESCO fjóra styrki til liáskólanáms i Bulgariu um sex mánaöa skeiö á háskólaárínu 1977-78. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til náms i búlgörsku, búlgörskum bókmenntum, listum og sögu. Styrkfjárhæðin er 120 levas a mánuði. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 30. apríl nk. Sórstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 5. apríl 1977. Auglýsing Styrkir til að sœkja kennaranómskeið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Evrópuráðið býður fram styrki til handa kennurum til að sækja námskeið í Sambandslýðvoldinu Þýskalandi á tímabilinu febrúar til september 1977. Um- sækjendur þurfa að hafa gott vald á þýsku. Nánarí upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins fyrir 1. maí nk. Menntamálaráðuneytið 5. apríl 1977. Auglýsing Laus staða Kennarastaöa viö Fjölbrautaskólann i Breiðholti, hoilsugæslubraut, er laus til umsóknar. Hjúkrunarmenntun or áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu Hvorfisgötu 6. Reykjavík, fyrir 1 5. mai nk. Umsóknareyöublöð fást í ráðuneytinu og á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Menntamálaráðuneytið 5. apríl 1977. Lausar stöður Ráðgert er að veita á árínu 1977 eftirtaldar rannsóknastööur til 1—3 ára viö Raunvisindastofnun Háskólans: Stöðu sórfræðings við efnafræðistofu. Tvær stöður sórfræðinga við stæröfræöistofu. Fastráðning kemur til greina i þessa stöðu ef vel hæfur umsækjandi sækir. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófum eða tilsvarandi háskólanámi og starfaö minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknar- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildar- ráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveöið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viökomandi starfs- manns. Umsóknir, ásamt ýtarlogri greinargerö og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 30. apríl nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1 —3 dómbærum mönnum á vísindasviöi umsækjanda um monntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuöu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráóuneytiö, 5. apríl 1977. FORSÆTISNEFND NORÐURLANDARÁÐS Hort — Spassky: Ekki lengur 12 skáka einvígi Jafntefli og jafnteflisleg biðskák ítveggja skáka einvíginu ,,Ef Hort leikur e5, veróur þetta ekki síóasta skákin í ein- víginu,“ sagói Ólafur Magnús- son, fyrrverandi tslandsmeist- ari, þegar Spassky haföi byrjað skákina í gær með e4. Upp kom Petroffs-vörn. Skákin fór í biö eftir hina tilskyldu 40 leiki. „Spassky getur ekki tapað þessari skák,“ sagði Guðmundur Ágústsson skákmaður sem þarna var meðal áhorfenda. „Það er í raun jafnósennilegt að hann geti unnið hana,“ bætti hann við. „Þetta er ekki lengur 12 • skáka einvígi," sagði dr. Alster aðstoðarmaður Horts. „Þetta er svipað því og að keppa í 10 kílómetra hlaupi, þegar aðeins tveir menn hlaupa, og þeir koma hnífjafnir í mark. Þá er ákveðið, að þeir skuli keppa í 100 metra hlaupi daglega, þar til úrslit eru þannig fengin. Þau útslit eru þá í raun og veru í 100 metra hlaupi en ekki 10 kílómetra hlaupi." „Við þessu er ekkert að gera,“ bætti dr. Alster við, „en erfitt er að átta sig á því hver áhrif þessi tilhögun kann að hafa. Eg á þá bæði við áhrif á keppendur, þá sem mótið halda, áhorfendur og skákina almennt. Líklega þarf að at- huga þetta mál.“ Þegar skákin fór í bið, var staðan þessi: □ E g§p M1 §gj §§p Hp m w 'Mm.: K Éfi i ■ IMsf 'W m wá m. i 9 w», X mm B fl WrrÆ wá i. m m B m Á mm mm ÉH 'ttm, m m 'WM. & n WÆ wm, Skákin tefldist annars þannig: Spassky: Hvítt Hort: Svart 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rf6 3. d4 — Rxe4 4. Bd3 — d5 5. Rxe5 — Be7 6. Rd2 — Rxd2 7. Bxd2 —Rc6 8. Rxc6 — Bxc6 9. 0-0 — 0-0 10. Dh5 —g6 11. Dh6 — Hb8 12. b3 — Bf6 13. c3 — He8 14. Hfel — Hxel 15. Hxel — Be6 16. Df4 — Be7 17. Dg3 — Bd6 18. Bf4 — Bxf4 19. Dxf4 — Dd6 20. Df6 — Bd7 21. Dxd6 —cxd6 22. He7 — Hd8 23. Kfl — Kg7 24. Ke2 — Kf6 25. He3 — He8 26. Hxe8 — Bxe8 27. b4 — Bd7 28. Ba6 — Ke7 29. h4 — h6 30. Ke3 — g5 31. hxg5 — hxg5 32. a4 —f6 33. f3 — Kd8 34. Bd3 — Ke7 35. Ba6 — Kd8 36. a5 — Bf5 37. Bd3 — Be6 38. <f4 — Bg4 39. Bc2 — Kd7 40. Bd3 — Kc7 Hort — Spassky: Þrettánda skákin jafntefli Fyrsta skákin, sem tefld var eftir veikindi Spasskys var tefld sl. laugardag í Hamra- hliðarskólanum. Þar er aðstaða mjög þokkaleg. Verður unnt að tefla þar næstu tvær skákir, ef þörf gerist og ekkert óvænt skeður. Skartklæddir ncmar báru áhorfendum veitingar af stakri prúðmennsku. Hort hafði dregið hvítt. Tefld var Kóngsindversk vörn. Að loknum 40 leikjum var samið jafntefli. Staðan var þá þessi. a b c mm wm jf WB, i M I jjf dr . W&k £ 9,. wm i 1 wm * i i £ ■ i ff Wí S fi A ff f§§ 2 gp gggí wk Skákin var þannig tefld: Hvítt: Hort Svart: Spassky 1. c4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. g3 — g6 4. Bg2 — Bg7 5. Rc3 — d6 6. 0-0 — Rh6 7. a3 — 0-0 8. Hbl — Hb8 9. b4 — Rf5 10. e3 — Bd7 11. De2 —e6 12. Hdl — b6 13. b5 — Ra5 14. Bb2 — Bc8 15. d3 — Bb7 16. Dc2 — De7 17. Rce2 — Bxb2 18. Dxb2 — Hbd8 19. Rf4 — Hfe8 20. h4 — d5 21. cxd —exd 22. Hel — Rg7 23. Dc3 — h6 24. d4 — c4 25. Db4 — Df6 26. Re5 — Re6 27. Re2 — h5 28. Hbdl — Kg7 29. Dbl — De7 30. Db4 —f6 31. Rf3 — Rb3 32. Rc3 — Rc7 33. Rd2 .— Ra5 34. Dxe7 — Hxe7 35. Bh3 — Bc8 36. Bxc8 — Hxc8 37. f3 — Hd7 38. Kf2 — Kf7 39. a4 — Re6 40. Hbl — Hcd8. Meðal áhorfenda á skákeinvíginu, >em nú er fram haldið í Hamrahliöarskóla, voru þessir i gær og s|. laugardag: Gunnar Ólafsson, hjá Eimskip, Bjarni Guónason, prófessor, Fjölnir Stefánsson, tón- skáld, Lárus Johnsen, kennari, Þorvarður Helgason, leikstjóri og rithöfundur. Jón Hall- grímsson, læknir, Davið Oddsson, borgarftr., Sigurkarl Stefánsson, menntaskólakennari, Aðalsteinn • Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, Haraldur Blöndal, lögfkræðingur, Kristján Sigurðsson, sölum., Steingrímur Hermanns- son, alþm., Haukur Þorleifsson, fyrrum bankastj., Guðmundur J. Guðmundsson, í Dagsbrún, Jakob Hafstein, framkvstj.. Magnús Sigurjónsson, forstm., Stefán Aðal- steinsson, sölum., Friðrik Guðmundsson, deildarstj. Skattst., Páll Bjarnason, fram- kvstj., Vilmundur Gylfason, menntaskóla- kennari og blaðamaður, Benedikt Guðbjarts- son, deildarst., Rafm. Rvíkur, Þórhallur í Marco, Lúðvík Gizurarson, hrl., Baldur Möller, ráðuneytisstj., Eiríkur Ketilsson, storkaupm., Matthías Guðmundsson, póst- meistari í Reykjavík, Bjarni Linnet póst- meistari Hafnarfirði, Sigurbjörn Pétursson, tannl., Adolf Karlsson, bankaftr., Sveinn Sigmundsson, gjaldk. Eddu, Páll G. Jénsson, Pólaris, Margeir Sigurjónsson í Steinavör, Þór Jóhannesson, járnsm., Sverrir Einars- son, tannl., Hjálmar Torfason, gullsm. Vigfús Friðjónsson, frkvstj., Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfr., Gústaf Ólafsson, hrl., Albert Guðmundsson, alþm., Ingi Björn Albert«son, verzlm. og knattspyrnustjarna, Ólafur H. Ólafsson, viðskfr., Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðh., Haraldur A. Sveinbjörnsson, hafnarverkam., Bjarni Rögnvaldsson, guð- fræðinemi, Gunnar Valur Svavarsson, verkam., Gylfi Þórðarson, form. Loðnu- nefndar, Magnús Jónsson, forstj. niðusuðu- verksm., Alfa, Grindavík, Gunnlaugur Briem, framkvstj.. Jón ísaksson sölum. Matkaup, Benedikt Sveinsson, hrl., Guðmundur Einars- son, verkfræðingur., Ásgeir Asgeirsson tæknihönnuður, Pétur Árnason, forstj., Þorsteinn Kristjánsson, kaupm., Guðmundur Magnússon, byggingameistari, Bragi Þorkels-, son, jarðfræðingur, Sigurður Kristjánsson.i sölum., Sigurður Gíslason, hjá Flugleiðum hf. Gunnlaugur Stefánsson, stýrim., Karl Sigur- hjartarson hjá Flugleiðum hf., Baldur Ársælsson, stórkaupm. Einar Þorfinnsson, 'skákmaður og bankaftr., Guðmundur Ágústs- son, bakaram. og skákmaður, Leifur Agnars- son. framkvstj., svo einhverjir séu nefndir. Ungir meistarar á uppleið Síðasta umferð í tveim efstu flokkum á Skákþingi IslandS' verður tefld í Skákheimilinu í kvöld kl. 19.30. I meistaraflokki sigraði Sigurður Herlufsen naumlega en greinilega með 6!4 vinning. -jón Þorvarðsson fékk 6 vinninga. I opna flokknum urðu þeir efstir og jafnir Erlingur Þor- steinsson og Jóhannes Gísli Jónsson. I áskorendaflokknum er Björn Sigurjónsson nú efstur, þegar ein umferð er eftir. Hefur hann hlotið 7i4 vinning. Á hæla honum kemur Jóhann Örn Sigurjónsson og fleiri. ■Jóni L. Árnasyni nægir jafn- tefli við Helga Ölafsson í loka- umferðinni í landsliðsflokki. Jón L. hefur nú hlotið 8lA vinn- ing en Helgi 8. Ásgeir Þór Árnason, bróðir Jóns hefur fengið 7!4 vinning. auglýsir lausa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóraforsætisskrifstofu Norðurlandaráðs Framkvæmdastjórinn veitir forstöðu sameiginlegri for- sætisskrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Samkvæmt starfsregium Norðurlandaráðs ræóur for- sætisnefnd ráðsins í stöðu framkvæmdastjóra rikisborg- ara einhvers annars Norðurlandanna en þess, sem starf- semin fer fram í. Gert er ráð fyrir, að ráðið verði í starfið til fjögurra ára frá 1. ágúst 1977, eða sem fyrst að þeim degi iiðnum. Laun framkvæmdasljóra eru nú 9937 sænskar krónur á mánuði, samkvæmt launaflokki F 27 í Svíþjóð. Auk þess er ákveðin staðaruppbót og embættisbústaður. t Nánari uppiýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri forsætisnefndar, Ilelge Seip, Stokkhólmi, sími 14 10 00/196 eoa Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri, Alþingi, sími 11560. Umsöknir skal stila til íorsælisnefndar Norðurlandaráðs (N<irdiska radets presidium) og senda forsætisskrifstof- unni (Nordiska rádets presidiesekretariat, Gamia riks- dagshuset, 103 10 Stockholm 2) f.vrir 18. apríl 1977. -Nú á að vernda vesturbæinn og menningu hans:- Stofnuð íbiíasamtök Stofnuð hafa verið íbúasamtök vesturbæjar og er aðalmarkmiðið með samtökun- um að standa vörð um um- hverfisverðmæti i gamla vesturbænum, auk félagslegra og menningarlegra lífsskilyrða íbúanna. Félagar geta allir orðið sem vilja vinna sam- kvæmt lögum og stefnuskrá samtakanna. Atkvæðisrétt í félaginu hafa þó aðeins þeir sem búsettir eru vestan Lækjar og norðan Hringbrautar og í Bráðræðisholti. í stefnuskrá samtakanna segir m.a. að spornað skuli við niðurrifi, brottflutningi eða eyðileggingu húsa og mann- virkja er hafa menningargildi eða eru að öðru leyti mikils virði umhverfinu. Vinna'á gegn spjöllum á trjágróðri, túnum eða öðrum svæðum, sem fegra útsýni eða bæta útivist. Hvetja skal til viðhalds og endurbóta á húsum og mannvirkjum og aðstoða ibúana í þeim efnum m.a. með ráðgjöf sérfræðinga. Stuðla skal að því að ný hús falli sem bezt að eldri byggð og umgengni hverfisins verði til fyrirmyndar Þá er á stefnuskrá sam- takanna að gæta sameiginlegra hagsmuna barna og aldraðra í hverfinu, stuðla skal að tak- mörkun á bílaumferð, hávaða og mengun. Þá er ætlunin að safna fróðleik um sögu hverfisins og auka þekkingu í- búanna m.a. með útgáfustarf- semi og fúndahöldum. Þá verður málum íbúanna í heild sinnt, svo sem fasteignaskött- um, lána- og skipulagsmálum og stuðlað verður að réttindum leigjenda. Þeir sem gerast félagar fyrir apríllok teljast stofnfélagar. Á stofnfundinum var kosin stjórn samtakanna: Hrafnhildur Schram listfræðingur, Magnús Skúlason arkitekt, Pétur Pétursson þulur, Guðjón Friðriksson blaðamaður og Fríða Haraldsdóttir skólasafn- vörður. Endurskoðendur voru kjörnir Anna Kristjánsdóttir námsstjóri og Anna Guðmunds- dóttir húsmóðir. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.