Dagblaðið - 12.04.1977, Side 14
14
IJACm.AfJH). l>KIU.fUUA(;UK 12. AI'KlL 1977.
TEKJUSKIPTINGIN
í MÓDFÉLAGINU
Tilefni þessarar greinar er
kjallaragrein SAM í Dagblað-
inu laugardaginn 2. apríl sl.,
þar sem SAM vekur athygli á
grunnfærnislegu erindi
Stefáns Karlssonar handrita-
fræðings í þættinum um daginn
og veginn þar sem skilja mátti
að SK hefði nú loksins upp-
götvað hvert allur hagnaðurinn
i þjóðfélaginu rynni. Auðvitað
er niðurstaða SAM og SK eins
og vænta mátt sú að bannsettir
heildsalarnir hirði allt saman,
enda hefur Þjóðviljinn tönnlast
á þessari vizku fyrir lands-
lýðinn jafn lengi og ég hefi
fylgzt með, en það eru nú um 25
ár.
Mér finnst afskaplega vafa-
samt að bera saman kaup hér
annars vegar og láun í Banda-
rikjunum og Færeyjum hins
vegar. Um Færeyjar er það að
segja að danska ríkið heldur
uppi stórkostlegri efnahags-
aðstoð við Færeyinga Ekki
verður annað sagt en að við
tslendingar höfum einnig stutt
þá dyggilega meðmatargjöfum í
formi niðurgreiddrar kjötvöru,
sem íslenzkur almenningur
hefur borgað svo og með svo til
ótakmörkuðum aðgangi að einu
auðlind okkar, sem eru ís-
lenzku fiskimiðin. Þó að slíkir
fiskveiðisamnitígar eigi að
heita gagnkvæmir á pappírnum
þá vita allir að það erum við
sem á er hallað. Um efnahag i
Bandaríkjunum og laun er það
að segja, að bandarísk stóriðja
stendur á gömlum og öruggum
merg en hér á tslandi er verið
að stíga fyrstu sporin á því
sviði, sem auijvitað hlýtur að
verða grundvöílur efnahagslífs-
ins í framtíðinni, ásamt fiskiðn-
aði, smáiðnaði og landbúnaði. I
Hárgreiðslustofan HRUND
Auðbrekku 53
Kópuvogi, sími 44088
(gegnt Skodaumboð-
inu)
VOLIMOGE PERMANETT
PERMANETT
LITANIR
LOKKALÝSINGAR
LAGNINGAR
KLIPPINGAR
BLÁSTUR
fyrir fermingarnor
ÞJáMarlnn Ken Takefusa
3ja 4an kennir Goju-Ryu
karate sem er bæði keppnis-
iþrðM og frábær sjálfs-
varnarllst.
Einnig er lögð rík áherzia á
líkamsrækt með vöðva- og
öndunaræfingum.
Byrjendanámskeid
íkarate
Innritun veröur í dag, þriðjudag og á
morgun, miðvikudag frá kl.
19.30—21.00. Getum bætt við einum
byrjendaflokki fyrir bæði konur og
karla, 15 ára og eldri. Athugió aó
karate er ekki einungis frábær
keppnisíþrótt, heldur einnig holl og
góð heilsurækt í sérflokki.
Karatefélag Reykjavíkur
Ármúla 28, R. — Sími35025
ATHUGID: lnnanfélagsmót og sýning KFK fer fram
sunnudaginn 17. apríl i iþroltasal Kennaraháskóla
íslands v/Háteigsveg.
Mótið hefst kl. 2 e.h.
Keppl verður í opnum flokki karla.
öðru lagi, og það álít ég sérlega
rpikilvægt, þá náði Kommún-
istaflokkurinn í Bandaríkjun-
um aldrei fótfestu og áhrif
hans og spillingarmáttur varð;
því aidrei annað en hverfandi.
Hér á Islandi varð þróunin
allt önnur og ítök eitilharðra
harðlínumanna kommúnista
oft furðu mikil þó að mildari og
skynsamlegri öfl hafi náð fót-
festu innan flokksins síðari
árin. Enda furðulegt ef enginn
af þessum mönnum gæti lært af
reynslunni. Hér á Islandi hafa
kommúnistar ávallt verið fvlgj-
andi verkföllum, sem
mun hafa skert þjóðar-
tekjurnar um 10% til jafn-
aðar á ári, sé tillit tekið til
þess tíma sem verkföll hafa
staðið. Þrátt fyrir allt þetta er
hér á landi blómlegra mannlíf
heldur en i flestum nágranna-
löndum okkar, miklu meiri al-
menningseign í dýru og góðu
húsnæði, góðum heimilistækj-
um, bílum o.s.frv. Atvinnuör-
yggi hefur einnig haldizt hér
mun betur heldur en annars
staðar. Hvað sem sagt verður
um stjórnmálamenn okkar til
lofs eða lasts þá verður ekki
framhjá ofarigreindum
staðreyndum gengið. Ég hef
ferðazt vitt og breitt um flest
nágrannalönd okkar og ég tel
að ekkert þeirra standist okkur
snúning með vönduð hús og
húsbúnað, hvað sem launin
áhrærir. Ef til vill kunna Is-
lendingar betur með sín laun
að fara heldur en nágranna-
þjóðirriar, en alla vega verður
okkur miklu meira úr peningn-
um.
Mér finnst furðulegt af
menntuðu fólki, eins og ég
ímynda mér að SAM sé, að nota
urðin ..sníkjudýr ', „braskarar",
„burgeisar", „arabiskir olíu-
furstar", „arðránskenning",
„þrælkun", „arabískt basar-
samfélag", „braskaraklíkan",
„grímulausasta", „bellibrögð".
I sveitinni þar sem ég ólst upp
þá hefðu þeir nú sagt um svona
orðavaðal: „Að það væri naum-
ast kjaftur á keilunni." Hugsan-
legt er auðvitað að SAM sé
svona mikill grínisti, en hvorki
ég né aðrir kunni að meta
fyndnina, en þar sem ekki
verður séð annað en að SAM sé
full alyara, þá sé ég mig knúinn
til að benda honum á að leita til
geðlæknis sem gæti ef til vill
lækkað þessar ófriðaröldur
hugarheims SAM. Mér eru efst
I huga tveir hópar manna, og þó
sérstaklega leiðtogar þeirra,
þegar verið er að titla aðra
hópa fólks með orðinu sníkju-
dýr. Á ég þar við Hitler og
Lenin, fasismann og kommún-
ismann. I augum þessara öfga-
samtaka voru vissir hópar*fólks
kallaðir sníkjudýr, þ.e. þeir
sem lifðu á þjóðfélögunum án
þess að leggja fram heiðarlega
viðleitni eða vinnu fyrir laun
sin. Hjá fasistunum voru þetta
gyðingar en hjá kommúnistun-
um voru þetta verkfræðingar,
læknar, mikið af háskólamennt-
uðu fólki, verzlunarstéttirnar
og bændur. Enda gekk Lenin
og siðar Stalin fram 1 þvi af
fullri hörku að senda þetta fólk
I fangabúðir þar sem það átti
visan dauðann. Á þennan hátt
varð smám saman til i Rúss-
landi hið stéttlausa þjóðfélag
eins og Dr. Vadim Konstantino-
vitsj Popof lýsir því í dag fyrir
okkur. Þar sem allir eru hug-
myndafræðilega jafnir, með
jafna aðstöðu til allra lifsins
gagna og gæða.
En er þetta sú mynd af Rúss-
landi sem andófsmennirnir
draga upp og vinna ekki ennþá
iðnar hendur við verkfræði-
störf, læknavisindi. mennta-
störf. verzlunarstörf eða land-
búnað i Kússlandi? Jú, ég er
an/i hræddur um það. Rúss-
neska byltingin. jafn blóðug og
hún var, færði engum tækni-
legar nýjungar í atvinnuhátt-
um, en hins vegar varð sú
megin breyting á að nú varð
verkamaðurinn og allar aðrar
starfsstéttir að sækja sín laun
til ríkisvaldsins og allt varð
ríkisrekstur sem sjaldan hefur
þótt til fyrirmyndar á Islandi.
Sem sagt hin vonda heildsala-
stétt „blaðsins sem allir vitna í“
hvarf ekki heldur var nú
launuð af ríkinu. Það sem ég
viidi segja meö þessu er að sýna
fram á að þeir hópar fólks sem
vissir kommúnískir aðilar láta
verst út í hér á landi starfa
undir fullum seglum i Rúss-
landi og eru algjörlega lífs-
nauðsynlegir i atvinnukeðju
hverrar einustu nútímaþjóðar.
Venjulega leggur þetta fólk
einnig margfalt harðara að sér
og vinnur langtum lengri
vinnudag heldur en hinn venju-
legi daglaunamaður, sem ein-
ungis er við vinnu sinn venju-
lega vinnutíma og þiggur sin
laun fyrir, en leggur ekki út í
neinar áhættur eða fjárfesting-
ar í atvinnuskyni.
I grein sinni vitnar SAM í
ummæli brezks sérfræðings
sem getið var raunar fyrir
nokkrum dögum í leiðara Þjóð-
viljans og taldi sérfræðing-
urinn að heildsalastéttin væri
fyrir löngu úrelt fyrirbæri í
Bretlandi og öðrum Evrópu-
löndum. Ég verð að segja að
mér kemur þetta nokkuð
spánskt fyrir sjónir, því að
allur gangur hlýtur að vera á
þessu og fer mest eftir vöruteg-
und. Flestar þær verksmiðjur
sem áður seldu í gegn um heild-
sala til smásala hafa þá auð-
vitað orðið að setja upp eigin
heildsöludeildir til að annast
dreifingu til smásala. Auðvitað
er kostnaðurinn sá sami, hvort
sem einhver verksmiðjudeild
annast söluna eða heildsala.
Mér finnst fjarstæða að halda
því fram að svona tilfærsla geti
lækkað vöruverð um 10—15%.
Hins vegar verður ergelsi
SAM og Þjóðviljans skiljanlegt
í ljósi þess sem hann segir um
eigendur Morgunblaðsins.
Morgunblaðið hefur í áratugi
verið einn skeleggasti mál-
svari frelsis og lýðræðis í þessu
landi, jafnframt því að vera eitt
víðlesnasta blað landsins.
Verður ekki annað séð en
þessar staðreyndir sargi tauga-
kerfi SAM og þeirra Þjóðvilja-
manna illa, ef dæma má af
ólátunum í þessum aðilum.
En svo að við minnumst aftur
á Bretland þá var það ekki fyrir
alllongu að ungur og áhugasam-
ur maður i embætti verðlags-
stjóra tók sér ferð á hendur til
Bretlands til að kanna þar verð-
lagsmál. Ekki sá ég neitt frá
honum um launamál almenn-
ings þar og ekki minnist ég þess
að sérfræðingur Þjóðviljans í
leiðaranum um daginn upp-
.fræddi okkur nokkuð um
launamál þarlendis. Hins vegar
ætla ég hér með að bæta aðeins
úr þessari þögn. Laun á Bret-
landseyjunum eru margfalt
lægri yfirleitt heldur en hér-
lendis. Ég þekki persónulega til
dæm.a um £25,- til £30,- eða urn
kr. 8000 til 10.000 á viku. Ég
býst ekki við að margir vildu
vera á þeim launum hérlendis,
sé um fullfrískt fólk að ræða.
Ekki væri þó neitt óeðlilegt
fyrir amenning hérlendis að
bera sig saman í launum við
fólk á Bretlandseyjunum, þar
sem þar er um að ræða eyja-
samfélag eins og hérlendis og
margl er líkt með þeim og okk-
ur. T.d svo til takmarkalaus
þrætugirni, flokkadrættir og
vérkfallsgleði, sem allt dregur
úr kaupi og þjóðartekjum.
Ekki vil ég að fólk skilji orð
mín svo að ég sé ekki fylgjandi
því að atvinnuvegirnir borgi
hæstu möguleg laun, það eiga
þeir auðvitað að gera og það er.
Skúli Skúlason
auðvitað langur vegur frá því,
að þéna aðeins 80.000 krónur á
mánuði og upp i það að vera
með hálfa til heila milljón
krónur og þaðan af meira í
mánaðarlaun. PJn ég hef litla
trú á því að heildsalar eða
verzlunarfólk yfirleitt séu
hátekjufólk, það er ekki búið
þannig að því fólki. Það eru
aðrir atvinnuhópar sem hafa
komið málum sínum þannig
fyrir í þjóðfélaginu.
Eitt af því sem ég hef aldrei
skilið almennilega eða áttað
mig á er af hverju Þjóðvilja-
menn og aðrir kommúnistar,
sem sjaldan sleppa tækifærum
úr hendi við að lofsyngja þjóð-
skipulag kommúnismans og það
ástand sem þar ríkir, skuli ekki
söðla um og flytjast búferlum
til þessara landa. Gerzka ævin-
týrið hefur þó nú staðið í ein 60
ár og málin ættu að vera komin
á skikkanlegan grundvöll, ef
trúa hefði mátt málflutningi
Þjóðviljans i gegn um árin. Hitt
er svo annað mál að svo eru
svokallaðir andófsmenn alltaf
að óhreinka þessa glæsilegu
mynd og segja okkur raunar að
ill sé vistin í Rússia. Nú finnst
mér, ef það er satt sem andófs-
mennirnir eru að segja, að SK,
SAM og sem flestir Þjóðvilja-
menn ættu að leggja leið sína'
þarna austur fyrir og dvelja þar
síðan í nokkur ár við sömu
aðstæður og alþýða manna, hin
stéttlausa, lifir og koma svo
aftur og útskýra fyrir okkur,
íslenzkum almúga, hvernig þeir
hafi haft það. T.d. hvað varðar
húsakost, fæði, bílakost, útvarp
og sjónvarp, símáog önnur lífs-
þægindi sem við teljum hér
vera bráðnauósynleg. Nú ef
þeir yrðu óánægðir með
vistina og vildu vera í sam-
ræmi við sínar hugsjónir þá
gætu þeir snúið sér að baráttu
fyrir bættum lífskjörum í Rúss-
landi, þar sem mig grunar að
lifskjör þarlendis séu all miklu
lakari heldur en hérlendis, en
andófsmennirnir eru alltaf að
segja að lífskjörin þarna séu
bein afleiðing af kerfinu.
Nú má ekki skilja orð mín svo
að ég telji kommúnista vera
vonda menn meðan þeir lifa i
lýðræðisríki og starfa ennþá
sem sjálfstæðir og ærlegir ein-
staklingar, langt því frá.
Gamanið fer hins vegar að
kárna þegar þeir komast til
valda og einstaklingurinn
verður flokkurinn og vilji
flokksins verður vilji einstakl-
ingsins. Það er á því stigi sem
sérhver kommúnisti verður sér
og umhverfi sinu stórhættu-
legur og algjört siðleysi tekur
við af siðseminni.
T.d. má vel virða það við
Magnús Kjartansson, þegar
hann sem iðnaðarráðherra hóf
undirbúningsviðræður við
Union Carbide um málmblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga,
sjálfsagt þvert ofan í vilja
margra af stuðningsmönnum
sinum. Það hefur sjálfsagt
þurft talsvert viljaþrek til fyrir
kommúnista að fara að ræða við
bandarískan auðhring um stór-
iðjurekstur á Islandi.
Að lokum vildi ég taka það
fram að ég hefi afskaplega litla
trú á málflutningi kommúnista
og umhyggju fyrir velferð hins
vinnandi manns. þegar allt sent
á hefur gengið þar sem þeir
hafa komizt til valda er skoðað í
ljósi sögunnar. Þeirra ríkis-
stjórnir eru ekki til hagsbóta
fvrir verkafólk eða almenning.
Skúli Skúlason
Kópavogi.