Dagblaðið - 12.04.1977, Qupperneq 30
:S4
1
AUSTURBÆJARBÍÓ
Simi 11184
ÍSLENZKUR TEXTI
„Allir menn forsetans"
(„All The President’s Men “)
Stórkostlega vel gerð og leikin,
ný, bandarísk stórmynd í litum.
Aðalhlutverk:
Robert Redford,
Dustin Hoffman.
Sýnd kl. 5. 7.30 og 10.
Hækkað verð.
n
1
LAUGARASBÍÓ
Orrustan um Midway
Ttf MBBCH CUfORAICN PflEStNIS
SjÚ
mwm
A UNIVERSAL PICTURE
TECHNICOLOR ® PANAVISION®
Ný bandarísk stórmynd um mestu
sjóorrustu sögunnar, orrustan um
valdajafnvægi á Kyrrahafi í
síðustu heimsstyrjöld. isl. texti.
Aðaíhlutverk: Charlton
Heston.Henry Fonda, James
Coburn, Glenn Ford o.fl.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
I
GAMLA BÍO
I
Páskamyndin
Gullrœningiarnir
Simi 11475.
.________nDT,.. ...
Nyjasta gamanmyndin írá
Disneyfélaginu — bráðskemmti-
leg mynd fyrir alla fjöiskylduna.
islenzkur texti
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
BÆJARBÍÓ
D
Borgarljós
Eitt mesta snilldarverk Chaplins.
Aðalhlutverk: Charlie Chaplin.
Sýnd kl. 5 og 9.
1
NYJA BIO
D
Æskufjör í
listamannahverfinu
(Next Stop, Greenwich Village)
Sérstaklega skemmtileg og vel
gerð ný bandarísk gamanmynd
með Shelley Winters og Lenny
Baker.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HÁSKÓLABÍÓ
D
Iláskólabíó
sýnir
King Kong
Eina stórkostlegustu mynd, sem
gerð hefur verið. Allar lýsingar
eru óþarfar, enda sjón sögu
ríkari.
ísl. texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
HAFNARBÍO
D
Simi 16444
„Monsieur Verdeoux"
Frábær, spennandi og bráð-
skemmtileg. Höfundur, leikstjóri
og aðalleikari
Charles Chaplin
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15.
Bensi
Sýnd kl. 1, 3 og 5.
TÓNABÍÓ
D
Lifið og látið
aðra deyja
JAMES BOND 007“
"LIVE .
AIMD LETDIE
I
COLOR
United Artists
(Live and let die)
Ný, skemmtileg og spennandi
Bond-mynd með Roger Moore i
aðalhlutverki.
Leikstjóri: Guy Hamilton.
Aðalhlutverk: Roger Moore,
Yaphet Motbo, Jane Seymour.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
I
STJÖRNUBÍÓ
D
Sími 18936
S\ ||41 K I i» S O'j I II
ii;«*kk;i«> v cr«>
Ikmiiuö \ nui i cn I <» .ii .i
M i <>;in;iI ;i l'ra k I .’»
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aó frelsi geti viöhaldizt
í samfélagi
það lifi
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 197.7.
Grétar Unnsteinsson, skóla-
stjóri Garðyrkjuskólans að
Reykjum í Hveragerði, tók
nýlega á móti blm. DB. Þarna
stendur hann hjá bananatré, en
í Botanisku húsi skólans eru tii
nokkur slík tré, sem árlega
gefa miili 20 og 30 kg af banön-
um, hvert tré.
DB-mynd A.Bj.
Sjónvarp íkvöld kl. 22,00: Matjurtarækt
Leiðbeiningar
fyrir almenning
Nú nálgast óðum sá tími þeg-
ar fólk fer að huga að matjurta-
og garðrækt almennt. í kvöld
kl. 22.00 er á dagskrá
sjónvarpsins mynd er nefnist
Matjurtarækt. Myndin er gerð í
Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ölfusi. Grétar
Unnsteinsson skólastjóri er
bæði textahöfundur og þulur
myndarinnar.
A vegum Garðyrkjuskólans
eru framkvæmdar árlega marg-
víslegar tilraunir með mat-
jurtarækt bæði útirækt og eins
í gróðurhúsum. Grétar er því
ábyggilega manna líklegastur
til þess að geta leiðbeint fólki í
þessu tilliti.
Segir Grétar frá nauðsynleg-
um undirbúningi til þess að
matjurtarækt beri sem beztan
árangur.
Þetta eru tveir stuttir þættir,
sýningartími beggja er þrjátíu
mínútur. Þættir þessir voru
áður á dagskrá vorið 1973.
-A.Bj.
Útvarp á morgun kl. 10,25:
Rætt um siðfræðileg efni á
kristilegum grundvelli
Hornsteinar hárra sala nefnist
fyrsta erindið af fimm sem séra
Helgi Tryggvason flytur í út-
varpinu í fyrramálið kl. 10.25.
,,Ég mun ræða um siðfræðileg
efni og samfélagsleg út frá kristi-
legum grundvelli,“ sagði Helgi
þegar DB hringdi til hans og vor-
vitnaðist um efni erindanna.
„í fyrsta erindinu mun ég ræða
um 1. boðorðð og þann boðskap
sem því fylgir. Ég bendi á að það
sem sáð er í huga barnsins og
ræktað þar kemur fram opinber-
lega þótt síðar verði, hvort sem
það hefur verið gott eða illt.
Þá deili ég dálítið á fjöl-
miðlana, sem mér finnst nudda of
mikið um það sem miður fer, þótt
sumt af því sem fjölmiðlar geri sé
vel gert,“ sagði Helgi.
Helgi er fæddur í Vestur-
Húnavatnssýslu árið 1903. Lauk
hann kennaraprófi árið 1929.
Hann lagði stund á uppeldis- og
sálarfræði við Edinborgarháskóla
1938-39.
Hann lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1950. Varð
kennari við Kennaraskóla íslands
árið 1940. Settur prestur að
Miklabæ í Skagafirði 1963-64.
Helgi var hraðritari á Alþingi
1924-52. Hann var einnijj kennari
við Reykjaskóla í Hrútafirði 1930-
32. Hann rak um þrjátíu ára skeið
hraðritunarskóla i Reykjavlk.
Helgi hefur tekið virkan þátt í
margskonar félagsmálum. Hann
hefur verið í stjórn Blindravina-
félagsins, Heyrnarhjálpar, Lands-
sambands framhaldsskólakenn-
ara, Söngkennarafélags íslands
og í stjórn Alþjóðasambands
kennara.
Hann hefur nú látið af
kennslustörfum.
Næsti þáttur Helga verður á
dagskrá útvarpsins eftir viku.
-A.Bj.
Sjónvarp
Þriðjudagur
12. aprii
20.00 Fréttir og voöur
20.25 Auglýsingar og d&gskrá.
20.30 Olia ar auöur, an fiakur er fœöa.
Heimildamynd frá Norður-Noregi um
fyrirhugaðar tilraunaboranir þar á
næsta ári. Enginn veit nú, hvaða áhrif
hugsanleg oliuvinnsla kann að hafa á
fiskveiðar við Norður-Noreg og aðra
þætti atvinnulífs, né heldur, hver
áhrifin á viðkvæma náttúru á norður-
slóðum kunna að verða. Þýðandi og
þulur Jón O. kMwald. (Nordvison —
Norska sjónvarpið).
21.10 Coldit7. Bresk-bandariskur fram-
haldsmyndaflokkur Svik og prettir.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
22.00 Matjurtaraekt. Tveir stuttir þættir,
þar sem lýst .er nauðsynlegum undir-
búningi, til þess að matjurtarækt beri
sem þestan árangur. Myndin er gerð i
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði.
Þulur og textahöfundur er Grétar
Unnsteinsson, skólastjóri garðyrkju-
skólans. Þættirnir voru áður á dag-
skrá vorið 1973.
22.30 Dagskráriok.
Stýrímann
vantar nú þegar á 65 tonna togbát frá
Vestmannaeyjum.
Upplýsingar í síma 98-2123 og 98-2284