Dagblaðið - 20.04.1977, Qupperneq 1
dagblað
3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. — 89. TBL. itlTSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022.
-
Samningarnir:
Atvinnurekendur bjóða fjög-
ur prosent kauphækkun e*
Atvinnurekendur gefa í
skyn, aö þeir séu reiöubúnir að
hækka kaup almennt um fjögur
prósent I ár og fjögur prósent á
næsta ári, að viðbættum verð-
lagsuppbótum. Þeir telja, að
4% kauphækkun i ár þýddi
með verðlagsbótum, að kaup
hækkaði um 26—30 prósent á
árinu, en í þeim reikningi er
meðtalin sú 7'á prósent kaup-
hækkun, sem þegar hefur orðið
á árinu.
Atvinnurekendur hafna
kröfunni um 100 þúsund króna
lágmarkslaun en segja, að kjör
hinna lægst launuðu ætti að
bæta með lengingu vinnutíma
þeirra, þannig að tryggðar yrðu
40 stundir fram yfir kaffitíma i
stað rúmra 37, sem nú sé. Siðan
mæla þeir með skattalækkun-
um til að bæta kjör hinna lægst-
launuðu.
Fjögurra prósenta tilboðið er
langt frá kröfum verkalýðs-
félaganna, sem segja, að rúm-
lega 50 prósent kauphækkun
þyrfti til að jafna það, sem
tapazt hefur siðustu ár.
„Ætli þeir verði ekki komnir
I fimm og hálft prósent eftir
viku og alveg komið að verkföll-
um,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, í morgun
um tilboð atvinnurekenda.
Gekk saman um
vinnuvernd
Guðmundur sagði að veru-
lega hefði gengið saman um
vinnuverndarmál á fundum í
gær. Rætt væri um, að á vinnu-
stöðum, sem væru ólöglegir i
þeim efnum, mætti fara i verk-
föll og verkafólk héldi samt
kaupi í viku, ef ákveðnum skil-
yrðum væri fullnægt. Guð-
mundur sagði að nokkur bylt-
ing væri að verða í vinnuvernd
og skilningur atvinnurekenda á
þeim málum hefði aukizt mikið.
Þá var á fundum i gær fjallað
um tryggingar- og veikindamál
og gekk nokkuð saman um þau.
Samningafundur stóð frá
klukkan tvö til sex í gær og
hófst klukkan hálftíu í morgun.
Sumaríö 77
Dagblaðið
öskar
lands-
mönnum
öllum
gleðilegs
og sólríks
sumars
Þau eru í sannkölluðu sumar-
skapi og brosa blítt. Enda þótt
gróður sé ekki farinn að taka við
sér að ráði síðasta dag vetrar, þá
skulum við vona að ekki verði
löng bið á að Iandið færist senn í
sumarskrúðann. Myndin var tek-
in í ræktunarstöð Reykjavíkur-
borgar þar sem fóik var að skoða
hortensiur, sem eiga eftir að
gleðja augu einhverra í grasgarð-
inum í Laugardal í sumar.
AfÆ '
r
v
„Endatafl” kl. 2 á Lof tleiðahóteli:
Kapparnir eru ekkert
að flýta sér heim
— fara nordurtil
f jöltefla og
skíðaíþrótta — Hort
vill láta 1. aprílgabb
DB rætast
Hort og Spassky setjast
saman að taflborðinu á Hótel
Loftleiðum í dag kl. 2. Þá fæst
úr því skorið hvor þeirra
heldur áfram í átt að heims-
meistaratign. Sigurvegarinn
fær um hálfa milljón í verðlaun
en meðan kapparnir hafa setið
að tafli síðutu vikurnar hefur
gengissigið hækkað þau um 45
þúsund krónur.
Séfræðingarnir telja
að Spasský sé a.m.k. með
aðra hendina á verðlaunun-
um og tækifærið sé hans til
að komast áfram í keppninni.
En hver veit, — Hort er talinn
ákveðinn að berjast fram í
rauðan dauðann.
I kvöld tekur Vilhiálmur
Hjálmarsson, menntamálaráð-
herra á móti skákköppunum
og fylgdarliði þeirra og starfs-
mönnum mótsins og fleirum en
að því loknu verður haldið á
Hótel Borg, þar sem einvígisslit
fara fram.
Skákmennirnir tveir virðast
una sér hið bezta hér á landi og
eru alls ekkert á förum. Báðir
fara þeir á morgun norður í
land til að tefia fjöltefli, Hort
til Akureyrar og Spassky til
Húsavíkur. Hort hefur hug á að
fara á skíði í Hlíðarfjalli og að
sögn Gísla Jónssonar hjá Ferða-
skrifstofu Akureyrar er fátt því
til fyrirstöðu, enda afbragðs
skíðafæri nyrðra.
Þá hefur Hort hug á því að
láta 1. aprílgabb Dagblaðsins
rætast Hann vill tefla fjöltefli
við 500 manns og ætlar að
reyna að slá ein þrjú heimsmet
í skáklistinni. Mundi það afrek
fljúga víða um lönd og vera
skráð í heimsmetabók Guiness.
-JBP-
A