Dagblaðið - 20.04.1977, Side 6
fi
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Tónleikar
i Háskólabiói fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.30.
Stjórnandi SAMUEL JONES
Einleikari JOHN LILL
Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson — Ríma (nýtt verk).
Beethoven — Pianókonsert nr. 3.
Samuel Jones — Let Us Now Praise Famous Men.
Borodin — Polovtsian dansar.
Aógöngumiðar í Bókabúð Lárusar Blöndals, Skólavörðu-
stíg og Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti.
Auglýsing
Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t.,
Líftryggingafélagsins Andvöku og
Endurtryggingafélags Samvinnu-
trygginga hf. verða haldnir fimmtu-
daginn 2. júní nk. að Hótel Sögu,
Reykjavík og hefjast kl. 10 f.h.
Dagskrá samkvæmt samþykktum fé-
laganna.
Stjórnir félaganna.
Stöður hjúkrunarfræðings og Ijósmóður við heilsugæslu-
stöðina í Ólafsvík eru lausar til umsóknár nú þegar.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og
tryggingamólaróðuneytið
19. apríl 1977.
Vanirpressmienn óskast
strax.
Uppl. ísíma50877
L0FT0RKA SF.
íslenska
járnblendifélagið h/f
óskar að ráða viðskiptafræðing eða
mann með hliðstæða menntun til
starfa að Grundartanga við Hvalfjörð.
Um er að ræða starf við bókhald,
reikningshald og kostnaðareftirlit.
Umsóknir sendist skriflega til skrif-
stofu félagsins að Lágmúla 9, Reykja-
vík.
—UPPSALAKVÖLD.----------------------------------
500 ára afmælis Uppsalaháskóla minnst í Norræna hús-
inu, fimmtud. 21. apríl ki. 20.30.
Dagskró:
Tore Frangsmyr, dósent v/Uppsalaháskóla ræðir um
háskólann og tengsl hans við ísland.
Kvikmyndasýning.
Glúntasöngvar — Stefán Sörensson og Valdimar Örnólfs-
son syngja við undirleik Guðmundar Jónssonar.
í sýningarsal í kjallara:
„Samspil orðs og myndar", Halldór Laxness, Asger Jorn
o.fl. opin kl. 14—19 til 24. apríl.
í bókasafni:
Norrænar þýðingar á verkum Halldórs Laxness.
Allir velkomnir NORRÆNA
HÚSIÐ
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977.
-
Bandaríkjamenn hika
við að senda
Pakistönum táragas
—miklar óeirðir í Pakistan ígær
Stór táragassending, sem átti
að fara frá Bandaríkjunum til
Pakistan fyrir nokkru, hefur
ekki enn verið send, — vegna
þess ástands sem ríkir hjá
kaupandanum um þessar
mundir. Talsmaður Banda-
ríkjastjórnar sagði að leyfi til
að senda táragasið hafi verið
veitt 15. marz síðastliðinn eða
áður en óeirðirnar hófust.
V
„Astandið hefur breytzt svo
mjög á þessum fimm vikum,
síðan útflutningsleyfi fyrir
táragasinu var veitt, að við
verðum að hugsa okkur vand-
lega um áður en við látum það
af hendi,“ sagði hann. — Tára-
gasið er að verðmæti 68.000
dollara.
Stuðningsmenn Bhuttos, for-
sætisráðherra Pakistan, fóru í
heljarmikla göngu í gær i borg-
inni Lahore til að lýsa yfir
stuðningi við hann og Þjóðar-
flokk hans. En þó að stuðnings-
gangan væri stór, söfnuðust
andstæðingarnir saman I enn
voldugri fylkingu. Göngurnar
tvær mættust og allt fór í bál og
brand. Hnifum var veifað og,
vitað er um einn mann sem lézt
af hnífsstungu.
Milli 180 og 190 manns hafa
nú látið lífið í óeirðunum sem
blossuðu upp I Pakistan eftir
þingkosningarnar sem haldnar
voru um miðjan marzmánuð.
Verkalýðsleiðtogar í stærstu
borg landsins, Karachi, hafa
boðað til allsherjarverkfalls í
landinu frá og með deginum í
dag.
VORLEYSINGAR í ST. L0UIS
Það fór ekki hjá þvi, að eftir mikla úrkomu og aðrar veðurhörkur viðs vegar um Bandarikin, yrðu
vorleysingarnar ekki neitt smáræði loksins þegar þær kæmu. I St. Louis vona menn að flóðin, sem þar
eru um þessar mundir, séu hin eina og sanna vorleysing og ekki eigi eftir að bregða til hins verra aftur.
— Borgarbúar taka því lifinu með ró, lesa blöðin og hlakka til sumarsins.
Hótelbruni íTexas:
TALIÐ ER AÐ UM ÍKVEIKJU
HAFIVERIÐ AÐ RÆÐA
— 23 fórust í eldinum
Ottazt er að tuttugu og þrír sjö manns ómeiddir. Nú standa brunarústunum. — Tjónið er
hafi látið lífið í hótelbruna í aðeins tveir veggir eftir uppi í metið á um 700.000 dollara.
bænum Galveston í Texas.
Mótmælaakstur í Valencia
— krafizt lögleióingar allra spænskra flokka
Eidurinn kom upp í gær-
morgup. Björgunarsveitir hafa
fundið átta lík og vinna nú af
kappi við að grafa í bruna-
rústunum eftir fimmtán til
viðbótar sem enn er saknað.
Slökkviliðið í Galveston
fullyrðir að allt bendi til að
kveikt hafi verið í hótelinu.
Enginn hefur þó enn verið
handtekinn vegna þess.
Meðal þeirra sem létust voru
fimm börn — þar af þrjú syst-
kin. Af þeim 47 manns sem
gistu á hótelinu sluppu aðeins
Yfir hundrað manns voru
handteknir í borginni Valencia
á Spáni í gærkvöld. Þá söfn-
uðust menn saman á ökutækj-
um sinum og hófu mótmæla-
akstur til að krefjast þess að
allir stjórnmálaflokkar Spánar
yrðu lögleiddir. Akstur þessi
var skipulagður af tólf
spönskum vinstriflokkum.
Alls voru það um fjörutíu
bílar sem tóku þátt í akstrinum.
Bílstjórar þreyttu flautur sínar
og sumir hrópuðu slagorð i
gjallarhorn. — Heimildir
herma að lögreglan hafi
skemmt nokkra bíla er hún
sundraði hópnum. Bílstjórar
allra bílanna voru handteknir
og margir aðrir. Þeirra á meðal
voru nokkrir meðlimir
Spænska kommúnistaflokksins.