Dagblaðið - 20.04.1977, Síða 10
10.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977.
BUUJW
íijálsi, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf. ** ---
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Rrístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson.’ Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Inaólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Haliur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Krístín Lýös
dottir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmynáir: Bjamleifur Bjamleifsson,
Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þorrnótðsfoo.
Skrifstofustjóri: Olafur Eyjólfsson. Gialdkerí: Þráinn ^orleifsson. Dreifinaarstióri: Már E. M
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúia 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Þriöjungur hjúkr-
unarkvennanna vildi
ekki vera sjúklingur
Matur er mannsins megin
Stóraukin útbreiðsla svo-
nefndra heilsubrauða í bakaríum
hér á landi er gott dæmi um vax-
andi áhuga almennings á heil-
brigðu mataræði. Bakararnir, sem
bjóða upp á þessi brauð, væru
færri en raun ber vitni um, ef
ekki væri góð sala í þessum brauðum.
Flestir sérfróðir menn eru sammála um, að
heilt korn og grófmalað sé betri fæða en slípað
og jafnvel litað korn, sem lengi hefur verið
uppistaða í fæðu íslendinga. Náttúrulækninga-
félögin urðu fyrst til að breiða út þetta sjónar-
mið og nú hafa hjartaverndarfélögin tekið í
sama streng.
Óspillt korn með trefjaefnum er ekki eina
framfaramálið í mataræði íslendinga. Baráttan
gegn fituríkri fæðu er einnig farin að bera
nokkurn árangur, enda eru flestir sérfróðir
menn sammála um, að íslendingar borði of
mikla fitu, einkum mettaða dýrafitu.
Osta- og smjörsalan hefur lengi haft á boð-
stólum 30% ost og er nú farin að framleiða
20% ost. Bændur hafa á Búnaðarþingi lagt til
að hafin verði framleiðsla léttmjólkur með
svipuðú fitumagni og er í mjólk erlendis. Mikil
framför yrði að slíkri framleiðslu, því að nú er
íslenzka mjólkin of feit, að minnsta kosti fyrir
fullorðið fólk.
Minni árangur hefur náðst í kjötframleiðsl-
unni, enda virðast ráðamenn sauðfjárkynbóta
telja fátt mat annað en feitt kjöt. Þetta vígi
úreltra sjónarmiða hiytur þó að falla fyrr eða
síðar.
Enn minni árangur hefur náðst gegn sykur-
neyzlu,enda hefur farið minna fyrir áróðri á
því sviði. Eðlileg ársneyzla sykurs er talin vera
um fjcjgur kíló. á mann og í formi náttúrlegs
sykurs. íslendingar hakka hins vegar í sig
80—100 kíló af sykri á mann á ári og það í
hreinræktuðu lyfjaformi.
Smám saman eru merkingar matvæla að
skána, þótt yfirvöld hafi farið afar rólega af
stað á því sviði. Fyrirtæki eins og Osta- og
smjörsalan og Samband íslenzkra samvinnu-
félaga eru ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum
fremst á þessu sviði.
íslenzkir neytendur eru smám saman að
venjast matvælum frá Bandaríkjunum og
ýmsum öðrum löndum, þar sem merking mat-
væla er komin í gott lag. Á þessum vörum sést
ekki aðeins samsetning vörunnar og tegundir
aukaefna í henni, heldur líka prósentuhlutfall
hinna ýmsu næringarefna í hverjum 100
grömmum fæðunnar.
Þessar merkingar hljóta að efla skilning
þjóðarinnar á næringarefnum og heilbrigðu
mataræði. Sérfræðingar hafa bent á, að mikil
tíðni krabbameins og hjartasjúkdóma hér á
landi bendi til þess, að ekki sé vanþörf á
breyttu mataræði. Og smám saman eru neyt-
endur farnir að átta sig á viðvörunum sérfræð-
inga.
Auðvitað eru sérfræðingarnir ekki enn sam-
mála um alla hluti. Þeir ganga mislangt í
skoðunum sínum á, hvað borða skuli og hvað
ekki. En flestir virðast þeir sammála um, að hér
sé borðað of mikið af sykri, fitu, aukaefnum og
of lítið af trefjaefnum.
Aðalatriðið er þó, að fólk er farið að taka
mark á þessu. Það er farið að átta sig á, að
matur er mannsins megin.
á e/gin sjúkrahúsi
Eru bandarísk sjúkrahús
eins slæm og hjúkrunar-
konurnar, sem vinna þar, telja?
Eru óhæfir læknar verndaöir af
samstarfsbræðrum sínum, sem
færari eru? Þetta eru tvær af
mörgum spurningum sem
Bandaríkjamenn velta fyjir sér
um þessar mundir eftir að
niðurstöður skoðanakönnunar
meðal hjúkrunarkvenna um
gjörvöll Bandaríkin var birt. Þá
vakti útkoma bókarinnar The
Unkindest Cut marga einnig til
umhugsunar.
The Unkindest Cut er eftir
bandarískan félagsfræðing, Dr.
Marciu Millman. Hún eyddi
Vw—.
s————
tveimur árum, áður en hún
skrifaði bókina, við að fylgjast
með læknum að störfum í
þremur stórum sjúkrahúsum.
Eitt þeirra var í Kaliforníu, hin
tvö nálægt New York.
Niðurstöður könnunar-
innar voru slóandi.
Dr. Millman fór með
læknunum á stofugang og í
áðrar eftirlitsferðir, fylgdist
með þeim við skurðarborðið og
var viostödd er þeir sjúklingar
voru rannsakaðir sem höfðu
látizt á sjúkrahúsum.
Ein af umdeildustu niður-
stöðum hennar eftir þessar
Prúðu leikara
skemmtun á
gangstéttinni
Það er best að byrja á því að
játa að í vikunni sem leið hafði
ég ýmissa hluta vegna sára-
lítinn tíma til að horfa á sjón-
varpið. Ekki get ég þó fundið
að ég hafi beðið tjón á sálu
minni þess vegna, en hins vegar
aétti ég að skammast mín þar
sem mér er ætlað að fylla út i
þennan ramma með skrifum
um sjónvarpið. En sjónvarpið
hefur fleiri hliðar en þá einu
sem snýr fram og mætti athuga
um þær lika. En fyrst ætla ég
að minnast á það eina sem ég sé
í vikunni, föstudagsefnið. Nú
eru Prúðu ieikararnir vlst
hættir og harma ég það. Þessir
þættir hafa verið alveg ósvikin
skemmtun og auk þess eru þeir
frábærlega vel þýddir. Þeir
sem horfa á Kermit og félaga í
lit, njóta þeirra enn betur, því
litadýrðin er stórkostleg. Hérna
hinum megin við götuna mína
er verslun, sem hefur litsjón-
varpstæki í gangi úti í glugga á
kvöldin og hefur stundum orðið
þar þröng á þingi á föstudags-
kvöldum og oftast er þetta
sama fólkið sem þarna skemmt-
ir sér á gangstéttinni. Nýlega
las ég einhvers staðar, að sjón-
varpsgagnrýnendur úti í hinum
stóra heimi hefðu kosið Prúðu
léikarana besta sjónvarps-
skemmtiefni sem sýnt er í
heiminum um þessar mundir
en þættirnir munu hafa verið
sýndir mjög víða og eru enn.
Nú, nú, svo kom Kastljós, þar
sem fjallað var um þörunga-
vinnsluna og gigtsjúkdóma.
Þegar maður hefur hlustað á
rök, gagnrök og útreikninga
ósammála sérfræðinga, veit
maður alls ekki hvað á að
halda. Það virðist liggja í aug-
um uppi að ekki sé hægt að
stunda þörungavinnslu hér —
,og á hinn bóginn, að ekkert sé
auðveldara Þátturinn um
gigtina hefur eflaust vakið
marga til umhugsunar, því fóik
mun almennt ófrótt um þessa
sjúkdóma. Eftir þeim tölum og
Snjólaug Bragadóttir
staðreyndum að dæma, sem
þarna voru lagðar fram, má
líklega sá teljast hólpinn, sem
sleppur við að verða gigtveikur
um ævina.
Svo var það rúsína kvöldsins,
myndin um sakleysingjana.
Auðvitað hlýtur að vera eitt-
hvað merkilegt á ferðinni þegar
tilkynnt er í dagskrárkynningu,
að myndin sé ekki við hæfi
barna og viðkvæmu fóiki ráðið
frá að horfa á hana. En þá má
líka gera ráð fyrir að blessuð
börnin, sem heyri þetta verði
óþæg og harðneiti að fara að
sofa fyrr en þau eru búin að
horfa á myndina. Jæja, en þai
sem ég þykist ekki vera sérlega
viðkvæm, hreiðraði ég vel um
mig. Myndin varð æ meira
spennandi eftir sem á hana leið
og tóniistin var svo óhugnanleg
að oft nægði hún ein til að
.koma út á mér gæsahúðinni. En
svo var þetta allt í einu
búið...ég sat þarna galtóm og
hálfringluð. Hvernig endaði^
myndin? Var einhver
brjálaður? Var þetta allt
ímyndun? Og þá hvers? Hvað
varð um telpuna? Það fer i
taugarnar á mér aö fá ekki að
vita svona lagað.
Á laugardag var í útvarþinu
fjallað nokkuð um auglýsingar
í sjónvarpinu okkar og vegfar-
endur spurðir álits. Ekki
minnist ég þess að nokkur hafi
viljað láta banna þær en mikitl
meiri hluti taldi þær leiðinleg-
ar. Sumar eru það en aðrar eru
bráðskemmtilegar, þó þær eigi
ekki að vera það. Eg vildi ekki
missa' auglýsingarnar úr
sjónvarpinu. Það má til dæmis
nota þær til að skreppa fram og
sækja sér meira kaffi. Svo
veitir stofnuninni áreiðanlega
ekki af meiri tekjum, því í
mörghorner að líta, eiginléga cf
mörg. Það þarf að bæta dreifi-
Kerfið, koma upp litsjónvarpi
og síðast en alls ekki síst að
kaupa betra dagskrárefni sem
auðvitað kostar meira en ruslið.
Jæja, fyrst þessi sjónvarps-
vika fór fyrir svona lítið hjá
mér, verð ég að lofa sjálfri mér
að horfa betur næst. Eftir dag-
skránni að dæma er ýmislegt
bitastætt í vændum. Mið-
vikudagurinn virðist hinn
girnilegasti, svo og bíó-
myndirnar á föstudags- og laug-
ardagskvöldið. Litli lávarður-
inn byrjar á laugardaginn kl.
hálfsjö og fyrst þetta eru
breskir þættir, má maður vera
nokkuð viss um að þeir eru
góðir. Einhvernveginn er það
svo að ég treysti bretunum best
fyrirfram. Maður veit aldrei á
hverju má eiga von þegar um er
að ræða efni frá Norðurlöndun-
um, að ekki sé minnst á
Tékkóslóvakíu og austantjalds-
löndin.