Dagblaðið - 05.05.1977, Side 7

Dagblaðið - 05.05.1977, Side 7
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1977. 7 Ludwig Erhard, fyrrum kanslari, erlátinn: Náði V-Þýzkalandi upp iír hörmungum stríðsins Ludwig Erhard, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, lézt í sjúkrahúsi í Bonn í morgunsárið, áttræður að aldri. Hann mun hafa látizt úr hjarta- slagi. Talsmaður sjúkrahússins kvað hann hafa þjáðst af blóðrásarkvilla að undanförnu. Dr. Erhard varð efnahagsráð- herra V-Þýzkalands árið 1949. Þá var meirihluti landsins enn í rúst eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Með óbilandi trú á einka- framtakið og starfsemi sinni tókst honum að ná landinu upp úr skítnum og volæðinu. Árið 1963, er hann tók við kanslara- embættinu af dr. Konrad Adenauer, var V-Þýzkaland orðið eitt af bezt stæðu löndum heimsins. Kanslaraár dr. Erhards urðu aðeins þrjú, — hann sagði af sér embætti i stjórnmála- kreppu árið 1966. Eftir það sat hann á þingi sem óbreyttur og um tíma var hann formaður flokks kristilegra demókrata. Erhard var lagður inn á sjúkrahús 1 Bonn í marzlok. Hann hafði verið meðvitundar- laus síðan í gærdag. Lík hans verður jarðsett við hlið konu hans, Luise, á bökkum Tegernseevatns í Bayern. ÁSGEiR TOMASSON S/ö vestrænir fréttamenn í haldi í Zaire Stjórnarherinn í Zaire hefur nú i haldi sjö evrópska blaða- menn. Þeir eru sagðir hafa komizt ólöglega inn í Zaire, — með upp- reisnarmönnum frá Angola. Stjórnin hefur fullyrt að þeir væru í tygjum við uppreisnarher- inn. Fréttamennirnir verða leiddir innan tveggja daga fyrir erlenda blaðamenn í landinu, svo og er- lenda sendiherra, til að fá úr skorið hvort þeir séu raunveru- legir blaðamenn eða njósnarar. Zairemenn hafa enn ekki látið uppi, hverjir blaðamennirnir sjö eru en grunur leikur á að tveir þeirra séu frá v-þýzka tímaritinu Stern, einn frá Observer hinum brezka og fjögurra manna lið frá spænska sjónvarpinu. Hreinasta heppni var að menn- irnir sjö voru ekki skotnir á staðn- um er þeir voru handteknir. Eng- inn þeirra var með nauðsynlega pappíra á sér sem heimila land- vistarleyfi í Zaire. Vanar saumastiílkur óskast BLÁFELDUR Siðumiíla 31 Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð í Borgarnesi. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1977. Staðan veitist frá 15. júní 1977. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Heilbrigðis- og tryggingamólaráðuneytið 3. maí 1977. Utboð - Engidalsskóli Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu Engidalsskóla. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings Strandgötu 6, gegn 30 þús- und króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 20. maí kl. 14. Bœjarverkfrœðingur Nýkomið: Tækifæris- mussur Tækifæris- buxur Mikið úrval Elízubúðin Skipholti 5 Erlendar fréttir Vegir myndlistarinnar eru órannsakanlegir: LENDIR CHURCHILL í HÓPI MEÐ GÖMLU MEISTURUNUM? Olíumálverk þau sem Sir Winston Churchill, fyrrum for- sætisráðherra Breta, málaði í lifanda lífi virðast ætla að verða afkomendum hans dýrmætur arfur þegar fram líða stundir. Nú eru á einni sýningu saman kontin 50 af verkum hans og eru þau metin á meira en eina milljón sterlingspunda. Sýningu þessa opnaói Charles Bretaprins í gær. Hún er upp sett i tilefni af aldarfjórðungs valda- afmæli Elisabetardrottningar. Fyrir nokkru voru boðin upp nokkur af málverkunt Churchills heitins. Eitt þeirra seldist fyrir 48.000 sterlingspund, — 33.000 meira en búizt hafði verið við! Sérfræðingar segja, að verk for- sætisráðherrans fyrrverandi veki meiri athygli en jafnvel verk gömlu meistaranna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.