Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. 3 J.G. skrifar: Fyrir nokkru hófst í sjón- varpinu námskeiö fyrir þá sem vildu hætta að reykja og hafa þessir þættir verið nokkuð góðir og mun almennt hafa verið horft á þá. Litt hef ég orðið pess var að fólk hafi hætt að reykja vegna þessa námskeiðs, en hitt veit ég að sjónvarps- þættir þessir höfðu umtalsverð áhrif á börn og unglinga, þ.e.a.s. þá sem aldrei hafa reykt. Ef þetta námskeið verður til þess að þessir aldurs- flokkar byrja aldrei á reyking- um er betur af stað farið en heima setið. I kjölfar þessa námskgiðs hafa nú komið í dagsljósið predikarar sem telja reykinga- menn óalandi og óferjandi og ekki hafandi nálægt fólki sem ekki reykir. Áróður er sterkt vopn í höndum þeirra sem með hann kunna að fara, en gangi hann út í slíkar öfgar sem nú kemur fram hjá sumum and- reykingapredikurum, fer hann að verka þveröfugt við það sem til er ætlast. Glöggt dæmi um þetta er grein sem birtist í Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum. Grein þessi er skrifuð af slíku ofstæki að hún er langt frá því að vera svaraverð, en þó skal hér aðeins drepið á tvö atriði. Greinarhöf. tæpir á því að ef reykingamenn vilji ekki vera góðu börnin og hætta að reykja, þá geti orðið um aðskilnað að ræða milli ,,hreinna“ og „óhreinna", þ.e.a.s. milli þeirra sem reykja og hinna sem reykja ekki. Ef þessir „hreinu“ predikarar — krossferðarriddarar hinir nýju — sækja það fast að koma á aðskilnaðarstefnu, er ekki nema sjálfsagt að láta þeim það eftir. Reykingafólk er fullfært um að standa fyrir sínum mál- um og þarf ekki að knékrjúpa fyrir einum eða neinum. Suður í Afríku er maður nokkur, Ian Smith, sem fyrir löngu er margfrægur að endemum fyrir aðskilnaðar- stefnu sína. Veldissól hans — og aðskilnaðarstefnu hans — fer nú óðum lækkandi. Ætti honum að verða það svolítii sárabót á þessum þrenginga- tímum að hann virðist nú hafa eignazt nokkra lærisveina hér úti á Islandi. Höfundur Þjóðviljagreinar- innar kemst svo að þeirri skarp- vitru niðurstöðu í greinarlok að ef reykingafólk þrjósRist við að hætta að reykja verði það sett í plastbelg! Þetta minnir óneitanlega á heittrúar- predikara fyrri tíma sem um- svifalaust vistuðu alla þá niðri í Helvíti sem ekki játuðust undir þá trú sem þeir voru að boða. Enginn neitar því að tóbak er heilsuspillandi og engan reykingamann veit ég svo for- hertan að hann neiti þessari staðreynd. En því miður eru til stórtækari og háskalegri skaðvaldar en tóbakið, og á ég þar við áfengi og eiturlyf. Áfengið hefur skilið eftir sig slóð dauða, örkumla, hvers kyns siysa og sundraðra heimila, svo nokkuð sé nefnt. Eiturlyfin eru þar enginn eftir- bátur, a.m.k. ekki erlendis, en hér hjá okkur eru þau nokkuð nýrri af nálinni en ytra en notkun þeirra virðist fara háskalega ört i vöxt hér á landi. En það er þagað þunnu hljóði um áfengið. Engin herferó þar, eða aðskilnaðarstefna. Fyrir nokkru komu um það tilmæli, mig minnir frá „hærri" stöðum, að reykingafólk sæti aftast i langferðabílum. Hins vegar var ekkert á það minnzt að draga skyldi drukkið fólk i langferða- bílum í einhvern sérdilk. Og þegar nánar er að gáð er þetta hreint ekki svo skrítið. Áfengið gefur snöggtum meira í ríkis- kassann en tóbakið og aðgát skal höfð í nærveru Mammons. Nú er farið að tala um reyklaust land en engum virðist detta í hug að tala um land án áfengis og eiturlyfja. Það er gott og blessað- að bjástra við flisina, en hvers vegna ekki að ráðast á bjálkann líka? Megum við eiga von á því að sjónvarpið i efni til námskeiðs, sem hæfist á því að þátttak- endur tæmdu síðustu brenni- vínsflöskuna? Áróður andreykingamanna gengur nú út í öfgar og getur haft þveröfug áhrif. IHIAMNI ^ Laugavegi 54 — Sími 18046 Full búð af nýjum vörum. Gallabuxur — Kakibuxur — Kjólar — Gallapils — Bolir — Skyrtur — Sendum ípóstkröfu Hinar vinsælu rtölsku — vörurfr“* Herferð gegn reykingum /! Spurningi dagsins : -■. Ætlarþúað fara eitthvað umhvrta- sunnuhelgina? Karl Þorvaldsson verkamaður: Nei, ætli það. Ég held ég verði bara heima, hvili mig og slappi af. Einar Gunnar Birgisson verxa- maður: Kannski fer ég eitthvað og gisti með krökkum sem ég þekki. Guðmundur Olafsson nemi: Nei, ég fór út um siðustu helgi og það nægir mér í bili. Ég ætla bara að hvíla mig og slappa af. Guðmunda Öskarsdóttir skrúð- garðyrkjustúlka: Já, ég ætla að fara til Akraness þar sem vinkona mín býr. Ég fer ein með Akra- borginni. Valdimar K. Guðlaugsson skruð- garðýrkjustrákur: Já, ég ætla i sumarbústað fyrir austan, rétt hjá Þrastarlundi eða þar í grennd. Gylfi Oskarsson, einnig í skrúð- garðyrkju: Það er nokkuð óákveðið en ég býst þó frekar við að fara eitthvað en ég veit ekki hvert.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.