Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. 7 Vinnudeilur kunna að stytta hvalvertíðina — ekki unnt að byr ja fyrr en atvinnuástand er tryggt „Það þýðir ekki að byrja vertíðina fyrr en kjaradeilan er að fullu leyst,“ sagði Kristján Loftsson forstjóri Hvals h/f, er DB spurði hann í gær hvenær fyrirhugað væri að hefja hvalver- tíðina. I fyrra hófst hún 30. maí og stóð til 16. september. Veiddust 389 hvalir á þeim tíma, eða tveir og hálfur að meðaltali á sólarhring. Nú virðist fullljóst að vertíðin muni hefjast síðar en í fyrra. Sagði Kristján að ófram- kvæmanlegt væri að hefja veiðar fyrr en atvinnuástand væri tryggt, þar sem þá væri hætta á að afli skemmdist ef ekki væri unnið úr honum á tilsettum tíma. Bezti veiðitíminn er júnt og júli, þá er lengstur dagur. Er Kristján var spurður hvort ver- tíðin yrði hugsanlega lengd fram á haustið um það sem upphafið tefðist, taldi hann það ósennilegt. Eftir að komið væri fram yfir miðjan september væri dagur orðinn svo stuttur og auk þess færi tíð þá að gerast rysjótt.Hval- bátarnir fjórir eru nú allir að verða tilbúnir til veiða. -G.S. Sveinn við fantasíu sína, Fundur (menntamálaráðs). DB-mynd Bjarnleifur. Menntamálaráðið með geisla- baug fór inn í mynd málarans Eini lögreglumaður heims sem nýtur það eru landslagsmyndir málaðar með spaða. listamannastyrks sýnir 58 myndir í Hafnarfirði „Mér þykir einna vænzt um tvær myndir á sýningunni nú,“ sagði Sveinn Björnsson listmálari og rannsóknarlögreglumaður sem nú sýnir 58 myndir i Iðnskólanum i Hafnarfirði. Eru þetta olíu- málverk, oliupastelmyndir og vatnslitamyndir. Sýningu Sveins lýkur á þriðjudagskvöldið. sjá og í gjánni er kona, líklega Inga Birna,“ sagði Sveinn. Sveinn málar að vanda í sterk- um litum og mjög djarflega. Þarna er mikið af sjávarmyndum enda er sjómannseðlið ríkt i Sveini. En nú bregður líka fyrir annarri nýjúng hjá honum, en En á sýningunni eru líka gamalkunn stilbrögð, þar sem huldukonuandlitið sést víða. Gestkvæmt hefur verið hjá Sveini á sýningunni og fyrstu dagana seldust 13 myndanna. Sveinn er sagður eini lögreglu- maðurinn i heiminum, sem nýtur listamannastyrks. -ASt. Sýning á verkum fyrsta listmálara á íslandi „Þessar uppáhaldsmyndir mínar eru faritasíur og þar kemur fram nýtt og óþekkt form í min- um myndum. Aðra nefni ég Fundur og hina Móður jörð. Myndin Eundur er máluð við Flosagjá á Þingvöllum. Þá stóð yfir fundur menntamálaráðs á Þingvöllunum og fundarmenn komu margir hverjir inn á myndina hjá mér. Margir þeirra eru með geislabaug, sumir með fjögur augu, enda vita þeir allt og Sjúkrahótel RauAa krossins aru á Akurayrí og i Raykjavik. RAUOI KROSS ISLANDS Einar Jónsson frá Fossi í Mýrdal, sem var fæddur árið 1863 og lézt árið 1922, var að sögn Hjalta, sonar hans, fyrsti maðurinn, sem sýndi og seldi myndlist á íslandi. Hlutur Einars hefur þó af einhverjum orsökum gleymzt í myndlistarsögunni eins og hún er skráð opinberlega. Einar sigldi árið 1890 til Kaup- mannahafnar, þar sem hann stundaði nám í myndlist til ársins 1896 þegar hann hélt aftur heim til Islands og settist að á Sauðár- króki. Árið 1897 kvæntist hann Ingibjörgu Gunnarsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. 1 brunanum mikla á Akúreyri árið 1906 brann mikið af málverk- um Einars og aftur stór hluti í bruna Hótel Reykjavíkur. Enn er þó töluvert eftir og hefur Hjalti sonur Einars nú komið upp sýningu á því í Ásmundarsal. Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14.00 og stendur í eina viku. ‘DS. Fjölbrautaskólinn Breiðholti INNRITUN nýrra nemenda fer fram í húsakynn- um skólans við Austurberg frá miðvikudegi 1. júní til föstudags 3. júní frá kl. 10.00 — 17.00 daglega. Námsráðgjafi svo og annað starfslið skólans veitir upplýsingar og leiðbein- ingar um val námssviða og náms- brauta. Kynningarrit um skólann og starfsemi hans er komið út og fæst á skrifstofu skólans svo og við inn- ritun. Skólameistari Tilsölu Ford Bronco árg. 74 Bíllinn er í algjörum sérflokki. Uppl. i síma 96-22659 millikl. 12 oglog einnig milli kl. 7 og 8 á kvöldin Auglýsing um framhald aðalskoðunar bifreiðo í Hafnar- firði, Garðakaupstað og í Bessastaðahreppi 1977. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessa- staðahreppur: Miðvikudagur 1. júní G-1501 tn G-1650 Fimmtudagur 2. júní G-1651 til G-1800 Föstudagur 3. júni G-1801 tu G-1950 Mánudagur 6. júní G-1951 til G-2100 Þriðjudagur 7. júní G-2101 tii G-2250 Miðvikudagur 8. júní G-2251 til G-2400 Fimmtudagur 9. júní G-2401 til G-2550 Föstudagur 10. júní G-2551 til G-2700 Mánudagur 13. júní G-2701 til G-2850 Þriðjudagur 14. júní G-2851 til G-3000 Miðvikudagur 15. júni G-3001 til G-3150 Fimmtudagur 16. júní G-3151 til G-3300 Mánudagur 20. júní G-3301 til G-3450 Þriðjudagur 21. júni G-3451 til G-3600 Miðvikudagur 22. júni G-3601 til G-3750 Fimmtudagur 23. júní G-3751 til G-3900 Föstudagur 24. júni G-3901 tn G-4050 Mánudagur 27. júní G-4051 tii G-4200 Þriðjudagur 28. júni G-4201 til G-4350 Miðvikudagur 29. júní G-4351 tn G-4500 Fimmtudagur 30. júní G-4501 til G-4650 Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði frá kl. ! 8.15—12. 00 og 13.00—16.00 alla framangreinda skoðunardaga. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garða- kaupstað. Sýslumaðurinn í kjósarsýslu, 24. maí 1977. Einar Ingimundarson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.