Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 15
Jón H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt. DAGBIjAÐÍÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977 Lftil lóð, suðurlóðin er götumegin. Framlóð aðskilin frá götu með ; lágum runnum, dvalarsvæðið uppl við húsið aðskilið með hærri runnum. Há tré við gafl skerma gaflglugga frá nágrönnum. Heim- keyrsla og gangstétt gerð einföld og sameinuð garðinum. Lágur gróður til norðurs vegna útsýnis. Lóð i ’miklum halla. Framlóð opin að götu, dvalarsvæði ofar á lóðinni. Brekkur þaktar með garðarós. hann furðanlega stór, — þegar búið er að útiloka fjarlægð- irnar. Eftir því sem garðurinn er minni getum við leyft okkur að gera meira fyrir hann, byggja hann úr varanlegri efn- um og notið hans betur. Inngangurinn er þungamiðja skeri sig ekki úr og keppi þannig við húsið sjálft. Varast ber sterka blómaliti í götugarðinum. Fallegast er að hafa plöntur í dökkgrænum lit í götugarðinum, eins og t.d. toppklippt barrtré, furu eða greni. Ef grasblettur er í götu- garði er bezt að hafa hann í sömu hæð og gangstéttina þannig að biettur og stétt myndi eina heild enda er slíkt langauðveldast í hirðingu. I húsagarðinum á að vera allt sem tilheyrir þjónustu: bak- dyrainngangur, bílskúr, snúru- staurar, sorptunnur, græn- metisgarður og fleira. Einstaklingshyggjan má ráða í einka- garðinum I einkagarðinum má ein- staklingshyggjan ráða og þar eigum við að geta verið út af fyrir okkur og skipulag þessa garðhluta er bezt að gera út frá húsinu sjálfu. Það þarf að vera hægt að opna húsið út í garðinn og ganga fyrirhafnarlítið þangað út strax og stund gefst. Þar eigum við að geta verið í skjóli fyrir veðrum, nágrönnum og vegfarendum. „Betri stofan“ tilheyrir fortíðinni Hingað til hefur frágangur lóða aðallega byggst á því að græða sárin eftir byggingar- framkvæmdir og gera umhverf- ið snyrtilegt. Lóðirnar hafa orðið til augnayndis fyrir íbúa og vegfarendur. Minna hefur verið hugsað um notagildi garð- anna og listræna fegurð þeirra. Fegurstu garðarnir eru fallegir vegna þess að í þeim er fallegur gróður og snyrting þeirra er framúrskarandi. Hún er oft svo góð að garðarnir eru ekki fyrir fólk nema til þess að snyrta þá og horfa á þá. Börnin mega helzt ekki koma í slíka garða, en við skulum vera minnug þess að „betri stofan" sem börnin fengu ekki að koma inn í tilheyrir fortíð- inni. Garðar í framtíðinni munu þykja fallegir, af því að þeir verða byggðir fyrir fólkið sjálft, jafnframt því að vera listrænir eins og garðar for- tíðarinnar Garðlist er ein fegursta list sem til er. Þar vinnur lista- maðurinn með lifandi efni, sí- breytilegt í formi og litum. 1 stað penna eða pensilstrika myndlistarmannsins eru línur garðsins gerðar af röðum runna, trjáa eða gangstfga. ÖII form garðsins verða að vera í samræmdum hlutföllum þann- ig að gott samspil myndist. Samt má samræmið ekki vera of mikið því það getur orsakað tilbreytingarleysi í garðinum,“ sagði Jón H. Björnsson að lokum. A.Bj. götugarðsins Gróðurinn í götugarðinum á að gefa húsinu hlýlegan ramma, draga úr áhrifum ljótra geymsluglugga og bílskúrsdyra þannig að fegurri hlutar hússins njóti sín sem bezt. Þungamiðja götugarðsins er inngangurinn í húsið og verður gróðurumgjörðin að vera þannig að einstakar plöntur Séð á hiið á sama húsi og sem stendur i hallanum hér fyrir ofan. fslenzk kvikmynd að kvöldi annars íhvítasunnu: Dularf ullir atburð- ir á afviknum stað Helgi Skúlason sést hér f hlutverkiHelga i kvikmyndinnl BiMrautt sólarlag. Arnór og Helgi, tveir góð- kunningjar og framkvæmda- menn úr höfuðborginni, ætla að láta draum sinn rætast, draum- inn um að komast úr ys og þys höfuðborgarinnar, langt I burt þar sem enginn ónáðar þá og þeir geta unað tveir saman við drykkju og sportmennsku. Halda þeir til fyrrverandi upp- gangsbæjar á síldarárunum sem nú er yfirgefinn og allt er að drabbast niður. Eftir ærlegt fyllirí fyrsta kvöldið taka að gerast atburðir sem ekki voru fyrirsjáanlegir í ferðaáætlun þeirra félaga, meir en lítið voveiflegir atburðir. Þannig er í stuttu máli sögu- þráðurinn í kvikmyndinni Blóð- rauðu sólarlagi sem frumsýna á í sjónvarpinu að kvöldi annars i hvítasunnu. Kvikmyndin er afar spennandi og likleg til vin- sælda, enda hafa norrænar sjónvarpsstöðvar þegar tryggt sér réttinn til sýningar á mynd- inni. Kvikmyndahandritið samdi Hrafn Gunnlaugsson og er hann jafnframt leikstjóri, tón- listina samdi Gunnar Þórðar- son og tekst honum þar vel upp jafnt i tónlistinni sem með val ýmissa „effekta" sem hjálpast til við að gæða myndina meira kynngimagni. Myndin er tekin á Djúpuvik á Ströndum og varð sá staður fyrlr valinu eftir nokkra leit að heppilegri um- gjörð um kvikmyndina, er þar allt til staðar, hálfhrundar bryggjur og auðar verksmiðjur. - BH Störf við Mjólkárvirkjun Staða vélstjóra ograftæknis viö Mjólkárvirkjun erlaus til umsóknar Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, aldur og fjöl- skyldustærð sendist fyrir 1. júní nk. til Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- vegi 116, Reykjavík og þar eru veittar nánari upplýsingar um störfin og hjá rafveitustjórantyn á Vestfjarðaveitu, Aage Steinssyni, ísafirði. Eftir • 14 ára reynslu á fs- landi hefur runtal-OFNINN sannað yfir- burði sfna yfir aðra ofna sem framleiddir og seldir eru á fslandi. Engan forhitara þarf að nota við runtal-OFNINN og eykur það um 30% hltaafköst runtal-OFNSINS. Það er alstaðar rúm fyrir runtal, runtal-OFNINN er framleiddur úr svissnesku gæðastáli. Runtal-OFNINN er hægt að staðsetja alstaðar. Stuttur afgreiðslutími er á runtal-OFNINUM. VARIZT EFTIRLÍKINGAR. VARIZT EFTIRLfKINGAR. nvmfal OFNAR HF. Sfðumúla 27. Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Keflavfk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.