Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 6
Góður árangur á 7 árum: DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. RUÐU- BROT FYRIR MILLJ- ÓNIR „Nei, þar eru ekki neinir vissir staðir þar sem brotið er meira en annars staðar,“ tjáði Sveinbjörn Bjarnason aðal- varðstjóri DB er rætt var við hann. Ekki kvað hann meira hafa verið brotið t.d. síðustu helgi heldur en aðrar og ef eitthvað væri þá Hefði rúðubrotum heldur fækkað, þó er ekki rétt að vera of bjartsýnn, t.d. er hvíta- sunnuhelgin núna framundan. Nýlega kom fram í sjónvarps- þætti að í Reykjavík eru brotnar rúður fyrir tæpa milljón á mánuði og eru þá ekki talin með þau tilvik þar sem rúður eru brotnar í innbrotum. Sigurjón Björnsson sálfræðingur vildi ekki tjá sig um orsakir rúðubrota unglinga, en við ölvun eru rúður og flöskur e.t.v. nærtækar til að láta reiði sína bitna á. Annars hafa rúðubrot og orsakir þeirra alls ekkert verið rannsökuð en vafa- laust megi rekja orsakir þeirra til félagslegra eða sálrænna atriða í fari unglinga þeirra er taka upp á slíku. „Jú, það er nokkuð mikið brotið um allt,“ sagði Jakob Björnsson glerísetningarmaður hjá Brynju er við ræddum við hann um þessi mál. Kvað hann mánaðarreikning fjölda skartgripaverzlana við Laugaveginn orðinn geysiháan vegna rúðubrota. Þeir sem verða oft fyrir slíku, tryggja sig þó gagnvart tjóninu. En til munu dæmi um það að tryggingafélög hafi alls ekki fengizt til að tryggja rúðurnar þar sem margsinnis hefur verið brotizt inn. -BH. iC Hér er unnið að ísetningu hjá einni verzluninni í miðbænum eftir róstusama nótt. (DB-mynd Hörður). Fjörugar kappreiðar og veðbankasviptingar Búast má við meira fjöri á kappreiðum Fáks á annan hvita- sunnudag en jafnvel nokkru sinni fyrr. Um 150 hestar munu koma fram. m.a. um 30 skeiðhestar og eru sumir þeirra landsfrægir Kappreiðarnar verða á velli félagsins að Viðivöllum kl. 14. Nú verða i fyrsta sinn kynntir og sýndir nokkrir eldri verðlaunaðir gæðingar sení ekki hafa sézt á sýningum um árabil. Þá verður og gæðingakeppni unglinga i tveimur aldurs- flokkum. Veðbanki verður starfræktur og má búast við miklum svipting- um þar að sögn hestamanna, þar sem nú koma fram margir óþekktir gæðingar. Kvennadeildin stendur fyrir happdrætti og verður dregið að loknum kappreiðunum, — aðeins úr seldum miðum. -ASt. Borgarstjóri: Óeðlilegt nema í mjög litlum mæli Teikningar verkfræðinga borgarinnar enn á dagskrá Eins og áður hefur verið um getið hafa heyrzt raddir um að verkfræðingarnir misnotuðu sér aðstöðu sína gagnvart almenningi með því að taka að sér teikningar á húsum og húsahlutum, sem þeir siðan samþykkja sjálfir. Jafnvel hefur heyrzt að þessar teikningar væru mjög algengar. í tilefni af þessari umræðu ákváðu borgaryfirvöld að gerð skyldi skýrsla um þessi mál en eitthvað .hefur dregizt að hún sé lögð fram. Að sögn borgarstjóra eru þó likur á því að það geti orðið næsta þriðjudag. „Eg tel a.ð það sé óeðlilegt að verkfræðingar sem vinna hjá borginni, t.d. við eftirlit, teikni fyrir fólk úti í bæ það sem þeir eiga svo að líta eftir. Sé það gert má það að minni skoðun vera aðeins i mjög litlum mæli og aðeins fyrir vini og kunningja. Hversu stórt þetta er í sniðum er allt verið að kanna,“ sagði borgar- stjóri. -DS. Umdæmisstúka Suðurlands: Hugsunarlaust tóm- læti mesta hættan „Þetta er í rauninni tviþætt mál. Annars vegar hefur verið látið viðgangast að verkfræðing- um hjá borginni væru afhent verkefni til sjálfstæðrar úr- vinnslu, verkefni sem eru fyrir borgina. Það hefur viðgengizt i mörg ár og aldrei verið neitt sett út á það. Hins vegar eru svo teikningar fyrir einstaklinga úti í bæ. Ekki hefur verið álitið að þær ætti að gera nema í mjög litlum mæli. En hvort út fyrir það hefur verið farið er verið að kanna núna." Þetta voru orð Birgis tsleifs Gunnarssonar borgarstjóra er DB innti hann eftir áliti á því máli sem lítillega hefur áður verið rætt í blaðinu, teikningum verk- fræðinga borgarinnar. Skurölæknar heiöra Frið- rik Einarsson — hann er elzti starf- andi skurðlæknir hér A 20. aðalfundi Skurðlækna- félags Islands, sem haldinn var 20. maí, sl„ var dr. med. Friðrik Einarsson kosinn heiðursfélagi. en hann er einn af stofnendum Skurðlæknafélags íslands. Hann átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og er nú elzti skurðlæknir landsins, fæddur 1909. Stjórn Skurðlæknafélags íslands skipa nú Sigurður E. Þorvaldsson, Sigurgeir Kjartansson og Auðóll'- ur Gunnarsson. Nýafstaðið vorþing umdæmisstúku Suðurlands, fagnar vaxandi umræðu um áfengisvandamálið að undan- förnu á opinberum vettvangi. Telur þingið að sú umræða hafi vakið marga til umhugsunar, en hér sé hugsunarlaust tómlæti ein- mitt hvað mesta hættan í þessu sambandi. Þá gat þingið ekki orða bundizt vegna þess hve ömurlegan svip ofurölva fólk setur oft og einatt á miðborgina Skorar þingið á borg- aryfirvöld að leita allra tiltækra i áða til að stemma stigu við ölvun á almannafæri. -G.S. BAHÁ’Í VAKA BAHÁ’í-kynning verður haldin í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 28. maí. Dagskráin hefst kl. 1 e.h. með kennslusýningu, ,og á eftir fylgir skyggnusýning. Almenn upplýsingaþjónusta og bóka- sala á staðnum. Kl. 8.30 um kvöldið hefst dagskráin á fyrirlestri um BAHÁ’í-trúna, höfund hennar og uppruna. Almennar umræður verða á eftir. Allir velkomnir. »__________________________________________________ Dánartala vegna legháls- krabba lækkaði úr 21 í5 Hópskoðun Krabbameinsf élagsins þakkaöur árangurinn „Það er nú ekki lengur neinuin vafa undirorpið að leit- arstöðvarnar hafa unnið stór- merkt starf og árangur af starfsemi þeirra hefur komið greinilega í ljós með lækkaðri dánartíðni úr Ieghálskrabba- meini og verulegri fækkun á hinum alvarlegri tilfellum,“ sagði dr. Ólafur Bjarnason prófessor, formaður Krabba- meinsfélags Islands, í skýrslu sinni á aðalfundi félagsins. Hann var haldinn hinn 13. maí sl. í skýrslunni kom fram að á árinu 1976 dóu aðeins 5 konur úr leghálskrabbameini. Engin þeirra hafði mætt til hóp- skoðunar. Þess skal getið að þegar dánartalan var sem hæst hér á landi vegna þessa sjúkdóms, árið 1969, dó 21 kona úr honum. Alls voru skoðaðar 11.932 konur á sl. ári i hópskoðun, en starfsemin nær til 35 staða á landinu. Greint var krabba- mein í brjósti hjá 12 konum, hjá 10 konum krabbamein í legi og eggjastokkum. Forstigs- breytingar i leghálsi fundust hjá 10 konum. Samvinna krabbameins- félaganna á Norðurlöndum hefur þetta árið einkum beinzt að viðleitni til þess að virkja útvarp og sjónvarp til fræðslu- og útbreiðslustarfsemi. Fræðslustarfsemin hérlendis hefur fyrst og fremst beinzt að baráttunni gegn reykingum. Hefur hún einkum hvílt á herð- um Krabbameinsfélags Reykja- víkur. Árangur hefur meðal annars orðið sá sem flestum er nú kunnur. Þar til má nefna lagasetningu Alþingis fyrir at- beina heilbrigðisráðherra og rikisstjórnar um bann við tóbaksauglýsingum og heimild til að banna reykingar á tiltekn- um opinberum stöðum. 1 stjórn Krabbameins- félagsins eru nú: Prófessor Óiafur Bjarnason, Matthías Jóhannessen, ritstjóri, dr. med Friðrik Einarsson, Erlendur Einarsson forstjóri, Helgi Elías- son, fyrrv.fræðslumálastjóri, Hjörtur Hjartarson, forstjóri, Jónas Hallgrímsson yfirlæknir, Ölafur örn Arnarson læknir og Vigdís Magnúsdóttir hjúkr- unarforstjóri. •B.S. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.